Mynd: Birgir Þór Harðarson

Þetta gerðist árið 2017: Stærsta bankarán Íslandssögunnar upplýst

Einkavæðing ríkisbankanna markaði upphafið af því ástandi sem leiddi af sér bankahrunið 2008. Í mars 2017 var birt skýrsla um aðkomu þýsks einkabanka að kaupunum á Búnaðarbankanum þar sem sýnt var fram á að íslensk stjórnvöld, almenningur og fjölmiðlar hefðu verið blekkt. En fámennur hópur hagnast ævintýralega.

Hvað gerð­ist?

Í júní 2016 sendi Tryggvi Gunn­ars­son, umboðs­maður Alþing­is, bréf til stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefndar Alþingis þar sem hann lagði til að skipuð yrði rann­sókn­ar­nefnd til að kom­ast til botns í aðkomu Hauck &Auf­häuser að kaupum S-hóps­ins á 45,8 pró­sent hlut í Bún­að­ar­bank­anum í byrjun árs 2003. Þetta ætti að gera vegna þess að Tryggvi hefði nýjar upp­lýs­ingar sem byggðu á ábend­ingum um hver raun­veru­leg þátt­taka þýska bank­ans var. Kjarn­inn greindi frá því í kjöl­farið að þær upp­lýs­ingar hafi meðal ann­ars snúið að því að Kaup­þing, sem var sam­ein­aður Bún­að­ar­bank­anum skömmu eftir að söl­una á bank­an­um, hafi fjár­magnað Hauck & Auf­häuser.

Skýrsla rann­sókn­ar­nefndar um málið var loks birt 29. mars 2017, rúmum fjórtán árum eftir að kaupin gengu í gegn og einu banka­hruni síð­ar. Í henni var opin­ber­aður blekk­ing­ar­leikur sem reynd­ist enn ótrú­legri og marg­slungn­ari en flestir ætl­uðu.

Í nið­ur­stöðu­hluta skýrslu rann­sókn­ar­nefnd­ar­innar sagði: „Í íslensku laga­máli nær hug­takið blekk­ing almennt til þess að vekja, styrkja eða hag­nýta sér ranga eða óljósa hug­mynd manns um ein­hver atvik. Telja verður raunar að almennur skiln­ingur á þessu hug­taki sé í meg­in­at­riðum á sömu lund. Rann­sókn­ar­nefnd Alþingis telur að þau gögn sem rakin hafa verið og birt í þess­ari skýrslu, og þau atvik sem umrædd gögn varpa skýru og ótví­ræðu ljósi á, sýni fram á svo ekki verði um villst að íslensk stjórn­völd hafi á sínum tíma verið blekkt um aðkomu Hauck & Auf­häuser að þeirri einka­væð­ingu Bún­að­ar­banka Íslands hf. sem lokið var með kaup­samn­ingi 16. jan­úar 2003. Á sama hátt varpar skýrsla þessi að mati nefnd­ar­innar skýru og ótví­ræðu ljósi á hverjir stóðu að þeirri blekk­ingu, komu henni fram og héldu svo við æ síð­an, ýmist með því að leyna vit­neskju sinni um raun­veru­lega aðkomu Hauck & Auf­häuser eða halda öðru fram gegn betri vit­und.“

Leyni­legir samn­ingar voru gerðir til að blekkja Íslend­inga til að halda að erlendur banki væri að kaupa í íslenskum banka, þegar kaup­and­inn var í reynd aflands­fé­lags­fé­lagið Well­ing & Partner, skráð á Bresku Jóm­frú­areyj­un­um. Kaup­þing í Lúx­em­borg fjár­magn­aði það félag og allur nettó­hagn­aður sem varð að við­skipt­un­um, sem á end­anum var rúm­lega 100 millj­ónir dal, um 11,4 millj­arðar króna á núvirði, rann ann­ars vegar til aflands­fé­lags í eigu Ólafs Ólafs­sonar og hins vegar til aflands­fé­lags sem rann­sókn­ar­nefndin telur að Kaup­þing eða stjórn­endur þess hafi stýrt. Sá hagn­aður sem rann til Ólafs var end­ur­fjár­festur í erlendum verð­bréfum fyrir hans hönd. Ekk­ert er vitað um hvað var um þann hagnað sem rann til hins aflands­fé­lags­ins, Dek­hill Advis­ors Ltd.  sem skráð var á Tortóla. Fléttan gekk undir nafn­inu „Project Puffin“, eða lunda­flétt­an.

Kjartan Bjarni Björgvinsson og Finnur Þór Vilhjálmsson mynduðu rannsóknarnefndina.
Mynd: Birgir Þór Harðarson

Hagn­að­ur­inn varð til vegna þess að eign­ar­hlutur Hauck & Auf­häuser í Bún­að­ar­bank­an­um, sem þá hafði sam­ein­ast Kaup­þingi, hafði hækkað mjög í verði frá því að hann var keyptur og þar til að hann var að fullu seld­ur. Ávinn­ingnum var skipt á milli Ólafs Ólafs­sonar og aflands­fé­lags sem rann­sókn­ar­nefndin telur að hafi verið stýrt af Kaup­þingi. Sam­an­dregið þá kom Ólafur Ólafs­son með ekk­ert eigið fé inn í við­skiptin um kaup á hlut rík­is­ins í Bún­að­ar­bank­an­um. Hann hagn­að­ist hins vegar gríð­ar­lega á þeirri fléttu sem búin var til í bak­her­bergj­um.

Í þessu ferli voru íslensk stjórn­völd, almenn­ingur og fjöl­miðlar blekktir til að halda að Hauck & Auf­häuser hafi keypt hlut í íslenskum við­skipta­banka, þegar ljóst var að svo var ekki.

Hvaða afleið­ingar hafði það?

Það má með sanni segja að bolt­inn hafi byrjað að rúlla hjá öllum hlut­að­eig­andi eftir að þessi flétta var fram­kvæmd. Bræð­urnir Ágúst og Lýður Guð­munds­synir réðu yfir Exista og héldu þar um alla þræði í krafti mik­ils eign­ar­hluta. Exista var ásamt félagi Ólafs Ólafs­sonar stærsti eig­andi sam­ein­aðs banka Kaup­þings og Bún­að­ar­banka, sem lengst af hét bara Kaup­þing, fram að því að hann féll í októ­ber 2008. Við blasir að hvor­ugur aðil­inn borg­aði nokkuð eigið fé fyrir þann hlut sem hann eign­að­ist í Kaup­þingi. Þeir lögðu ekki út eina krónu.

Allir hlut­að­eig­andi efn­uð­ust stór­kost­lega á þessum tíma. Exista keypti m.a. VÍS, Sím­ann, stóran hlut í finnska trygg­inga­fé­lag­inu Sampo og meira að segja Við­skipta­blað­ið. Auk þess var Bakka­vör mik­il­vægur hluti af sam­stæð­unni. Virði eigna hennar mæld­ist mörg hund­ruð millj­arðar króna.

Ólafur Ólafs­son varð einn rík­asti og valda­mesti maður lands­ins. Í árs­lok 2003 voru eignir Kjal­ars, fjár­fest­inga­fé­lags Ólafs, metnar á 3,2 millj­arða króna. Tveimur árum síðar voru þær metnar á 85 millj­arða króna. Aðrir með­limir S-hóps­ins nutu líka góðs af verkn­að­inum og urðu fokrík­ir, þótt Ólafur hafi skarað þar fram úr.

Ólafur barst á og var fyr­ir­ferða­mik­ill á þessum árum. Hann stofn­aði góð­gerð­ar­sjóð og setti millj­arð króna í hann og hann fékk Elton John til að syngja í klukku­tíma í fimm­tugs­af­mæl­inu sínu. Hann keypti sér þyrlu og flaug henni sjálfur ítrekað í bústað sinn á Snæ­fells­nesi. Við­skipta­veldi hans sam­an­stóð af fjár­fest­inga­fé­lög­unum Kjalar og Eglu. Auk hlut­ar­ins í Sam­skip átti hann m.a. hluti í HB Granda, Iceland Seafood, Alfesca og ýmsum fast­eigna­verk­efnum svo fátt eitt sé nefnt. Ólafur var líka stór­tækur í gjald­miðla­skipta­samn­ingum og gerði m.a. einn slíkan við Kaup­þing 6. októ­ber 2008, sama dag og neyð­ar­lög voru sett á Íslandi. Þar veðj­aði hann gegn íslensku krón­unni og krafð­ist þess átta dögum síðar að samn­ing­ur­inn yrði gerður upp á geng­inu 305 krónur á hverja evru, sem hefði þýtt að Kaup­þing, fallni bank­inn sem hann verið næst stærsti eig­and­inn í, ætti að borga honum 115 millj­arða króna.

Hluta­bréfa­verð í sam­ein­uðu Kaup­þingi rauk upp eftir að Puffin-fléttan var fram­kvæmd. Í upp­hafi árs 2003 var það 129,5 krónur á hlut. Á fyrsta árinu hækk­aði gengið um 73,4 pró­sent. Frá árs­byrjun 2004 og fram á mitt ár 2007 hækk­uðu hluta­bréf í Kaup­þingi um 536 pró­sent. Virði eign­ar­hluta Ólafs og Bakka­var­ar­bræðra hækk­aði um sama hlut­fall. Síðar kom reyndar í ljós að Kaup­þing hafði stundað skipu­lagða og kerf­is­bundna mark­aðs­mis­notkun að minnsta kosti frá byrjun árs 2005. Til­gang­ur­inn var að halda uppi verði bréf­anna hand­virkt.

Fyrir þetta hlutu níu fyrr­ver­andi stjórn­endur og starfs­menn Kaup­þing dóm í Hæsta­rétti í fyrra­haust. Á meðal þeirra sem hlutu dóm í mál­inu voru Hreiðar Már Sig­urðs­son, Sig­urður Ein­ars­son, Bjarki Diego og Magnús Guð­munds­son. Allir fjórir léku lyk­il­hlut­verk í því þegar Puffin-fléttan um aðkomu Hauck & Auf­häuser að kaup­unum á Bún­að­ar­bank­anum var hönnuð og fram­kvæmd.

Alls tókst Ólafi og tengdum félögum að safna upp skuldum upp á 147 millj­arða króna við íslensku bank­ana fram að hruni þeirra. Mest skuld­uðu félög Ólafs Kaup­þingi, alls 96,1 millj­arð króna. Exista-bræður voru enn stór­tæk­ari í skulda­söfn­un. Þeir og félög tengd þeim skuld­uðu íslenskum bönkum 309 millj­arða króna við hrun­ið. Þar af námu skuldir þeirra við Kaup­þing, bank­ann sem þeir voru stærsti eig­and­inn í, 239 millj­örðum króna.

Stjórn­endur Kaup­þings fengu líka drauma sína upp­fyllta. Áður óþekkt ofur­laun, umfangs­mikil hluta­bréfa­kaup, útrás og tögl og haldir í íslensku atvinnu­lífi. Sig­urður Ein­ars­son var sæmdur fálka­orð­unni og Ólafur Ragnar Gríms­son tal­aði um hann sem einn sinn nán­asta sam­starfs­mann. Hann og Hreiðar Már voru kjörnir við­skipta­menn árs­ins. Og svo fram­veg­is.

Afrakst­ur­inn af þessum bræð­ingi öllum saman varð fimmta stærsta gjald­þrot heims­sög­unn­ar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar