Vesturstrandarhagkerfið

Það eru víða mikil vandamál í Bandaríkjunum, en á undanförnum árum hefur einstakt hagvaxtarskeið einkennt gang mála á Vesturströndinni.

Seattle
Auglýsing

Það er hægt að teikna upp margar myndir með hag­tölum sem virð­ast allar sann­fær­andi og sýna trausta stöðu efna­hags­ins. Þegar litið er undir yfir­borð taln­anna blasir oft önnur staða við.

Þegar litið er til Banda­ríkj­anna sér­stak­lega þarf að hafa þetta í huga, því innan ríkj­anna eru mörg hund­ruð - eða jafn­vel þús­und - hag­kerfi sem öll hafa sýna styrk­leika og veik­leika.

Mik­ill vöxtur í ára­tug

Árleg lands­fram­leiðsla í Banda­ríkj­unum hefur vaxið að með­al­tali um 1,5 til 3 pró­sent á ári, frá því fjár­mála­á­fall­inu á árunum 2007 til 2009.

Auglýsing

Janet Yellen, frá­far­andi seðla­banka­stjóri, sagði á dög­unum að staða efna­hags­mála í Banda­ríkj­unum væri sterk um þessar mund­ir, og næsta krefj­andi verk­efni yrði að draga úr stuðn­ingi Seðla­banka Banda­ríkj­anna og láta hag­kerfið standa á eigin fót­um, ef þannig má að orði kom­ast. Atvinnu­leysi mælist lágt, milli 4 og 5 pró­sent, en til sam­an­burðar er það tæp­lega 10 pró­sent meðal Evr­ópu­sam­bands­land­anna.

Tækni­bylt­ingin

Eitt svæði innan Banda­ríkj­anna hefur á und­an­förnum árum gengið í gegnum mikið og nær for­dæma­laust hag­vaxt­ar­skeið, sé litið til hag­sögu ein­stakra ríkja Banda­ríkj­anna. Það eru ríkin á Vest­ur­strönd lands­ins. 

Á því svæði búa um 50 millj­ónir manna og hefur tækni­bylt­ingin á heims­vísu ekki síst verið leidd áfram af fyr­ir­tækjum á svæð­inu. Í Kali­forníu búa 39 millj­ónir manna, í Oregon ríf­lega 4 millj­ónir og rúm­lega 7 millj­ónir í Was­hington ríki.

Á þessum svæðum hefur orðið mik­ill vöxt­ur, einkum og sér í lagi í kringum helstu borg­ar­svæði ríkj­anna, San Francisco og Los Ang­eles í Kali­forn­íu, Portland í Oregon og Seattle í Was­hington ríki.

Mikill uppgangur hjá stærstu tæknifyrirtækjum heims hefur haft góð áhrif á Vesturströndinni, en höfuðstöðvar flestra stærstu fyrirtækjanna eru á borgarsvæðum á Vesturströndinni. Mynd: EPA.

Fimm verð­mæt­ustu félög heims­ins hafa öll höf­uð­stöðvar á svæð­inu. App­le, Amazon, Alp­habet (Goog­le), Microsoft og Face­book. Þá eru margir aðrir tækni- og iðn­risar með höf­uð­stöðvar á svæð­inu sem hafa gengið í gegnum mikið vaxt­ar­tíma­bil á síð­ustu árum, og má nefna Oracle, T-Mobile og fleiri fyr­ir­tæki því til stað­fest­ar.

Sem dæmi um mikil umsvif fyr­ir­tækj­anna í nærum­hverf­inu á und­an­förnum árum þá hefur Amazon verið að ráða hátt í 5 þús­und starfs­menn á hverjum mán­uði í Banda­ríkj­un­um, og margir þeirra hafa tekið til starfa í Seatt­le, þaðan sem gíf­ur­lega hraður vöxtur fyr­ir­tæk­is­ins hefur verið keyrð­ur.

Á með­an, í raun­hag­kerf­inu…En það er ekki aðeins tækni og hug­bún­aður sem hefur blómstrað á svæð­inu, því mikil umsvif í flutn­ingum og mat­væla­fram­leiðslu hafa skap­ast tug­þús­undir nýrra starfa, ekki síst á síð­ustu fimm árum. Þannig hafa skipa­flutn­ingar frá Seattle auk­ist mik­ið, einkum til Asíu. Þetta hefur leitt til mik­illar sóknar í hafn­sæk­inni starf­semi og einnig í mat­væla­fram­leiðslu, ekki síst vín­ræktun og bjór­fram­leiðslu.Ferða­þjón­usta hefur einnig vaxið mikið og flug­sam­göngur eflst. Búist er við því að sú þróun haldi áfram á næstu árum.

Það er víða fallegt á Vesturströndinni, og það á svo sannarlega við um landbúnaðarhéröðin í Oregon. Mynd: EPA.Teygir sig til KanadaÞessi mikli upp­gangur í vest­ur­strand­ar­ríkj­unum hefur teygt sig upp til bresku Kól­umbíu í Kana­da, þar sem helsta vaxt­ar­svæðið er Vancou­ver. Það er borg sem er svipuð að stærð og Seatt­le, með um 700 þús­und íbúa. Tækni­fyr­ir­tæki hafa vaxið hratt í borg­inni og má sem dæmi nefna að tölvu­leikja­fram­leið­and­inn EA, sem fram­leiðir meðal ann­ars FIFA tölvu­leik­inn, er með fram­leiðslu­deild í borg­inni.Búist er við því að áfram­hald verði á miklum vexti á þessu svæði á næstu árum og jafn­velt ára­tug­um. Þannig hafa borg­ar­yf­ir­völd í Seattle teiknað upp fram­tíð­ar­sýn til árs­ins 2030 þar sem ráð er fyrir því gert að íbúum fjölgi um 4 til 5 pró­sent á ári, og hag­kerfið stækki um allt að tíu pró­sent árlega.Svip­aðar grein­ingar hafa komið frá yfir­völdum í Oregon og Kali­forn­íu, þó þar sé staða ólík eftir svæðum innan rík­is­ins, sem er það fjöl­menn­asta í Banda­ríkj­un­um.Skugga­hliðarÞrátt fyrir mik­inn efna­hags­legan upp­gang þá hafa skugga­hliðar sést víða. Þannig hefur fjöldi heim­il­is­lausra farið hratt vax­andi vegna hús­næð­is­skorts og hækk­andi leigu- og fast­eigna­verðst. Sér­stak­lega er ástandið slæmt í Los Ang­eles og San Francisco. Þar hafa yfir­völd unnið að því að fjölga ódýrum íbúðum á mark­aði og koma upp skýlum til að heim­il­is­lausir geti kom­ist í öruggt skjól.

Mik­il­vægar teng­ingarÞað er til mik­ils unnið fyrir lönd heims­ins að efla tengsl við þetta svæði, og hafa bæði fyr­ir­tæki og stjórn­völd ein­stakra ríkja verið að vinna að því mark­visst. Má nefna Norð­menn, Svía og Dani því til stað­fest­ing­ar, en Danir urðu fyrsta landið í heim­inum til skipa sér­stakan sendi­herra gagn­vart tækni­fyr­ir­tækj­unum í Banda­ríkj­un­um, með aðsetur í San Francisco.Þá hafa Norð­menn einnig lagt mikla fjár­muni og vinnu í að efla tengsl við smá­sölu­geir­ann í Banda­ríkj­un­um, einkum Amazon og Whole Foods, og hefur það stuðlað að miklum við­skiptum frá lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um.Greinin birt­ist einnig í jóla­út­gáfu Vís­bend­ing­ar. Hægt er að ger­ast áskrif­andi hér.

Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar