Vesturstrandarhagkerfið

Það eru víða mikil vandamál í Bandaríkjunum, en á undanförnum árum hefur einstakt hagvaxtarskeið einkennt gang mála á Vesturströndinni.

Seattle
Auglýsing

Það er hægt að teikna upp margar myndir með hag­tölum sem virð­ast allar sann­fær­andi og sýna trausta stöðu efna­hags­ins. Þegar litið er undir yfir­borð taln­anna blasir oft önnur staða við.

Þegar litið er til Banda­ríkj­anna sér­stak­lega þarf að hafa þetta í huga, því innan ríkj­anna eru mörg hund­ruð - eða jafn­vel þús­und - hag­kerfi sem öll hafa sýna styrk­leika og veik­leika.

Mik­ill vöxtur í ára­tug

Árleg lands­fram­leiðsla í Banda­ríkj­unum hefur vaxið að með­al­tali um 1,5 til 3 pró­sent á ári, frá því fjár­mála­á­fall­inu á árunum 2007 til 2009.

Auglýsing

Janet Yellen, frá­far­andi seðla­banka­stjóri, sagði á dög­unum að staða efna­hags­mála í Banda­ríkj­unum væri sterk um þessar mund­ir, og næsta krefj­andi verk­efni yrði að draga úr stuðn­ingi Seðla­banka Banda­ríkj­anna og láta hag­kerfið standa á eigin fót­um, ef þannig má að orði kom­ast. Atvinnu­leysi mælist lágt, milli 4 og 5 pró­sent, en til sam­an­burðar er það tæp­lega 10 pró­sent meðal Evr­ópu­sam­bands­land­anna.

Tækni­bylt­ingin

Eitt svæði innan Banda­ríkj­anna hefur á und­an­förnum árum gengið í gegnum mikið og nær for­dæma­laust hag­vaxt­ar­skeið, sé litið til hag­sögu ein­stakra ríkja Banda­ríkj­anna. Það eru ríkin á Vest­ur­strönd lands­ins. 

Á því svæði búa um 50 millj­ónir manna og hefur tækni­bylt­ingin á heims­vísu ekki síst verið leidd áfram af fyr­ir­tækjum á svæð­inu. Í Kali­forníu búa 39 millj­ónir manna, í Oregon ríf­lega 4 millj­ónir og rúm­lega 7 millj­ónir í Was­hington ríki.

Á þessum svæðum hefur orðið mik­ill vöxt­ur, einkum og sér í lagi í kringum helstu borg­ar­svæði ríkj­anna, San Francisco og Los Ang­eles í Kali­forn­íu, Portland í Oregon og Seattle í Was­hington ríki.

Mikill uppgangur hjá stærstu tæknifyrirtækjum heims hefur haft góð áhrif á Vesturströndinni, en höfuðstöðvar flestra stærstu fyrirtækjanna eru á borgarsvæðum á Vesturströndinni. Mynd: EPA.

Fimm verð­mæt­ustu félög heims­ins hafa öll höf­uð­stöðvar á svæð­inu. App­le, Amazon, Alp­habet (Goog­le), Microsoft og Face­book. Þá eru margir aðrir tækni- og iðn­risar með höf­uð­stöðvar á svæð­inu sem hafa gengið í gegnum mikið vaxt­ar­tíma­bil á síð­ustu árum, og má nefna Oracle, T-Mobile og fleiri fyr­ir­tæki því til stað­fest­ar.

Sem dæmi um mikil umsvif fyr­ir­tækj­anna í nærum­hverf­inu á und­an­förnum árum þá hefur Amazon verið að ráða hátt í 5 þús­und starfs­menn á hverjum mán­uði í Banda­ríkj­un­um, og margir þeirra hafa tekið til starfa í Seatt­le, þaðan sem gíf­ur­lega hraður vöxtur fyr­ir­tæk­is­ins hefur verið keyrð­ur.

Á með­an, í raun­hag­kerf­inu…



En það er ekki aðeins tækni og hug­bún­aður sem hefur blómstrað á svæð­inu, því mikil umsvif í flutn­ingum og mat­væla­fram­leiðslu hafa skap­ast tug­þús­undir nýrra starfa, ekki síst á síð­ustu fimm árum. Þannig hafa skipa­flutn­ingar frá Seattle auk­ist mik­ið, einkum til Asíu. Þetta hefur leitt til mik­illar sóknar í hafn­sæk­inni starf­semi og einnig í mat­væla­fram­leiðslu, ekki síst vín­ræktun og bjór­fram­leiðslu.



Ferða­þjón­usta hefur einnig vaxið mikið og flug­sam­göngur eflst. Búist er við því að sú þróun haldi áfram á næstu árum.

Það er víða fallegt á Vesturströndinni, og það á svo sannarlega við um landbúnaðarhéröðin í Oregon. Mynd: EPA.



Teygir sig til Kanada



Þessi mikli upp­gangur í vest­ur­strand­ar­ríkj­unum hefur teygt sig upp til bresku Kól­umbíu í Kana­da, þar sem helsta vaxt­ar­svæðið er Vancou­ver. 



Það er borg sem er svipuð að stærð og Seatt­le, með um 700 þús­und íbúa. Tækni­fyr­ir­tæki hafa vaxið hratt í borg­inni og má sem dæmi nefna að tölvu­leikja­fram­leið­and­inn EA, sem fram­leiðir meðal ann­ars FIFA tölvu­leik­inn, er með fram­leiðslu­deild í borg­inni.



Búist er við því að áfram­hald verði á miklum vexti á þessu svæði á næstu árum og jafn­velt ára­tug­um. 



Þannig hafa borg­ar­yf­ir­völd í Seattle teiknað upp fram­tíð­ar­sýn til árs­ins 2030 þar sem ráð er fyrir því gert að íbúum fjölgi um 4 til 5 pró­sent á ári, og hag­kerfið stækki um allt að tíu pró­sent árlega.



Svip­aðar grein­ingar hafa komið frá yfir­völdum í Oregon og Kali­forn­íu, þó þar sé staða ólík eftir svæðum innan rík­is­ins, sem er það fjöl­menn­asta í Banda­ríkj­un­um.



Skugga­hliðar



Þrátt fyrir mik­inn efna­hags­legan upp­gang þá hafa skugga­hliðar sést víða. Þannig hefur fjöldi heim­il­is­lausra farið hratt vax­andi vegna hús­næð­is­skorts og hækk­andi leigu- og fast­eigna­verðst. Sér­stak­lega er ástandið slæmt í Los Ang­eles og San Francisco. Þar hafa yfir­völd unnið að því að fjölga ódýrum íbúðum á mark­aði og koma upp skýlum til að heim­il­is­lausir geti kom­ist í öruggt skjól.





Mik­il­vægar teng­ingar



Það er til mik­ils unnið fyrir lönd heims­ins að efla tengsl við þetta svæði, og hafa bæði fyr­ir­tæki og stjórn­völd ein­stakra ríkja verið að vinna að því mark­visst. 



Má nefna Norð­menn, Svía og Dani því til stað­fest­ing­ar, en Danir urðu fyrsta landið í heim­inum til skipa sér­stakan sendi­herra gagn­vart tækni­fyr­ir­tækj­unum í Banda­ríkj­un­um, með aðsetur í San Francisco.



Þá hafa Norð­menn einnig lagt mikla fjár­muni og vinnu í að efla tengsl við smá­sölu­geir­ann í Banda­ríkj­un­um, einkum Amazon og Whole Foods, og hefur það stuðlað að miklum við­skiptum frá lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um.



Greinin birt­ist einnig í jóla­út­gáfu Vís­bend­ing­ar. Hægt er að ger­ast áskrif­andi hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar