Vesturstrandarhagkerfið

Það eru víða mikil vandamál í Bandaríkjunum, en á undanförnum árum hefur einstakt hagvaxtarskeið einkennt gang mála á Vesturströndinni.

Seattle
Auglýsing

Það er hægt að teikna upp margar myndir með hag­tölum sem virð­ast allar sann­fær­andi og sýna trausta stöðu efna­hags­ins. Þegar litið er undir yfir­borð taln­anna blasir oft önnur staða við.

Þegar litið er til Banda­ríkj­anna sér­stak­lega þarf að hafa þetta í huga, því innan ríkj­anna eru mörg hund­ruð - eða jafn­vel þús­und - hag­kerfi sem öll hafa sýna styrk­leika og veik­leika.

Mik­ill vöxtur í ára­tug

Árleg lands­fram­leiðsla í Banda­ríkj­unum hefur vaxið að með­al­tali um 1,5 til 3 pró­sent á ári, frá því fjár­mála­á­fall­inu á árunum 2007 til 2009.

Auglýsing

Janet Yellen, frá­far­andi seðla­banka­stjóri, sagði á dög­unum að staða efna­hags­mála í Banda­ríkj­unum væri sterk um þessar mund­ir, og næsta krefj­andi verk­efni yrði að draga úr stuðn­ingi Seðla­banka Banda­ríkj­anna og láta hag­kerfið standa á eigin fót­um, ef þannig má að orði kom­ast. Atvinnu­leysi mælist lágt, milli 4 og 5 pró­sent, en til sam­an­burðar er það tæp­lega 10 pró­sent meðal Evr­ópu­sam­bands­land­anna.

Tækni­bylt­ingin

Eitt svæði innan Banda­ríkj­anna hefur á und­an­förnum árum gengið í gegnum mikið og nær for­dæma­laust hag­vaxt­ar­skeið, sé litið til hag­sögu ein­stakra ríkja Banda­ríkj­anna. Það eru ríkin á Vest­ur­strönd lands­ins. 

Á því svæði búa um 50 millj­ónir manna og hefur tækni­bylt­ingin á heims­vísu ekki síst verið leidd áfram af fyr­ir­tækjum á svæð­inu. Í Kali­forníu búa 39 millj­ónir manna, í Oregon ríf­lega 4 millj­ónir og rúm­lega 7 millj­ónir í Was­hington ríki.

Á þessum svæðum hefur orðið mik­ill vöxt­ur, einkum og sér í lagi í kringum helstu borg­ar­svæði ríkj­anna, San Francisco og Los Ang­eles í Kali­forn­íu, Portland í Oregon og Seattle í Was­hington ríki.

Mikill uppgangur hjá stærstu tæknifyrirtækjum heims hefur haft góð áhrif á Vesturströndinni, en höfuðstöðvar flestra stærstu fyrirtækjanna eru á borgarsvæðum á Vesturströndinni. Mynd: EPA.

Fimm verð­mæt­ustu félög heims­ins hafa öll höf­uð­stöðvar á svæð­inu. App­le, Amazon, Alp­habet (Goog­le), Microsoft og Face­book. Þá eru margir aðrir tækni- og iðn­risar með höf­uð­stöðvar á svæð­inu sem hafa gengið í gegnum mikið vaxt­ar­tíma­bil á síð­ustu árum, og má nefna Oracle, T-Mobile og fleiri fyr­ir­tæki því til stað­fest­ar.

Sem dæmi um mikil umsvif fyr­ir­tækj­anna í nærum­hverf­inu á und­an­förnum árum þá hefur Amazon verið að ráða hátt í 5 þús­und starfs­menn á hverjum mán­uði í Banda­ríkj­un­um, og margir þeirra hafa tekið til starfa í Seatt­le, þaðan sem gíf­ur­lega hraður vöxtur fyr­ir­tæk­is­ins hefur verið keyrð­ur.

Á með­an, í raun­hag­kerf­inu…En það er ekki aðeins tækni og hug­bún­aður sem hefur blómstrað á svæð­inu, því mikil umsvif í flutn­ingum og mat­væla­fram­leiðslu hafa skap­ast tug­þús­undir nýrra starfa, ekki síst á síð­ustu fimm árum. Þannig hafa skipa­flutn­ingar frá Seattle auk­ist mik­ið, einkum til Asíu. Þetta hefur leitt til mik­illar sóknar í hafn­sæk­inni starf­semi og einnig í mat­væla­fram­leiðslu, ekki síst vín­ræktun og bjór­fram­leiðslu.Ferða­þjón­usta hefur einnig vaxið mikið og flug­sam­göngur eflst. Búist er við því að sú þróun haldi áfram á næstu árum.

Það er víða fallegt á Vesturströndinni, og það á svo sannarlega við um landbúnaðarhéröðin í Oregon. Mynd: EPA.Teygir sig til KanadaÞessi mikli upp­gangur í vest­ur­strand­ar­ríkj­unum hefur teygt sig upp til bresku Kól­umbíu í Kana­da, þar sem helsta vaxt­ar­svæðið er Vancou­ver. Það er borg sem er svipuð að stærð og Seatt­le, með um 700 þús­und íbúa. Tækni­fyr­ir­tæki hafa vaxið hratt í borg­inni og má sem dæmi nefna að tölvu­leikja­fram­leið­and­inn EA, sem fram­leiðir meðal ann­ars FIFA tölvu­leik­inn, er með fram­leiðslu­deild í borg­inni.Búist er við því að áfram­hald verði á miklum vexti á þessu svæði á næstu árum og jafn­velt ára­tug­um. Þannig hafa borg­ar­yf­ir­völd í Seattle teiknað upp fram­tíð­ar­sýn til árs­ins 2030 þar sem ráð er fyrir því gert að íbúum fjölgi um 4 til 5 pró­sent á ári, og hag­kerfið stækki um allt að tíu pró­sent árlega.Svip­aðar grein­ingar hafa komið frá yfir­völdum í Oregon og Kali­forn­íu, þó þar sé staða ólík eftir svæðum innan rík­is­ins, sem er það fjöl­menn­asta í Banda­ríkj­un­um.Skugga­hliðarÞrátt fyrir mik­inn efna­hags­legan upp­gang þá hafa skugga­hliðar sést víða. Þannig hefur fjöldi heim­il­is­lausra farið hratt vax­andi vegna hús­næð­is­skorts og hækk­andi leigu- og fast­eigna­verðst. Sér­stak­lega er ástandið slæmt í Los Ang­eles og San Francisco. Þar hafa yfir­völd unnið að því að fjölga ódýrum íbúðum á mark­aði og koma upp skýlum til að heim­il­is­lausir geti kom­ist í öruggt skjól.

Mik­il­vægar teng­ingarÞað er til mik­ils unnið fyrir lönd heims­ins að efla tengsl við þetta svæði, og hafa bæði fyr­ir­tæki og stjórn­völd ein­stakra ríkja verið að vinna að því mark­visst. Má nefna Norð­menn, Svía og Dani því til stað­fest­ing­ar, en Danir urðu fyrsta landið í heim­inum til skipa sér­stakan sendi­herra gagn­vart tækni­fyr­ir­tækj­unum í Banda­ríkj­un­um, með aðsetur í San Francisco.Þá hafa Norð­menn einnig lagt mikla fjár­muni og vinnu í að efla tengsl við smá­sölu­geir­ann í Banda­ríkj­un­um, einkum Amazon og Whole Foods, og hefur það stuðlað að miklum við­skiptum frá lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um.Greinin birt­ist einnig í jóla­út­gáfu Vís­bend­ing­ar. Hægt er að ger­ast áskrif­andi hér.

280 þúsund manns dáið úr of stórum skammti á 5 árum
Gífurleg aukning hefur verið á dauðsföllum úr of stórum skammti vímuefna. Tölur um dauðsföll á Íslandi hjá ungum fíklum þykja „ógnvekjandi“.
20. janúar 2018
Greiðslustöðvun ríkisins á ársafmæli forsetatíðar Trumps
Trump ætlaði sér að fagna árs dvöl sinni í Hvíta húsinu í dag, en fagnaðarviðburði með fjárhagslegum bakhjörlum hefur verið frestað.
20. janúar 2018
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Kjósum um Borgarlínuna
20. janúar 2018
Kísilmálmverksmiðja United Silicon í Helguvík.
Falsaðir reikningar, breyttir samningar og gervilén í fjárdráttarmáli Magnúsar
Fyrrverandi forstjóri United Silicon er talinn hafa látið leggja greiðslur inn á reikninga í Danmörku og Ítalíu og síðan notað þær í eigin þágu. Alls er grunur um 605 milljóna króna fjárdrátt.
20. janúar 2018
Eyþór á fyrirtæki úti á Granda og vill byggja í Örfirisey
Eyþór Arnalds frambjóðandi í oddvitakjöri Sjálfstæðisflokksins vill að borgin reisi íbúabyggð í Örfirisey. Hann á sjálfur fyrirtæki í rekstri svæðinu en telur hagsmunatengslin ekki þannig að honum sé ókleift að vera talsmaður uppbyggingar á svæðinu.
20. janúar 2018
Stóru málin
Stóru málin
Stóru Málin 19 - Viðar Guðhjonsen, Davíð Oddsson og Donald Trump
20. janúar 2018
Á tímabilinu 2000-2016 voru byggðar um 1.800 íbúðir að meðaltali á hverju ári á Íslandi. Miðað við vænta mannfjölgun þá þarf að byggja rúmlega 2.200 á ári til að mæta þörf.
Þörf á að byggja um 2.200 íbúðir á ári til að mæta eftirspurn
Íbúðalánasjóður vinnur að gerð líkans til að meta undirliggjandi þörf fyrir nýjar íbúðir. Fyrstu niðurstöður benda til þess að mikil mannfjölgun leiði til þess að skortur á nýjum íbúðum hafi verið vanmetinn.
20. janúar 2018
Áreiðanlegir fjölmiðlar munu fá aukið vægi
Mark Zuckerberg heldur áfram að boða miklar breytingar á fréttastraumi notenda Facebook.
20. janúar 2018
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar