Mynd: Birgir Þór Harðarson

Það sem gerðist árið 2017: Höft losuð á Íslandi

Eftir að hafa þurft að fara með flugmiða í bankann til að kaupa gjaldeyri fyrir sólarlandafríið í rúm átta ár voru fjármagnshöft loks losuð að mestu á almenning, lífeyrissjóði og fyrirtæki. Verr gekk þó að losa um aflandskrónuvandann með þeim hætti sem lagt var upp með.

Hvað gerð­ist?

Fjár­magns­höft höfðu verið við lýði á Íslandi frá því í nóv­em­ber 2008. Þau voru sett svo að umfangs­miklar krónu­eign­ir, meðal ann­ars kröfu­hafa föllnu bank­anna, væri ekki skipt yfir í aðra gjald­miðla með til­heyr­andi búsifjum og geng­is­falli fyrir Ísland.

Höftin þýddu að flestir Íslend­ingar gátu ekki skipt krón­unum sínum í annan gjald­eyri nema í und­an­tekn­ing­ar­til­vikum og með heim­ild yfir­valda. Þeir þurftu t.d. að fram­vísa flug­far­seðli í banka til að kaupa ferða­gjald­eyri. Og slík gjald­eyr­is­við­skipti voru auk þess tak­mörkuð við hámarks­fjár­hæð­ir. Búið var til mjög umfangs­mikið gjald­eyr­is­eft­ir­lit innan Seðla­banka Íslands, sem hafði eft­ir­lit með gjald­eyr­is­við­skiptum þjóð­ar­inn­ar, og þaðan voru veittar allskyns und­an­þág­ur, enda blasti við að inn­flutn­ings- og útflutn­ings­fyr­ir­tæki þurftu að skipta krónum í gjald­eyri eða gjald­eyri í krónur til að geta haldið starf­semi sinni áfram.

Til þess að fá að gera slíkt þurftu fyr­ir­tæki meðal ann­ars að sýna fram á að um raun­veru­leg vöru- eða þjón­ustu­við­skipti væri að ræða. Þetta var sér­stak­lega mik­il­vægt til að jafn­ræðis yrði gætt. Þ.e. að fjár­magns­eig­endur gætu ekki nýtt sér hafta­á­standið til að hagn­ast á meðan að launa­fólk, sem fékk borgað í krónum og lifði fjár­hags­lega einn mánuð í einu, axl­aði aðlögun geng­is­falls og efna­hags­hruns í gegnum heim­il­is­bók­haldið sitt.



Sum­arið 2016 til­kynntu íslensk stjórn­völd um stór skref í átt að losun fjár­magns­hafta. Þann 12. mars 2017 var svo blásið til blaða­­manna­fund­­ar. For­ingjar nýrrar rík­­is­­stjórn­­­ar, sem hafði tekið við völdum tveimur mán­uðum áður, til­­kynntu hróð­ugir að þeir ætl­­uðu að afnema höft. Það var var reyndar aðeins ofsögum sagt, þótt höft hafi verið losuð að mestu þá eru slík enn við lýði, t.d. tak­­mark­­anir á ráð­­stöfun aflandskróna.

Hvaða áhrif hafði þetta?

Á blaða­manna­fundi greindu Bene­dikt Jóhann­es­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra og Már Guð­munds­son seðla­banka­stjóri frá því að öll höft á almenn­ing, fyr­ir­tæki og líf­eyr­is­­sjóði yrðu afnum­in, fjár­magns­flæði að og frá land­inu yrði gefið frjáls og hægt yrði að fjár­festa erlendis án tak­mark­ana.

Sam­hliða þessu var gert sam­komu­lag við aflandskrón­u­eig­end­­ur, en þeir voru helsta ástæða þess að höft voru enn við lýði. Það sam­komu­lag fór ekki alveg eins og að hafði verið stefnt, en sam­kvæmt því ætl­aði Seðla­banki Íslands að kaupa meg­in­þorra aflandskróna.

Hluti þeirra sjóða sem áttu aflandskrónur hér­lendis neit­uðu nefni­lega til­boð­inu.

Föst­u­dag­inn 23. júní til­­kynnti Seðla­­banki Íslands um loka­­upp­­­gjör um kaup á aflandskrón­­um. Nið­­ur­­staðan var sú að eig­endur alls 88 millj­­arða króna í slíkum krónum sögðu nei takk við til­­­boði Seðla­­bank­ans. Þeir vildu frekar geyma krón­­urnar hér­­­lend­­is. Og skipta þeim á skap­legra gengi í fram­tíð­inni. Sú staða er enn uppi.

Losun hafta hafði líka þau áhrif að láns­hæf­is­mats­fyr­ir­tækin mátu aðgerð­ina sem mjög jákvætt skerf fyrir íslenskt efna­hags­kerfi. Þau sögðu að hún styrkti láns­hæfi rík­is­ins og fjár­mála­geirans, sem þýðir á manna­máli að þeir gátu tekið lán á skap­legri kjörum og lækkað fjár­magns­kostnað sinn.

Þetta gekk eftir og er láns­hæf­is­matið nú með betra móti en það hefur verið árum sam­an, og horfur metnar stöðug­ar.

Erlend fjár­fest­ing hefur líka auk­ist veru­lega. Til að mynda tvö­föld­uð­ust erlendar fjár­fest­ingar á hluta­bréfa­mark­aði á árinu 2017 og hafa ekki verið meiri frá banka­hruni. Nettó komu um 30 millj­arðar króna inn á íslenskan hluta­bréfa­markað á árinu, en heild­ar­stærð hans er um 800 millj­arðar króna.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar