Elísabet Davíðsdóttir

Umbúðirnar og varan galdurinn

Skyrævintýrið sem hófst í New York fyrir meira en áratug. Skyrsmakk á litlum bási vatt upp á sig, svo ekki sé meira sagt. Einhver ótrúlegasta frumkvöðlasaga Íslendings í seinni tíð er sagan af Siggi’s Skyr og hvernig varan varð til á löngum tíma með dugnaði, klókindum og hugviti. Sigurður Kjartan Hilmarsson er stofnandinn og forstjórinn, og heldur enn um þræðina í fyrirtækinu að baki Siggi’s Skyr.

„Al­mennt talað þá hef ég þá skoð­un, að það þurfi að vera að „djöflast“ á heima­svæði vör­unn­ar, þegar er verið að byggja hlut­ina upp frá grunn­i,“ segir frum­kvöð­ull­inn Sig­urður Kjartan Hilm­ars­son. Við skulum kalla hann Sigga. Hann verður lík­lega hér eftir - sem hingað til - kenndur við skyr.

Franski mjólk­ur­vöruris­inn Lact­alis keypti á dög­unum fyr­ir­tækið sem hann stofn­aði og byggði upp frá fyrstu skyr­blönd­unni. Kaup­verðið hefur ekki verið gefið upp og er trún­að­ar­milli kaup­anda og selj­enda, en það hleypur á millj­arða­tug­um. „Fyr­ir­tækið hefur átt hug minn allan frá fyrsta deg­i,“ segir Siggi.

Gam­al­gró­inn franskur risi

Lact­alis er alþjóð­legur risi með árlegar tekjur upp á tæp­lega 17 millj­arða evra, eða sem nemur rúm­lega 2.100 millj­örðum króna. Ef fólk kaupir sér mjólk­ur­vör­ur, eins og jógúrt eða osta, í Evr­ópu eða Banda­ríkj­un­um, eru umtals­verðar líkur að vör­urnar komi frá Lact­al­is.

Fyr­ir­tækið er fjöl­skyldu­fyr­ir­tæki í grunn­inn, í eigu Besnier fjöl­skyld­unnar og á rætur sínar að rekja aftur til 1930. Fyr­ir­tækið var form­lega stofnað 1933 og er eitt af iðn­að­ar­stór­veldum Frakk­lands og Evr­ópu. Starfs­menn eru yfir 75 þús­und og eru flestir í Frakk­landi og Belg­íu.

Sigg­i’s Skyrið (Sigg­i’s diary) er nú form­lega komið í vöru­borðið hjá þessu stór­veldi, og mark­miðið að stór­efla dreif­ingu á vör­un­um.

Millj­arða­við­skipti

Í fréttum hefur verið frá því greint að verð­mið­inn á fyr­ir­tæk­inu hafi verið í kringum 300 millj­ónir Banda­ríkja­dala, eða sem nemur ríf­lega 30 millj­örðum króna.

Mik­ill áhugi hefur verið á fyr­ir­tæk­inu á und­an­förnum árum og fór svo að lokum að Lact­alis keypti. Banda­ríski fjár­fest­inga­bank­inn JP Morgan leiddi sölu­ferlið og kom fram í umfjöllun CNBC í aðdrag­anda söl­unn­ar, í októ­ber, að gert væri ráð fyrir að sölu­tekjur vegna Sigg­i’s Skyr yrðu um 200 millj­ónir Banda­ríkja­dala á þessu ári, eða sem nemur um 22 millj­örðum króna. Til sam­an­burðar má nefna að heild­ar­sölu­tekjur MS - vegna allra vara fyr­ir­tæk­is­ins - á árinu 2016, námu 28 millj­örðum króna.

Fyrsti bás Sigga á markaðinum þar sem hann byrjaði fyrst að selja. Þetta var laugardagur númer tvö. Verðið fyrir dósina var $2.75.
Úr einkasafni

Hlut­hafar fyr­ir­tæk­is­ins, sem ber nafnið The Icelandic Milk and Skyr Cor­poration, voru fyrir söl­una að mestu Siggi sjálf­ur, pró­fess­or­inn hans úr Col­umbia háskóla - sem var fyrsti fjár­festir­inn - og vinir og vanda­menn. Nákvæm hlut­föll hafa ekki verið gefin upp, og segir Siggi að trún­aður verði að ríkja um það, í takt við sam­komu­lag þar um.

Sviss­neski mjólk­ur­vöru­fram­leið­and­inn Emni Group átti 22 pró­sent hlut en hann kom fyrst inn í hlut­hafa­hóp­inn um mitt ár 2012. Afgang­ur­inn, tæp­lega 80 pró­sent, var í eigu Sigga og ann­arra, eins og að framan grein­ir.

En hvernig gat þetta ger­st? Hvernig byggir maður upp skyr­veldi á einum harð­asta sam­keppn­is­mark­aði ver­ald­ar, smá­sölu­mark­aðnum í Banda­ríkj­un­um?

Byggja upp á „heima­velli“

Í sam­tali við Kjarn­ann segir Siggi engan einn galdur vera við þetta verk­efni. „Það tekur tíma að byggja upp tengslin á mark­aði og traust á vörum og sölu­að­ferðum og slíku. Ekk­ert kemur í stað­inn fyrir það að vera á mark­aðnum á fyrstu stig­un­um.“

Hversu stórt getur vöru­merkið orð­ið?

„Það er erfitt að segja til um það, en vörur okkar eru góðar og það er margt með okkur þessi miss­er­in. Þessi aukni áhugi á heilsu­sam­legum mat í Banda­ríkj­unum vinnur með okkur og eykur mögu­leik­ana. Áhersla okkar á ein­falda inni­halds­lýs­ingu, holl­ustu og minni syk­ur, umfram margt það sem er í boði, verður áfram í fyr­ir­rúmi,“ segir Siggi.

„Listrænn“ metnaður fyrir því að búa til góða vöru

Andri Sær Magnason hefur þekkt Sigga í 25 ár og hefur því fylgst með honum, bæði úr nálægð og fjarlægð, byggja upp fyrirtæki sitt. „Árangurinn er magnaður því hann skapar alveg nýjan markað í Ameríku fyrir vöru sem átti sér varla hliðstæðu og hann endurskilgreinir að vissu leyti hvernig skyr er búið til, notar lítinn sykur og engan gervisykur. Býr til bragðtegundir sem höfðu aldrei verið til hérna heima og kennir þessari sykursætu þjóð að borða vöru sem jafnvel íslendingum þykir nánast krefjandi á bragðið vegna þess að við höfum líka verið vanin á mjög sykrað skyr. Núna hefur hann eiginlega sett standardinn svo að þeir sem ætla í samkeppni við hann reyna að búa til hliðstæða vöru, og að vera kominn í 25.000 verslanir er magnað verkefni,“ segir Andri Snær.

Hann segist hafa skynjað strax frá upphafi, að Siggi hefði haft nánast listrænan metnað fyrir vörunni sinni. Hann byrjaði á tilraunum í eldhúsinu heima hjá sér, með því að vinna eftir uppskriftum sem hann fékk að heiman. Við tók síðan tími sem einkenndist af miklum fórnum.

„Við erum búnir að vera vinir í 25 ár þannig að ég hef fylgst með þessu frá upphafi og það eru miklar fórnir sem menn færa til að byggja upp svona fyrirtæki, að vera vakinn og sofinn, sumarfrí hefur verið ein gönguferð um hálendið á ári í c.a viku og örstutt jólafrí, sjaldnast jól og áramót og ansi margar andvökunætur þegar verksmiðjur biluðu og sendingar týndust. Hann byrjaði á toppnum gæðalega séð, með því að fara í bestu ostabúðina og michelinstjörnu veitingastað með vöruna sína og þar skynjaði ég alltaf metnaðinn hans, í rauninni hugsjón og nánast listrænan metnað um að búa til góða og vandaða vöru, sem hann væri stoltur af því að hafa búið til hvort sem ævintýrið hefði klikkað eða ekki,“ segir Andri Snær.

Hann segist aldrei hafa skynjað Sigga sem „peningadrifinn“ frumkvöðul. Hann hafi í raun alltaf lifað eins og námsmaður, þegar hann var á uppbyggingartíma verkefnisins. Hann hefði líklega getað gengið inn í hvaða banka sem er, á árunum 2005 til 2008, og fengið vinnu og miklu betri laun. Það væri ekki hans stíll. „Peningarnir núna eru afleiðing af ástríðu og áhuga á því að skapa eitthvað nýtt,“ segir Andri Snær. „Við vinir hans vorum komnir á það síðustu ár að kannski væri Siggi bara frekar klár. Siggi sjálfur er stórskemmtilegur, hefur enga sérstaka þörf fyrir að flíka sér á samfélagsmiðlum, hét reyndar DJ Siggi þegar við vorum í menntaskóla. Hann er vel lesinn í skáldskap og listum almennt, hann hefur alltaf fylgst vel með tónlist og samræður, sérstaklega þegar við vorum yngri voru alltaf heitar rökræður um grundvallaratriði, hvort sem það var hagfræðilega eða annað. Hann heldur vel utan um sitt fólk, vini sína og fjölskyldu og duglegur að tengja fólk saman sem honum finnst eiga eitthvað sameiginlegt,“ segir Andri Snær.

Hönnun og útlit lyk­il­at­riði

Hann nefnir þó sér­stak­lega, að einn „x fact­or“ hafi skipt miklu máli fyrir fram­gang og þróun Sigg­i’s Skyr. Það eru umbúð­irn­ar, sem Sveinn Ingi­mund­ar­son, vinur hans, hann­aði fyrir hann. Sveinn var meðal hlut­hafa og hefur verið með Sigga í verk­efn­inu, með einum eða öðrum hætti, frá upp­hafi. „Ég er ekki í neinum vafa að fal­legt útlit og hönnun hefur skipt miklu máli. Fyrir þessu finnum við, og þetta auð­veldar okkar vinn­u,“ segir Siggi. Þarna hafi kannski verið ein­hver gald­ur; góð hönnun og góð vara.

Þrátt fyrir söl­una á fyr­ir­tæk­inu þá er Sigg­i’s, og vöru­merkin 30 sem undir því eru, í miklum sókn­ar­hug, og segir Siggi að vöxtur sé í kort­un­um.

Ég er ekki neinum vafa að fallegt útlit og hönnun hefur skipt miklu máli. Fyrir þessu finnum við, og þetta auðveldar okkar vinnu.
Sigurður Kjartan Hilmarsson
Elísabet Davíðsdóttir

Núna fæst skyrið í um 25 þús­und versl­unum í Banda­ríkj­un­um, og er fyr­ir­hug­aður mik­ill vöxtur á næstu miss­er­um. „Það verður engin breyt­ing á okkar starf­semi. Við munum halda áfram að starfa héðan frá New York, og sama góða starfs­fólkið verður mér við hlið,“ segir Siggi, og hrósar starfs­fólk­inu sér­stak­lega. Hann segir það hafa verið sína lukku í verk­efn­inu að hafa starfað með góðu fólki, og að það hafi tek­ist halda saman góðum hópi. „Starfs­fólkið er það sem skiptir máli og lætur hlut­ina ger­ast, og ég gæti ekki verið heppn­ari með fólk. Allt frá fyrstu ráðn­ingu má segja að allt hafi gengið vel í starfs­manna­mál­un­um,“ segir Siggi. Um 50 starfs­menn eru á skrif­stof­unni í New York, en svo eru mörg hund­ruð und­ir­verk­takar að störfum vítt og breitt, í fram­leiðslu og öðrum verk­efnum sem sinna þarf.

Löng leið

En þrátt fyrir tíma­mótin í rekstr­inum og sölu fyr­ir­tæk­is­ins til franska mjólk­ur­risans, þá hefur þessi magn­aði skyr-­leið­angur Sigga ekki verið auð­veld­ur. Síður en svo.

Hann segir að marg­sinnis hafi starf­semin í raun staðið tæp. „Í svo­leiðis aðstæð­um, þar sem staðan er þröng og erf­ið, þá skiptir traustið frá fjár­fest­unum miklu máli. Ég er þakk­látur fyrir það, og það er þeim að þakka að ég fékk tíma til að vinna verk­efnin og halda áfram að byggja fyr­ir­tækið upp og leysa þau vanda­mál sem þurfti að leysa,“ segir Siggi.

Starfsfólkið er það sem skiptir máli og lætur hlutina gerast, og ég gæti ekki verið heppnari með fólk. Allt frá fyrstu ráðningu má segja að allt hafi gengið vel í starfsmannamálunum.
Siggi skyr og Sveinn Ingimundarson, samstarfsfélagi hans og hönnuður umbúðanna, á sýningunni Expo West. Þeir höfðu farið á hana síðan 2010 en hún er ein stærsta matvælasýning Bandaríkjanna.
Úr einkasafni
Siggi skyr í fyrsta skiptið í heimsókn í mjólkurbúi vorið 2005 í Morrisville, New York.
Úr einkasafni

Ertu eitt­hvað far­inn að huga heim til Íslands núna?

„Nei, ekki í bili. Ég kann ákaf­lega vel við mig í New York. Ég nota ekki bíl heldur hjóla og labba mest, og þessar aðstæður hér í borg­inni henta mér vel. Ég hef kynnst mikið af frá­bæru fólki hér og er ánægður með líf­ið,“ segir Siggi.

Siggi lauk MBA námi við Col­umbia háskóla í New York árið 2004, hóf störf hjá Deloitte í borg­inni í kjöl­farið en hætti þar til að byggja upp fyr­ir­tæk­ið.

Það leit nú ekki út fyrir að mikið veldi væri í upp­sigl­ingu þegar hann var að kynna vör­una í upp­hafi. Lítið borð með skilti á mark­aði í New York, þar sem skyrið var boðið til sölu, eftir til­rauna­starf­semi í eld­hús­inu. Góð við­brögð gesta á mark­aðnum gáfu von um að tæki­færið væri fyrir hendi.

Osta­búð í borg­inni opn­aði líka dyrnar fyrir vör­unni, en til að stækka fyr­ir­tækið og ná góðri dreif­ingu þurfti mikla þol­in­mæði og þrot­lausa vinnu.

Eftir stofnun þess árið 2006 hafa hjólin snú­ist hratt svo til allan tím­ann. „Á árunum 2013 og 2014 fór að ganga vel og vöxt­ur­inn orðið sífellt meiri frá þeim tíma. Áhug­inn á okkur hefur verið að vaxa alveg sífellt,“ segir Siggi.

Ferðir á sölu­ráð­stefn­ur, fundir og sölu­ræð­ur. Allt sem þurfti að gera til að koma vör­unum á fram­færi og sann­færa við­skipta­vini um ágæt­ið. „Þetta er bara þrot­laus vinna, og það hættir aldrei.“

Þetta er bara þrotlaus vinna, og það hættir aldrei.
Sigurður Kjartan Hilmarsson
Elísabet Davíðsdóttir

Whole Foods skipti sköpum

En það er eitt að ná góðum árangri á upp­hafs­stigum og síðan að taka stökkið yfir á stærra svið og ná að stækka það mikið að stærstu versl­un­ar­keðjur heims­ins opna dyrn­ar. Aðspurður um hvaða fyr­ir­tæki það hafi ver­ið, sem hafi skipt miklu fyrir vör­unar segir Siggi að versl­un­ar­keðjan Whole Foods hafi þar verið mik­il­væg. „Við náðum að skapa okkur gott orð­spor innan Whole Foods og vöxtur þess fyr­ir­tækis hefur skipt miklu máli fyrir okk­ur. Við vorum með lítið pláss en það stækk­aði, eins og fyr­ir­tæk­ið.“

Whole Foods hefur frá upp­hafi ein­blínt á heil­næmar og góðar vör­ur, og má segja að það sé aðals­merki þess.

Whole Foods var í fyrra keypt á 13,7 millj­arða Banda­ríkja­dala af Amazon, en versl­anir undir merkjum fyr­ir­tæk­is­ins eru nú 470 tals­ins. Amazon hefur þegar tengt vild­ar­kjara­kerfi sitt (Prime Mem­bers) að nokkru leyti við versl­an­irn­ar, og hefur boðað frekara sam­starf með vax­andi net­verslun sinni með mat­vör­ur, Amazon Fresh. „Við höfum alltaf verið sterk á net­inu, og nú njótum við góðs af því,“ segir Siggi, en vöxt­ur­inn í mat­vöru­verslun á net­inu hefur verið hraður und­an­farin miss­eri.

Þó kaup franska ris­ans hafa markað tíma­mót í lífi Sigg­i’s vöru­merk­is­ins þá má segja að nýtt upp­haf sé nú á borð­inu. Siggi segir lend­ing­una hafa verið góða, eftir tólf ára vinnu. Fjár­festar hafi fengið góða ávöxtun eftir mikla þol­in­mæði og starfs­fólkið geti nú haldið áfram vinnu sinni. Blóð, sviti og kannski ein­hver tár, verða mögu­lega hluti af vaxt­ar­á­formum fyr­ir­tæk­is­ins, eins og hingað til.

Umfjöll­unin birt­ist einnig í Mann­lífi sem kom út 26. jan­ú­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFólk