MYND:EPA

Ríki og borg lögðu Hörpu til 400 milljónir til viðbótar

Harpa hefur tapað 3,4 milljörðum króna frá árinu 2011. Íslenska ríkið og Reykjavíkurborg lögðu tæplega 1,6 milljarð króna framlag í fyrra til að borga af lánum og brúa reksturinn. Í janúar síðastliðnum var samþykkt að veita Hörpu 400 milljóna króna rekstrarframlag til að tryggja lausafjárstöðuna út árið 2018.

Tap Hörpu tón­list­­­ar- og ráð­­­stefn­u­húss ohf., sem er rekstr­­­ar­­­fé­lag Hörpu, frá byrjun árs 2011 og til síð­ustu ára­móta hefur numið rúm­lega 3,4 millj­örðum króna. Tap af rekstri Hörpu í fyrra, áður en árlegt fjár­fram­lag ríkis og borgar er reiknað með, var tæp­lega 1,6 millj­arður króna. Þegar búið er að bæta fjár­fram­lagi eig­end­anna við var tapið hins vegar 243,3 millj­ónir króna á árinu 2017.

Fram­lag íslenska rík­is­ins og Reykja­vík­ur­borg­ar, eig­enda Hörpu, er tvenns kon­ar. Ann­ars vegar greiða eig­end­urnir upp­hæð vegna fjár­­­­­mögn­unar á fast­­­eign­inni sjálfri og hins vegar vegna fram­lags til rekstrar Hörpu. Frá árinu 2011 hefur fram­lag vegna fjár­­­­­mögn­unar kostn­aðar við bygg­ingu Hörpu numið rúm­lega sex millj­­örðum króna. Þær greiðslur munu standa yfir til árs­ins 2046 og aukast í krónum talið ár frá ári.

Til við­­­bótar ákváðu eig­endur Hörpu að greiða rekstr­­­ar­fram­lag vegna hennar frá byrjun árs 2013 og út árið 2016. Sam­tals nam fram­lag eig­end­anna til rekstrar Hörpu á því tíma­bili um 700 millj­­­ónum króna.

Í maí 2017 var ákveðið að gera við­auka við samn­ing Hörpu við eig­endur sína sem í fólst að þeir leggðu félag­inu til 450 millj­ónir króna í við­bót­ar­fram­lag á síð­asta ári. Þetta fram­lag tryggði þó rekst­ur­inn ein­ungis út árið 2017. Í árs­reikn­ingi Hörpu kemur fram að í jan­úar 2018 hafi verið ákveðið að leggja Hörpu til 400 millj­ónir króna til við­bótar á árinu 2018 til að tryggja lausa­fjár­stöðu félags­ins út það ár.

Tap­rekstur síð­ustu ára hefur leitt til þess að eig­in­fjár­staða Hörpu er nú orðin nei­kvæð um 47,5 millj­ónir króna. Hún var jákvæð um 196 millj­ónir króna í lok árs 2016.

Ef rekstr­ar­tap Hörpu, fram­lög ríkis og Reykja­vík­ur­borgar vegna skulda hennar og rekstr­ar­fram­lögin sem ríkið hefur reitt af hendi eru lögð saman kemur í ljós að upp­safnað tap Hörpu frá byrjun árs 2011 og til loka árs 2017 er um 11,5 millj­arðar króna. Til við­bótar munu að minnsta kosti bæt­ast við um 1,5 millj­arður króna vegna fram­lags ríkis og borgar í ár.

Í frétta­til­kynn­ingu sem send var út vegna birt­ingar árs­reikn­ings Hörpu í gær var haft eftir Svan­hildi Kon­ráðs­dótt­ur, for­stjóra Hörpu, að fyrir „heil­brigð­ari rekstr­ar­grund­völl Hörpu til fram­tíðar þarf horfast í augu við gríð­ar­lega þunga kostn­að­ar­þætti sem snerta fast­eign­ina, s.s. há fast­eigna­gjöld og við­hald á þess­ari dýr­mætu bygg­ingu sem tekjur af útleigu og menn­ing­ar­starfi geta aldrei mætt að fullu. Þetta við­fangs­efni er í vinnslu í góðu sam­ráði við eig­end­ur[...] Þrátt fyrir áskor­anir í rekstr­inum er  starf­semin í Hörpu full af gleði og afar blóm­leg, enda einn fjöl­sótt­asti áfanga­staður í borg­inni með fjöl­breytta flóru vel sóttra við­burða.“

Tekjur og gjöld drag­ast saman

Tekjur af starf­­semi Hörpu dróg­ust saman um níu pró­sent í fyrra og voru 1.161 milljón króna. Árið áður höfðu þær verið 1.281 millj­ónir króna. Í frétta­til­kynn­ingu segir að þar muni mestu „um þrjá mjög stóra alþjóð­lega við­burði árið 2016 auk umfangs­meiri eigin við­burða það ár.“

Rekstr­ar­gjöld húss­ins dróg­ust þó einnig saman  og voru 1.554 millj­ónir króna. Rekstr­ar­tapið var því 393 millj­ónir króna. Það er mun minna rekstr­ar­tap en var árið 2016 þegar það nam 635,8 millj­ónum króna.

Einn stærsti rekstr­­ar­­kostn­aður Hörpu er hús­næð­is­­kostn­að­­ur. Í fyrra var hann 530,3 millj­­ónir króna. Þar af voru fast­­eigna­­gjöld 242,3 millj­­ónir króna, en stjórn­­endur Hörpu hafa árum saman barist gegn hárri álagn­ingu þeirra með þó nokkrum árangri.

Rekstr­ar­nið­ur­staða Hörpu fyrir afskriftir og fjár­magnsliði (EBIT­DA) var þó jákvæð í fyrsta sinn frá því að Harpa opn­aði. Alls var hún jákvæð um 56,6 millj­ónir króna og batn­aði um 289 millj­ónir króna á milli ára.

Upp­haf­legar for­sendur löngu brostnar

Íslenska ríkið og Reykja­vík­­­­­ur­­­borg sam­­­þykktu að taka yfir og klára bygg­ingu Hörpu snemma árs 2009. Þá höfðu fram­­­kvæmdir við bygg­ingu hús­s­ins, sem Eign­­­ar­halds­­­­­fé­lag­ið Portus stóð fyr­ir, stöðvast í kjöl­far banka­hruns­ins. Ástæðan var sú Portus og dótt­­­ur­­­fé­lög þess, sem voru í eigu Lands­­­banka Íslands og Nýs­is, fóru í þrot.  

Eftir yfir­­­­­töku ríkis og borgar á verk­efn­inu, sem var gerð þegar Katrín Jak­obs­dótt­ir, núver­andi for­sæt­is­ráð­herra, var mennta­­­mála­ráð­herra og Hanna Birna Krist­jáns­dóttir borg­­­ar­­­stjóri í Reykja­vík, var tekið sam­­­banka­lán hjá íslensku bönk­­­unum til að fjár­­­­­magna yfir­­­tök­una. Í skrif­­­legu svari Katrínar Jak­obs­dóttur við fyr­ir­­­spurn þing­­­manns­ins Marðar Árna­­­sonar um Hörpu, sem birt var í mars 2011, kom mjög skýrt fram að ekki ætti að setja meira fé en þar var umsamið í Hörpu.

Katrín Jakobsdóttir, núverandi forsætisráðherra, var menntamálaráðherra þegar ákvörðun var tekin um að ljúka við byggingu Hörpu.
Mynd: Bára Huld Beck

Þar sagði orð­rétt að „for­­­sendur fyrir yfir­­­­­töku verk­efn­is­ins voru þær að ekki þyrftu að koma til önnur fram­lög frá ríki og borg en gert var ráð fyrir í samn­ingi Aust­ur­hafn­ar-TR og Portusar frá 9. mars 2006".

Íslenska ríkið á 54 pró­­­sent í Hörpu en Reykja­vík­­­­­ur­­­borg 46 pró­­­sent hlut.

Í lok árs 2011 leit­uðu for­svar­s­­­menn Hörpu­­­-­­­sam­­­stæð­unnar til eig­enda sinna eftir brú­­­ar­láni, þar sem upp­­­haf­­­legt sam­­­banka­lán dugði ekki fyrir stofn­­­kostn­aði. Lánið átti að end­­­ur­greið­­­ast þegar Harpa gæfi út skulda­bréfa­­­flokk, og í síð­­­asta lagi í des­em­ber 2012. Lands­­­bank­inn, sem var langstærsti lán­veit­and­inn í sam­­­banka­lán­inu, fékk umsjón með skulda­bréfa­út­­­­­boð­inu og sölu­­­tryggði það.

Skulda­bréfa­út­­­­­gáfan var upp á 19,5 millj­­­arða króna og ber 3,55 pró­­­sent verð­­­tryggða vexti. Sam­­­kvæmt árs­­­reikn­ingi Hörpu voru skuldir vegna útgáf­unnar um 19,5 millj­­­arðar króna um síð­­­­­ustu ára­­­mót. Skulda­bréfin eru tryggð með veði í fram­lagi ríki og borg­­­ar, fyrsta veð­rétti í Hörpu auk hand­veð­réttar í banka­inn­­­stæðum félags­­­ins. Þegar búið er að reikna með vaxta­greiðslum á eftir að greiða um 25,2 millj­­arða króna hið minnsta vegna þess­­arar útgáfu á næstu tæpu þremur ára­tug­­um. Á árinu 2017 greiddu ríki og borg tæp­­lega 1,1 millj­­arð króna vegna þessa.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar