Mynd: Bára Huld Beck Bjarni Benediktsson kynnir fjarlagafrumvarpið fyrir árið 2019.
Mynd: Bára Huld Beck

Fjárlögin á mannamáli

Fjárlög ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur vegna ársins 2019 voru kynnt í vikunni. Þau segja til um hvernig þjóðarheimilið er rekið. Í hvað erum við að eyða, hverjir borga mest fyrir það og þau nýju verkefni sem verið er að ráðast í. Þótt fjárlögin virðast fráhrindandi tölusúpa þá er í þeim að finna rammann utan um samfélagið sem við lifum í.

Hverjir fá mest?



Fram­lög til heil­brigð­is­­mála verða aukin um 12,6 millj­­arða króna á árinu 2019 en þar vega þyngst fram­­kvæmdir við nýjan Lands­­spít­­ala. Alls er áætlað að 7,2 millj­­arðar króna fari í þær á árinu. Alls munu 230,2 millj­arðar króna fara til mála­flokks­ins, sem er sá dýr­asti á for­ræði rík­is­ins.

Þá stendur til að auka fram­lög til félags-, hús­næð­is- og trygg­inga­­mála um 13,3 millj­­arða króna og í hann fara 216,7 millj­arðar króna.



Fjár­­­fest­ingar í innviðum verða aukna meðal ann­­ars með 5,5 millj­­arða króna aukn­ingu til sam­­göng­u­­mála vegna tíma­bund­ins átaks í sam­­göng­u­­málum á árunum 2019-2021 sem fjár­­­magnað verður með tíma­bundnum umfram­arð­greiðslum fjár­­­mála­­fyr­ir­tækja líkt og boðað var í gild­andi fjár­­­­­mála­­á­ætl­­un. Gert er ráð fyrir að fram­lög til sam­­göngu- og fjar­­skipta­­­mála verði aukin um níu pró­­sent á árinu 2019 en fram­lög til mála­­flokks­ins verða ríf­­lega 43,6 millj­­arðar króna.



Hver borgar fyrir tekjur rík­is­sjóðs?



Heild­ar­tekjur rík­is­sjóðs verða 891,7 millj­arðar króna. End­ur­metin áætlun vegna árs­ins 2018 reiknar með að þær verði 839,6 millj­arðar króna í ár og því aukast tekjur rík­is­sjóðs um 52,1 millj­arða króna á næsta ári.

Skatt­tekjur aukast um 42,8 millj­arða króna á milli ára og verða alls 700 millj­arðar króna. Þær eru eðli­lega stærsti tekju­stofn rík­is­sjóðs. Þar af borga íbúar lands­ins 195,4 millj­arða króna í tekju­skatt og stað­greiðslu. Það umtals­vert meira en áætlað er að slík skatt­lagn­ing skili í kass­ann á árinu 2018, þegar tekjur rík­is­sjóðs af henni á að nema 179 millj­örðum króna. Lands­menn borga því 16,4 millj­örðum krónum meira í tekju­skatta á næsta ári en þeir munu gera í ár.

Til við­bótar borgum við auð­vitað virð­is­auka­skatt af flestu. Hann skilar rík­is­sjóði 255,3 millj­örðum króna á næsta ári sem er 15,8 millj­örðum króna meira en í ár.

Fyr­ir­tækin

Tekju­skattur sem leggst á lög­­að­ila, fyr­ir­tæki og félög lands­ins, eykst að nýju eftir að hafa dreg­ist saman í fyrra. Hann er nú áætl­aður 75,5 millj­arðar króna eða um tveimur millj­örðum króna meiri en árið 2018.

Þá munu tekjur rík­is­sjóðs vegna trygg­inga­gjalds aukast um 3,5 millj­arða króna, og verða 100,8 millj­arðar króna, á næsta ári þrátt fyrir að trygg­inga­gjaldið eigi að lækka um 0,25 pró­sentu­stig um kom­andi ára­mót.

Þrátt fyrir að búið sé að lofa því að lækka bankaskattinn þá sést þess ekki merki á fjárlögum næsta árs.
Mynd: Anton Brink

Bankar lands­ins borga líka sinn skerf, til við­bótar við hefð­bundna skatt­greiðsl­ur, í gegnum hinn svo­kall­aða banka­skatt. Hann er 0,376 pró­sent og leggst á heild­ar­skuldir fjár­mála­fyr­ir­tækja sem hafa heim­ild til að taka við inn­lán­um. Þessi sér­­staki skattur var fyrst lagður á árið 2010. Hann á að skila nán­ast sömu krónu­tölu og hann gerir í ár, eða um 9,1 millj­arði króna. Rík­is­stjórnin hefur lofað að lækka banka­skatt­inn í 0,145 pró­sent „á næstu árum“. Slík breyt­ing myndi valda því að tekjur rík­is­sjóðs myndu skerð­ast um 5,7 millj­arða króna á ári. En þar sem ríkið á tvo af stóru bönk­unum þremur er auð­vitað að hluta um til­færslu á milli vasa að ræða.

Svo eru það auð­vitað blessuð útgerð­ar­fyr­ir­tæk­in. Þau borga rík­is­sjóði sér­stök veiði­gjöld umfram aðra skatta fyrir afnot af fisk­veið­i­­auð­lind­inni. Sumum finnst gjöldin allt of há en ansi mörgum finnst þau hafa verið of lág.

Sam­kvæmt fjár­lögum árs­ins 2018 áttu þau að vera tíu millj­arðar króna í ár en end­ur­met­inni áætlun segir að þau verði sjö millj­arð­ar. Gert er ráð fyrir sömu upp­hæð á næsta ári, en nýtt frum­varp, sem á að færa við­mið­un­arár gjald­tök­unnar nær í tíma, verður lagt fram í haust.

Þeir sem eiga mikið af pen­ingum

Um tvö þús­und fram­telj­endur afla að jafn­aði tæp­lega helm­ings allra fjár­magnstekna á Íslandi. Um er að ræða, að minnsta kosti að hluta, rík­asta eitt pró­sent lands­ins sem á nægi­lega mikið af við­bót­ar­pen­ingum sem það getur látið vinna fyrir sig til að skapa tekj­ur.

Rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dóttur hækk­aði fjár­magnstekju­skatt um síð­ustu ára­mót, úr 20 í 22 pró­sent. For­sæt­is­ráð­herra sagði við það til­efni að þessi hækkun væri liður í því að gera skatt­kerfið rétt­lát­ara.

Þessi hækkun skilar þó ekki mik­illi tekju­aukn­ingu fyrir rík­is­sjóð. Fjár­magns­eig­endur munu borga 36,9 millj­arða króna í slíkan skatt í ár en 1,1 millj­arði krónum meira á því næsta.

Bif­reið­ar­eig­end­ur, drykkju­fólk og þeir sem enn reykja

Bif­reið­ar­eig­end­ur, sem eru sumir hverjir enn að jafna sig á þeim tíð­indum að bannað verði að kaupa bens­ín- og dísil­bíla hér­lendis innan rúm­lega ell­efu ára, halda áfram að greiða háa við­bót­ar­skatta fyrir málm­fák­ana sína. Alls eru áætl­aðar tekjur rík­is­sjóðs vegna elds­neyt­is­gjalda 31,2 millj­arðar króna á næsta ári. Olíu­gjaldið hækkar til dæmis úr 11,4 millj­örðum króna í 12,1 millj­arð króna og bens­ín­gjald verður 13,2 pró­sent. Á síð­ustu árum hefur þó svo­­kallað kolefn­is­gjald, sem er lagt á jarð­efna­elds­­neyti og jarð­gas, hækkað mest. Frá 2017 hefur það hækkað um 3,2 millj­arða króna, en vert er að taka fram að það hækkar lítið á næsta ári, eða um rúmar 300 millj­ónir króna.

Svo er það þeir sem fá sér í glas og þeir sem nota tóbak. Álögur á það fólk hækka enn og aft­ur. Bæði áfeng­is- og tóbaks­gjöld verði hækkuð 2,5 pró­sent um kom­andi ára­mót.

Allir sem flytja inn eða fram­­leiða áfengi hér á landi til sölu eða vinnslu ber að greiða áfeng­is­­gjald. Einnig þeir sem flytja áfengi með sér eða fá það sent erlendis frá, til eigin nota. Áfeng­is­­gjald er greitt af neyslu­hæfu áfengi sem í er meira en 2.25 pró­­sent af vín­­anda að rúm­­máli. Þessu gjaldi er velt út í verð­lag og því hækkar það útsölu­verð til neyt­enda. Tekjur rík­­is­­sjóðs vegna áfeng­is­gjalds voru 18,6 millj­­arðar króna árið 2018 en verða, sam­­kvæmt fjár­­lög­um, 19,8 millj­­arðar króna í ár.

Tóbaks­gjaldið mun hins vegar skila um 100 millj­ónum færri krónum á kom­andi ári en það gerði á þessu, þrátt fyrir að það sé hækk­að. Það þýðir að tóbaksneysla sé að drag­ast saman í land­inu.

Óreglu­legu tekj­urnar

Ríkið hefur alls­konar aðrar tekjur en skatta. Þar ber auð­vitað hæst arð­greiðslur frá fyr­ir­tækjum sem ríkið á, sér­stak­lega bönk­unum og Lands­virkj­un. Slíkar arð­greiðslur skila 25,9 millj­örðum króna í rík­is­kass­ann á næsta ári.

Ríkið mun líka inn­heimta 11,2 millj­arða króna í vaxta­tekjur og 33,5 millj­arða króna vegna sölu á vöru og þjón­ustu. Inni í þeirri sölu eru til að mynda inn­rit­un­ar­gjöld í háskóla og fram­halds­skóla, sala á vega­bréfum og öku­skír­teinum og greidd gjöld vegna þing­lýs­inga, svo dæmi séu tek­in.

Þá fær ríkið um 2,5 millj­arða króna vegna sekta og skaða­bóta, um 1,9 millj­arða vega sölu á eignum og stöð­ug­leika­fram­lög vegna föllnu bank­anna munu nema 19,5 millj­örðum króna á næsta ári.

Persónuafsláttur hækkar örlítið umfram verðlagsbreytingar, og skilar rúmum 500 kalli á mánuði í vasa hvers íslensks skattgreiðenda sem fullnýtir hann.
Mynd: Bára Huld Beck

Hvað er nýtt?

Á meðal þeirra breyt­inga sem boð­aðar eru í frum­varp­inu eru hækkun á per­­són­u­af­slætti um eitt pró­­sent­u­­stig umfram lög­­bundna 12 mán­aða hækkun vísi­­tölu og að hækkun þrepa­­marka efra skatt­­þreps verði miðuð við vísi­­tölu neyslu­verðs. Þetta á að stuðla að því að  jafn­­ræði milli ólíkra tekju­hópa gagn­vart skatt­­kerf­inu verði meira og skatt­greiðslur almenn­ings lækka um 1,7 millj­­arða króna. Í raun­veru­leik­anum þýðir þetta þó að per­sónu­af­sláttur hækkar um 535 krónur á mán­uði umfram lög­bundna vísi­tölu­hækk­un. Fyrir það er hægt að fá 82 pró­sent af sex tommu báti dags­ins á Subway, sem í dag er tún­fisk­bát­ur.

Þá á að hækka barna­bætur um 1,6 millj­­arða króna frá gild­andi fjár­­lögum í 12,1 millj­arð króna sem er 16 pró­­sent hækkun milli ára. Auk þess er gert ráð fyrir nýju þrepi skerð­ingar á á barna­­bótum sem er ætlað að tryggja að hækk­­unin skili sér fyrst og fremst til lág­­tekju- og lægri milli­­­tekju­hópa. Þetta er aðgerð til að mæta þeirri stað­reynd að milli áranna 2013 og 2016 fækk­aði þeim sem fengu barna­bætur um 12 þús­und.

Vaxta­bætur verða einnig hækk­­aðar um 13 pró­­sent frá áætlun um umfang þeirra á þessu ári, en lækka frá því sem gert ráð fyrir í fjár­lögum 2018. Alls munu 3,4 millj­arðar króna fara í slíkar bæt­ur. Fjöldi þeirra sem fá vaxta­bætur hefur hrunið á und­an­förnum árum vegna hækk­unar á hús­næð­is­verði. Þeim fjöl­skyldum sem eiga rétt á þeim fækk­aði um 30 þús­und milli áranna 2010 og 2016. Á árinu 2010 fengu alls 56.600 fjöl­skyldur slíkar bætur og heild­ar­um­fang þeirra var 12 millj­arðar króna, eða næstum fjórum sinnum meira en það er áætlað í fjár­lögum fyrir árið 2019. Vert er þó að taka fram að 2010 var verið að greiða sér­staka vaxta­nið­ur­greiðslu sem var 0,6 pró­sent af skuldum íbúð­ar­hús­næðis til eigin nota, en þó að hámarki 200 þús­und krónur fyrir ein­stak­linga og 300 þús­und fyrir hjón eða sam­búð­ar­fólk. Þetta var gert vegna sér­stakra aðstæðna í kjöl­far hruns­ins.

Trygg­inga­gjaldið verður lækkað í byrjun næsta árs um 0,25 pró­­sent og aftur um sömu pró­­sent­u­­tölu í árs­­byrjun 2020. Sam­an­lagt munu þessi tvö lækk­­un­­ar­skref skila 9,3 pró­­sent lækkun á gjald­inu. Tekjur rík­is­sjóðs af trygg­inga­gjaldi aukast hins vegar á milli ára.

Þá stendur til að kaupa nýjar þyrlur fyrir Land­helg­is­gæsl­una, byggja upp Hús íslenskunn­ar, sem nú er hola, og selja fiðlu í eigu Sin­fón­íu­hljóm­sveit­ar­innar sem er sér­stak­lega hönnuð fyrir hand­stóra. And­virði þeirrar sölu á að renna í að kaupa hent­ugra hljóð­færi.

Hvernig er rekstur rík­is­sjóð?

Hann er með ágætum og reiknað er með að rík­is­sjóður verði rek­inn með 29 millj­arða króna afgangi á kom­andi ári. Tekjur hans hafa aldrei verið hærri, 892 millj­arðar króna, en útgjöldin hafa auð­vitað heldur aldrei verið meiri, eða 862 millj­arðar króna. Útgjöldin aukast um 55 millj­arða króna á milli ára en tekj­urnar um 52 millj­arða króna.

Skuldir rík­­is­­sjóðs hafa lækkað hratt síð­­­ustu ár. Á sex ára tíma­bili hafa þær lækkað um sam­tals 658 millj­­arða króna. Þar skiptir mestu greiðslur frá slita­­búum föllnu bank­anna vegna stöð­ug­­leika­­samn­ing­anna sem und­ir­­rit­aðir voru árið 2015. Þetta þýðir að vaxta­gjöld rík­is­sjóðs hafa lækkað skart og eru áætluð 59,4 millj­arðar króna á næsta ári. Til sam­an­burðar voru vaxta­gjöld árið 2014 75,5 millj­arðar króna, sam­kvæmt fjár­laga­frum­varpi þess árs.

Þegar skuld­­irnar voru sem mest­­ar, árið 2011, voru þær 86 pró­­sent af lands­fram­­leiðslu en verða 31 pró­­sent í lok árs 2018. Frá miðju ári 2017 til miðs árs 2018 lækk­­uðu skuldir rík­­is­­sjóðs um 88 millj­arða króna en það sam­svarar því að skuldir hafi lækkað um 10 millj­­ónir á klukku­­stund á tíma­bil­inu.

Skuldir rík­­is­­sjóðs munu fara undir við­mið fjár­­­mála­reglna laga um opin­ber fjár­­­mál í fyrsta sinn á næsta ári og útlit er fyrir að vaxta­­gjöld verði um 26 millj­­örðum krónum lægri á næsta ári en þau voru árið 2011.

Til við­bótar við almenna skulda­nið­ur­greiðslu hefur rík­is­sjóður greitt háar fjár­hæðir inn á ófjár­magn­aðar líf­eyr­is­skuld­bind­ing­ar.

Hag­vöxtur á Íslandi hefur auð­vitað verið gríð­ar­legur á und­an­förnum árum og sam­felldur frá árinu 2011. Mestur var hann 2016 þegar hann var 7,4 pró­sent. Í ár er hann áætl­aður 2,9 pró­sent og verður á svip­uðum nótum næstu tvö ár sam­kvæmt spám.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar