Mynd: Samsett

Ríkisstjórnin kynnti nýtt skattþrep fyrir lægstu tekjurnar

Í tillögum um breytingar á skattkerfinu sem ríkisstjórnin kynnti aðilum vinnumarkaðarins í morgun voru lagðar til jafnar skattalækkanir upp á nokkur þúsund krónur á mánuði á alla einstaklinga með tekjur upp að 900 þúsund krónum. Stærstu stéttarfélögin hafa þegar hafnað tillögunum og segja þær gera vonir um að glæður hlaupi í kjaraviðræður að engu.

Rík­is­stjórnin kynnti hug­myndir um nýtt lægsta skatt­þrep á fundum sínum með for­svars­mönnum vinnu­mark­að­ar­ins í dag, sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans. Það skatt­þrep yrði þá fyrir lægstu tekj­urn­ar.

Við­mæl­endur Kjarn­ans segja að útfærslan yrði hins vegar þannig að um sömu skatta­lækkun yrði að ræða í krónum talið, nokkur þús­und krónur á hvern ein­stak­ling, upp að 900 þús­und króna tekjum á mán­uði.

Verka­lýðs­hreyf­ingin bjóst við því að kynntar yrðu skatta­lækk­anir fyrir lægst laun­uð­ustu hópanna sem myndu telja í tugum þús­unda króna á mán­uði. Því er ljóst að til­lögur stjórn­valda í skatta­málum eru ekki að fara hleypa glæðum í við­ræð­urnar að nýju að óbreyttu.

Í sam­eig­in­legri yfir­lýs­ingu sem VR, Efl­ing, Verka­lýðs­fé­lag Akra­ness og Verka­lýðs­fé­lag Grinda­víkur sendu frá sér síð­degis í dag kom fram að stétt­ar­fé­lögin lýsi „reiði og sárum von­brigð­um“ með þær til­lögur sem rík­is­stjórnin kynnti á fundi með for­seta og vara­for­setum Alþýðu­sam­bands Íslands í dag, þeim Drífu Snædal, Krist­jáni Þórði Snæ­björns­syni og Vil­hjálmi Birg­is­syni. Vil­hjálmur gekk út af fund­in­um.

Fyrir hönd rík­is­stjórn­ar­innar sátu Bjarni Bene­dikts­­son, fjár­­­mála- og efna­hags­­mála­ráð­herra, Katrín Jak­obs­dótt­ir for­­­sæt­is­ráð­herra, Sig­­­urður Ingi Jó­hanns­­­son, sam­göngu- og sveit­­­ar­­­stjórn­­­­­ar­ráð­herra og Ásmund­ur Ein­ar Daða­­son, fé­lags- og barna­­­mála­ráð­herra fund­inn og kynntu til­lögur henn­ar. Auk skatta­til­lagna voru ræddur hug­myndir tengdar aðgerðum á hús­næð­is­mark­aði, meðal ann­ars um aukin stofn­fram­lög til óhagn­að­ar­drif­inna leigu­fé­laga, og úrbætur á félags­legum kerf­um.

Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka atvinnu­lífs­ins, sagði í sam­tali við RÚV að honum lit­ist ágæt­lega á til­lögur rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Umfangs­miklar breyt­ing­ar­til­lögur lagðar fram

Verka­lýðs­hreyf­ingin hefur á und­an­förnum vikum lagt fram sínar eigin skatta­til­lög­ur. Mið­stjórn Alþýðu­sam­bands Íslands sam­þykkti fyrir nokkrum vikum til­lögur sem í fólst að hér á landi yrðu jögur skatt­­þrep, lagður verði á hátekju­skatt­­ur, tek­inn verði upp að nýju auð­legð­ar­skattur og skatta­yf­­ir­lit aukið veru­­lega til að fjár­­­magna þessar til­­lög­­ur.

Þann 7. febr­úar var svo kynnt skýrsla Stefán Ólafs­son, pró­fessor við Háskóla Íslands, og Ind­riði H. Þor­láks­son, fyrr­ver­andi rík­is­skatt­stjóri og um tíma ráðu­neyt­is­stjóri í fjár­mála­ráðu­neyt­inu í tíð vinstri stjórnar Jóhönnu Sig­urð­ar­dótt­ur, unnu fyrir Efl­ingu stétt­ar­fé­lag um skatt­kerf­is­breyt­ing­ar. Stefán ræddi þær í þætt­inum 21 á Hring­braut í síð­ustu viku og sagð­ist þar von­góður um að til­lögur þeirra myndu koma til fram­kvæmda. 

Mik­ill sam­hljómur var með henni og þeim til­lögum sem sam­þykktar voru í mið­stjórn Alþýðu­sam­bands Íslands en skýrslan sýndi ítar­legri útfærslur og kostn­að­ar­mat til­lög­urnar sem lagðar voru til. Þær helstu voru að hér þyrfti að koma á stíg­andi skatt­kerfi með fjórum til fimm skatt­þrep­um, hækka þyrfti fjár­magnstekju­skatt til sam­ræmis við það sem almennt tíðkast á hinum Norð­ur­lönd­unum og breyta skatt­lagn­ingu rekstr­ar­hagn­aðar til sam­ræmis við skatt á launa­tekj­ur. Þá þyrfti að bæta fram­kvæmd reikn­aðs end­ur­gjalds sjálf­stætt starf­andi aðila þannig að end­ur­gjaldið verði einnig látið taka til fjár­mála­starf­semi, leggja þarf á stór­eigna­skatt með frí­tekju­marki fyrir eðli­legt verð­mæti íbúð­ar­hús­næð­is, sum­ar­húsa og einka­bif­reiða og sann­gjörn auð­linda­gjöld „fyrir allar atvinnu­greinar sem nýta sam­eig­in­legar auð­lindir þjóð­ar­inn­ar.”

Til við­bótar væri nauð­syn­legt að efla skatta­eft­ir­lit og herða eft­ir­fylgni skatt­rann­sókna og dóma.

Áttu að lækka skatta um tugi þús­unda

Til­lögur Stef­áns og Ind­riða eiga að færa lág­launa­fólki og líf­eyr­is­þegum á milli 20 og 29 þús­und króna lækkun á stað­greiðslu á mán­uði og sam­kvæmt þeim myndu um 90 pró­sent fram­telj­enda fá skatta­lækk­un. Þannig myndu allir með tekjur að um 900 þús­und krónum á mán­uði fá skatta­lækkun ef til­lög­unum yrði hrint í fram­kvæmd, sam­kvæmt skýrsl­unni. Nettó kostn­aður við það að hrinda þeim í fram­kvæmd væri um 30 millj­arðar króna.

Ljóst er að þær til­lögur sem kynntar voru á fund­inum í morgun eru fjarri því að skila þeim upp­hæðum sem stefnt var að í skýrsl­unni.

Þess má geta að Sam­fylk­ingin lýsti í morgun yfir stuðn­ingi við skatta­hug­myndir Alþýðu­sam­bands­ins og flokk­ur­inn hvatti til þess að unnið yrði eftir þeim hug­myndum við útfærslu breyt­inga á skatt­kerf­inu.

Staðan mjög við­kvæm

Eins og stendur eru kjara­við­ræður því í algjörum hnút og staðan mjög við­kvæm. Í síð­ustu viku lögðu Sam­tök atvinnu­lífs­ins fram til­boð sem hljóð­aði upp á að laun upp að 600 þús­und krónum á mán­uði myndu hækka um 20 þús­und krónur á mán­uði hvert ár samn­ings­ins, sem gert var ráð fyrir að gilti til þriggja ára. Hærri laun áttu að hækka um 2,5 pró­sent.

Efl­ing, VR og verka­lýðs­­fé­lög Akra­­ness og Grinda­vík­­ur sögðu til­boðið leiða til kaup­mátt­arrýrn­unar fyrir stóra hópa launa­fólks. Þau lögði fram gagntil­­boð á föstu­dag þar sem komið var „til móts við kaup­hækk­­­­un­­­­ar­­­­boð Sam­­­­taka atvinn­u­lífs­ins, með því skil­yrði að yfir­­­­völd setji fram og standi við skatt­­­­kerf­is­breyt­ing­­­­ar.“ Sam­tök atvinn­u­lífs­ins höfn­uðu gagntil­­boð­inu.

Það mun mikið mæða á Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra á næstu misserum vegna stöðunnar á vinnumarkaði.
Mynd: Bára Huld Beck.

Á laug­ar­dag var haft eftir Ragn­ari Þór Ing­ólfs­syni, for­mann­i VR, í  Morg­un­­blað­inu að það virt­ist fyr­ir­liggj­andi að deilur á vinnu­mark­aði myndu ekki leys­ast án umtals­verðrar aðkomu stjórn­valda. Val­­kostir stjórn­­­valda væru skýr­ir: ann­að­hvort verði þau „með vinn­u­­mark­að­inn í fang­inu út kjör­­tíma­bilið eða fá vinn­u­frið og byggja upp betra, rétt­lát­­ara og stöðugra sam­­fé­lag.“

Rík­is­stjórnin mögu­lega ekki að spila öllu út

Við­mæl­endur Kjarn­ans vilja ekki úti­loka að þær aðgerðir sem rík­is­stjórnin kynnti í morg­un, og stór hluti verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar hefur þegar bein­línis hafnað sem nægj­an­leg­um, geti tekið breyt­ing­um.

For­svars­menn rík­is­stjórn­ar­innar hafi ítrekað sagt að aðkoma hennar að deilum á vinnu­mark­aði eigi að hefj­ast þegar ein­hvers konar sátt hafi náðst milli full­trúa deilenda, en að ríkið eigi ekki að leysa deil­una eitt og sér.

Því sé það mat sumra við­mæl­enda innan verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar að rík­is­stjórnin sé ekki að spila út öllum spil­unum sínum núna.

Hafi þeir rangt fyrir sér, og að þessar til­lögur sem kynntar voru í morg­un, feli í sér allt sem rík­is­stjórnin ætlar að leggja fram til lausn á vinnu­mark­aðs­deil­unni liggur fyrir að líkur á harð­ari átök­um, með mögu­legum verk­föll­um, hafa auk­ist veru­lega í dag.

Rík­is­stjórnin mun kynna skatta­til­lögur sínar á blaða­manna­fundi klukkan 17 í dag.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar