Mynd: Bára Huld Beck

Getur aldrei verið sjálfstætt markmið flokks að lifa af

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, segir nýja flokka koma og í slíku umróti skipti flokkar sem feykist ekki um í „örvæntingarfullri leit að vinsældum“ máli. Hann segir stjórnmálaflokk sem hræðist breytingar og forðist nýja hugsun muni visna upp. Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki slíkur flokkur.

„Hið póli­tíska lands­lag hefur breyst mikið á 90 árum, en senni­lega hafa breyt­ing­arnar orðið hvað mestar á und­an­förnum ára­tug. Ný fram­boð koma og fara líkt og dæg­ur­fl­ug­ur. Flokkar eru stofn­aðir um eitt mál eða sér­hags­muni ákveð­ins hóps. Í slíku umróti skiptir miklu að þeir flokkar sem eiga djúpar rætur í sögu þjóðar og breiðan hóp fylg­is­manna standi í fæt­urna, en feyk­ist ekki undan í örvænt­ing­ar­fullri leit að vin­sæld­um.“

Þetta segir Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, íaðsendri grein í Frétta­blað­inu í dag í til­efni af 90 ára afmæli flokks­ins.

Breyt­ing­arnar sem Bjarni vísar í að hafi orðið á síð­asta ára­tug fela í sér algjöra kúvend­ingu á íslenska flokka­kerf­inu frá árinu 2013. Sög­u­­lega hafa fjórir flokkar verið und­ir­­staðan í íslenskum stjórn­­­mál­­um. Kerfið sem var við lýði hér­lendis frá lýð­veld­is­stofnun og fram á eft­ir­hrunsárin er oft kallað 4+1 kerf­ið. Það sam­an­stóð af flokkum sem í dag heita Sjálf­stæð­is­flokk­ur, Fram­sókn­ar­flokk­ur, Sam­fylk­ing og Vinstri græn og oft einum tíma­bundnum til við­bót­ar, sem end­ur­spegl­aði með ein­hverjum hætti stemmn­ingu hvers tíma. Dæmi um það var til dæmis Banda­lag jafn­­að­­ar­­manna, Kvenna­list­inn, Borg­­ara­­flokk­ur­inn, Þjóð­vaki og Frjáls­­lyndi flokk­ur­inn.

Gjör­breyt­ing hefur orðið á hinu póli­tíska kerfi frá kosn­ing­unum 2013, en í þeim fór sam­an­lagt fylgi hefð­bundnu flokk­anna fjög­urra datt niður í 74,9 pró­sent. Í kosn­ing­unum 2016 féll það svo niður í 62 pró­sent  og 65 pró­sent ári síð­ar. Í kosn­ing­unum 2017 fjölg­aði flokk­unum sem eiga full­trúa á Alþingi um einn. Þeir eru nú átta og hafa aldrei verið fleiri.

Skoð­ana­kann­anir benda til þess að meiri líkur séu á því að enn einn flokk­ur­inn myndi bæt­ast við flór­una ef kosið yrði í dag en að flokk­unum á þingi fækk­aði. Fram­tíðin virð­ist vera átta til níu flokka Alþingi. Í síð­ustu könn­unum mælist fylgi gamla fjór­flokks­ins 59-61 pró­sent.

Getur aldrei verið sjálf­stætt mark­mið að lifa af

Bjarni fer um víðan völl í grein­inni. Hann fjallar um hvaðan Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn kem­ur, hvað hann hefur gert og hvert hann stefn­ir. Bjarni segir til­veru flokks­ins byggja á því að rækta sam­bandið við almenn­ing og eiga við hann erindi. „Til þess þarf að slípa og móta hug­myndir í takt við nýja tíma og áskor­anir – skapa sýn til fram­tíð­ar. Það getur aldrei verið sjálf­stætt mark­mið fyrir stjórn­mála­flokk að lifa af í umróti sam­tím­ans. Stjórn­mála­flokkur sem hefur engan annan til­gang verður aldrei hreyfi­afl breyt­inga – verður aldrei kjöl­festa sem öll sam­fé­lög þurfa á að halda.“

Í grein Bjarna er bent á að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er ein stærsta fjölda­hreyf­ing lands­ins og að á lands­fundum komi saman full­trúar allra sjálf­stæð­is­fé­lag­anna, Þar sé oft dug­lega tek­ist á um mál­efnin og kom­ist að nið­ur­stöðu sem flestir geta sætt sig við. „Þetta hefur verið aðals­merki okkar sjálf­stæð­is­manna, að geta tek­ist á um stefnu­mál­in. Styrk­ur­inn felst í því að virða nið­ur­stöðu meiri­hlut­ans og standa þétt saman í bar­átt­unni. Við, kjörnir full­trúar flokks­ins, sækjum mik­inn kraft og stuðn­ing í almenna flokks­menn sem hafa ítrekað sýnt að þegar á þarf að halda stendur þeim eng­inn á sporði. Það er mark­mið okkar sjálf­stæð­is­manna að þótt flokk­ur­inn eld­ist gangi hann stöðugt í end­ur­nýjun líf­daga. Við treystum ungu fólki til trún­að­ar­starfa og teljum mik­il­vægt að full­trúar flokks­ins end­ur­spegli breitt bak­land og fjöl­breyti­leika. Þannig höfum við lagt áherslu á að jafna hlut karla og kvenna í trún­aðarstöð­um. Árang­ur­inn á sveit­ar­stjórn­ar­stig­inu er sér­stak­lega ánægju­leg­ur, en alls sitja 57 konur í sveit­ar­stjórnum fyrir Sjálf­stæð­is­flokk­inn, eða um helm­ingur allra full­trúa okk­ar.“

Á þingi er staða kynj­anna innan Sjálf­stæð­is­flokks­ins hins vegar ekki jafn jöfn. Af 16 þing­mönnum hans eru fjórar kon­ur. Sem stendur er ein þeirra ráð­herra.

Segir stjórn­mála­flokka ekki mega hræð­ast breyt­ingar

Að Sjálf­stæð­is­flokknum hefur verið sótt frá úr ýmsum áttum að und­an­förn­um. Guð­laugur Þór Þórð­ar­son, utan­rík­is­ráð­herra og einn þeirra sem er hvað oft­ast nefndur sem lík­legur for­manns­fram­bjóð­andi kjósi Bjarni Bene­dikts­son frá að hverfa í nán­ustu fram­tíð, ræddi þá stöðu nýverið í sjón­varps­þætt­inum Manna­mál á Hring­braut. Þar sagði hann m.a.: „Það sem er nýtt og við höfum aldrei haft er þú ert með fyrrum for­­menn sem eru svona gagn­rýnir á Sjálf­­stæð­is­­flokk­inn. Eru bara að ham­­ast í því mjög lengi. Við erum ann­­ars vegar með Þor­­stein Páls­­son, sem er far­inn í annan flokk, og svo Davíð Odds­­son.“

Þor­­steinn Páls­­son, sem var for­­maður Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins 1983 til 1991, var á meðal þeirra Sjálf­­stæð­is­­manna sem gengu úr flokknum eftir að aðild­­ar­um­­sókn Íslands að Evr­­ópu­­sam­­band­inu var dregin til baka án þjóð­­ar­at­­kvæða­greiðslu árið 2014. Þor­­steinn sagði að svik á lof­orði um slíka þjóð­­ar­at­­kvæða­greiðslu, sem gefið hafði verið í aðdrag­anda kosn­­inga 2013, hafi verið „ein stærstu svik sem gerð hafa verið í íslenskum stjórn­­­mál­u­m“. Þor­­steinn kom síðar að stofnun Við­reisnar og hefur verið ötull gagn­rýn­andi á störf Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins á síð­­­ustu árum. Gagn­rýni Þor­­steins hefur að megin stefi verið sú að Sjálf­­stæð­is­­flokk­­ur­inn sé ekki næg­i­­lega alþjóð­­legur og of íhalds­­­sam­­ur.

Davíð Odds­­son var for­­maður Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins frá 1991 til 2005 og hefur síð­­ast­lið­inn tæpan ára­tug verið rit­­stjóri Morg­un­­blaðs­ins. Úr því sæti hefur hann iðu­­lega gagn­rýnt Sjálf­­stæð­is­­flokk­inn fyrir að vera ekki næg­i­­lega íhalds­­­saman og of alþjóða­sinn­að­­an. 

Davíð Oddsson var formaður Sjálfstæðisflokksins frá 1991 til 2005. Síðustu ár hefur hann gagnrýnt flokkinn harkalega.
Mynd: Birgir Þór Harðarson

Sú gagn­rýni náði ákveðnu hámarki nýverið þegar Davíð skrif­aði leið­­ara í Morg­un­­blaðið sem í stóð að stjórn­­­mála­­flokkar væri ekki eilífir og að það þyrfti ekki end­i­­lega að vera harms­efni ef Sjálf­­stæð­is­­flokk­­ur­inn hætti að vera til. Í kjöl­farið líkti Davíð Sjálf­­stæð­is­­flokknum við danska Íhalds­­­flokk­inn, sem eitt sinn skipti veru­­legu máli en er nú að berj­­ast við að fá þrjú pró­­sent atkvæða. Mál­­flutn­ingur Dav­­íðs und­an­farin mis­s­eri hefur átt mun meira sam­eig­in­­legt með því sem t.d. Mið­­flokkur Sig­­mundar Davíð Gunn­laugs­­sonar stendur fyrir en áherslum margra í Sjálf­­stæð­is­­flokkn­­um. Síð­­­ustu dæmi slíks eru afstaðan til þriðja orku­­pakk­ans svo­­kall­aða og nýrra þung­un­­ar­rofslaga, en hluti þing­­manna Sjálf­­stæð­is­­manna kaus með þeirri lög­­­gjöf sem var auk þess lögð fram sem stjórn­­­ar­frum­varp og sam­­þykkt með miklum meiri­hluta atkvæða á þingi.

Bjarni fjallar bæði um meinta íhalds­semi Sjálf­stæð­is­flokks­ins og svarar gagn­rýni á skort hans á alþjóða­hyggju í grein sinni. Þar kemur skýrt fram að Bjarni sjálfur telur flokk­inn ekki aft­ur­halds- eða kyrr­stöðu­flokk eins og sumir gagn­rýnendur hans sem gengu til liðs við Við­reisn telja hann vera. „Stjórn­mála­flokkur sem er á flótta undan sam­tíð­inni, hræð­ist breyt­ing­ar, forð­ast nýja hugsun og hleypur undan áskor­unum fram­tíð­ar­inn­ar, mun visna upp. Slíkur stjórn­mála­flokkur hefur Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn aldrei ver­ið. Þvert á mót­i,“ segir í grein Bjarna.

Þá segir Bjarni að alþjóða­við­skipti og alþjóð­leg sam­vinna hafi verið og verði alltaf einn af horn­steinum sjálf­stæð­is­stefn­unn­ar. Mark­miðið í upp­hafi var að Íslend­ingar yrðu þjóð á meðal þjóða. „Þannig hefur Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn rutt braut­ina fyrir það alþjóða­sam­starf sem skipt hefur þjóð­ina hvað mestu. Ólafur Thors var for­sæt­is- og utan­rík­is­ráð­herra þegar Ísland sótti um aðild að Sam­ein­uðu þjóð­un­um, Bjarni Bene­dikts­son var utan­rík­is­ráð­herra þegar Ísland gekk í NATO og for­sæt­is­ráð­herra þegar við gerð­umst aðilar að EFTA. Davíð Odds­son var for­sæt­is­ráð­herra þegar samn­ing­ur­inn um Evr­ópska efna­hags­svæðið var gerð­ur. Afstaða okkar sjálf­stæð­is­manna til alþjóð­legrar sam­vinnu hefur alltaf verið skýr og ein­örð. Við höfum staðið vörð um full­veldið og nýtt þá mögu­leika sem sjálf­stæðið gefur okkur í alþjóð­legu sam­starf­i.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar