Mynd: Worklytics

Stærðfræði notuð sem vopn gegn launamun kynjanna

Margrét Vilborg Bjarnadóttir, stofnandi íslenska sprotafyrirtækisins PayAnalytics, notar stærðfræði sem vopn gegn launamun kynjanna. Hún hefur þróað hugbúnað sem hjálpar fyrirtækjum að lækka launabil sitt.

Mar­grét Vil­borg Bjarna­dótt­ir, stofn­andi íslenska sprota­fyr­ir­tæk­is­ins PayAna­lyt­ics, hlaut nýverið aðal­verð­laun alþjóð­legs þings Heims­sam­taka frum­kvöðla- og upp­finn­inga­kvenna (GWI­IN). Hún ræddi við Kjarn­ann um hvernig stærð­fræðin getur verið notuð sem vopn gegn launa­mun kynj­anna, hvernig hægt sé að hjálpa fyr­ir­tækjum að lækka launa­bil sitt, ássamt því að ræða um karllægu aka­dem­í­una í Banda­ríkj­un­um.

Mar­grét kynnti fyrir þingi GWIIN nýja hug­bún­að­ar­lausn PayAna­lyt­ics sem hjálpar fyr­ir­tækjum að fram­kvæma launa­grein­ingar og skoða áhrif launa­á­kvarð­ana til að minnka launa­bil kynj­anna með aðgerð­ar­á­ætlun og kostn­að­ar­grein­ingu. Hug­bún­að­ur­inn hjálpar fyr­ir­tækjum að halda launa­bil­inu lok­uðu með því að gefa ráð­gjöf hvað varðar nýráðn­ingar og launa­breyt­ing­ar.

Mar­grét segir að á þingi GWIIN hafi margar áhuga­verðar hug­myndir komið fram. Til að mynda voru þar konur frá Finn­landi sem hafi hannað fjöl­skynj­unar (multi-­sensory) kynn­ingar til að kynna fyrir stjórn­völdum hvernig væri að búa í flótta­manna­búð­um. Einnig voru konur frá Ind­landi með hug­búnað fyrir börn í grunn­skólum í nýsköp­un, jafn­framt hafi önnur íslensk kona verið á þing­inu, hún Kristín Gunn­ars­dóttir sem vinni með íslenska ull bland­aða við silki.

Stærð­fræði­líkön mæla launa­bil

Mar­grét segir hjartað í hug­bún­að­inum vera fyr­ir­tæki sem sé með launa­bil og við­brögð þess við því. „Áður en við hönn­uðum þennan hug­búnað voru fyr­ir­tæki að mæla launa­mun­inn, kannski fimm pró­sent eða tíu pró­sent, en eng­inn gat svarað hvað svo?,“ segir Mar­grét. Í kjöl­farið hafi þau farið að þróa stærð­fræði til þess að taka ákvarð­anir um hvað þurfi að gera og hversu mikið þurfi að fjár­festa til að loka launa­bil­inu. „Þú ert í sjö pró­sentum en vilt koma niður í fjögur pró­sent [launa­bil] á næstu mán­uð­um, hvað held­urðu að það kosti? Við erum að þróa þetta til að tækla vanda­mál­ið,“ segir hún. 

Mar­grét notar stærð­fræði við að reikna út vand­ann og hvaða ákvarð­anir séu bestar út frá nið­ur­stöð­un­um. „Þetta byggir raun­inni mest á töl­fræði og best­un,“ segir hún. Hún notar aðhvarfs­grein­ingu við útreikn­ing­inn. „Það eru sem sagt stærð­fræði­lík­ön. Aðferða­fræðin að mæla launa­bilið er þekkt [...] allir sam­mála um það. Hvernig eigi að loka launa­bil­inu sé hins vegar ósvar­að. Það sem við gerðum er að taka þess aðferða­fræði til að mæla launa­bil og grófum inn til þess að mæla launa­bilið sem kall­ast aðhvarfs­grein­ing. Við tættum í sundur stærð­fræð­ina til að skilja áhrif hvers starfs­manns á launa­bilið í fyr­ir­tækj­um. Hver hefur mestu áhrif á launa­bil­ið? Hverjum er verið að mis­muna meira en öðrum?“ segir Mar­grét

Byrj­aði allt sem rann­sókn­ar­verk­efni

Mar­grét er einnig lektor við Við­skipta­há­skól­ann í Uni­versity of Mar­yland og byrj­aði PayAna­lyt­ics sem rann­sókn­ar­verk­efni. „Fram­kvæmda­stjóri í bænum var búinn að mæla átta pró­sent launa­bil og allir ætl­uðu að vera með­vit­aðir næstu tólf mán­uði [...] ári síðar hafði ekk­ert breyst og hann spurði hvernig tækla ég vanda­mál­ið? Eng­inn hafði svar við þess­ari spurn­ingu og ég hugs­aði sem stærð­fræð­inörd að þetta er eitt­hvað sem ég gæti tæklað með þess­ari aðferða­fræð­i.“

Ef við erum ekki á stöðugu varðbergi þá koma launabilin skríðandi til baka

Mar­grét segir eitt að loka launa­bil­inu og annað að halda því lágu. „Ef þú ert ekki með­vit­aður þá kemur bilið skríð­andi til bak­a.“ Mar­grét segir PayAna­lyt­ics nú hafa bætt í lausn­ina sína aðferðum að finna út góð laun fyrir nýjan starfs­mann til að inn­leiða í fyr­ir­tæki til að halda þess­ari veg­ferð áfram.

„Það er búið að vera ótrú­lega skemmti­legt að vinna með mannauðs­stjórum úti um allan bæ. Þegar maður ræðir við mannauðs­fólk þá er það með allt fólk í hausnum á sér. Þótt þú sért með frá­bæran mannauðs­ráð­gjafa, þegar verið að taka þessa launa­á­kvarð­anir og þú ert ekki með gögnin fyrir framan þig þá mynd­ast þessi ómeð­vit­aða hlut­drægni sem hefur þá áhrif á þessar ákvarð­an­ir. Þess vegna verða þessi launa­bil til. Ef við getum hjálpað þér með þessu tóli, að setja þetta í sam­hengi, getum við hjálpað þér að halda því niðri og jafn­vel í núlli.“

Mar­grét segir draum­inn að koma góðum ákvörð­un­ar­tólum í hend­urnar á mannauðs­stjórum „í fyrsta lagi til þess að ráð­stafa launa­bili, þá er nauð­syn­legt að vera með góðar áætl­an­ir, skilja vanda­málið og núm­er  tvö, ef við ætlum að ná þessum árangri, hvernig höldum við okkur vak­andi? Það gerum við með því að vera með raun­tíma­gögn og testa launa­á­kvarð­anir áður en við fram­kvæmum þær.“

„Ef Jóna eða Jón koma til þín og segj­ast munu hætta ef þau fá ekki hærri laun þá er hægt að slá það inn og sjá hvaða áhrif það hefur á launa­bilið og launastrúkt­úr­inn. Þá get­urðu tekið ákvörðun hvort þú þetta sé góð ákvörðun eða ekki,“ segir Mar­grét. Hún segir að sama hversu mikið maður vilji laga launa­bilið ef að „við erum ekki á stöð­ugu varð­bergi þá koma launa­bilin skríð­andi til bak­a.“

Margrét er til vinstri á myndinni.
Mynd: Linda Kay Gould.

Ótrú­leg orka sem fer í að standa í stappi

„Ég hef alltaf verið jafn­rétt­is­kona og þurft að berj­ast áfram í karllægu umhverfi, sér­stak­lega aka­dem­í­unni í Amer­íku. Maður hefur oft rek­ist á veggi og gler­þök og þurft að standa í stappi. Ég er mikil jafn­rétt­is­kona og þurft að takast á við alls konar vit­leysu í þessum mál­u­m,“ segir hún.

Hún segir mikla orku starfs­manna fara í að velta sér yfir því hvort þau fái sann­gjörn laun. „Ef við setjum það í sam­hengi, ef þú rekur fyr­ir­tæki, að starfs­menn geti verið þess full­vissir að þeir fái sann­gjörn laun ann­ars fer rosa­leg orka hjá þeim að pæla hvort þau fái sann­gjörn laun,“ segir Mar­grét. „Það er ótrú­leg orka sem fer í að standa í stappi og þú vilt frekar að starfs­menn eyði tíma sínum í starfið en að standa í stappi.“ Hún segir að í þeim störfum þar sem mikil sam­keppni er um starfs­fólk séu þau fyr­ir­tæki oft komin lengst í að lág­marka kyn­bund­inn launa­mun því ann­ars fari starfs­fólkið ein­fald­lega ann­að.

Mar­grét segir skemmti­leg­ast við vinnu sína hversu miklir snill­ingar mannauðs­fólk sé til hópa og að það sé afar gef­andi að vinna með þeim. Það sem komi hafi mest á óvart sé hversu vel hafi geng­ið. „Ef maður byrjar með startup veit maður ekk­ert hverju maður á von,“ segir Mar­grét. Hins vegar hafi hún mætt miklum vel­vilja og að enn sé PayAna­lyt­ics skemmti­legt ævin­týri. „Það er mest gef­andi að sjá rann­sókn­ar­verk­efni verða að ein­hverju sem hefur áhrif um hvernig ákvar­andir eru tekn­ar,“ bætir Mar­grét við.

Fikra sig inn á erlenda mark­aði

„Við erum að fikra okkur inn á erlenda mark­aði, það er stóra áherslan nún­a,“ segir Mar­grét aðspurð um hvað sé framundan hjá PayAna­lyt­ics. „Það hefur gengið rosa vel og hug­bún­að­ur­inn er kom­inn á 5 tungu­mál. Hann er kom­inn inn á lista hjá þýskum ráðu­neytum yfir hug­bún­að­ar­lausnir og við erum að taka fyrstu skrefin að kynna okkur þetta í Skand­in­avíu og reyna að koma á fundum og sam­bönd­um,“ segir hún. „Við fengum líka mark­aðs­styrk frá tækni­þró­un­ar­sjóði og sú vinna er til að sækja erlenda mark­aði og sú vinna hefst á morg­un.“

Maður hefur oft rekist á veggi og glerþök og þurft að standa í stappi. Ég er mikil jafnréttiskona og þurft að takast á við alls konar vitleysu í þessum málum.

„Við fengum líka vaxta­styrk frá tækni­þró­un­ar­sjóði fyrr rúmu hálfu ári sem var algjör vítamín­sprauta og breytti öllu fyrir okk­ur. Sá styrkur hefur stutt ótrú­lega vel við bakið á okk­ur,“ segir Mar­grét. „Þegar við byrj­uðum á Íslandi fengum við með okkur Orku­veitu Reykja­víkur og VÍS, til að vera viss um að við værum að leysa rétt vanda­mál og svara réttu spurn­ing­un­um. Lög­gjöfin er aðeins mis­mun­andi [á milli landa]. Það þarf alltaf aðeins að aðlaga kerfið að mark­aði. Við reynum að finna sam­starfs­að­ila til að testa kerfið miðað við þinn raun­veru­leika og  fyrsti svo­leiðis kúnn­inn er í Nýja-­Sjá­landi. Það er fyr­ir­tæki sem er bæði með starf­semi í Nýja-­Sjá­landi og Ástr­alíu og það er fyrsti þró­un­ar­kúnn­inn okk­ar.“ Mar­grét segir að framundan séu spenn­andi tím­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnGuðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir
Meira úr sama flokkiInnlent