Mynd: Myrkur Games.

Tölvuleikjaframleiðsla er list

Íslenska tölvuleikjafyrirtækið Myrkur Games þróar nýja sögudrifna tölvuleikinn The Darken. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir tölvuleikjaframleiðslu vera list ásamt því að ræða við Kjarnann um innblásturinn að leiknum og krefjandi rekstrarumhverfi.

Hall­dór Snær Krist­jáns­son er fram­kvæmda­stjóri og einn af þremur stofn­endum nýja íslenska tölvu­leikja­fyr­ir­tæk­is­ins Myrkur Games. Hall­dór ræddi við Kjarn­ann um upp­runa fyr­ir­tæk­is­ins, inn­blást­ur­inn og list­sköp­un­ina á bak við tölvu­leik­inn The Dar­ken sem Myrkur Games þró­ar. Enn fremur ræddi Hall­dór um rekstr­ar­um­hverfi smárra sprota­fyr­ir­tækja og sagði hann að ferlið hafi verið afar erfitt í byrj­un.

Myrkur Games var stofnað árið 2016 af þremur nýút­skrif­uðum tölv­un­ar­fræð­ingum úr Háskóla Reykja­víkur og var Hall­dór þar á með­al. Í kjöl­farið snéru stofn­end­urnir þrír sér að tölvu­leikj­um. „Eftir það á þá byrjum við að fara í gegnum Startup Reykja­vík og Gul­legg­ið. Þá byrjar fyr­ir­tækið hratt að stækka eftir það, eig­in­lega óvilj­and­i,“ segir Hall­dór.

Bolt­inn byrj­aði að rúlla hratt og stofn­end­urnir byrj­uðu að leggja drögin að The Dar­ken. „Í Startup Reykja­vík er mikil sam­keppni á meðal umsækj­enda að fá að vera eitt af tíu fyr­ir­tækjum sem tekur þátt í við­skipta­hraðl­in­um. Það var líka fyrsta fjár­fest­ingin inn í fyr­ir­tækið þeg­ar Startup Reykja­vík fjár­festir 2,4 millj­ónir í fyr­ir­tæk­inu fyrir 6 pró­sent. Þetta er oftar en ekki fyrsti fjár­festir­inn í fyr­ir­tæki á algjöru grunn­stigi. Varð­andi Gul­leggið að þá er það svip­að. Það er við­skipta­hug­mynda­keppni í umsjón Icelandic Startup og við komumst við inn í topp tíu hóp­inn þar. Þá fær maður að taka þátt í fram­halds part­inum og öllu því sem til­heyrir innan Gul­legg­is­ins,“ segir Hall­dór

List­greinar ráð­andi innan fyr­ir­tæk­is­ins

Myrkur Games hefur 14 fasta starfs­menn en einnig eru aðrir starfs­menn sem koma að verk­efn­inu, til að mynda leik­ar­ar. „Það er svo­lítið erfitt að þreifa nákvæm­lega á töl­unni en við erum 14 sem hellum upp á kaffi á hverjum deg­i,“ segir Hall­dór. Ekki séu allir 14 föstu starfs­menn­irnir þó for­rit­ar­ar. „Það er nefn­in­lega furðu­legt að þegar fólk hugsar um tölvu­leiki þá hugsar það einmitt yfir­leitt um sett af for­rit­urum og svo nokkra í ein­hverjum öðrum deild­um, en við erum bara með tvo for­rit­ara, restin af fólk­inu er að vinna í list­grein­um. Við erum með tvo hand­rits­höf­unda sem eru að búa til allan leik­inn.“

„Við erum með fólk í þrí­víð­ar­list. Það er allt frá fata­hönn­un, umhverf­is­hönn­un, per­sónu­hönn­un, concept­hönn­un. Svo færum við okkur yfir í hljóð. Þar erum við með strák sem semur tón­list­ina og stýrir hljóð­inu í öllum leikn­um. Svo aðra stelpu í námi sem er starfs­nemi hjá okkur sem býr til öll auka­hljóðin í leikn­um, það er að segja vind­hljóð, sverð­hljóð, stíga nið­ur, allt þetta. Þaðan förum við í fólk sem er að búa til tækni­brell­ur,“ segir hann.

„Við erum með fólk í þrívíðarlist. Það er allt frá fatahönnun, umhverfishönnun, persónuhönnun, concepthönnun. Svo færum við okkur yfir í hljóð. Þar erum við með strák sem semur tónlistina og stýrir hljóðinu í öllum leiknum.“
Mynd: Myrkur Games

Sumir innan teym­is­ins búa til per­són­ur, aðrir búa til bún­inga, umhverfi, auka­hluti, vopn og svo mætti lengi áfram telja. Kóð­arar hanna sam­skipta­kerfið í leiknum sem allt er mikil nákvæmn­is­vinna. Þar að auki er tón­smiður Myrkur Games, hann Viktor Ingi Guð­munds­son, útskrif­aður úr LHÍ og úr Berkeley Col­lege of Music. Í Berkeley lærði hann tón­smíði fyrir tölvu­leiki, sjón­varps­efni og kvik­mynd­ir. „Þetta er list. Það er algjör­lega krea­tív sköpun að búa leik­inn til,“ segir Hall­dór.

Þetta er list. Það er algjörlega kreatív sköpun að búa leikinn til.

Kvik­arar (e.ani­mators) koma til með að vera stærsti hluti þró­un­ar­deildar leiks­ins því það er stór partur vinn­unnar að taka upp allar hreyf­ing­arnar sam­kvæmt Hall­dóri.

Leik­ur­inn sá fyrsti af þremur

The Dar­ken er sögu­drif­inn ævin­týra­leikur og aðal­hlut­verkið er leikið af Aldísi Amah Hamilton sem að leikur aðal­per­són­una Ryn sem spil­arar munu geta stýrt. „Þetta er upp­runa­saga þess­arar hetju og þetta er fyrsti leik­ur­inn af þrí­leik. Þannig að við erum að plana þrjá leiki þar sem hver leikur verður tals­vert umfangs­meiri en leik­ur­inn á und­an. Í þess­ari sögu erum við að rekja sögu Ryn og hvernig hún mótar sér sinn fyrsta far­veg í þess­ari fantasíu tríló­gíu og það sem ég get líka sagt þér er að heim­ur­inn sem að þetta ger­ist innan er nýr ævin­týra­heimur sem við höfum ekki séð áður. Við erum að skapa þetta allt frá grunn­i,“ segir Hall­dór. 

Hann segir jafn­framt að heim­ur­inn sé alveg nýr þannig að spil­arar eigi ekki að búast við álf­um, eða dvergum eða tröll­um.

Nýj­ungar í tækni og ný mark­aðstæki­færi voru inn­blást­ur­inn að leiknum

Upp­haf alls fer­ils­ins var þegar stofn­end­urnir þrír útskrif­uð­ust. Þeir voru afar metn­að­ar­fullir og voru hrifnir af sögu­drifnum ævin­týra­leikjum sem ger­ast í þriðju per­són­u. 

„Við sáum ákveðið tæki­færi í tækni. Það voru ein­hvern veg­inn hlutir í tækni að fær­ast rosa­lega mikið áfram og eru enn þá að gera það. Það var svo­lítið að breyta svip­mynd­inni. Þannig að inn­blást­ur­inn að leiknum kemur í raun­inni af því að það er mark­aðstæki­færi sem þýðir að það eru fáir svona leikir sem eru að keppa á mark­aði. Þeir eru svo svaka­lega umfangs­miklir og stórir og þeir taka svo rosa­lega langan tíma í fram­leiðslu. Ofan á það er ný tækni að þró­ast sem leyfir minni teymum að gera svona metn­að­ar­sama leiki á sama tíma,“ segir Hall­dór.

„Þannig að við sjáum þetta og hugsum „Ha? Getum við gert þetta?“ og við byrjum í raun­inni fyrst bara þrír stofn­end­urnir að rann­saka alla tækn­ina bak við þetta í marga mán­uði, bæði mark­aðs- og tækni­rann­sókn­ir. Þannig að við eyðum svaka­legum tíma í aðhlaupi að því. Svo þegar við erum búnir að því þá reynum við að skissa upp frum­mynd af leiknum sem tók heill­angan tíma með allri tækn­inni og koma þessu öllu sam­an. Það er ekki fyrr en í byrjun árs núna sem að við í raun­inni byggjum upp­töku­verið til þess að taka þetta allt upp. “

Þannig að við sjáum þetta og hugsum „Ha? Getum við gert þetta?“ og við byrjum í rauninni fyrst bara þrír stofnendurnir að rannsaka alla tæknina bak við þetta í marga mánuði, bæði markaðs- og tæknirannsóknir.

Sögu­höf­und­arnir miklir aðdá­endur Dun­ge­ons and Dragons

„Við þrír vorum tölv­un­ar­fræð­ing­ar, ekki neitt hæfir að segja eða skrifa sögu. En við vorum með grunn­hug­mynd, þetta átti að vera ævin­týra­heim­ur, átti að vera ein aðal­sögu­hetja sem þú spilar í gegnum og við viljum hafa breitt svið af hetjum sem þú spilar með og hittir í gegnum leik­inn. Það er á þessum tíma sem við byrjum að halda það sem við köllum svona „lor­e-night.“ 

Þá bjóðum við hug­mynda­ríku fólki sem við þekkjum til þess að gefa end­ur­gjöf á því sem við erum að gera og koma með hug­mynd­ir. Einn af þeim sem mætti á slíkt kvöld var hann Magnús Frið­rik sem að í raun­inni kom með hug­mynd sem pass­aði inn í þennan ramma og svo hefur hann bara mætt hérna síð­an,“ segir Hall­dór. 

Kjarn­inn náði að ræða stutt­lega við hina tvo hand­rits­höf­unda leiks­ins, þá Daða Ein­ars­son og Magnús Frið­rik Guð­rún­ar­son. Daði er lærður hand­rits­höf­undur og leik­stjóri en Magnús fékk hins vegar starfið vegna þess að hann hefur lengi verið svo­kall­aður „dun­geon master“ eða dýflissu meist­ari í leiknum Dun­ge­ons and Dragons. Leik­ur­inn er eins konar hlut­verka­leikur og er hlut­verk dýflissu meist­ar­ans að leiða leik­inn áfram á hug­mynda­ríkan hátt.

Per­són­urnar leiknar af íslenskum leik­urum

„Okkar ferli og það sem gerir leik­inn spenn­andi er að við smíðum ljós­myndaskönn­unar búnað sem við notum til að skanna inn alvöru leik­ara og búum til alvöru raf­rænan tví­fara af þeim í leikn­um, eins og við sjáum með Aldísi sem Ryn inni í leiknum og fleiri hlut­verk. Ofan á það þá byggðum við þetta upp­töku­ver hérna og þá setjum við fólk í sér­stakan galla inni í þessu risa­stóra rými sem er eins og stór grænskjár (green-screen) í raun­inn­i,“ segir Hall­dór.

Myrkur Games notar ljósmyndaskönnunar búnað sem skannar inn alvöru leikara og búa til rafrænan tvífara af þeim í leiknum.
Mynd: Myrkur Games

Hall­dór segir allan leik­inn og allar hreyf­ingar í leiknum vera teknar upp. „Þetta er að vissu leiti mjög líkt kvik­mynda­fram­leiðslu, bara eins og við sjáum í Hollywood.“

Rekstr­ar­um­hverfið afar erfitt í byrjun

Aðspurður segir Hall­dór að í fyrstu hafi rekstr­ar­um­hverfið hafa verið mjög erfitt. „Það er rosa­lega erfitt að láta taka mark á sér þegar maður seg­ist vera með hug­mynd að tölvu­leik vegna þess að allir eru með hug­mynd að tölvu­leik,“ segir Hall­dór og hlær. „En við skildum það sem betur fer frá byrjun og við vissum það alveg að það væri engin sönnun í því fyrr en við værum komnir lengra heldur en á því stigi. Þannig að þegar við byrjum að kom­ast lengra og lengra, það er tals­verður tími frá því að við stofn­uðum [fyr­ir­tæk­ið] þangað til við fáum fyrstu fjár­fest­ing­una inn eftir Startup Reykja­vík,“ segir Hall­dór.

Það er rosalega erfitt að láta taka mark á sér þegar maður segist vera með hugmynd að tölvuleik vegna þess að allir eru með hugmynd að tölvuleik.

„Startup Reykja­vík kemur snemma inn á meðan við erum í raun­inni þrír og bætum við okkur ein­um. Svo er það í raun­inni ekki fyrr en á þessu ári sem að við tútnum út. En umhverfið fyrir rekstur hér er almennt séð dýrt bara eins og við höfum séð í öðrum fyr­ir­tækjum sem er verið að fjalla um. Þá er dýr­ara hér á landi að borga laun og við þurfum að svara gagn­vart okkar fjár­festum afhverju við erum hér en ekki ann­ars stað­ar. Það sem kemur aftur á móti er að við erum mikið að skanna úr íslenskri nátt­úru. Við erum með mikið af íslensku fólki sem er bæði að leika og er hér, þannig að það væri erfitt fyrir okkur að flytja út,“ segir hann.

„Það eru líka nokkrir hlið­ar­kostir sem eru ekki aug­ljós­ir, til dæmis styrkt­ar­um­hverfið á Íslandi er algjör­lega frá­bært. Við höfum fengið bæði styrki frá Nýsköp­un­ar­mið­stöð Íslands og Tækni­þró­un­ar­sjóði sem að breyta rosa­lega miklu máli fyrir fyr­ir­tæki sem eru ekki enn búin að ná tals­verðu fjár­magni eða er að vinna sig upp að tals­verðu fjár­magni. Það er rosa­lega góð ástæða til að vera hérna og styrkt­ar­um­hverfi eru ekki alls stað­ar. Það er mjög mik­il­vægt að það styrk­ist til þess að hjálpa fyr­ir­tækjum að kom­ast af stað svo þau geti fengið fjár­fest­ingar til að byggja upp metn­að­ar­full verk­efni. Fyrir utan það eru nokkrir aðrir hlut­ir, eins og fyrir stór þró­un­ar­verk­efni, er hægt að fá end­ur­greiddan vask og það er hvatn­ing fyrir fjár­festa á Íslandi að ef þú nærð að kom­ast í gegnum umsókn fyrir það að þá fá þeir skatt­inn sinn end­ur­greiddan fyrir þær fjár­fest­ingar sem þeir setja í fyr­ir­tækið. Það þýðir að það er góð ástæða fyrir fjár­festa að fjár­festa því þeir fá pen­ing­inn til baka sem frá­drátt frá skatt­i.“

Tölvuleikjaframleiðsla krefst mikillar þolinmæðis- og nákvæmnisvinnu.
Mynd: Myrkur Games

„Ekk­ert af þessu er sjálf­gefið en breytir rosa­lega miklu fyrir fyr­ir­tæki sem eru í start­hol­un­um. En við erum mjög ánægð að vera á Íslandi. Já þetta er dýrt, en svona verk­efni eru dýr og þegar maður er með sam­an­safn af hæfi­leika sem er rosa­lega sér­hæfður að þá er yfir­leitt sam­keppn­is­hæft sama hvar þú ert hvað þá þarft þú að bjóða í laun fyrir verk­efn­ið. Þú getur ekki bara fundið hvern sem er því þetta er rosa­lega sér­hæft svið,“ segir Hall­dór.

Búa til nýjan heim

Hall­dór segir að fyr­ir­tækið skanni bæði nátt­úru á Íslandi og Kanada fyrir leik­inn. „Ís­land er svo ótrú­lega ævin­týra­legt land og við höfum svo ótrú­lega fjöl­breytt lands­lag og þetta er eig­in­lega bara eins og að fara út í geim. Þetta er svo skrýtin upp­lifun fyrir ferða­menn sem koma hingað og sjá lands­lagið hérna. Við erum klár­lega að reyna að nýta það eins og við getum til þess að skapa fram­andi lands­lag inni í leiknum líka. Eitt­hvað sem er ekki jafn kunn­ug­legt og fólk er vant.“

„Við skönnum ein­staka hluti, mikið af þeim. Við kannski skönnum tré, steina, mögu­lega kletta, skönnum und­ir­lag, skönnum áferð­ir. Við erum að skanna eins og bita og setjum saman í raf­ræna útgáfu af umhverf­in­u,“ segir Hall­dór. Það sé gert með mynda­vélum sem sé ekki flók­ið, hins vegar sé úrvinnslan flók­in.

Stefna á að gefa leik­inn út á ýmsum gerðum tölva

„Við erum að stefna á næstu kyn­slóð af leikja­tölv­um. Þannig að næsta Playsta­tion sem er á leið­inni og næsta Xbox eru tvö svið sem við erum klár­lega að fara á. Við erum líka að skoða Nin­tendo Switch. Við erum klár­lega að fara að gefa út á PC og svo er núna nýjasta af öllu sem við erum líka að skoða er Google Stadia og Xclou­d.“ 

Varð­andi útgáfu­dag leiks­ins seg­ist Hall­dór fyr­ir­tækið ekki vera komið með dag sem hægt sé að festa. „Við eigum ennþá eftir að stækka fyr­ir­tækið tals­vert. Við erum núna að fara í fjár­mögnum til þess að stækka, en við verðum alveg upp í 30 manns fyrir allt verk­efn­ið, bara þeir sem eru hér alla daga, fyrir utan alla sem koma auka­lega.“

Hægt að skrá sig til að prófa leik­inn

„Já, við erum að stefna á von­andi að vera með ein­hverjar próf­an­ir. Við vitum ekki nákvæm­lega hvar og hvenær. Við höfum verið að taka próf­an­ir, svo­lítið að bjóða fólki í kringum okk­ur. Við verðum með eitt­hvað sýni­legt á Midgard í ár. Við erum líka að fara á GamesCom ráð­stefn­una núna í Þýska­landi í lok ágúst. Það er svona hér og þar sem við fittum því inn en það mun klár­lega koma sá tíma­punktur sem við þurfum að vera með aggressí­var próf­anir á leiknum til að fá end­ur­gjöf­ina til baka. Þá gætum við farið til meira almenns hóps frekar en til þessa hóps sem við leitum til.“

Hall­dór sýnir blaða­manni Kjarn­ans upp­töku­ver­ið. „Hérna erum við að taka upp með leik­urum og stundum ekki með leik­ur­um. Stundum erum við að búa til hreyf­ing­arnar sjálf, við löbbum niður því það er auð­velt,“ segir hann. Myrkur Games notar sér­stakan hjálm sem tekur upp and­lits­hreyf­ingar leik­ara. Einnig tekur hjálm­ur­inn upp rödd þeirra. „Þar sem við tökum upp hljóð þurftum við að hljóð­ein­angra allt [rým­ið], hljóð­ein­angra frá hljóð­unum frá göt­unni, setja dýnur svo fólk mynd­i ekki meiða sig því stundum er fólk í slags­mál­um, bók­staf­lega, fyrir leik­inn.“

Leita nýrra fjár­festa 

„Við erum akkúrat að semja við fjár­festa og finna fleiri fjár­festa. Við erum stöðugt að leita og ég held það verði seint sem við hættum því, þetta er svo hrika­lega stórt verk­efni. Við erum núna að vinna með mikið af inn­lendum fjár­festum til þess að fjár­magna áfram­hald á þró­un­ar­verk­efn­inu og stækkun á teym­inu. Fyrir lok árs erum við að stefna á tals­verða stækkun teym­is­ins. Alla­vega að vera búin að fjár­magna stækkun á teym­inu, það tekur svaka­lega langan tíma að ráða allt þetta fólk inn og það er helj­ar­innar vesen að finna rétt fólk í þessi verk­efni sem krej­ast mik­illar sér­fræði­þekk­ingar og vinna með mörgum deildum með mis­mun­andi fög,“ segir Hall­dór að lok­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnGuðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir
Meira úr sama flokkiInnlent