EPA

Fallinn risi mætir örlögum sínum

„Verst geymda leyndarmál Hollywood“ var afhjúpað haustið 2017 og hrinti af byltingu kenndri við metoo. Reynsla yfir hundrað kvenna er sú sama: Harvey Weinstein nýtti sér yfirburðastöðu sína til að áreita þær og beita ofbeldi. Réttarhöldin yfir manninum sem kallaður var risi kvikmyndanna eru loks hafin.

Svartur bíll með skyggðum rúðum rennir upp að dóms­húsi á Man­hattan í New York-­borg. Hópur sterk­legra karla hóp­ast að og áhyggju­svip­ur ­fær­ist yfir and­lit þeirra er far­þeg­inn í aft­ur­sæt­inu stígur út með erf­ið­is­mun­um. Þetta virð­ist gam­all mað­ur, þunn­hærður og tek­inn í and­liti. Hann styður sig við ­göngu­grind, lítur allt að því ringlaður í kringum sig á mann­fjöld­ann sem rað­ar­ ­sér beggja vegna við hann. Menn­irnir sterk­legu grípa undir hand­leggi hans og að­stoða hann við næstu skref.

Næstu skref eru inn í dóms­sal þar sem mað­ur­inn í fylgd verj­enda sinna mætir sak­sókn­ara og teymi hans, dóm­ara og tólf kvið­dóm­ur­um. Á­kæran er lesin upp. Hún er í fimm lið­um. Hann er sak­aður um að hafa brot­ið ­gegn tveimur kon­um, ákærður fyrir tvær nauðg­anir og önnur kyn­ferð­is­brot sem og kyn­ferð­is­lega mis­neyt­ingu, þ.e. að hafa nýtt sér yfir­burða­stöðu sína til að koma fram vilja sín­um. 

Rétt­ar­höld­in ­yfir kvik­mynda­fram­leið­and­anum valda­mikla, Har­vey Wein­stein, eru haf­in.

Har­vey Wein­stein er 67 ára. Hann stofn­aði kvik­mynda­fyr­ir­tæk­ið Miramax ásamt bróður sínum og fram­leiddi fjölda sjón­varps­þátta og stór­myndir á borð við Pulp Fict­ion og Shakespe­are in Love. Starf hans fólst ekki aðeins í að velja réttu hand­ritin og réttu leik­stjór­ana heldur einnig réttu leik­ar­ana. Völd hans í Hollywood voru gríð­ar­leg, nán­ast ævin­týra­leg. Hann þótti hafa sér­stakt auga fyrir hæfi­leikum og vegna þess­arar áhrifa­miklu stöðu sinnar gat hann gert ó­þekkt fólk að stór­stjörnum á einni nóttu.

Og það gerði hann. Ungar fyr­ir­sætur fengu hlut­verk í sjón­varps­þátt­um, aðrar konur fengu vinnu á bak við tjöldin hjá Miramax. Enn aðrar fengu svo stóra tæki­færið í kvik­myndum einmitt vegna hans. Kóngs­ins í Hollywood.

Líkt og kóngum sæmir hafði hann hirð í kringum sig. Hirð lög­fræð­inga, aðstoð­ar­manna og ann­arra sem hlýddu hans fyr­ir­mælum í hví­vetna. Þetta ­fólk létti honum líf­ið, hljóp þegar því var sagt að hlaupa. Stökk þegar því var ­sagt að stökkva.

Enda tókst Wein­stein þrátt fyrir mikið ann­ríki, eig­in­konu og ­börn, að taka fullan þátt í skemmt­ana­lífi ríka og fræga fólks­ins. Hann mætti kampa­kát­ur og bros­andi á kvik­mynda­há­tíðir og aðra við­burði um allan heim. Bjó á lúx­us­hót­elum og flaug reglu­lega yfir Atl­ants­hafið til form­legra og óform­legra funda.

Hann flaug hátt. Skýjum ofar. En brot­lendi svo harka­lega.

Harvey Weinstein framleiddi kvikmyndina Shakespeare in Love sem Gwyneth Paltrow fékk Óskarsverðlaun fyrir.

„Sönn­un­ar­gögnin munu varpa skýru ljósi á að mað­ur­inn sem situr þarna var ekki aðeins ris­inn í Hollywood heldur nauð­gari,“ sagði Meg­han Hast, einn sak­sókn­ar­inn í mál­inu gegn hon­um, í opn­un­ar­ræðu sinni í dóms­hús­inu á Man­hattan í síð­ustu viku.

Wein­stein hafði nefni­lega ekki aðeins notað völd sín til að láta drauma ungra kvenna ræt­ast. Hann hafði að sögn sak­sókn­ar­ans notað þau til að ­níð­ast á þeim. Og ofbeldið var kerf­is­bundið og við­gekkst árum og ára­tugum sam­an­. Til að koma sínu fram við fórn­ar­lömb sín naut hann aðstoðar hirðar sinn­ar; að­stoð­ar­manna og lög­fræð­inga. Þetta fólk ýmist þagði yfir því sem það vissi um hegðun hans eða hjálp­aði honum bein­lín­is.

Án þeirra hefði honum ekki tek­ist svo lengi sem raun ber vitni að koma í veg fyrir að flett yrði opin­ber­lega ofan af „verst geymda ­leynd­ar­máli Hollywood“.

Margar konur, meðal annars þær sem sakað hafa Weinstein um ofbeldi, mættu fyrir utan dómshúsið á Manhattan við upphaf réttarhaldanna.
EPA

Afhjúp­unin hófst með birt­ingu greina í New York Times og New Yor­ker haustið 2017. Fram stigu  kon­ur, þekktar leikkonur meðal ann­ars, sem greindu frá ósæmi­legri hegðun hans og meint­u­m of­beld­is­brot­um.

Hver frá­sögnin á fætur annarri rataði í fjöl­miðla. Þær vor­u flestar á sama veg: Wein­stein var vin­gjarn­leg­ur, ráða­góður og lof­aði að hjálp­a þeim á frama­braut­inni. En sú hjálp var ekki ókeypis, beint eða óbeint gaf hann það í skyn að kyn­ferð­is­legir greiðar væru það gjald sem yrði að greiða. „Þú ert svo æðis­leg, ég réð bara ekki við mig,“ á hann að hafa sagt við eina kon­una sem varð fyrir barð­inu á hon­um.

Hann gekk mis­langt gagn­vart þeim. Sumar þeirra saka hann um nauðgun og önnur kyn­ferð­is­brot. Aðrar um kyn­ferð­is­lega áreitni af ýmsu tagi.

Frétt­irnar mörk­uðu stór­kost­leg tíma­mót; upp­haf „­metoo“-­bylt­ing­ar­inn­ar. Upp­hafið er rakið til leikkon­unnar Alyssu Milano sem kvatti konur sem orðið hefðu fyrir áreitni og ofbeldi að skrifa „me too“ á sam­fé­lags­miðla.

Að minnsta kosti 105 konur hafa síðan þá stigið fram og sag­t frá hegðun kvik­mynda­fram­leið­and­ans í sinn garð. Brot gegn aðeins tveimur þeirra eru hins vegar hluti af ákæru sak­sókn­ara New York-­borg­ar. Margar þeirra fóru í einka­mál gegn hon­um, kröfð­ust skaða­bóta.

En hvernig gerð­ist það eig­in­lega, eftir allt sem á undan var ­geng­ið? Voru þær þá allan tím­ann á eftir pen­ingum og athygli, líkt og verj­end­ur Wein­steins og hans stuðn­ings­menn höfðu haldið fram?

Aldeilis ekki.

Nokkrir þættir skýra þessa nið­ur­stöðu. Í fyrsta lagi eru ­mörg hinna meintu brota fyrnd sam­kvæmt banda­rískum lög­um, áttu sér stað allt frá átt­unda ára­tug síð­ustu ald­ar. Í öðru lagi voru þau framin í öðrum ríkj­u­m ­Banda­ríkj­anna en New York og öðrum löndum sem flækir sak­sókn­ina. Í þriðja lag­i ­fólust þau fjöl­mörg í marg­vís­legri kyn­ferð­is­legri áreitni sem refsi­lög­gjöf­in ­tekur ekki almennt á.

Þær konur sem þá eftir standa hafa svo ekki allar vilj­að á­kæra. Á því eru aftur ýmsar skýr­ing­ar, meðal ann­ars þær að alveg frá upp­hafi var ljóst að þær sem gengju svo langt myndu ekki eiga sjö dag­ana sæla. Hrein martröð myndi taka við. Allt líf þeirra yrði afhjúpað, skrum­skælt. Allt sem þær hefðu sagt og gert, allt sem þær hefðu ekki sagt og gert, yrði notað gegn þeim af verj­endum Wein­steins. Höfðu þær átt í „vin­gjarn­leg­um“ sam­skiptum við hann eftir meint brot? Höfðu þær „grætt“ á sam­skiptum sínum við hann, fengið frama og ýmis fríð­indi? Hafði þeim raun­veru­lega liðið illa, átt erfitt upp­dráttar eða kannski hleg­ið, bros­að, notið lífs­ins? 

Að lenda í þeirri hakka­vél sem konur er kæra kyn­ferð­is­brot þurfa oft að ganga í gegnum í fjöl­miðl­um, á sam­fé­lags­miðl­um, í skýrslu­tökum hjá lög­reglu og í dóms­sal, er ekki aðlað­andi á nokkurn hátt. Við því voru kon­urnar var­að­ar­ af lög­mönnum sínum og sak­sóknur­um. Margar treystu sér ekki til að ganga í gegnum þann vít­iseld.

En ein­hverjar urðu að taka af skar­ið. Og sak­sókn­ar­arnir urð­u að velja þær vel. Þeir vildu ekki að verj­endur Wein­steins gætu grafið eitt­hvað ­upp sem myndi spilla öllu mál­inu. Til dæmis ekki vin­konu sem myndi segja að kyn­ferð­is­leg sam­skipti hans og kon­unnar hefðu verið með sam­þykki beggja. Eins og gerð­ist í til­felli einnar kon­unnar sem upp­haf­lega ákærði Wein­stein. Þó að hún hafi stað­fast­lega sagt vin­kon­una ljúga dugði það ekki til. Áhættan var of ­mik­il.

Að lokum var Wein­stein ákærður fyrir kyn­ferð­is­brot gegn t­veimur kon­um: Miriam Haleyi og Jessica Mann.

Nei, nei, nei

Haleyi var aðstoð­ar­maður við fram­leiðslu Miramax á sjón­varps­þátt­unum Project Runway. Wein­stein er sak­aður um að hafa neytt hana til munn­maka í íbúð sinni á Man­hattan árið 2006.

Haleyi var kynnt fyrir Wein­stein í fyrsta sinn við frum­sýn­ingu kvik­mynd­ar­innar The Avi­ator árið 2004. Í kjöl­farið fékk hún vinn­u við fram­leiðslu sjón­varps­þátta úr smiðju Miramax. Er Haleyi greindi fyrst op­in­ber­lega frá ofbeld­inu árið 2017 sagði hún aðdrag­and­ann þann að Wein­stein hefði ákaft vilja hitta hana en hún lengi neit­að. Hún hafi að lokum sam­þykkt að koma til fundar í íbúð hans í Soho-hverf­inu í New York. „Það leið ekki á löng­u þar til hann var far­inn að sýna kyn­ferð­is­lega til­burði. Ég sagði „nei, nei, ­nei“ en hann gafst ekki upp,“ sagði Haleyi. „Hann var mjög ákveð­inn og beitt­i lík­am­legum yfir­burð­u­m.“ Hann hafi svo neytt hana til munn­maka.

Tveir liðir ákærunnar á hendur Wein­stein snúa að þessu. Hann er ákærður fyrir kyn­ferð­is­lega mis­neyt­ingu og alvar­legt kyn­ferð­is­brot.

Miram Haleyi, Mimi eins og hún er alltaf kölluð, greindi frá reynslu sinni opinberlega. Hún er önnur þeirra kvenna sem Weinstein er ákærður fyrir að hafa brotið gegn.
EPA

Verj­endur Wein­steins hafa reynt að sýna fram á að kyn­ferð­is­leg sam­skipti þeirra hafi verið með vilja beggja. Þeir hafa til dæm­is­ ­sagt að í kjöl­far fundar þeirra hafi Haleyi sent aðstoð­ar­manni hans skila­boð ­sem „sýni aug­ljós­lega“ að hún vildi halda áfram að hitta hann.  

„Hæ! Var bara að velta fyrir mér hvort það væri komið í ljós hvort að Har­vey hefði tíma til að hitta mig áður en hann fer? X Miri­am.“

X-ið segja verj­end­urnir tákna koss.

Lög­fræð­ingar Haleyi segja hins vegar að verj­endur Wein­steins dragi allt of miklar álykt­anir út frá þessum stuttu skila­boð­um.

Úr smábæ til Los Ang­eles

Hin konan var nafn­greint í fyrsta sinn í síð­ustu viku. Hún­ heitir Jessica Mann og starfar sem hár­greiðslu­meist­ari. Sak­sókn­ar­inn Meg­han Hast sagði í opn­un­ar­ræðu sinni að Wein­stein hefði nauðgað Mann á hót­el­her­berg­i í New York árið 2013. Þá var hún ung og dreymdi um að verða leik­kona.

Mann ólst upp í smábæ í Was­hington-­ríki. Hún hitti Wein­stein í fyrsta sinn í veislu í Los Ang­eles er hún var 25 ára. Þangað hafði hún flutt til að freista gæf­unn­ar. Hann sagði hana eiga fram­tíð­ina fyrir sér í leik­list­inn­i og að hann gæti gefið henni stórt hlut­verk í kvik­mynd. Það var lygi, að sögn sak­sókn­ar­ans.

Mann segir að Wein­stein hafi beitt sig kyn­ferð­is­of­beld­i, ­meðal ann­ars nauðga henni, í þrí­gang á næstu árum.

Verj­endur Wein­steins hafa lýst sam­bandi þeirra sem „ást­rík­u“ og hafa birt skila­boð frá Mann máli sínu til stuðn­ings: „Ég elska þig, ég mun alltaf gera það,“ skrif­aði hún til Wein­steins í febr­úar árið 2017. Þá sagð­ist henni mis­líka að vera ekk­ert annað en hjá­svæfa (e. booty call) og lét broskall ­fylgja þeirri setn­ingu.



Verj­end­urnir gera mikið úr því að kon­urnar tvær, sem og aðrar sem lýst hafa kynnum sínum af Wein­stein, hafi ekki sagt frá ofbeld­in­u strax. Þær hafi jafn­vel ekki gert það fyrr en mörgum árum síð­ar. Þetta sanni að ­sam­skiptin hafi verið með vilja beggja.

Að mati sak­sóknar­anna er þetta einmitt alrangt. Eitt af því ­sem þeir ætla að sanna er að vegna valds síns í kvik­mynda­heim­inum og víðar í sam­fé­lag­inu hafi Wein­stein beint og óbeint haft í hót­unum við kon­urn­ar, haft ­starfs­frama þeirra í höndum sér. Því sé ekki að undra að þær hafi veigrað sér­ við að segja frá. Þeir ætla að sanna slíka mis­neyt­ingu og hvernig hann hafi komið vilja sínum fram við tugi kvenna með kerf­is­bundnum hætti á að minnsta ­kosti þriggja ára­tuga tíma­bili.

Til þess að gera það þurftu þeir að fá leyfi dóm­ar­ans fyr­ir­ því að aðrar konur sem sakað hafa Wein­stein um ofbeldi og áreitni mættu kom­a ­fyrir dóm­inn sem vitni. Leyfið fékkst, þrátt fyrir miklar mót­bár­ur verj­enda­teym­is­ins.

Mann og Haleyi verða því ekki þær einu sem munu tjá sig um ­gjörðir hans. 

Leikkonan Annabella Sciorra mætir til að vera vitni gegn Harvey Weinstein. Hún segir hann hafa nauðgað sér á tíunda áratug síðustu aldar.
EPA

Ein þess­ara kvenna er Sopranos-­leik­konan Anna­bella Sci­orra. Hún segir að Wein­stein hafi nauðgað sér árið 1993. Saga hennar var sú sem hleypti umræð­unni allri af stað er hún birt­ist í New Yor­ker í októ­ber árið 2017. Sci­orra kærði Wein­stein ekki og segir hann hafa haldið áfram að áreita ­sig í mörg ár.

Þessi meintu brot hans gegn henni eru fyrnd en sak­sókn­ar­arnir telja að vitn­is­burður hennar muni sýna brota­mynstrið sem hann ­stund­aði í ára­tugi. Einn verj­enda Wein­steins sagði hins vegar í opn­un­ar­ræð­u sinni í síð­ustu viku að vin­kona leikkon­unn­ar, sem einnig verður kölluð fyr­ir­ ­dóm­inn sem vitni, muni segja frá því að Sci­orra hafi á sínum tíma sagst hafa ­sam­þykkt kyn­mök­in.

Fórn­ar­lambið er Wein­stein

„Herra Wein­stein er hvorki nauð­gari né sér­fræð­ingur í blekk­ing­um,“ sagði einn verj­enda hans, Damon Cher­on­is, við upp­haf rétt­ar­hald­anna. Kon­urnar allar hafi átt í sam­böndum við hann með ýmsum hætt­i til að ná frama. Öll hafi þessi sam­skipti verið með sam­þykki þeirra. Því til­ ­sönn­unar verði lagðir fram tugir tölvu­pósta frá kon­unum sem sýni meðal ann­ars að ­sam­skipti þeirra hafi verið „vin­gjarn­leg“.

Með öðrum orð­um: Wein­stein hafi verið fórn­ar­lambið, ekki þær.

Margar kvenn­anna hafa lýst því að þær hafi ekk­ert aðhaf­st, ekki kært eða sagt frá, þar sem þær ótt­uð­ust afleið­ing­arn­ar. Ótt­uð­ust að verða út­skúf­að­ar, úthróp­að­ar, að þær myndu splundra fjöl­skyldum sín­um, missa vin­i sína og vinn­una.

Leikkonan þekkta Ashley Judd hefur sakað Weinstein um ofbeldi. Hann birti í kjölfarið þessa mynd til að sýna hversu vinsamleg samskipti þeirra hefðu verið.

Har­vey Wein­stein mun ekki eiga sjö dag­ana sæla í bráð. Er rétt­ar­höld­unum í New York lýkur mun hann þurfa að mæta í annan dóms­sal. Dag­inn ­sem rétt­ar­höldin hófust á Man­hattan til­kynntu sak­sókn­arar í Los Ang­eles að hann væri ákærður fyrir að nauðga einni konu og brjóta kyn­ferð­is­lega með öðrum hætti gegn annarri á tveggja daga tíma­bili í borg­inni árið 2013.

„Við teljum að sönn­un­ar­gögn muni sýna að sak­born­ing­ur­inn not­að­i völd sín og áhrif til að ná til fórn­ar­lamba sinna og beita þau svo ofbeld­i,“ ­sagði sak­sókn­ar­inn Jackie Lacey er hún til­kynnti um ákvörð­un­ina aðeins nokkrum ­klukku­stundum eftir að fyrsta degir rétt­ar­hald­anna í New York-­borg lauk.

Skoða fleiri mál valda­mik­illa manna

Lacey setti á fót aðgerða­hóp árið 2017 sem hafði það hlut­verk að fara ofan í saumana á meintum kyn­ferð­is­brotum þekktra og ­valda­mik­illa manna í Los Ang­el­es, mekka kvik­mynda­iðn­að­ar­ins í Banda­ríkj­un­um. Að­gerð­ar­hóp­ur­inn hefur skoðað fjöru­tíu slík mál en aðeins eitt þeirra hefur enn ­sem komið er leitt til ákæru. Mál Har­vey Wein­stein.

Ekki er búist við því að kvik­mynda­fram­leið­and­inn setj­ist sjálf­ur í vitna­stúk­una í rétt­ar­höld­unum í New York. Þau munu að öllum lík­indum standa yfir í tvo mán­uði.

Verði hann sak­felldur gæti hann átt lífs­tíð­ar­fang­els­is­dóm ­yfir höfði sér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar