EPA

Ríkin sem (virðast) hafa náð tökum á útbreiðslunni

Þó að enn sé of snemmt að fullyrða hvaða aðgerðir hafi reynst best í baráttunni gegn útbreiðslu COVID-19 er ljóst að róttækar aðgerðir nokkurra Asíuríkja virðast hafa skilað árangri.

Nýja kór­ónu­veiran ­gerði vart við sig í Hong Kong og Singapúr snemma á árinu. En innan við 200 til­felli hafa nú greinst hjá hvoru rík­inu fyrir sig á meðan tíu sinnum fleiri hafa greinst í Frakk­landi, Þýska­landi og á Spáni, þangað sem veiran barst mun ­síð­ar.

Fyrir þremur vikum höfðu aðeins þrjú til­felli greinst á Ítal­íu. Í dag eru þau yfir 17 þús­und. En í Suð­ur­-Kóreu, þar sem fyrstu til­fellin greindust á svip­uðum tíma, hafa aðeins 67 dáið úr sjúk­dómnum og mun færri greinst með­ veiruna.

„Þessi gríð­ar­legi mis­munur sýnir að það skiptir máli hvern­ig ­stjórn­völd bregð­ast við þess­ari veiru,“ segir far­alds­fræð­ing­ur­inn Mike Ryan, yfir­mað­ur­ ­neyð­ar­mála hjá Alþjóða heil­brigð­is­mála­stofn­un­inni, WHO. „Að vona það besta er ekki áætl­un,“ segir Ryan. „Við erum enn á upp­hafs­stigum þessa far­ald­ur­s.“ 

Það er ekki til­viljun að stjórn­völd í borg­rík­inu Hong Kong ­gripu til mjög rót­tækra aðgerða strax við upp­haf far­ald­urs­ins. Þau vilja ekki end­ur­upp­lifa martröð SAR­S-far­ald­urs­ins árið 2003 var. Um 8.000 manns sýkt­ust þá og 774 létu­st, þar af 299 í Hong Kong.

SAR­S-far­ald­ur­inn lam­aði mörg Asíu­ríki og sum þeirra, m.a. Hong Kong og Singapúr, ákváðu að und­ir­búa sig vel fyrir það sem koma skyldi í fram­tíð­inni. „Í raun getum við litið á SARS sem æfing­u,“ segir Jer­emy Lim, há­skóla­pró­fessor í Singapúr, í við­tali við Time. Í kjöl­farið hafi ýmsum umbót­u­m verið komið á.

Taí­van er einnig í hópi þeirra landa sem þykja hafa brugð­ist hratt og vel við er COVID-19 braust út. Það er þó of snemmt að full­yrða að þær að­ferðir sem Taí­van, Suð­ur­-Kór­ea, Hong Kong og Singapúr beittu hafi verið þær réttu en eins og er virð­ast þær þó hafa skilað þeim árangri að fáir hafa sýkst og fáir lát­ist.

Engu að síður eiga öll þessi ríki rík tengsl við Kína þang­að ­sem upp­tök far­ald­urs­ins eru rak­in. Til þeirra allra er til að mynda beint flug­ frá Wuhan, borg­inni þar sem veiran er fyrst talin hafa smit­ast úr leð­ur­blöku í mann. 

Stór­kost­legar ham­far­ir 

Í þessum ríkjum hefði veiran getað valdið stór­kost­legum ham­för­u­m. Hún lét fyrst á sér kræla að ráði rétt fyrir kín­verska nýárið, á þeim tíma er millj­ónir manna í Asíu eru á ferða­lagi.

Á heims­vísu fjölgar smitum enn á hverjum degi en þeim er farið að fækka dag frá degi í þessum fjórum löndum og fleiri þar eru tald­ir hafa náð bata af veiru­sýk­ing­unni en nú eru veikir af henni.

Lyk­ill­inn að þessum árangri hefur sem fyrr segir falist í mjög rót- og snemmtækum aðgerð­um.

Hitaskanni notaður á flugvelli í Hong Kong.
EPA

Í Taí­van búa 23 millj­ónir manna og strax við upp­haf far­ald­urs­ins í Kína voru allir sem flogið höfðu frá Wuhan rann­sak­að­ir. Í byrj­un ­febr­úar höfðu Taí­van, Hong Kong og Singapúr öll sett á ferða­tak­mark­anir frá­ ­meg­in­landi Kína jafn­vel þótt WHO hefði sagt árangur af slíku tak­mark­að­an. Þessar aðgerðir kost­uðu sitt, ríkin eru öll í miklum við­skiptum við Kína og ­ferða­menn sem þangað koma eru einnig lang­flestir frá Kína.

Sér­stök far­sótta­nefnd, sem komið var á í Taí­van eft­ir S­AR­S-far­ald­ur­inn, vann náið með stjórn­völdum í land­inu frá því að fyrst­u fréttir af nýrri veiru bár­ust. Eftir miðjan jan­úar var búið að virkja við­bragðs­á­ætl­un í 124 liðum sem m.a. fól í sér aukið landamæra­eft­ir­lit og sér­tækar áætl­anir fyr­ir­ ­skóla, vinnu­staði og sjúkra­hús.

Fyr­ir­fram hafði verið búist við því að Taí­van, sem er rétt undan ströndum meg­in­lands Kína, myndi fara illa út úr far­aldr­inum og að þar yrðu smit einna flest í heim­in­um. Sú hefur hins vegar ekki orðið raunin og í dag hafa aðeins greinst þar 50 til­felli.

Ökumenn bifhjóla í hlífðarfatnaði í Tapei, höfuðborg Taívan.
EPA

Ítölsk yfir­völd byrj­uðu á því að taka sýni úr mjög mörgum en ­fækk­uðu svo sýna­tökum umtals­vert svo ekki þyrfti að greina þús­undir sýna. En þetta hefur orðið til þess að Ítalir vita ekki hvað er handan við hornið og hafa núna gripið til aðgerða sem ná til allrar þjóð­ar­inn­ar, um 60 millj­óna ­manna. Þær fela í sér sam­komu­bönn, lok­anir nær allra versl­ana utan apó­teka og mat­vöru­búða sem og lok­anir skóla.

Í Suð­ur­-Kóreu hefur önnur nálgun verið tek­in. Þar hafa ver­ið ­tekin sýni hjá hund­ruðum þús­unda manna og hvert smit er rakið með sömu aðferð­u­m og not­aðar eru við glæpa­rann­sóknir lög­regl­unn­ar.

Far­alds­fræð­ingar segja að þó að sam­an­burð­ur­inn sé ekki ­full­kom­inn bendi margt til þess að umfangs­mikil sýna­taka sé gott tæki í bar­átt­unni gegn útbreiðslu veirunn­ar. Hafi stjórn­völd landa ekki tæki­færi til­ að skima ræki­lega fyrir veirunni þurfi þau að grípa til almennra aðgerða til að hefta útbreiðsl­una, m.a. með því að draga úr sam­neyti fólks.

Meðal fyrstu ríkja 

Borg­ríkið Singapúr, þar sem 5,7 millj­ónir manna búa, þótt­i líkt og Taí­van sér­lega útsett fyrir far­aldr­in­um. Það var þriðja landið í heim­inum þar sem veiran ­greind­ist og um miðjan febr­úar voru til­fellin orðin yfir átta­tíu og hverg­i fleiri utan Kína.

Yfir­völd í S­ingapúr hafa lagt gríð­ar­lega mikið á sig við að skima fyrir veirunni og rekja smit svo eftir hefur verið tek­ið. Strax við upp­haf far­ald­urs­ins var ákveðið að skima meðal allra þeirra sem hefðu flensu­lík ein­kenni. Smitrakn­ingin er lík­a mjög öflug og tekur lög­reglan meðal ann­ars þátt í henni. Stjórn­völd miðl­uðu því svo grimmt til almenn­ings að fara í ókeypis sýna­töku jafn­vel þótt fólk hefð­i að­eins væg flensu­lík ein­kenni. Þá var sá sami hópur hvattur til að vera ekki á al­manna­færi.

Í gær höfð­u ­greinst 178 til­felli COVID-19 í land­inu en ekk­ert dauðs­fall er rakið til sýk­ing­ar­inn­ar. „S­ingapúr hefur velt við öllum stein­um,” sagði Tedros Adhanom Ghebr­eyesus, for­stjóri WHO, er hann hrós­aði stjórn­völdum fyrir árang­ur­inn.

Þar, líkt og í Suð­ur­-Kóreu, hafa stjórn­völd ríkar heim­ildir til að skoða per­sónu­upp­lýs­ingar um ­borg­ar­ana, m.a. kredit­korta­reikn­inga, fjar­skipta­gögn og fleira, allt í nafn­i ­sótt­varna. Fáir gera athuga­semdir enda alvanir afskiptum yfir­valda með þessum hætti. Þá eru brot á sótt­kví tekin mjög alvar­lega og varða háum sektum og ­jafn­vel fang­elsi.

Ekki er endi­lega við­búið að íbúar vest­ur­landa myndu sætta sig við slíkt rof á frið­helg­i einka­lífs­ins. En lík­legt er að sá angi við­bragða yfir­valda sem fellst í skoð­un ým­issa per­sónu­upp­lýs­inga skýri aðeins hluta af þeim árangri sem náðst hefur í bar­átt­unni við far­sótt­ina skæðu.

Fjar­lægð­ar­mörk í Hong Kong

Í borg­rík­inu Hong ­Kong voru við­brögðin hröð en nokkuð önnur en í Singapúr. Þar voru fljótt sett á fjar­lægð­ar­mörk sem fólk átti að halda sem og sam­komu­bönn. Skólum var lokað og mjög margir vinna heima, sé þess nokkur kost­ur. Kirkj­ur, íþrótta­leik­vangar og ­kvik­mynda­hús hafa staðið tóm vikum sam­an. Í Hong Kong hefur aðeins greinst 131 smit.

Hong Kong varð illa úti í SAR­S-far­aldr­inum og fólk er mjög með­vitað um almennt hrein­læti, hand­þvott og aðrar sótt­varn­ir. Árs­tíða­bundna inflú­ensan á meira að segja erfitt ­upp­dráttar þar af þessum sök­um.

Að kom­a skila­boðum til borg­ar­anna með skýrum og yfir­veg­uðum hætti virð­ist líka vera að ­gera sitt. For­sæt­is­ráð­herra Singapúr, Lee Hsien Loong, er nokkuð fær í því. Í byrjun febr­ú­ar, þegar íbúar lands­ins þyrpt­ust í versl­anir til að hamstra mat ­flutti hann ávarp á öllum fjórum tungu­málum rík­is­ins. „Ég vil tala við ykk­ur beint til að útskýra hvar við erum stödd og hvað gæti ger­st,” sagði hann. Svo á­hrifa­mikil voru orð hans að við­skipti í mat­vöru­búðum fóru þegar aftur í eðli­legt horf.

Miklu hættu­legri en inflú­ensa

Aðrir leið­tog­ar ­ríkja heims hafa tekið allt öðru­vísi á málum og jafn­vel gert lítið úr hætt­unn­i ­sem fylgir far­aldr­in­um. Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti skrif­aði m.a. á Twitt­er ­fyrir nokkrum vikum að dauðs­föll af hinni árs­tíða­bundnu inflú­ensu væru fjöl­mörg í land­inu á hverju ári. Það er rétt, en nýja kór­ónu­veiran er hættu­legri. Eng­inn er með ónæmi fyrir henni og ekki er hægt að bólu­setja við­kvæma hópa. Dán­ar­tíðnin hingað til er mun hærri en í venju­legri flensu.

For­set­i ­Suð­ur­-Kóreu hljóp einnig á sig er hann til­kynnti að það versta væri yfir­staðið þegar far­ald­ur­inn átti enn eftir að ná hámarki.

Reynslan kennd­i ­mörgum Asíu­ríkjum að það beri að taka upp­lýs­ingar um yfir­vof­andi far­ald­ur al­var­lega, sér­stak­lega ef um nýja veiru er að ræða. Það skýrir við­búnað þeirra og aðgerð­ir. Stjórn­völd í mörgum Evr­ópu­ríkjum sem og Banda­ríkj­unum höfðu mun ­lengri tíma til að und­ir­búa sig fyrir komu veirunnar en gerðu það þó ekki.

Almenn skimun hafin

Hér á landi er ekki vitað hvort að veiran hafi almennt breiðst út í sam­fé­lag­inu en af þeim sem eru sýktir hafa lang­flestir smit­ast á skíða­svæðum í Ölp­unum eða tengj­ast þeim ­ferða­löng­um. Yfir þús­und manns eru í sótt­kví. Við­brögð íslenskra heil­brigð­is­yf­ir­valda hingað til eru talin hafa skilað góðum árangri en eftir að nokkur til­felli greindust sem ekki er hægt að rekja til áhættu­svæð­anna í Ölp­unum ákvað sótt­varn­ar­læknir að leggja til sam­komu­bann frá og með mið­nætti á morg­un. Það felur í sér að sam­komur fleiri en hund­rað manna eru óheim­il­ar.

Íslensk erfða­grein­ing hefur hafið skimun meðal almenn­ings. Sú rann­sókn á eftir að leiða í ljós hvort að nýja kór­ónu­veiran sem veldur COVID-19 sjúk­dómnum hafi búið um ­sig í sam­fé­lag­inu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar