Ríkið seinkar því að innheimta 22 milljarða til að veita fyrirtækjum svigrúm

Fyrirtæki í landinu fá frest á helmingi tryggingagjalds og staðgreiðslu opinberra gjalda sem voru á gjalddaga í mars. Eindagi þeirra átti að vera á mánudag en verður frestað um mánuð.

Bjarni, Katrín og Sigurður Ingi
Auglýsing

Rík­is­stjórnin afgreiddi á fundi sínum í gær­kvöldi frum­varp Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, sem gerir ráð fyrir því að veita fyr­ir­tækjum í land­inu mán­að­ar­frest á helm­ingi trygg­inga­gjalds og stað­greiðslu opin­berra gjalda sem voru á gjald­daga í mars. Eindagi þeirra gjalda er að óbreyttu á mánu­dag, 16. mars, en verður seinkað fyrir helm­ing þeirrar upp­hæðar sem fyr­ir­tækin í land­inu eiga að greiða til 15. apr­íl.

Gert er ráð fyrir því að þær laga­breyt­ingar sem lagðar eru til með frum­varp­inu hafi í för með sér seinkun á tekjum rík­is­sjóðs upp á 22 millj­arðar króna. 

Frum­varpið verður lagt fyrir á við­bót­ar­þing­fundi sem fram fer í dag vegna aðstæðna í sam­fé­lag­inu og ætti að verða að lögum í kjöl­far­ið,

Í til­kynn­ingu frá fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu segir að meðan greiðslu­frestur varir verði unnið að útfærslu nýrrar leiðar til að tryggja fyr­ir­tækjum í erf­ið­leikum úrræði til greiðslu­dreif­ing­ar. „Til­efni og nauð­syn laga­setn­ing­ar­innar má rekja til sam­þykktar rík­is­stjórn­ar­innar 10. mars, um mark­vissar aðgerðir til að mæta efna­hags­legum áhrifum COVID-19. Aðgerð­irnar miða að því að draga úr tjóni, tryggja að nei­kvæð áhrif á atvinnu­líf og efna­hag vari sem skemmst og skapa aðstæður fyrir öfl­uga við­spyrnu í kjöl­far­ið. Meðal aðgerða sem þar voru kynntar var að veita fyr­ir­tækjum svig­rúm sem lenda í tíma­bundnum rekstr­ar­örð­ug­leikum vegna tekju­falls og er brugð­ist við því með ofan­greindu frum­varpi um frestun gjald­daga.

Auglýsing
Um tíma­bundna og almenna ein­skipt­is­að­gerð er að ræða og því er lagt til að breyt­ingin verði gerð með bráða­birgða­á­kvæðum í lögum um stað­greiðslu opin­berra gjalda og lögum um trygg­inga­gjald.“

Ferða­bannið flýtti við­brögðum



Ljóst er að ferða­bannið sem Don­ald Trump, for­seti Banda­ríkj­anna, setti á í fyrr­inótt, og kemur meðal ann­ars í veg fyrir að far­þegar frá Íslandi geti ferð­ast til Banda­ríkj­anna í 30 daga frá og með mið­nætti í dag, hefur gert það að verkum að rík­is­stjórn Íslands hefur end­ur­metið við­brögð sín við efna­hags­legum afleið­ingum útbreiðslu veirunnar sem veldur COVID-19 sjúk­dómn­um. 



Á þriðju­dag kynnti rík­is­stjórnin alls sjö aðgerðir sem ráð­ast ætti í til að takast á við aðstæð­urn­ar. Ein þeirra var að fresta með ein­hverjum hætti greiðslu opin­berra gjalda, en sú leið var ekki útfærð með neinum hætti á þeim blaða­manna­fundi, né í þeim til­lögum sem birtar voru opin­ber­lega í kjöl­far hans. Nú hefur fyrsta útfærsla þeirra litið dags­ins ljós.

Í þeim pakka voru líka aðgerðir sem þegar höfðu verið kynnt­ar, eins og til­færsla á inn­stæðum Íbúða­lána­sjóðs úr Seðla­banka Íslands og yfir til við­skipta­banka til að auka laust fé innan þeirra.

Þá hafði áður verið greint frá því að aukin kraftur yrði settur í fjár­fest­ingar hins opin­bera og engar nýjar slíkar til­greindar á blaða­manna­fundi rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Þar var hins vegar líka greint frá því að fyr­ir­tækjum sem lenda í tíma­bundnum rekstr­­ar­örð­ug­­leik­um ­vegna tekju­­falls verði veitt svig­­rúm, t.d. með lengri fresti til að standa skil á sköttum og opin­berum gjöld­um og að gistin­átta­skattur verði felldur nið­ur. Hann hefur skilað rúm­lega einum millj­arði króna í tekjum á und­an­förnum árum en fyrir liggur að gistin­átta­skatt­ur­inn, sem er 300 krónur á hverja selda gistinótt, mun hvort eð er skila mun minna í tekjur fyrir rík­is­sjóð ef ferða­menn eru ekki að koma til lands­ins. 

Þá greindi rík­is­stjórnin frá því að hún ætl­aði í mark­aðsá­tak erlendis „þeg­ar að­­stæður skap­­ast til þess að kynna Ísland sem áfanga­­stað, auk átaks til að hvetja til ferða­laga Íslend­inga inn­­an­lands.“

Virkt sam­tal um hvernig bankar eigi að taka á stöðu fyr­ir­tækja sem geta ekki staðið við greiðslur af lánum né almennar rekstr­ar­greiðsl­ur, eins og launa­greiðsl­ur, hefur verið í gangi en engin nið­ur­staða kynnt um hvernig þeim málum verði háttað að öðru leyti en að til standi að reyna að fleyta „líf­væn­legum fyr­ir­tækj­um“ í gegnum þann kúf sem framundan er. 

For­sæt­is­ráð­herra sagði mikla áskorun framundan

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra gaf í gær munn­lega skýrslu um aðgerðir stjórn­valda í efna­hags­málum vegna veiru­far­ald­urs­ins sem nú geisar á Alþingi. Þar sagði hún meðal ann­ars: „Ég vil segja það að mark­viss og traust við­brögð skipta sköpum í aðstæðum eins og við glímum nú við. Aðgerðir stjórn­valda munu miða við að styðja við atvinnu­lífið og fólkið í land­inu, enda er það tengt órjúf­an­legum bönd­um.“ 

Katrín kynnti engar nýjar aðgerðir en fór yfir það sem þegar verið verið lagt á borðið og sagði að mestu máli skipti að aðgerðir stjórn­valda verði mark­viss­ar, rétt­látar og skyn­sam­ar. „Gerum okkur grein fyrir því, við sem hér sitj­um, að íslenskt sam­fé­lag stendur frammi fyrir mik­illi áskor­un. Og það er áskorun sem er mik­il­vægt að við mætum í sam­ein­ingu og leggjum öll okkar að mörkum til að sigr­ast á henni. Þar er hlut­verk okkar allra mik­il­vægt, bæði rík­is­stjórnar en ekki síður þings­ins. Við þurfum öll að sýna for­ystu til þess að við getum tek­ist á við þessa áskorun með sóma­sam­legum hætt­i.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar