Ríkið seinkar því að innheimta 22 milljarða til að veita fyrirtækjum svigrúm

Fyrirtæki í landinu fá frest á helmingi tryggingagjalds og staðgreiðslu opinberra gjalda sem voru á gjalddaga í mars. Eindagi þeirra átti að vera á mánudag en verður frestað um mánuð.

Bjarni, Katrín og Sigurður Ingi
Auglýsing

Ríkisstjórnin afgreiddi á fundi sínum í gærkvöldi frumvarp Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, sem gerir ráð fyrir því að veita fyrirtækjum í landinu mánaðarfrest á helmingi tryggingagjalds og staðgreiðslu opinberra gjalda sem voru á gjalddaga í mars. Eindagi þeirra gjalda er að óbreyttu á mánudag, 16. mars, en verður seinkað fyrir helming þeirrar upphæðar sem fyrirtækin í landinu eiga að greiða til 15. apríl.

Gert er ráð fyrir því að þær lagabreytingar sem lagðar eru til með frumvarpinu hafi í för með sér seinkun á tekjum ríkissjóðs upp á 22 milljarðar króna. 

Frumvarpið verður lagt fyrir á viðbótarþingfundi sem fram fer í dag vegna aðstæðna í samfélaginu og ætti að verða að lögum í kjölfarið,

Í tilkynningu frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu segir að meðan greiðslufrestur varir verði unnið að útfærslu nýrrar leiðar til að tryggja fyrirtækjum í erfiðleikum úrræði til greiðsludreifingar. „Tilefni og nauðsyn lagasetningarinnar má rekja til samþykktar ríkisstjórnarinnar 10. mars, um markvissar aðgerðir til að mæta efnahagslegum áhrifum COVID-19. Aðgerðirnar miða að því að draga úr tjóni, tryggja að neikvæð áhrif á atvinnulíf og efnahag vari sem skemmst og skapa aðstæður fyrir öfluga viðspyrnu í kjölfarið. Meðal aðgerða sem þar voru kynntar var að veita fyrirtækjum svigrúm sem lenda í tímabundnum rekstrarörðugleikum vegna tekjufalls og er brugðist við því með ofangreindu frumvarpi um frestun gjalddaga.

Auglýsing
Um tímabundna og almenna einskiptisaðgerð er að ræða og því er lagt til að breytingin verði gerð með bráðabirgðaákvæðum í lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda og lögum um tryggingagjald.“

Ferðabannið flýtti viðbrögðum


Ljóst er að ferðabannið sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, setti á í fyrrinótt, og kemur meðal annars í veg fyrir að farþegar frá Íslandi geti ferðast til Bandaríkjanna í 30 daga frá og með miðnætti í dag, hefur gert það að verkum að ríkisstjórn Íslands hefur endurmetið viðbrögð sín við efnahagslegum afleiðingum útbreiðslu veirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. 


Á þriðjudag kynnti ríkisstjórnin alls sjö aðgerðir sem ráðast ætti í til að takast á við aðstæðurnar. Ein þeirra var að fresta með einhverjum hætti greiðslu opinberra gjalda, en sú leið var ekki útfærð með neinum hætti á þeim blaðamannafundi, né í þeim tillögum sem birtar voru opinberlega í kjölfar hans. Nú hefur fyrsta útfærsla þeirra litið dagsins ljós.

Í þeim pakka voru líka aðgerðir sem þegar höfðu verið kynntar, eins og tilfærsla á innstæðum Íbúðalánasjóðs úr Seðlabanka Íslands og yfir til viðskiptabanka til að auka laust fé innan þeirra.

Þá hafði áður verið greint frá því að aukin kraftur yrði settur í fjárfestingar hins opinbera og engar nýjar slíkar tilgreindar á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar. Þar var hins vegar líka greint frá því að fyrirtækjum sem lenda í tíma­bundnum rekstr­ar­örð­ug­leik­um ­vegna tekju­falls verði veitt svig­rúm, t.d. með lengri fresti til að standa skil á sköttum og opin­berum gjöld­um og að gistináttaskattur verði felldur niður. Hann hefur skilað rúmlega einum milljarði króna í tekjum á undanförnum árum en fyrir liggur að gistináttaskatturinn, sem er 300 krónur á hverja selda gistinótt, mun hvort eð er skila mun minna í tekjur fyrir ríkissjóð ef ferðamenn eru ekki að koma til landsins. 

Þá greindi ríkisstjórnin frá því að hún ætlaði í mark­aðsátak erlendis „þeg­ar að­stæður skap­ast til þess að kynna Ísland sem áfanga­stað, auk átaks til að hvetja til ferða­laga Íslend­inga inn­an­lands.“

Virkt samtal um hvernig bankar eigi að taka á stöðu fyrirtækja sem geta ekki staðið við greiðslur af lánum né almennar rekstrargreiðslur, eins og launagreiðslur, hefur verið í gangi en engin niðurstaða kynnt um hvernig þeim málum verði háttað að öðru leyti en að til standi að reyna að fleyta „lífvænlegum fyrirtækjum“ í gegnum þann kúf sem framundan er. 

Forsætisráðherra sagði mikla áskorun framundan

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra gaf í gær munnlega skýrslu um aðgerðir stjórnvalda í efnahagsmálum vegna veirufaraldursins sem nú geisar á Alþingi. Þar sagði hún meðal annars: „Ég vil segja það að markviss og traust viðbrögð skipta sköpum í aðstæðum eins og við glímum nú við. Aðgerðir stjórnvalda munu miða við að styðja við atvinnulífið og fólkið í landinu, enda er það tengt órjúfanlegum böndum.“ 

Katrín kynnti engar nýjar aðgerðir en fór yfir það sem þegar verið verið lagt á borðið og sagði að mestu máli skipti að aðgerðir stjórnvalda verði markvissar, réttlátar og skynsamar. „Gerum okkur grein fyrir því, við sem hér sitjum, að íslenskt samfélag stendur frammi fyrir mikilli áskorun. Og það er áskorun sem er mikilvægt að við mætum í sameiningu og leggjum öll okkar að mörkum til að sigrast á henni. Þar er hlutverk okkar allra mikilvægt, bæði ríkisstjórnar en ekki síður þingsins. Við þurfum öll að sýna forystu til þess að við getum tekist á við þessa áskorun með sómasamlegum hætti.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hólmfríður Árnadóttir menntunarfræðingur og Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi skipa 1. og 2. sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi.
Þjórsáin okkar allra
Kjarninn 25. júlí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir ríkisstjórnina ræða málin í þaula og hafa verið í meginatriðum samstíga um aðgerðir í faraldrinum hingað til.
Stjórnmálin falli ekki í þá freistni að gera sóttvarnir að „pólitísku bitbeini“
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir samstöðu í ríkisstjórn um þær hertu aðgerðir sem tóku gildi í dag. Hún segist vilja forðast að sóttvarnir verði að pólitísku bitbeini fyrir kosningar og telur að það muni reyna á stjórnmálin á næstu vikum.
Kjarninn 25. júlí 2021
Steypiregnið ógurlega
Steypiregn er klárlega orðið tíðara og umfangsmeira en áður var. Öll rök hníga að tengingu við hlýnun lofthjúps jarðar. Í tilviki flóðanna í Þýskalandi og víðar hefur landmótun, aukið þéttbýli og minni skilningur samfélaga á eðli vatnsfalla áhrif.
Kjarninn 25. júlí 2021
Ísraelsk stjórnvöld sömdu við lyfjafyrirtækið Pfizer um bóluefni og rannsóknir samhliða bólusetningum.
Alvarlega veikum fjölgar í Ísrael
Það er gjá á milli fjölda smita og fjölda alvarlegra veikra í Ísrael nú miðað við fyrstu bylgju faraldursins. Engu að síður hafa sérfræðingar áhyggjur af þróuninni. Um 60 prósent þjóðarinnar er bólusett.
Kjarninn 25. júlí 2021
Danska smurbrauðið nýtur nú aukinna vinsælda meðal matgæðinga í heimalandinu.
Endurkoma smurbrauðsins
Flestir Íslendingar kannast við danska smurbrauðið, smørrebrød. Eftir að alls kyns skyndibitar komu til sögunnar döluðu vinsældirnar en nú nýtur smurbrauðið sívaxandi vinsælda. Nýir staðir skjóta upp kollinum og þeir gömlu upplifa sannkallaða endurreisn.
Kjarninn 25. júlí 2021
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar