Ríkið seinkar því að innheimta 22 milljarða til að veita fyrirtækjum svigrúm

Fyrirtæki í landinu fá frest á helmingi tryggingagjalds og staðgreiðslu opinberra gjalda sem voru á gjalddaga í mars. Eindagi þeirra átti að vera á mánudag en verður frestað um mánuð.

Bjarni, Katrín og Sigurður Ingi
Auglýsing

Rík­is­stjórnin afgreiddi á fundi sínum í gær­kvöldi frum­varp Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, sem gerir ráð fyrir því að veita fyr­ir­tækjum í land­inu mán­að­ar­frest á helm­ingi trygg­inga­gjalds og stað­greiðslu opin­berra gjalda sem voru á gjald­daga í mars. Eindagi þeirra gjalda er að óbreyttu á mánu­dag, 16. mars, en verður seinkað fyrir helm­ing þeirrar upp­hæðar sem fyr­ir­tækin í land­inu eiga að greiða til 15. apr­íl.

Gert er ráð fyrir því að þær laga­breyt­ingar sem lagðar eru til með frum­varp­inu hafi í för með sér seinkun á tekjum rík­is­sjóðs upp á 22 millj­arðar króna. 

Frum­varpið verður lagt fyrir á við­bót­ar­þing­fundi sem fram fer í dag vegna aðstæðna í sam­fé­lag­inu og ætti að verða að lögum í kjöl­far­ið,

Í til­kynn­ingu frá fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu segir að meðan greiðslu­frestur varir verði unnið að útfærslu nýrrar leiðar til að tryggja fyr­ir­tækjum í erf­ið­leikum úrræði til greiðslu­dreif­ing­ar. „Til­efni og nauð­syn laga­setn­ing­ar­innar má rekja til sam­þykktar rík­is­stjórn­ar­innar 10. mars, um mark­vissar aðgerðir til að mæta efna­hags­legum áhrifum COVID-19. Aðgerð­irnar miða að því að draga úr tjóni, tryggja að nei­kvæð áhrif á atvinnu­líf og efna­hag vari sem skemmst og skapa aðstæður fyrir öfl­uga við­spyrnu í kjöl­far­ið. Meðal aðgerða sem þar voru kynntar var að veita fyr­ir­tækjum svig­rúm sem lenda í tíma­bundnum rekstr­ar­örð­ug­leikum vegna tekju­falls og er brugð­ist við því með ofan­greindu frum­varpi um frestun gjald­daga.

Auglýsing
Um tíma­bundna og almenna ein­skipt­is­að­gerð er að ræða og því er lagt til að breyt­ingin verði gerð með bráða­birgða­á­kvæðum í lögum um stað­greiðslu opin­berra gjalda og lögum um trygg­inga­gjald.“

Ferða­bannið flýtti við­brögðumLjóst er að ferða­bannið sem Don­ald Trump, for­seti Banda­ríkj­anna, setti á í fyrr­inótt, og kemur meðal ann­ars í veg fyrir að far­þegar frá Íslandi geti ferð­ast til Banda­ríkj­anna í 30 daga frá og með mið­nætti í dag, hefur gert það að verkum að rík­is­stjórn Íslands hefur end­ur­metið við­brögð sín við efna­hags­legum afleið­ingum útbreiðslu veirunnar sem veldur COVID-19 sjúk­dómn­um. Á þriðju­dag kynnti rík­is­stjórnin alls sjö aðgerðir sem ráð­ast ætti í til að takast á við aðstæð­urn­ar. Ein þeirra var að fresta með ein­hverjum hætti greiðslu opin­berra gjalda, en sú leið var ekki útfærð með neinum hætti á þeim blaða­manna­fundi, né í þeim til­lögum sem birtar voru opin­ber­lega í kjöl­far hans. Nú hefur fyrsta útfærsla þeirra litið dags­ins ljós.

Í þeim pakka voru líka aðgerðir sem þegar höfðu verið kynnt­ar, eins og til­færsla á inn­stæðum Íbúða­lána­sjóðs úr Seðla­banka Íslands og yfir til við­skipta­banka til að auka laust fé innan þeirra.

Þá hafði áður verið greint frá því að aukin kraftur yrði settur í fjár­fest­ingar hins opin­bera og engar nýjar slíkar til­greindar á blaða­manna­fundi rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Þar var hins vegar líka greint frá því að fyr­ir­tækjum sem lenda í tíma­bundnum rekstr­­ar­örð­ug­­leik­um ­vegna tekju­­falls verði veitt svig­­rúm, t.d. með lengri fresti til að standa skil á sköttum og opin­berum gjöld­um og að gistin­átta­skattur verði felldur nið­ur. Hann hefur skilað rúm­lega einum millj­arði króna í tekjum á und­an­förnum árum en fyrir liggur að gistin­átta­skatt­ur­inn, sem er 300 krónur á hverja selda gistinótt, mun hvort eð er skila mun minna í tekjur fyrir rík­is­sjóð ef ferða­menn eru ekki að koma til lands­ins. 

Þá greindi rík­is­stjórnin frá því að hún ætl­aði í mark­aðsá­tak erlendis „þeg­ar að­­stæður skap­­ast til þess að kynna Ísland sem áfanga­­stað, auk átaks til að hvetja til ferða­laga Íslend­inga inn­­an­lands.“

Virkt sam­tal um hvernig bankar eigi að taka á stöðu fyr­ir­tækja sem geta ekki staðið við greiðslur af lánum né almennar rekstr­ar­greiðsl­ur, eins og launa­greiðsl­ur, hefur verið í gangi en engin nið­ur­staða kynnt um hvernig þeim málum verði háttað að öðru leyti en að til standi að reyna að fleyta „líf­væn­legum fyr­ir­tækj­um“ í gegnum þann kúf sem framundan er. 

For­sæt­is­ráð­herra sagði mikla áskorun framundan

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra gaf í gær munn­lega skýrslu um aðgerðir stjórn­valda í efna­hags­málum vegna veiru­far­ald­urs­ins sem nú geisar á Alþingi. Þar sagði hún meðal ann­ars: „Ég vil segja það að mark­viss og traust við­brögð skipta sköpum í aðstæðum eins og við glímum nú við. Aðgerðir stjórn­valda munu miða við að styðja við atvinnu­lífið og fólkið í land­inu, enda er það tengt órjúf­an­legum bönd­um.“ 

Katrín kynnti engar nýjar aðgerðir en fór yfir það sem þegar verið verið lagt á borðið og sagði að mestu máli skipti að aðgerðir stjórn­valda verði mark­viss­ar, rétt­látar og skyn­sam­ar. „Gerum okkur grein fyrir því, við sem hér sitj­um, að íslenskt sam­fé­lag stendur frammi fyrir mik­illi áskor­un. Og það er áskorun sem er mik­il­vægt að við mætum í sam­ein­ingu og leggjum öll okkar að mörkum til að sigr­ast á henni. Þar er hlut­verk okkar allra mik­il­vægt, bæði rík­is­stjórnar en ekki síður þings­ins. Við þurfum öll að sýna for­ystu til þess að við getum tek­ist á við þessa áskorun með sóma­sam­legum hætt­i.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Björn Gunnar Ólafsson
Uppskrift að verðbólgu
Kjarninn 26. október 2020
Flóttafólk mótmælti í mars á síðasta ári.
Flóttafólk lýsir slæmum aðstæðum í búðunum á Ásbrú
Flóttafólk segir Útlendingastofnun hafa skert réttindi sín og frelsi með sóttvarnaaðgerðum. Stofnunin segir þetta misskilning og að sótt­varna­ráð­staf­anir mæl­ist eðli­lega mis­vel fyrir. Hún geri sitt besta til að leiðrétta allan misskilning.
Kjarninn 26. október 2020
Aðalbygging Háskóla Íslands
Sögulegur fjöldi nemenda í HÍ
Skráðum nemendum í Háskóla Íslands fjölgaði um tæplega 2 þúsund á einu ári. Aldrei hafa jafnmargir verið skráðir við skólann frá stofnun hans.
Kjarninn 26. október 2020
Frystitogarinn Júlíus Geirmundsson. Einnig kallaður Júllinn.
Lögreglurannsókn hafin vegna COVID-smita á frystitogaranum
Ákveðið hefur verið að hefja lögreglurannsókn vegna atburða í kjölfar smitanna á Júlíusi Geirmundssyni. Enginn hefur stöðu sakbornings þessa stundina.
Kjarninn 26. október 2020
Kristbjörn Árnason
Þetta er ekki bara harka og grimmd, heldur sérstök heimska.
Leslistinn 26. október 2020
Heiðar Guðjónsson forstjóri Sýnar
Sýn vill ekki upplýsa um hugsanlega kaupendur farsímainnviða
Fjarskiptafyrirtækið segir að trúnaður ríki yfir samningaviðræðum um kaup á óvirkum farsímainnviðum kerfisins en að frekari upplýsingar verði gefnar fljótlega.
Kjarninn 26. október 2020
Þórður Snær Júlíusson
Þegar samfélagslegt skaðræði skreytir sig með samfélagslegri ábyrgð
Kjarninn 26. október 2020
Arnar Gunnar Hilmarsson, háseti á Júlíusi Geirmundssyni, sagði frá aðbúnaðinum um borð í viðtali við RÚV.
Frásögn hásetans „alveg í takt“ við upplifun annarra háseta
Varaformaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga segist ekki vita hvað yfirvélstjóranum á Júlíusi Geirmundssyni gangi til með því að segja það „bull“ sem hásetarnir upplifðu um borð.
Kjarninn 26. október 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar