EPA

Samkomubönn og félagsforðun virðast skila árangri

Ítalir eru ein elsta þjóð heims. Suður-Kóreumenn er í hópi þeirra yngstu. COVID-19 leggst þyngst á þá sem eldri eru og gæti þetta skýrt mismunandi dánartíðni milli landa. Á Ítalíu virðast dæmin sanna að samkomubönn skili árangri í baráttunni við veiruna.

Sam­komu­bann tók gildi á Íslandi þann 13. mars. Með­ ­sam­komu­banni er átt við skipu­lagða við­burði þar sem fleiri en 100 manns kom­a ­sam­an. Við öll minni manna­mót þarf auk þess að tryggja að nánd milli manna verði yfir tveimur metr­um. Yfir þrjú þús­und manns eru í sótt­kví í heima­húsum um allt land og mega ekki eiga í nánum sam­skiptum við fólk utan heim­il­is­ins.

Þetta eru rót­tækar aðgerð­ir. En þær hafa þegar sýnt gild­i sitt ef horft er til Ítalíu sem er nú miðja far­ald­urs­ins í heim­in­um.

Á ensku er talað um „social distancing“ og átt við að fólk haldi fjar­lægð sín á milli, heils­ist til dæmis ekki með handa­bandi, faðmist eða kyss­ist. Bragi Valdi­mar Skúla­son, íslensku­fræð­ingur og bjart­sýn­is­maður með­ ­meiru, hefur lagt til þrjár þýð­ingar á hug­tak­inu; félags­forð­un, hóp­beygur eða faðm­flótti.

Félags­forðun er nauð­syn­leg nú um stundir vegna þess að COVID-19, ­sjúk­dóm­ur­inn sem nýja kór­ónu­veiran veld­ur, smit­ast á milli ein­stak­linga. Smit­leið er snerti- og dropa­smit, svipað og inflú­ensa. Það þýðir að veiran ­getur dreifst þegar veikur ein­stak­lingur hóstar, hnerrar eða snýtir sér og annar ein­stak­lingur andar að sér drop­um/úða frá þeim veika eða hendur mengast af dropum og við­kom­andi ber þær svo upp að and­liti sínu.

Smitum á Íslandi fjölgar dag frá degi og svoköll­uðum þriðja ­stigs smitum einnig. Þá eru dæmi um smit sem ekki hefur tek­ist að rekja til­ ut­an­ferða ann­ars fólks. Þetta gefur vís­bend­ingu um að hætta sé á að COVID-19 ­geti nú farið að smit­ast hraðar milli fólks en hingað til.

Maður á gangi um götu í ítölsku borginni Napolí.
EPA

En eru félags­forð­un, sam­komu­bann og sótt­kví, að skila ár­angri?

Um miðjan febr­úar var 38 ára karl­maður í smá­bænum Codogno í Norð­ur­-Ítalíu sá fyrsti til að grein­ast með nýju kór­ónu­veiruna í land­in­u. ­Yf­ir­völd á svæð­inu brugð­ust skjótt við og um 50 þús­und manns sem bjuggu í bæn­um og næstu bæjum var sagt að halda sig heima.

Aðgerð­irnar náðu til borg­ar­innar Lodi sem er skammt frá­ ­Mílanó. Þar virð­ast þær hafa skilað góðum árangri því hægt hefur á útbreiðslu veirunn­ar, sér­stak­lega miðað við aðrar borgir og bæi sem gripu til sam­bæri­legra að­gerða en mun síð­ar. Að hægja á útbreiðsl­unni kann að hljóma eins og frestun á vand­an­um. En svo er þó ekki. Þetta er meðal ann­ars nauð­syn­legt til að dreifa á­lagi á heil­brigð­is­kerfi yfir sem lengstan tíma.

Frá 24. febr­úar tók smitum að fjölga hratt á öðrum stöðum á Ítal­íu, m.a. borg­inni Bergamo. Á meðan yfir­völd í Lodi gripu til aðgerða var það ekki raunin í Bergamo. Þar voru engar tak­mark­anir settar – ekki fyrr en tveim­ur vikum síðar er stjórn­völd á Ítalíu ákváðu að ein­angra Lobar­di­a-hérað sem bæð­i Bergamo og Lodi eru inn­an, þann 8. mar­s. 

Vís­inda­menn hafa einnig borið saman dán­ar­tíðni og ald­urs­sam­setn­ingu Ítalíu og Suð­ur­-Kóreu til að sýna fram á að afleið­ing­ar far­ald­urs­ins geti orðið mis­mun­andi milli landa.

Dán­ar­tíðni á Ítalíu vegna veiru­sýk­ing­ar­innar er mjög há og kom það sumum í opna skjöldu. Ítalir eru taldir heilsu­hraustir upp til hópa og ­búa flestir við góð kjör miðað við margar aðrar þjóð­ir. En ítalska þjóðin er ein sú elsta í heimi, 23,3% hennar er yfir 65 ára. Í Kína eru 12% þjóð­ar­inn­ar ­yfir 65 ára.

Þetta bendir til þess að dán­ar­tíðni í löndum þar sem ­með­al­aldur er hár verði meiri en í löndum þar sem hann er lágur enda eru aldr­aðir í einna mestri áhættu að fá alvar­leg ein­kenni COVID-19.

Þá skiptir menn­ing landa einnig máli, til dæmis hvað varð­ar­ ­sam­skipti milli kyn­slóða. Á Ítalíu er hefð fyrir því að kyn­slóð­irnar eigi í nánum sam­skipt­um. Afi og amma búa gjarnan inni á heim­ili barna sinna og ­barna­barna. Við þær aðstæður aukast að mati vís­inda­manna líkur á því að eldri ­borg­arar kom­ist í snert­ingu við sýkta ein­stak­linga.

Ítalir standa á svölunum heima hjá sér og hlusta á nágrannana syngja.
EPA

Við sam­an­burð á far­aldr­inum á Ítalíu ann­ars vegar og í Suð­ur­-Kóreu hins vegar kemur í ljós að flestir þeir sem smit­ast hafa í síð­ar­nefnda rík­inu eru á aldr­inum 20-29 ára. Á Ítalíu hafa fáir á þeim aldri ­greinst en það segir þó alls ekki alla sög­una. Á Ítalíu hefur verið lögð á­hersla á sýna­töku hjá fólki sem sýnir þegar ein­kenni á meðan Suð­ur­-Kóreu­menn hafa tekið mun fleiri sýni og hjá öllum ald­urs­hóp­um.

Rann­sóknir sem þegar hafa verið gerðar á dán­ar­tíðn­i mis­mun­andi landa benda til þess að hún sé minni hjá þjóðum þar sem ­með­al­ald­ur­inn er lág­ur. Suð­ur­-Kórea er í þessum hópi.

Með­al­aldur þjóða hækkar með auk­inni vel­meg­un. Þannig er ­með­al­aldur vest­rænna ríkja mun hærri en þeirra fátæk­ari. Þetta gæti, að sögn ­vís­inda­manna, orðið til þess að draga úr áhrifum far­ald­urs­ins í þeim löndum þar ­sem heil­brigð­is­kerfin eru hvað veiku­st, til dæmis í Afr­íku.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar