EPA

Borgirnar þagna

Margar stórborgir heims virðast nú mannlausar, eru eyðilegar. Það er varla nokkur sála á ferli. Mannlífið er horfið og þó að vorið sé að vakna víða í vesturheimi verður bið á því að við fáum að njóta þess með sama hætti og áður.

Múgur og marg­menni. Mann­mergð. Þröng á þingi. Ys og þys. Krað­ak. Ara­grú­i. Herskari fólks.

Fjöld­inn allur af borgum víðs vegar um heim­inn þykir svo á­huga­verður að þangað þyrp­ast millj­ónir manna ár hvert til þess eins að berja ­dýrð­ina aug­um. Dýrð borg­anna getur tekið á sig ýmsar og ólíkar mynd­ir. Hún­ ­getur falist í frægum lista­söfn­um, stór­kost­legum bygg­ing­um, spræku leik­hús- og tón­list­ar­lífi, fram­andi mat­ar­gerð. Hún getur falist í sög­unni, menn­ing­unn­i, hefð­unum og sið­un­um.

Borg­irnar eru svo margar – svo ólík­ar. Svo hríf­andi – svo lif­andi. En það er fyrst og fremst eitt sem dregur okkur að þeim öll­um: Fólk­ið.

Bros­andi fólk. Hlæj­andi fólk. Syngj­andi fólk. Dans­andi fólk. ­Fólk að vinna. Leiðast, faðmast, kyss­ast. Fólk að elda, borða, drekka. Lifa.

Fólkið er nú farið af göt­unum og torgin eru tóm. Leik­hús­in og söfnin líka. Takt­fast fóta­tak á stein­lögðum stéttum hefur þagn­að. Það er hljótt, eng­inn klið­ur.

Borg­irnar virð­ast mann­laus­ar, eru eyði­leg­ar. Það er var­la nokkur sála á ferli. Mann­lífið er horfið og þó að vorið sé að vakna víða í vest­ur­heimi verður bið á því að við fáum að njóta þess með sama hætti og áður.

En þetta er allt þarna enn þá. Allar glæsi­legu bygg­ing­arn­ar, versl­an­irn­ar, bar­irnir og veit­inga­hús­in, gos­brunn­arn­ir, stytt­urnar og listi­lega ­byggðar brýrn­ar. Allt bíður þetta eftir því að lítil veira með krans um sig miðja missi þrótt­inn og gef­ist upp.

EPA

San Salvador innan um eld­fjöllin

San Salvador er höf­uð­borg Mið-Am­er­íku rík­is­ins El Salvador. Borg­in er nokkuð hátt yfir sjáv­ar­máli og umkringd eld­fjöll­um. Þar var hart barist í borg­ara­styrj­öld­inni á síð­ari hluta 20. aldar en síð­ari ár hefur hún dreg­ið að fjölda ferða­manna og er auk þess menn­ing­ar- og fjár­mála­kjarni lands­ins.

22. mars 2020: Hund­ruð dúfna sitja á Ger­ardo Barri­os-­torg­in­u í  San Salvador. Í El Salvador hefur útgöngu­bann verið sett á.

EPA

Lita­sprengj­an Barcelona

Lofts­lagið er svo blítt í spænsku borg­inni Barcelona. Og ­sand­ur­inn á strönd­unum svo mjúkur og hlýr. Auð­ugt lista­líf og allar þess­ar guð­dóm­lega fögru bygg­ingar láta engan gest ósnort­inn. Skringi­legu húsin hans Gaudí lyfta and­anum og þröngu göt­urnar í gamla mið­bæn­um, þar sem fjöl­mörg veit­inga­hús er að finna, eru eins og leik­mynd í kvik­mynd.

23. mars 2020: Boquer­i­a-­mark­að­ur­inn í Barcelona er mann­laus á tíunda degi alls­herj­ar­lok­unar í borg­inni.

EPA

Lífið í og undir London

London, höf­uð­borg Bret­lands, á sér tvö þús­und ára langa sög­u og for­tíðin er þar næstum því áþreif­an­leg. Áin Thames og brýrnar yfir hana hafa svo oft sést í kvik­myndum og sjón­varps­þáttum að þeir sem heim­sækja London í fyrsta sinn rata næstum því um hana. Lífið er svo ekki síst neð­an­jarð­ar­. ­Lest­ar­kerfi undir göt­unum og öllum sögu­frægu bygg­ing­unum er rúm­lega 400 kíló­metrar að lengd.

23. mars 2020: Fjórar kon­ur, lík­lega ferða­menn, með­ and­lits­grímur fyrir framan Eros-­stytt­una í Piccadilly Circus í London, dag­inn ­fyrir alls­herjar útgöngu­bann. Bar­ir, veit­inga­hús, lík­ams­rækt­ar­stöðvar og fleira er nú lokað og allir eiga að halda sig heima.

EPA

Und­ur Dres­den

Fyrir heims­styrj­öld­ina síð­ari var þýska borgin Dres­den kölluð „skart­gripa­skrín­ið“ því þar var að finna fjöl­skrúð­ugt lista­líf og glæstar bygg­ing­ar. Í loft­árásum stríðs­ins voru margar þeirra jafn­aðar við jörð­u og aðrar skemmd­ust mik­ið. End­ur­bætur stóðu í ára­tugi og ferða­menn koma þangað til­ að skoða sig um og njóta nálægð­ar­innar við Sax­elf­ur, ána sem rennur um ­borg­ina.

22. mars 2020: Hjól­reiða­maður fer yfir Bláa und­rið, brú í Dres­den, að kvöld­lagi. Í Þýska­landi er fleiri en tveimur bann­að að koma saman nema að þeir séu úr sömu fjöl­skyld­unni.

EPA

Fen­eyj­ar: Drottn­ing A­dría­hafs­ins

Allir þekkja nafnið Fen­eyj­ar, borg­ar­innar á Norð­aust­ur-Ítal­íu. Sér­staða hennar er mik­il; hún teygir sig yfir fjölda lít­illa eyja í Fen­eyja­lón­inu og á milli þeirra eru síki. Flestir íbú­arnir ferð­ast milli­ ­borg­ar­hluta með almenn­ings­bátum en ferða­menn fara um borð í gondól­ana sem róið er um síkin og hafa löngum verið ímynd róm­an­tík­ur.

22. mars 2020: Gondól­arnir í Fen­eyjum liggja við bryggj­ur. Vatnið í síkj­unum er að verða tært eftir að ferða­mönnum var meinað að kom­a þangað og það grugg­ast ekki lengur í kjöl­fari smá­bát­anna vin­sælu.

EPA

Man­illa – paradís karókí-­söngv­ar­ans

Höf­uð­borg Asíu­rík­is­ins Fil­ipps­eyja er þekkt fyrir blóm­leg­t næt­ur­líf. Það eru karókí-barir á hverju götu­horni og eng­inn skamm­ast sín fyr­ir­ að stíga þar á stokk. Hún er líka þekkt fyrir miklar umferð­ar­tepp­ur. Það ­vanda­mál er í augna­blik­inu úr sög­unni.

24. mars 2020: Heim­il­is­lausir Fil­ippsey­ingar fá skjól í í­þrótta­húsi í Man­illa. Þingið hefur veitt for­set­anum Rodrigo Duterte enn meiri völd vegna neyð­ar­á­stands­ins sem lýst hefur verið yfir í land­inu.

EPA

Strand­líf og ­menn­ing í Sydney

Það ættu allir að heim­sækja áströlsku stór­borg­ina Sydney að minnsta kosti einu sinni á lífs­leið­inni, segir á mörgum ferða­síðum á net­in­u. Hún er ekki aðeins þekkt fyrir óperu­húsið glæsi­lega og Hafn­ar­brúna sér­stæð­u heldur einnig fyrir fjörugt strand­líf. Eftir skoð­un­ar­ferð um borg­ina er upp­lag­t að setj­ast niður við haf­ið, sóla sig í stund­ar­korn eða fá sér drykk á næsta ­strand­b­ar. Saga Sydney er líka áhuga­verð. Það var þar sem kapteinn Cook kom að landi og land­nám Breta í Ástr­alíu hófst.

22. mars 2020: Bond­i-­ströndin í Sydney er alla jafna þak­in ­sól­dýrk­endum á þessum árs­tíma. Þangað koma líka margir til að baða sig í heit­u­m ­sjón­um, ganga eða skokka. Strönd­inni hefur nú verið lokað og ýmis sam­komu­bönn ­tekið gildi.

EPA

Fram­sýn­in við völd í Curitiba

Curitiba í suð­ur­hluta Bras­ilíu er meðal ann­ars kunn fyr­ir­ ein­stakt borg­ar­skipu­lag þar sem áhersla er lögð á græn svæði. Þar var mið­bæn­um strax á sjötta ára­tugnum breytt í göngu­göt­ur. Borg­ar­yf­ir­völd voru líka á und­an­ sinni sam­tíð þegar kom að end­ur­vinnslu og að hlúa að heim­il­is­laus­um.

21. mars 2020: Prestur í Curitiba predikar yfir­ ­myndum af safn­að­ar­börnum sín­um. Hann hvatti þau til að vera heima en að senda ­sér myndir í tölvu­pósti. Nú þegar hefur hann fengið yfir 170 þús­und mynd­ir.

EPA

París er ­borg ást­ar­innar

París þarf vart að kynna. Íslend­ingar fara þar í þús­unda­tali ár hvert til að njóta menn­ing­ar, lista og hinnar þekktu frönsku mat­ar­gerð­ar­. París hefur löngum verið kölluð borg ást­ar­innar og við Eif­fel-­turn­inn fagra eru ­bón­orð (alla jafna) borin fram dag­lega.

23. mars 2020: Maður með plast­poka fyrir vit­unum glugg­a­r í bók við Eif­fel-­turn­inn í Par­ís. Í Frakk­landi hafa útgöngu­bönn verið sett á.

EPA

Los Ang­el­es er borg engla og drauma

Hún er kannski ekk­ert sér­stak­lega spenn­andi þegar kemur að ­ar­kítektúr en hin sól­ríka Los Ang­eles bætir það upp með ýmsum öðrum hætt­i. ­Tísku­versl­anir í löngum röðum á hverri götu höfða til sum­ra, ríkra manna hverfin til ann­arra en strend­urnar til flestra. Los Ang­el­es, borg englanna, er einnig oft kölluð borg draumanna enda er þar mekka kvik­mynda­iðn­að­ar­ins í Banda­ríkj­unum að finna, sjálfa Hollywood.

21. mars 2020: Lítil umferð er á götum bíla­borg­ar­innar Los Ang­eles eftir að rík­is­stjór­inn fyr­ir­skip­aði borg­ar­búum að halda sig heima.

EPA

Útsýnið í Lissa­bon

Lissa­bon, höf­uð­borg Portú­gals, er stundum kölluð San Francisco Evr­ópu. Það þarf þó ekk­ert að tengja hana við aðra borg, hún er ­sér­stök á sinn eigin hátt. Hún er hafn­ar­borg og teygir byggðin sig upp í hæð­ir allt í kring. Veit­inga­húsin eru þekkt fyrir ein­staka sjáv­ar­rétti og verð­lag­ið er lágt miðað við aðrar evr­ópskar borg­ir. Lissa­bon er ein af þessum full­komn­u ­borgum til að njóta menn­ing­ar, fara í göngu­ferðir og slappa af á strönd­inni – allt í einni og sömu ferð­inni.

22. mars 2020: Bráða­birgða­sjúkra­húsi komið upp í Portú­gal. ­Neyð­ar­á­standi hefur verið lýst yfir í land­inu.

EPA

Katmandú við rætur Himala­ja-fjalla

Katmandú, höf­uð­borg Nepals, er í um 1.300 metra yfir sjáv­ar­máli. Hún er þó engu að síður í dal að nepölskum mæli­kvarða því allt umhverfis hana rísa Himala­ja-­fjöll­in. Borgin er þekkt fyrir líf­legar og lit­skrúð­ug­ar ­trú­ar­sam­kom­ur. Margar bygg­ingar hennar eyðilögð­ust í jarð­skjálft­anum mikla árið 2015 en unnið hefur verið að end­ur­bót­um.

23. mars 2020: Maður gengur um ann­ars tómar götur Katmandú. ­Neyð­ar­á­stand ríkir og allt er lokað í að minnsta kosti sjö daga.

EPA

Bleiku kirsu­berja­trén í Tókýó

Tókýó er höf­uð­borg Jap­ans. Hún er ekki aðeins áhuga­verð ­fyrir áhuga­fólk um tækni og vís­indi heldur einnig þá sem unna feg­urð ­nátt­úr­unn­ar. Kirsu­berja­trén með sínum fögru blómum draga margan ferða­mann­inn að á vor­in. Þau eru ekki lengi í blóma, aðeins í um viku ár hvert.

22. mars 2020: Par lyftir barni sínu upp að blóm­strandi kirsu­berjatrján­um í Tókýó. Yfir­völd hafa hvatt gesti til að draga úr skoð­ana­ferðum í hópum að trjánum fögru sem eru einmitt núna í miklum blóma. Vor­boð­inn ljúfi í austri.

EPA

New York, ­New York

New York er suðu­pottur fjöl­menn­ing­ar. Hvað sem þig langar að ­borða, hvað sem þig langar að sjá – New York mun ekki valda þér von­brigð­um. Hverf­in fimm, sem öll hafa sín sér­kenni, eru hvert útaf fyrir sig heim­sókn­ar­inn­ar virði. Skýja­kljúfarnir gnæfa hátt til him­ins á Man­hattan og bygg­ingar sem áður­ voru þær hæstu í heimi, Emp­ire State og Chyrsler-­bygg­ing­in, virð­ast lágreist­ar í sam­an­burð­in­um.

23. mars 2020: Hjól­reiða­maður hjólar yfir Time Squ­are í New York. Allri starf­semi í borg­inni hefur verið hætt nema þeirri sem tel­st brýn. Borgin er nú miðja far­ald­urs­ins í Banda­ríkj­un­um.

EPA

Sól­skins­borg­in Ma­drid

Veðrið er gott í Madrid, höf­uð­borg Spán­ar, allt árið um kring. Hún er spænsk í gegn og þangað fara ferða­menn til að kynn­ast hinni „raun­veru­leg­u“ ­spænsku menn­ingu. Mat­ar­gerð er þar í hávegum höfð og bygg­ingar frá 15. öld bjóða ­upp á ferða­lag aftur í tím­ann. Og aftur að veðr­inu: Madrid er sól­rík­asta borg ­Evr­ópu, þar skín sú gula í yfir 300 daga á ári.

23. mars 2020: Starfs­maður hjúkr­un­ar­heim­ilis í Madrid gægist út á milli glugga­tjald­anna. Spán­verjar mega ekki fara út af heim­ilum sínum nema að brýna nauð­syn beri til.

EPA

Gest­risnin í Róm

Róm á Ítalíu er líkt og París í hugum margra sér­lega ­róm­an­tísk borg. Hún er ein sú elsta í Evr­ópu enda var hún í þús­undir ára mið­punktur heims­velda hvers tíma. Sagan, list­irn­ar, arkítekt­úr­inn. Allt þetta lokkar for­vitið fólk til sín. En það gera íbúar Rómar líka enda hafa kann­an­ir ­sýnt að þeir eru meðal gest­risn­ustu borg­ar­búa Evr­ópu.

23. mars 2020: Mann­laus mið­bær Rómar á Ítal­íu. Lög­reglu- og her­menn standa vörð um útgöngu­bönn sem sett hafa verið á. Ítalir eiga að halda ­sig heima og flest er lokað utan mat­vöru­versl­ana og apó­teka.

EPA

Mumbai er ­borg draumanna

Ind­verska borgin Mumbai er ein sú þétt­býlasta í heimi. Járn­braut­in ­sem um hana liggur flytur alla jafna fleiri far­þega á hvern kíló­metra en all­ar aðrar járn­brautir í heim­in­um. Ferða­menn heim­sækja Mumbai meðal ann­ars til að verða vitni að hinni gríð­ar­legu mann­mergð, þar sem ilmur af krydd­uðum mat og hróp og köll sölu­manna renna saman í stór­kost­lega upp­lif­un. En í henni fær ­nátt­úran líka að njóta sín og í Sanjay Gand­hi-­þjóð­garð­inum fyllir blóma­angan og ­fugla­söngur loft­ið. Þar búa líka tígris­dýr.

23. mars 2020: Íbúar fjöl­býl­is­húss í Mumbai klappa og berja í potta og pönnur á svölum sín­um. For­sæt­is­ráð­herr­ann bað fólk að halda sig al­farið heima og þakka heil­brigð­is­starfs­fólki fyrir vel unnin störf klukk­an fimm síð­degis alla daga með þessum hætti.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiErlent