EPA

Persónuleg barátta Boris Johnson við kórónuveiruna

Samstarfsmenn Boris Johnson sögðu hann „kátan“, aðeins hafa „væg einkenni“ og áfram „stýra landinu“ jafnvel eftir að hann var lagður inn á sjúkrahús í byrjun vikunnar. Johnson er nú á gjörgæslu og fær súrefni til að hjálpa honum að ná andanum.

Kvíði vakn­aði meðal Breta er fréttir bár­ust af því í byrj­un viku að for­sæt­is­ráð­herr­ann Boris John­son hefði verið lagður inn á gjör­gæslu­deild, alvar­lega veikur af COVID-19. Hvort sem fólk hafði kosið hann eða ekki var flestum illa brugð­ið.

Það er eðli­legt. Þó að John­son sé umdeildur stjórn­mála­maður er hann sá sem hefur það hlut­verk að leiða þjóð­ina á erf­iðum tímum í heims­far­aldri. Hann er sá sem völdin hefur og þarf að taka erf­iðar og flóknar ákvarð­anir sem hafa áhrif á dag­legt líf allra sam­borgar­anna. Hann er leið­tog­inn, í for­yst­u, ­sterkur og hraustur – stoð almenn­ings og stytta.

En stríð hans gegn veirunni er nú orðið mjög per­sónu­leg­t. Þegar hann veikt­ist alvar­lega rann ákveð­inn sann­leikur loks upp fyrir mörg­um: Við erum öll á sama báti. Veiran spyr hvorki um stétt né stöð­u. 

Auglýsing

Annað olli svo sumum kvíða. Hver átti að leysa hann af? Í­halds­flokkur Boris John­son var kos­inn til valda einmitt út af Boris John­son. Hans per­sónu, hans stefnu.

Ekki hafa allir verið á eitt sáttir um við­brögð John­sons við far­aldr­inum. Í fyrsta lagi þótti hann taka seint við sér. Í öðru lagi ollu skila­boð hans rugl­ingi og stundum ótta. Það gerð­ist t.d. þegar hann sagði í sjón­varps­við­tali í byrjun mars að „ein kenn­ing­in“ væri sú að „kannski ætti fólk að bjóða veirunni vang­ann“ – leyfa far­aldr­inum að hafa sinn gang og „fara um ­sam­fé­lagið án þess að grípa til margra strangra aðgerða“.

Fjöl­miðlar gripu orð hans á lofti, töl­uðu við far­alds­fræð­inga sem sögðu að til að ná hjarð­ó­næmi þyrfti jafn­vel sex­tíu pró­sent ­þjóð­ar­innar að smit­ast. Og þegar það hlut­fall komst í umræð­una voru margir fljót­ir að reikna út mögu­lega dán­ar­tíðni.

Blaða­manna­full­trúi for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins við­ur­kennd­i ­sól­ar­hring eftir við­talið við John­son að orða­lag hans hefði verið óheppi­legt. Í kjöl­farið var ákveðið að boða dag­lega til blaða­manna­funda þar sem farið var ít­ar­lega í gegnum aðgerðir stjórn­valda vegna far­ald­urs­ins.

Frétt um að Boris Johnson hefði verið lagður inn á sjúkrahús og síðar á gjörgæslu gerði marga Breta órólega.
EPA

Yfir­völd hófu að taka sýni af miklum móð þó að fljótt færi ­sýna­takan í þann far­veg að rann­saka aðeins þá sem veik­astir voru. Við­kvæm­ir hópar voru hvattir til að halda sig heima sem og þeir sem sýndu ein­hver flensu­lík ein­kenni.

Smám saman voru aðgerðir hertar til að reyna að hefta út­breiðsl­una. 24. mars ávarp­aði John­son þjóð sína alvar­legur í bragði: „Ég verð að gefa bresku þjóð­inni mjög ein­faldar leið­bein­ing­ar: Héðan í frá verðið þið að halda ykkur heima“. Hann und­ir­strik­aði nauð­syn aðgerð­anna með því að segja að ef ekki tæk­ist að hefta útbreiðslu far­ald­urs­ins og að margir myndu veikj­ast „mun heil­brigð­is­kerfið ekki ráða við álagið – sem þýðir að fleiri gætu lát­ist, ekki að­eins vegna kór­ónu­veirunnar heldur ann­arra sjúk­dóma“.

Aðeins nokkrum dögum síð­ar, föstu­dag­inn 27. mars, greind­i John­son frá því á Twitter að hann hefði greinst með veiruna. Hann sagð­ist ver­a í ein­angrun á heim­ili sínu að Down­ingstræti 10. Ráð­herr­ann sagð­ist hfa fund­ið ­fyrir vægum ein­kennum dag­inn áður og því hafa verið ráð­lagt að fara í sýna­töku. Ein­kennin væru enn væg; þurr hósti og hiti. Og hann ítrek­aði í þessu sögu­lega ávarpi sínu að hann myndi halda áfram að sinna emb­ætt­is­skyldum sín­um, hann væri á­fram leið­togi bresku þjóð­ar­inn­ar. 

Dag­inn eft­ir, laug­ar­dag­inn 28. mars, sagði við­skipta­ráð­herrann A­lok Sharma við fjöl­miðla: „Ég vil að það sé alveg á hreinu að ­for­sæt­is­ráð­herr­ann er með lítil ein­kenni, hann er algjör­lega að stjórn­a að­gerð­u­m.“

Mánu­dag­inn 30. mars hélt John­son rík­is­stjórn­ar­fund í gegn­um fjar­fund­ar­bún­að. Fjöl­miðlar höfðu eftir heim­ildum að hann hefði hóstað mikið á fund­inum og átt erfitt með að tala lengi í einu.

John­son birti þann 1. apríl önnur skila­boð til þjóðar sinn­ar á Twitter og hvatti alla til að vera heima. Þó að hann væri veikur væri hann í sam­bandi við sitt fólk í rík­is­stjórn­inni. „Ég er þess full­viss að við mun­um ­sigr­ast á þessu sam­an,“ sagði hann.

Fimmtu­dag­ur­inn 2. apríl rann upp og fjöl­miðlar spurðu áfram út í heilsu for­sæt­is­ráð­herr­ans. Enn voru svörin þau að hann væri með væg ein­kenni. John­son birt­ist svo síð­degis í dyrum Down­ingstrætis 10 og klapp­að­i heil­brigð­is­starfs­fólki lof í lofa. Margir tóku eftir því að hann virt­ist þjáð­ur­ og þrótt­laus. Til stóð að ein­angrun hans lyki dag­inn eft­ir.

Á föstu­deg­in­um, 3. apr­íl, var hins vegar ljóst að John­son yrði að vera áfram í ein­angrun enda var hann með hita. Í skila­boðum á Twitt­er ­sagð­ist hann hafa það betra en að sam­kvæmt ráð­legg­ingum lækna yrði hann áfram í ein­angr­un. Áfram sagð­ist hann sinna skyldum sín­um. Síð­degis leiddi hann fjar­fund ráð­herra og emb­ætt­is­manna um við­brögð við far­aldr­in­um.

Dag­inn eftir greindi kona hans, Carrie Symonds, frá því að hún væri með ein­kenni COVID-19 en á bata­vegi. Symonds er ófrísk. Sama dag ­greindu fjöl­miðlar frá því að John­son „neit­aði að hætta að vinna“ og að hann hefði því ekki fengið næga hvíld frá því að hann veikt­ist.

Sunnu­dag­inn 5. apríl sagði Matt Hancock heil­brigð­is­ráð­herra að John­son hefði það ágætt. „Við höfum talað við hann alla daga, nokkrum sinn­um á dag. Hann er í góðum hönd­um. En hann er enn með hita. Hann er að vinna. Hann er kát­ur.“

Um kvöldið flutti Elísa­bet drottn­ing sjón­varps­ávarp. Hún­ ræddi um börn og aðskilnað fólks á tímum veirunnar og lauk ávarpi sínu á því að ­segja: „Við munum hitt­ast á ný“. 

Bretar vörp­uðu önd­inni létt­ar, hvatn­ing­ar­orð hennar hittu í mark. Drottn­ingin sem man tím­ana tvenna, virt­ist bjart­sýn.

En drottn­ingin hafði varla fyrr sleppt orð­inu en til­kynn­ing barst frá for­sæt­is­ráðu­neyt­inu: Boris John­son hafði verið lagður inn á sjúkra­hús þar sem ein­kenni hefðu verið við­var­andi frá því að hann greind­ist með COVID-19 ­tíu dögum fyrr.

Blaða­full­trúi for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins sagði dag­inn eft­ir, mánu­dag­inn 6. apr­íl, að John­son væri kátur og að hann væri enn að vinna úr ­sjúkra­rúm­inu. Spurður hvort að ráð­herr­ann væri með lungna­bólgu var svar­ið: Ef á­stand hans breyt­ist munum við segja frá því.

Í tísti sem birt­ist á Twitt­er-­reikn­ingi John­sons síð­deg­is kom fram að hann væri enn með ein­kenni „og ég er í sam­bandi við teymið mitt og við berj­umst áfram gegn veirunni og að tryggja öryggi allra“.

Utan­rík­is­ráð­herr­ann Dom­inic Raab sagði á blaða­manna­fundi að John­son stjórn­aði enn land­inu. Hann við­ur­kenndi þó að hann hefði ekki talað við ­for­sæt­is­ráð­herr­ann í tvo daga.

Um kvöldið kom til­kynn­ing frá ráðu­neyt­inu: Ástand John­sons hafði versnað og að því hafi hann verið fluttur á gjör­gæslu­deild. Dom­inic Raab tæki við hluta emb­ætt­is­verka hans tíma­bund­ið.

Í gær kom fram að John­son væri ekki í önd­un­ar­vél en þyrfti á súr­efni að halda. Í morgun var hann enn á gjör­gæslu­deild.

Íhalds­flokkur John­sons hafði í síð­ustu viku notið auk­ins fylgis í skoð­ana­könn­unum – á pari við það fylgi sem flokk­ur­inn naut í tíð Marg­aret Thatcher í Falklandseyja­stríð­in­u. 

Utanríkisráðherrann Dominic Raab hefur nú tekið við mörgum af embættisskyldum Boris Johnson.
EPA

Sjúk­lingar eru lagðir inn á gjör­gæslu þegar ástand þeirra er al­var­legt. Eins og nafnið ber með sér er algjört og stöðugt eft­ir­lit með þeim ­sjúk­lingum sem þar þurfa að dvelja. Sjúk­lingar gætu þurft á súr­efni að halda, líkt og John­son er nú sagður fá, en einnig getur að því komið að fólk sé sett í önd­un­ar­vél. Að jafna sig eftir gjör­gæslu­með­ferð tekur tíma. Dag­inn sem fólk ­gengur þaðan út er það ekki stál­slegið heldur þarf mögu­lega á end­ur­hæf­ingu að halda. Að ná upp fullu starfs­þreki getur tekið marga mán­uði.

COVID-19 leggst þungt á önd­un­ar­færi fólks svo það getur átt erfitt með að ná and­an­um. Þó að aldr­aðir séu taldir í einna mestri hættu á að veikj­ast alvar­lega af sjúk­dómnum eru dæmi um að ungt fólk geri það lík­a. John­son er 55 ára. Ekki er vitað hvar hann smit­að­ist.

Auglýsing

Bretar hafa ekki heyrt rödd John­sons í nokkra daga. Í stað­inn hefur Dom­inic Raab sem leysir hann af, komið fram fyrir hönd rík­is­stjórn­ar­inn­ar í fjöl­miðl­um. Almenn­ingur í Bret­landi þekkir hann lít­ið. Hann hefur ekki enn ­tekið að fullu við valda­taumun­um. Hann mun ekki hitta drottn­ing­una, líkt og ­siður er að for­sæt­is­ráð­herrar geri reglu­lega, og hann hefur ekki vald til að ráða og reka ráð­herra, svo dæmi séu tek­in. 

Á blaða­manna­fundi í gær sagð­ist Raab ­trúa því að John­son muni snúa aftur til starfa innan skamms. „Ef eitt­hvað má ­full­yrða um Boris John­son þá er það að hann er bar­áttu­jaxl.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar