EPA

Takmörkunum aflétt þótt Evrópa sé enn „í auga stormsins“

Búið er að dusta rykið af hillum bókabúða í Róm. Barnsraddir óma aftur í skólahúsum Danmerkur. Skref í átt að „venjulegu lífi“ hafa verið tekin í Evrópu. Svæðisstjóri WHO í álfunni segir næstu vikur tvísýnar. „Eitt er víst að þrátt fyrir vorveður stöndum við enn í auga stormsins.“

Hægt og bít­andi eru mörg ríki heims að létta af tak­mörk­un­um á sam­komum fólks. Bóka­búðir hafa verið opn­aðar á Ítalíu og börnin eru aft­ur ­mætt í skól­ann í Dan­mörku. Feta þessi ríki þar með í fót­spor yfir­valda í Wuhan – borg­inni þar sem kór­ónu­veiran á upp­runa sinn. Á sama tíma hvetur Alþjóða heil­brigð­is­mála­stofn­unin (WHO) til ítr­ustu var­kárni og segir að „hið ver­sta“ sé enn framund­an.

Framundan eru óvissu­tímar, eins og Víðir Reyn­is­son yfir­lög­reglu­þjónn hjá rík­is­lög­reglu­stjóra, hefur sagt. Það sem stjórn­völd reyna nú, hér heima og er­lend­is, er að finna jafn­vægi á milli þess að vernda líf fólks og lifi­brauð þess.

Það gæti reynst þrautin þyngri og þegar hafa lönd sem aflétt hafa tak­mörk­unum stigið skrefin til baka. Önn­ur, sem héldu sig hafa náð góð­u­m ­tökum á far­aldr­inum án mik­illa tak­markana, hafa orðið að skipta um kúrs þeg­ar önnur bylgja hefur skollið á af afli.

Auglýsing

WHO varar stjórn­völd við því að slaka á tak­mörk­unum nema að hafa ­styrkt stoðir heil­brigð­is­kerfa landa sinna því aflétt­ing gæti orðið til þess að far­ald­ur­inn blossi upp að nýju. Því verði að losa um tökin smám sam­an­. ­Sam­komu­bönn og félags­forðun hafa reynst árang­urs­rík tæki og fólk verður að búa ­sig undir breyttan lífs­stíl á meðan haldið verður aftur af útbreiðslu veirunn­ar, ­sagði Takeshi Kasai, einn umdæm­is­stjóra WHO, á blaða­manna­fundi sem fram fór á net­inu í morg­un. „Þar til bólu­efni finnst verða aðferðir til að aðlagast far­aldr­inum hinn nýi veru­leik­i.“

En hvaða leiðir eru ríki heims að fara til að kom­a ­sam­fé­lögum í samt horf? Leið­irnar eru nokkuð mis­jafnar en þó virð­ast þær flestar miða að því að aflétta tak­mörk­unum hægar en þær voru settar á.

Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, hefur boðað afléttingu takmarkana í skrefum í landinu.
EPA

For­sæt­is­ráð­herra Nýja-­Sjá­lands, Jacinda Ardern, greindi frá­ því í gær að í næstu viku verður við­bún­aður vegna veirunnar færður niður um eitt stig. Það hefur í för með sér að skólar verða opn­aðir á ný, sum fyr­ir­tæki ­geta hafið starf­semi og veit­inga­hús sömu­leiðis en þó aðeins í heim­send­ingu.

Á Ind­landi hefur alls­herjar sam­komu­bann verið fram­lengt til­ 3. maí. En í gær var því aflétt að hluta og gátu starfs­menn í ákveðnum atvinnu­grein­um farið aftur til vinnu, s.s. í land­bún­aði og bygg­ing­ar­iðn­aði. Við þessar grein­ar ­starfa millj­ónir fátæk­ustu íbúa Ind­lands.

Minni versl­anir voru opn­aðar á ný í Þýska­landi í gær. Þá hefst skóla­starf smám saman frá 4. maí. Enn mega ekki fleiri en tveir hittast (utan fólks af sama heim­ili) og ákveðið hefur verið að íþrótta- og tón­leika­hús verði lokuð til 31. ágúst. Þjóð­verjar hafa hafið umfangs­miklar mótefna­mæl­ing­ar til að reyna að kom­ast að því hversu útbreidd veiran raun­veru­lega var í sam­fé­lag­inu. Þegar þær nið­ur­stöður liggja fyrir verða ákvarð­anir um fram­hald­ið ­tekn­ar. 

Bókaunnendur í Þýskalandi hafa glaðst við opnun bókabúða þar í landi.
EPA

Stjórn­völd á Ítalíu voru þau fyrstu í Evr­ópu til að grípa til harðra aðgerða enda varð norð­ur­hluti lands­ins snemma illa úti í far­aldr­in­um. Í gær mátti opna bóka­búðir í Róm á ný eftir tveggja mán­aða alls­herjar lokun í land­inu. Félags­forðun margs­konar er enn í gildi, fólk skal enn halda fjar­lægð frá næsta manni og aðeins sex manns mega dvelja sam­tím­is­ inni í hverri búð. Ekki verður gengið mikið lengra að sinni og flestar aðr­ar að­gerðir hafa verið fram­lengdar til maíloka. Yfir­völd ætla að fylgj­ast vel með­ hvernig tekst til í bóka­búð­unum áður en tak­mörk­unum á öðrum þáttum sam­fé­lags­ins verður aflétt í skrefum á næstu vik­um.

Á Spáni er starfs­mönnum verk­smiðja og í bygg­ing­ar­geir­anum nú heim­ilt að sækja vinnu á nýjan leik en þó aðeins í iðn­að­ar­hverf­um. Aðr­ar ­tak­mark­anir verða áfram í gildi til 9. maí. Spænsk börn hafa ekki getað far­ið út að leika sér vikum saman en þann 27. apríl er stefnt að breyt­ingu þar á og þeim verður leyft að fara út en þó aðeins í stuttan tíma í senn.

Um miðjan apríl voru leik- og grunn­skólar opn­aðir á ný í D­an­mörku. Fimm vikur eru síðan gripið var þar til harðra aðgerða sem m.a. þýdd­i að nudd­stof­ur, hár­greiðslu­stofur og fleiri fyr­ir­tæki sem veita þjón­ustu í mik­illi nánd var lok­að. Þessi fyr­ir­tæki geta nú opnað dyr sínar á ný fyr­ir­ kúnn­um.

Á gangi með grímu í Napolí.
EPA

Leik­skólar opn­uðu í Nor­egi í byrjun vik­unnar en börnin þurfa að vera í litlum hóp­um. Von­ast er til að aðrir skólar verði opn­aðir í sum­ar­byrj­un. Hár­greiðslu­stofum var öllum lokað í Nor­egi en um næstu mán­aða­mót er stefnt að opnun þeirra.

Í Gana hefur þriggja vikna útgöngu­banni verið aflétt á t­veimur svæð­um, m.a. í nágrenni höf­uð­borg­ar­innar Accra. Í Aust­ur-­Kongó er smá­m ­saman verið að aflétta lok­unum og munu bankar, stór­mark­aðir og sendi­ráð í höf­uð­borg­inni Kins­hasa vænt­an­lega verða opnuð í þess­ari viku.  

Í Suð­ur­-Kóreu, þar sem gripið var snemma til stífra ­tak­markana, stendur til að aflétta sam­komu­banni á stöðum á borð við kirkjur og bari. Félags­forðun skal þó stunda í að minnsta kosti tvær vikur til við­bót­ar. 

Líf og lifi­brauð

Vís­inda­menn eru ekki á einu máli um hvernig sé best að ber­a ­sig að. Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir hefur bent á að engin „ein upp­skrift“ sé til. Sumir vilja halda hörðum aðgerðum áfram um hríð svo að hraðar verð­i hægt að aflétta þeim þegar það verður tíma­bært.

Hjá stjórn­mála­mönnum vega efna­hags­legu áhrifin hins vegar þung­t. Í Evr­ópu er því spáð að atvinnu­leysi muni tvö­fald­ast og tugir millj­óna starfa í álf­unni eru í hættu. Stjórn­völdum í Frakk­landi og Bret­landi þykir enn ekki ­tíma­bært að aflétta tak­mörk­unum á sam­komum fólks og hafa slíkt ekki á stefnu­skránni í bráð.

Forsætisráðherra Danmerkur spjallar við börn á fyrsta degi skólahalds eftir margra vikna samkomubann.
EPA

Þjóð­verjar þykja hafa sýnt gott for­dæmi í aðgerðum sín­um. Þeir hafa, líkt og Íslend­ing­ar, tekið fjöl­mörg sýni, rakið smit og ein­angr­að ­sýkta. Og nú telja þeir tíma­bært að vinda ofan af aðgerðum sín­um. Ang­ela Merkel kansl­ari hvetur þó til ítr­ustu var­úð­ar. „Það væri synd og skömm ef við færum beint aftur á byrj­un­ar­reit,“ sagði hún á blaða­manna­fundi nýverið. „Við meg­um ekki verða kæru­laus og skapa falska örygg­is­til­finn­ingu. Við erum ekki enn kom­in á hápunkt far­ald­urs­ins.“

Tedros Adhanom Ghebr­eyesus, fram­kvæmda­stjóri WHO, sagði í gær að „hið ver­sta“ væri enn framund­an. „Við skulum koma í veg fyrir hörm­ung­ar. Þetta er veira sem margt fólk skilur ekki enn.“

Svæð­is­stjóri WHO í Evr­ópu, Hans Henri P. Klu­ge, segir að næstu vikur verði tví­sýnar í álf­unni. „Áhrif þess­arar veiru hafa sett skugga á allt okkar líf. [...] Eitt er víst að þrátt fyrir vor­veður stöndum við enn í auga storms­ins.“

Auglýsing

Hann segir að far­ald­ur­inn eigi enn eftir að láta finna fyr­ir­ ­sér af fullum þunga í nokkrum Evr­ópu­lönd­um. Á sama tíma fari smitum fækk­andi í öðr­um. Í öllum þeim er þó hætta á að veiran breið­ist út á nýjan leik. „Það er bráð­nauð­syn­legt að við sofnum ekki á verð­in­um. En aðgerðir á borð við ­sam­komu­bönn hafa áhrif á líf fólks og lífs­við­ur­væri. Fólk spyr skilj­an­lega: Hversu lengi til við­bótar þurfum við að halda þetta út? Stjórn­völd og heil­brigð­is­yf­ir­völd verða að finna út hvenær og undir hvaða kring­um­stæðum við ­getum með öruggum hætti aflétt aðgerðum í skref­um.“

Enga töfra­lausn sé að finna. „Leiðin framundan er óviss og flók­in. [...] Hegðun hvers og eins okkar mun að lokum ákveða hegðun veirunn­ar. Það mun þurfa þraut­seigju og þol­in­mæði til, það er ekki hægt að stytta sér leið að eðli­legu ástand­i.“

Tattústofur hafa verið opnaðar á ný í Þýskalandi.
EPA

Þegar komi að aflétt­ing­unni verði ákveðin skil­yrði að ver­a til stað­ar, m.a. þau að sjúkra­hús séu fær um sinna sínu hlut­verki við að ­greina, ein­angra og sinna sjúk­um, að smit­hættu á öldr­un­ar­heim­ilum og á al­manna­færi sé haldið í lág­marki og að vinnu­staðir geti gætt að sótt­vörnum s.s. ­með því að halda fjar­lægð fólks á milli.

„Mitt helsta ráð sem toppar allt ann­að? Ef þú getur ekki ­tryggt að þessi skil­yrði séu til stað­ar: Áður en slakað verður á tak­mörk­unum – vin­sam­lega end­ur­skoð­aðu hug þinn.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar