EPA

Vorið er komið víst á ný

Þeir belgja sig út, fullir tilhlökkunar. Ýfa svo á sér fjaðrirnar og syngja gleðibrag. Blómin stinga sér upp úr moldinni, springa út og svelgja í sig sólargeislana. Vorið ber með sér væntingar og þrá.

Náttúran á norðurhveli jarðar er að vakna eftir vetrarblund. Fjölskrúðug flóra milli fjalla og fjöru kastar gráleitum ham sínum og hjúpar landslagið líflegum litum. Fuglar sitja á greinum trjánna og syngja sinn fegursta söng.

Það er komið vor á ný.

EPA

Á hlaupum

Dhauladhar-fjallgarðurinn á Indlandi er hluti af Himalaya-fjöllunum. Þar er Hanuman Tibb hæsti tindurinn, tæplega 6.000 metra hár.
EPA

Í sólbaði

Tveir otrar njóta sólarinnar á grænu almenningssvæði í miðborg Mílan á Ítalíu. Þeir hættu sér þangað þar sem fáir menn voru á ferli.

EPA

Á vappi

Gæsahópur á vappi á þýska verndarsvæðinu Wagbachniederung. Svæðið er mikilvægt varpland fugla en þar koma þeir einnig við á leið til annarra varpsvæða í Evrópu.

EPA

Um sólina og vorið

Blábrystingur syngur hástöfum á fuglaverndarsvæðinu í Wagbachniederung. Blábrystingur er af þrastaætt og á því fjarskylda ættingja hér á Íslandi.

EPA

Bleikur ofurmáni

Storkar spóka sig í skini bleiks ofurmána í Norður-Makedóníu. Árið 2020 er ríkt af ofurmánum og þetta er sá þriðji frá áramótum. Þá er tunglið nær jörðu en venjulega og virðist því stærra og bjartara. 

EPA

Í blóma

Kirsuberjatrén í þýsku borginni Bonn standa nú í miklum blóma. Fegurðin er aðeins tímabundin því trén missa blóm sín á aðeins nokkrum dögum. 

EPA

Stígur dans

Bandaríska ballerínan Abby Thomson dansar undir blómstrandi kirsuberjatrjám í Washington-borg. Kirsuberjatrén eru myndræn með eindæmum. 

Auglýsing

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiErlent