EPA

Vorið er komið víst á ný

Þeir belgja sig út, fullir tilhlökkunar. Ýfa svo á sér fjaðrirnar og syngja gleðibrag. Blómin stinga sér upp úr moldinni, springa út og svelgja í sig sólargeislana. Vorið ber með sér væntingar og þrá.

Nátt­úran á norð­ur­hveli jarðar er að vakna eftir vetr­ar­blund. ­Fjöl­skrúðug flóra milli fjalla og fjöru kastar grá­leitum ham sínum og hjúpar lands­lagið líf­legum lit­um. Fuglar sitja á greinum trjánna og syngja sinn ­feg­ursta söng.

Það er komið vor á ný.

EPA

Á hlaupum

D­haulad­har-fjall­garð­ur­inn á Ind­landi er hluti af Himala­ya-­fjöll­un­um. Þar er Hanuman Tibb hæsti tind­ur­inn, tæp­lega 6.000 metra hár.
EPA

Í sól­baði

Tveir otrar njóta sól­ar­innar á grænu almenn­ings­svæði í mið­borg Mílan á Ítal­íu. Þeir hættu sér þangað þar sem fáir menn voru á ferli.

EPA

Á vappi

Gæsa­hópur á vappi á þýska vernd­ar­svæð­inu Wag­bachnieder­ung. ­Svæðið er mik­il­vægt varp­land fugla en þar koma þeir einnig við á leið til­ ann­arra varp­svæða í Evr­ópu.

EPA

Um sól­ina og vorið

Blá­bryst­ingur syngur hástöfum á fugla­vernd­ar­svæð­inu í Wag­bachnieder­ung. Blá­bryst­ingur er af þrasta­ætt og á því fjar­skylda ætt­ingja hér á Íslandi.

EPA

Bleikur ofur­máni

Storkar spóka sig í skini bleiks ofur­mána í Norð­ur­-Ma­kedón­íu. Árið 2020 er ríkt af ofur­mánum og þetta er sá þriðji frá­ ára­mót­um. Þá er tunglið nær jörðu en venju­lega og virð­ist því stærra og ­bjart­ara. 

EPA

Í blóma

Kirsu­berja­trén í þýsku borg­inni Bonn standa nú í miklu­m blóma. Feg­urðin er aðeins tíma­bundin því trén missa blóm sín á aðeins nokkrum ­dög­um. 

EPA

Stígur dans

Banda­ríska ball­er­ínan Abby Thom­son dansar undir blóm­strand­i kirsu­berjatrjám í Was­hington-­borg. Kirsu­berja­trén eru mynd­ræn með ein­dæm­um. 

Auglýsing

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiErlent