EPA

Hryllingurinn á hjúkrunarheimilunum

Það er undirmannað. Varnarbúnaður er af skornum skammti eða einfaldlega ekki fyrir hendi. Heimsóknarbanni hefur verið komið á til verndar íbúunum en það þýðir einnig að umheimurinn fær lítið að vita hvað gengur á innandyra.

Þegar sjúkra­lið­inn Deborah mætti til vinnu á hjúkr­un­ar­heim­ilið Parker Jewish Institute í New York í lok mars var hún kvíð­in. Hún vissi að til­fellum COVID-19 í borg­inni og rík­inu öllu hefði fjölgað hratt og að rík­is­stjór­inn Andrew Cuomo hafði varað við því að hið versta væri enn eft­ir. Hann hafði einnig varað við því að hlífð­ar­bún­aður væri af skornum skammti og að hætta væri á að heil­brigð­is­starfs­fólk eins og hún sjálf myndi smit­ast af veirunni.

En Deborah gat þó ekki ímyndað sér hversu slæmt ástandið á hjúkr­un­ar­heim­il­inu var orðið í raun og veru. Sam­starfs­fólk hennar hafði klætt sig í rusla­poka þar sem engir hlífð­ar­gallar voru til og höfðu ekki nauð­syn­leg­ar grímur fyrir vit­un­um. Á heim­il­inu dvelja meðal ann­ars gyð­ingar sem flúðu hel­för­ina í Evr­ópu. Málið hefur því vakið mikla athygli í sam­fé­lagi gyð­inga um allan heim.

Smit höfðu komið upp meðal íbú­anna, m.a. vegna þess að ­sjúk­lingar af sjúkra­húsum höfðu verið fluttir þang­að, og margir starfs­menn smit­uð­ust í kjöl­far­ið. Ein­hver varn­ar­bún­aður var útveg­að­ur, m.a. hanskar og grím­ur, en ekk­ert í lík­ingu við það sem þurfti til. Smit­uðum hélt áfram að ­fjölga næstu vik­urn­ar. Og dauðs­föll­unum sömu­leið­is. Í fyrra­dag höfðu 53 lát­ist vegna COVID-19. 

Auglýsing

Hinn átak­an­legi veru­leiki sem íbúar og starfs­menn á Par­ker-hjúkr­un­ar­heim­il­inu búa við er ekk­ert eins­dæmi. Þetta ástand ríkir einnig á öðrum heim­ilum í Banda­ríkj­un­um, Bret­landi, Kana­da, á Spáni,  Ítalíu og víð­ar.

Bresk stjórn­völd hafa nú ákveðið að birta dag­lega tölur um ­fjölda lát­inna á öldr­un­ar­heim­ilum í land­inu eftir að ljóst var að hún var kom­in yfir 4.300 og neyð­ar­á­stand skap­ast á slíkum heim­ilum í Wales og á Englandi. Ýmis­legt bendir til að far­ald­ur­inn hafi fellt mun fleiri í Bret­landi en opin­berar töl­ur ­sýna, sér­stak­lega í hópi íbúa öldr­un­ar­heim­ila.

„Þetta var hrylli­leg­t,“ segir hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sem ­starfar á stærsta hjúkr­un­ar­heim­ili New Jersey, eftir að lög­reglan fann sautján lík í geymslu á heim­il­inu stuttu eftir páska. Heim­ilið er einka­rekið og þar býr aldrað fólk, sumt heila­bilað eða með geð­sjúk­dóma.  Hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur­inn lýsir því að hafa þurft að flytja sjúka milli her­bergja og deilda án varn­ar­bún­að­ar. Ekki var gætt að al­mennu hrein­læti held­ur.

Eftir að lög­reglan kom með birgðir af hlífð­ar­fatn­aði var ­starfs­fólki til­kynnt að ekki væri til nóg fyrir alla. Og and­lits­grím­urnar varð það að þvo og nota aftur og aft­ur. Hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur­inn smit­að­ist svo sjálf­ur af COVID-19 eins og margir sam­starfs­menn hans.

Starfsmaður á hjúkrunarheimili á Spáni að störfum er faraldurinn stóð sem hæst þar í landi.
EPA

Á hjúkr­un­ar­heim­ili í Brook­lyn í New York var ástandið orð­ið ­svart þegar í byrjun apr­íl. For­stjóri heim­il­is­ins sendi út neyð­ar­kall: „Það eru ­meira en fimm­tíu sjúk­lingar hér á víð og dreif um bygg­ing­una og við höfum nær engan varn­ar­bún­að,“ skrif­aði hann til borg­ar­yf­ir­valda. „Við getum engan veg­inn komið í veg fyrir útbreiðslu við þessar aðstæð­ur.“

Það er óljóst hversu margir hafa dáið á hjúkr­un­ar­heim­ilum í Banda­ríkj­unum vegna COVID-19. Slíkum tölum er ekki haldið mið­lægt saman enn sem komið er og borg­irnar og ríkin gefa þær heldur ekki alltaf út. Yfir tíu þús­und í­búar og starfs­menn á öldr­un­ar­heim­ilum hafa lát­ist í þeim 23 ríkjum sem gefa slík­ar ­upp­lýs­ing­ar. Í dag hafa að minnsta kosti 3.500 íbúar öldr­un­ar­heim­ila í New York-­ríki einu saman dáið vegna sjúk­dóms­ins. 

Hryll­ings­sögur hafa einnig komið frá hjúkr­un­ar­heim­ilum í Kanada. Á einu slíku í Montr­eal lét­ust yfir þrjá­tíu á nokkrum vik­um. Flest ­starfs­fólkið hætti að mæta í vinn­una og gamla fólkið fékk hvorki vott né þurrt og varð að gera þarfir sínar í rúm­ið. Nokkrir höfðu dottið fram úr rúmum sín­um og ein­hverjir dáið án þess að líkin væru fjar­lægð. „Það sem gerð­ist á Res­idence Her­ron er aug­ljóst dæmi um allt sem er að þegar kemur að umönnun aldr­aðra,“ ­segir Moira Dav­is, dóttir manns sem lést á heim­il­in­u. 

Íbúi á hjúkrunarheimili í Tékklandi fylgist með starfsmanni út um gluggann.
EPA

Hjúkr­un­ar­heim­ili eru ekki sjúkra­hús. Starfs­fólkið þar er ekki þjálfað í að bregð­ast við óvæntum atburðum á borð við far­ald­ur. Þar eru ekki gjör­gæslu­deildir og önd­un­ar­vél­ar. Þegar far­sótt geisar þurfa heim­ilin utan­að­kom­and­i að­stoð og aðföng – og leið­bein­ingar um nauð­syn­legt verk­lag.

„Það er búið að banna heim­sóknir sem verndar [íbú­ana] en kemur einnig í veg fyrir að umheim­ur­inn kom­ist að því hvað er í gang­i,“ skrif­að­i Andrew Stein, fyrr­ver­andi borg­ar­ráðs­full­trúi í New York, í Wall Street Journal í gær um ástandið á öldr­un­ar­heim­ilum í Banda­ríkj­un­um. Stein barð­ist ötul­lega ­fyrir laga­breyt­ingu á átt­unda ára­tugnum sem átti að tryggja betri umönnun og ­skylda þá sem ráku heim­ilin til að greiða í sam­eig­in­lega sjóði til að mæta á­föllum af ýmsu tagi.

Hann segir að stjórn­völdum hafi yfir­sést sá stór­kost­leg­i vandi sem fyr­ir­séð var að gæti komið upp á hjúkr­un­ar­heim­il­um. Vandi þeirra hafi verið mik­ill fyr­ir. Þar sé und­ir­mannað og sótt­vörnum almennt ekki sinnt eins og ­þyrfti. Veik­leik­arnir komi svo skýrt í ljós í far­aldr­inum sem nú geis­ar. „Það er tíma­bært að fram­kvæma rann­sóknir og setja á strang­ari lög­gjöf til að tryggja að­stæður aldr­aðra þeirra síð­ustu ævi­ár.“

Auglýsing

Fljót­lega eftir að far­aldur COVID-19 braust út í Kína var ­ljóst að hann lagð­ist þyngst á eldra fólk og þá sem hefðu und­ir­liggj­and­i ­sjúk­dóma. „Og það var ljóst öllum þeim sem þekkja til banda­rískra hjúkr­un­ar­heim­ila að þessar stofn­anir gætu ekki verndað skjól­stæð­inga sína,“ ­skrifar Ric­hard Mollot, for­stöðu­maður frjálsu félaga­sam­tak­anna Long Term Care Comm­unity Coa­lition, í New York Times.

Sam­tök hans vinna að því með marg­vís­legri fræðslu og vit­und­ar­vakn­ingu að bæta lífs­gæði og umönnun aldr­aðra. Stein segir að banda­rísku hjúkr­un­ar­heim­ilin bjóði hætt­unni heim, ekki aðeins sé mikil hætta á því að í­bú­arnir veik­ist af COVID-19 heldur einnig að þeir verði van­ræktir vegna á­stands­ins. Sýk­ing­ar­hætta sé mikil á mörgum heim­il­anna, þar deyi um 380 þús­und í­búar árlega vegna sýk­inga. Rann­sóknir hafi sýnt að hrein­læti sé þar oft á­bóta­vant.

Sífellt fleiri heim­ili séu einka­rekin og þó að tals­menn þeirra haldi öðru fram skýrist fjölg­unin af því að rekst­ur­inn, sem byggir m.a. á fram­lögum úr sam­eig­in­legum sjóð­um, er arð­bær. Stein bendir að lokum á að þótt heim­ilin fái fé frá hinu opin­bera beri þeim ekki skylda til að nýta það til­ inn­kaupa á hlífð­ar­fatn­aði fyrir starfs­fólkið eða til að ráða fleira fólk. „Far­ald­ur er nátt­úru­afl sem ekki er hægt að koma í veg fyr­ir. En eftir van­rækslu á hjúkr­un­ar­heim­ilum til margra ára eru millj­ónir íbúar þeirra óvarðir gegn far­aldr­in­um. Hægt hefði verið að kom­ast hjá mörgum dauðs­föll­um. Mörgum manns­lífum hefð­i verið hægt að bjarga ef við hefðum kraf­ist meira af þessum fyr­ir­tækjum og þeim ­sem setja þeim regl­ur.“

Það segir sýna sögu um ástandið á öldr­un­ar­heim­ilum í Banda­ríkj­unum að rík­is­stjóri New York varð að gefa út sér­staka til­skipun um að ­stjórn­endur slíkra stofn­ana ættu skil­yrð­is­laust að láta ætt­ingja vita ef aldr­aðir ást­vinir þeirra grein­ast með COVID-19. Þá skal líka láta ætt­ingja vita ef ást­vin­ur­inn deyr. Aðstoð­ar­maður hans sagði til­skip­un­ina nauð­syn­lega því ekki hefði verið farið að til­mælum um þessa upp­lýs­inga­gjöf.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiErlent