Nýr aðgerðapakki í farvatninu

Líklegt er að aðgerðir sem beint verður að ferðaþjónustunni verði lagðar fyrir ríkisstjórnarfund. Samtök ferðaþjónustunnar segja fjöldagjaldþrot blasa við greininni og að fyrirtæki ráði ekki við að greiða fullan uppsagnarfrest.

Síðasti aðgerðapakki stjórnvalda, sem var kynntur fyrir tæpri viku, olli atvinnulífinu klárlega vonbrigðum miðað við það sem hagsmunasamtök þess hafa sagt í umsögnum um hann.
Síðasti aðgerðapakki stjórnvalda, sem var kynntur fyrir tæpri viku, olli atvinnulífinu klárlega vonbrigðum miðað við það sem hagsmunasamtök þess hafa sagt í umsögnum um hann.
Auglýsing

Til stendur að leggja fyrir frek­ari efna­hags­að­gerðir fyrir rík­is­stjórn­ar­fund á þriðju­dags­morg­un. Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans verðum þeim sér­stak­lega beint að fyr­ir­tækjum innan ferða­þjón­ust­unnar sem hafa orðið fyrir algjöru tekju­falli. Mörg þeirra eru föst í þeirri stöðu að geta vart haldið áfram að greiða 25 pró­sent laun starfs­manna sinna sem eru á hluta­bóta­leið­inni, né sagt þeim upp vegna þess að fyr­ir­tækin eiga ekki eigið fé til að borga upp­sagn­ar­frest. Flestir við­mæl­endur Kjarn­ans segj­ast vissir um að hluta­bóta­leiðin verði fram­lengd með ein­hverjum breyt­ing­um. 

Annar aðgerða­pakk­inn rík­is­stjórn­ar­inn­ar, sem kynntur var í síð­ustu viku, þótti heilt yfir valda miklum von­brigð­um. Umfang hans er að sögn ráða­manna um 60 millj­arðar króna en uppi­staðan í því er fyr­ir­greiðsla í formi stuðn­ings­lána og frest­unar á skatt­greiðslum af hagn­aði sem gagn­ast helst mjög litlum fyr­ir­tækjum með litla veltu, svoköll­uðum örfyr­ir­tækj­u­m. 

Auglýsing
Fyrir liggur að Icelandair Group, stærsta ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæki á Íslandi, mun greina frá fjölda­upp­sögnum hjá sér á morg­un. Búist er við því að þús­undir starfs­manna félags­ins, sem voru rúm­lega 4.700 að með­al­tali á síð­asta ári, muni missa vinn­una. Mikið hefur verið kallað eftir því að ríkið stigi inn og aðstoði Icelandair Group með beinum hætti, meðal ann­ars af stjórn­ar­and­stöð­unni. Óli Björn Kára­­son, for­­maður efna­hags- og við­­skipta­­nefndar Alþing­is, sagði við Morg­un­blaðið í morgun að það væri skyn­­sam­­legt að íslenska ríkið taki þátt í að fjár­­­magna upp­­sagn­­ar­frest starfs­­manna Icelandair Group. 

Segja fjölda­gjald­þrot nær óum­flýj­an­leg

Sam­tök ferða­þjón­ust­unnar (SAF) skil­uðu inn umsögn um síð­asta aðgerða­pakka sem birt var á mánu­dag. Þar segir að hluta­bóta­leiðin muni ekki duga fyr­ir­tækjum í ferða­þjón­ustu sem standi frammi fyrir algjöru tekju­fall­i. 

­Fyr­ir­tækin eigi við mjög alvar­legan lausa­fjár­vanda að stríða og ljós sé að þau geta ekki greitt starfs­fólki jafn­vel hluta launa um margra mán­aða skeið. „Af sömu orsökum er ljóst að fyr­ir­tækin ráða ekki við að greiða starfs­fólki fullan upp­sagn­ar­frest eins og til­gangur laga um hluta­bóta­leið­ina gerir ráð fyrir og félags­mála­ráð­herra og VMST hafa nýverið árétt­að. Áfram­hald­andi áhersla á hluta­bóta­leið­ina sem lausn á vanda ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tækja mun því gera það að verkum að lausafé þrýtur og fjölda­gjald­þrot í grein­inni verða nær óum­flýj­an­leg.“

SAF leggja því þunga áherslu á að aðgerðir stjórn­valda komi til móts við þessa stöðu hið fyrsta á þann hátt að losa fyr­ir­tækin undan þeirri skyldu að greiða starfs­fólki upp­sagn­ar­frest. „Með þeim hætti má leysa bráða­vanda fyr­ir­tækj­anna vegna launa­kostn­aðar og skapa svig­rúm til að vinna að lausnum varð­andi annan kostnað fyr­ir­tækja, s.s. fast­eigna­gjöld og -skatta, kostnað vegna fjár­fest­inga, við­halds bún­aðar o.fl.“ 

Ekki eins og skopp­ara­bolti sem skoppar strax aftur upp

Í umsögn­inni segir að Ísland sé ein­stakur áfanga­staður og mik­il­vægt sé að þegar þjóðir hætta að vera upp­teknar við sótt­varnir og að bjarga manns­lífum verði fyr­ir­tækin til­búin að þjón­usta erlenda ferða­menn. „Það verður ekki gert ef aðgerðir stjórn­valda verða til þess fallnar að keyra fyr­ir­tækin í gjald­þrot. Rétt er að vekja athygli á að flest fyr­ir­tæki í ferða­þjón­ustu, eins og í atvinnu­lífi lands­manna almennt, eru einka­fyr­ir­tæki eða einka­hluta­fé­lög þar sem eig­endur eru að mestu sjálfir í ábyrgð.“ 

Auglýsing
Á und­an­förnum árum hafi byggst upp mikil þekk­ing og reynsla í þessum fyr­ir­tækjum og eig­endur hafi gjarnan bæði lagt hagnað úr rekstri til fjár­fest­inga og lagt eigin eignir að veði. „Eins og gefur að skilja er mikil hætta á að ekki aðeins fjár­hags­leg verð­mæti fari for­görðum heldur jafn­framt mik­il­væg þekk­ing og reynsla sem er aug­ljós fram­tíð­ar­á­vinn­ingur ef vel er að málum stað­ið. Fjölda­gjald­þrot er engin lausn. Stjórn­endur og eig­endur ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæka eru ekki eins og skopp­ara­bolti sem skoppar strax upp aftur eftir að hafa farið niður heldur munu almenn gjald­þrot ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tækja hamla veru­lega upp­bygg­ingu í grein­inni á ný, jafn­vel um ára­bil.“

Kalla eftir þol­in­móðu fjár­magni til langs tíma

SAF kallar því eftir að aðgerðir stjórn­valda tryggi sem hrað­asta efna­hags­lega upp­bygg­ingu og verð­mæta­sköpun til að tak­marka sam­fé­lags­legan kostnað til lengri tíma. „Skýrasta leiðin til þess er að tryggja að ferða­þjón­usta verði til sem heild­stæð atvinnu­grein en ekki aðeins fyr­ir­tæki á stangli í kjöl­far fjölda­gjald­þrota. Einnig er þörf á að þær taki mið af þeim aðgerðum sem helstu sam­keppn­is­lönd Íslands eru að grípa til að styrkja sam­keppn­is­stöðu atvinnu­grein­ar­innar þegar hag­kerfi heims­ins taka við sér á ný. 

SAF leggja hér áherslu á að atvinnu­greinin er í kapp­hlaupi við tím­ann. Greinin þarf þol­in­mótt fjár­magn til langs tíma til að leggj­ast í var til lengri tíma svo fyr­ir­tækin verði til­búin að hefja starf­semi á ný og skapa verð­mæti fyrir sam­fé­lagið strax og tæki­færi gefst til.“Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Orri Páll Jóhannesson er nýr þingflokksformaður Vinstri grænna.
Orri Páll þingflokksformaður Vinstri grænna
Orri Páll Jóhannsson var í dag valinn þingflokksformaður Vinstri grænna. Bjarni Jónsson verður ritari þingflokksins.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
„Umhverfismálin eiga að vera alls staðar“
Katrín Jakobsdóttir segist horfa á boðaða stækkun Vatnajökulsþjóðgarðar sem áfanga í átt að þjóðgarði á borð við hálendisþjóðgarðinn, sem bakkað er með í nýja stjórnarsáttmálanum. Kjarninn ræddi umhverfismál við Katrínu í gær.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Bólusetningarvottorð gildi aðeins í níu mánuði
Stjórn Evrópusambandsins hefur lagt til að bólusetningarvottorð gildi í níu mánuði í stað tólf. Örvunarskammtur framlengi svo gildistímann.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Íslenska heilbrigðiskerfið: Áskoranir og framtíðin
Kjarninn 29. nóvember 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson er nýr ráðherra umhverfis-, loftslags- og orkumála. Landvernd segir að það verði erfitt að gæta hagsmuna náttúrunnar og fara með orkumálin á sama tíma.
Landvernd segir „stríðsyfirlýsingu“ að finna í stjórnarsáttmálanum
Stjórn Landverndar gagnrýnir áform ríkisstjórnarinnar um breytta rammaáætlun, sérstök vindorkulög og flutning orkumála inn í umhverfisráðuneytið, í yfirlýsingu í dag.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Róbert Marshall upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.
Innsláttarvilla í Stjórnartíðindum hafði engin lögformleg áhrif
Guðlaugur Þór Þórðarson verður ekki ráðherra lista og menningarmála auk þess að fara með umhverfismál í nýrri ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Innsláttarvilla á vef Stjórnartíðinda gaf ranglega til kynna að svo yrði, en hún hafði engin lögformleg áhrif.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Á meðal þeirra geira sem þurfa á mörgum starfsmönnum að halda er byggingageirinn.
18 þúsund störf töpuðust í faraldrinum en 16.700 ný hafa orðið til
Seðlabankinn segir óvíst að hve miklu leyti ráðningarsamböndum sem byggjast á ráðningarstyrkjum verði viðhaldið, en þeir renna flestir út nú undir lok árs. Kannanir bendi þó til þess að störfum muni halda áfram að fjölga.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir.
Fjölmiðlar undir atvinnuvegaráðuneyti og þjóðarleikvangar færast til
Miklar tilfærslur eru á málaflokkum milli ráðuneyta í nýrri ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Samkvæmt forsetaúrskurði heyrir fjölmiðlar undir atvinnuvegaráðuneytið og nýtt ráðuneyti fer með málefni þjóðarleikvanga.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar