Mynd: EPA

Íþróttirnar eygja endurkomu

Þeir sem skipuleggja íþróttamót eru ekki í öfundsverðu hlutverki þessa dagana. Misjafnt er á milli landa hvenær leyfilegt verður að setja íþróttastarf aftur af stað, samhliða tilslökunum á samkomubönnum. Fjárhagslegir hagsmunir eru gríðarlega miklir.

Íþrótta­starf hefur legið nær algjör­lega niðri um heim allan frá því að heims­far­aldur kór­ónu­veirunnar fór að breið­ast hratt út í byrjun mars. Þó með örfáum und­an­tekn­ingn­um, því enn er verið að stunda hóp­í­þróttir í löndum á borð við Hvíta-Rúss­land og Túrk­menistan, þar sem leið­togar hafa farið á skjön við ráð­legg­ingar Alþjóða­heil­brigð­is­mála­stofn­un­ar­innar um fjölda­sam­kom­ur.

Willum Þór Will­ums­son leik­maður BATE frá Borisov í Hvíta-Rúss­landi er þannig senni­lega sá íslenski knatt­spyrnu­maður sem senni­lega er í bestu leikæf­ing­unni um þessar mund­ir, en 761 áhorf­andi mætti á Borisov-­leik­vang­inn á mið­viku­dag þar sem Willum kom inn á sem vara­maður í 2-0 bik­ar­sigri gegn liði Slavia frá Mozyr.

Ann­ars er lítið að ger­ast á íþrótta­svið­inu og helstu stofn­anir íþrótta­heims­ins velta nú vöngum um það, rétt eins og flestir aðr­ir, hvenær lífið nálgist það að verða eðli­legt að nýju. En eins og með ferða­mennsk­una er alls óvíst hvenær atvinnu­í­þrótta­heim­ur­inn nær að fóta sig að nýju, enda eru íþróttir á hæsta stigi jú alþjóð­legar og krefj­ast þess að lið og ein­stak­lingar fari þvert á landa­mæri til þess að etja kappi.

Í eðli­legu árferði safn­ast líka tugir þús­unda saman á leik­vöngum til þess að fylgj­ast með leikjum og keppn­um. Hvenær það verður aftur leyfi­legt og hvenær fólk verður vilj­ugt til að fara í slíka mann­þröng til þess að að njóta afþrey­ingar eru einnig stórar spurn­ing­ar, sem svör eru ekki til við eins og staðan er núna.

Auglýsing

Ólymp­íu­leik­unum í Tókíó hefur verið frestað til næsta sum­ars og sömu­leiðis Evr­ópu­keppn­inni í fót­bolta og svo ótal­mörgu öðru. For­svars­menn Alþjóða­ólymp­íu­nefnd­ar­innar hafa nýlega gefið það út að leik­unum verði senni­lega aflýst, frekar en frestað aft­ur, verði raunin sú að kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn muni enn hafa áhrif á næsta ári. 

Fróð­leg sam­an­tekt um stöðu mála í helstu íþrótta­deildum Banda­ríkj­anna birt­ist í Was­hington Post á föstu­dag. Þar vestra klóra menn sér í hausnum og reyna að átta sig á því hvernig hægt verði að taka upp þráð­inn á ný, núna þegar rétt um tveir mán­uðir eru síðan öllu var slegið á frest.

„Þetta er búið að vera erfitt. Ég væri að ljúga að þér ef ég segði þér að ég við værum með góða hug­mynd. Þær eru bara mis­jafn­lega slæmar,“ sagði einn hátt­settur stjórn­andi banda­rískrar íþrótta­deildar í sam­tali við blað­ið.

Nú eru ríki Evr­ópu hægt og rólega að slaka á þeim sam­fé­lags­legu tak­mörk­unum sem hafa verið í gildi, en víða á enn eftir að koma í ljós hvenær hægt verður að halda keppni áfram í atvinnu­í­þróttum full­orð­inna í álf­unni.

Evr­ópu­fót­bolt­inn ræður ráðum sínum

Í Frakk­landi, Hollandi og Belgíu hefur þegar verið gef­ist upp á því reyna að ljúka yfir­stand­andi keppn­is­tíma­bilum í fót­bolta, rétt eins og var ákveðið hér heima með alla keppni í þeim hóp­í­þróttum sem stund­aðar eru yfir vetr­ar­tím­ann, körfu­bolta, hand­bolta, blak og fleiri.

Í Frakk­landi hafa allir íþrótta­kapp­leikir verið bann­aðir þar til í sept­em­ber. Þar verða liðs­menn PSG krýndir lands­meist­arar í knatt­spyrnu karla, þrátt fyrir að önnur lið hefðu töl­fræði­lega getað náð í skottið á þeim.

Á öðrum stöðum er stefnt að því að fót­bolt­inn rúlli aftur af stað í sum­ar, þó að áhorf­end­urnir verði eng­ir. Aðild­ar­þjóðir evr­ópska knatt­spyrnu­sam­bands­ins, UEFA, hafa fengið frest til 25. maí til þess að kunn­gjöra hvort þær muni halda leik áfram eða ekki. UEFA seg­ist enn stefna að því að reyna að ljúka Evr­ópu­keppnum félags­liða. 

Í Þýska­landi er gælt við að byrja aftur að spila fót­bolta 16. maí, án áhorf­enda, en þar hefur liðum verið heim­ilt að æfa saman frá því snemma í apr­íl. Engin ákvörðun liggur enn fyr­ir, en mjög svo skiptar skoð­anir eru uppi uppi um það hvort rétt­læt­an­legt sé að taka tug­þús­undir COVID-19 sýna úr knatt­spyrnu­mönnum til þess eins að fót­bolt­inn geti haf­ist á ný. Búist er við því að rík­is­stjórn lands­ins taki málið fyrir á mið­viku­dag, 6. maí.

Auglýsing

 Í Sviss hefur feng­ist form­legt leyfi frá yfir­völdum til þess að hefja leik að nýju 8. júní og í Sví­þjóð er stefnt að því byrja keppni í efstu deild 14. júní.

Á Ítalíu stytt­ist í að íþrótta­fólk megi fara að æfa aftur og ein­tak­lingsæf­ingar hjá leik­mönnum ein­hverra liða í A-deild­inni í fót­bolta verða heim­ilar á morg­un, mánu­dag, og ráð­gert er að lið megi koma saman til æfinga á ný 18. maí. Vonir standa til þess að deild­ar­keppnin geti haf­ist á ný í júní, en þó hefur ekk­ert verið sam­þykkt í þeim efn­um. 

Giuseppe Conte for­sæt­is­ráð­herra Ítalíu ræddi sér­stak­lega um stöðu fót­bolt­ans í sjón­varps­ávarpi í síð­ustu viku og sagði að fyllsta öryggi yrði að tryggt svo hægt yrði að hefja leik að nýju. „Ég hef ástríðu fyrir fót­bolta,“ sagði for­sæt­is­ráð­herr­ann og bætti við að honum hefði í upp­hafi þótt furðu­legt að sjá veiru­far­ald­ur­inn hafa lam­andi áhrif á íþrótt­ina, en að jafn­vel eld­heit­ustu stuðn­ings­menn neydd­ust nú til að við­ur­kenna að ekk­ert annað var í spil­un­um.

Spænska rík­is­stjórnin hefur fall­ist á að liðka fyrir því að íþrótt­irnar geti farið aftur af stað og hafa atvinnu­í­þrótta­menn leyfi til þess að stunda æfingar einir með þjálf­ara frá og með morg­un­deg­in­um, en þó gæti orðið mis­mun­andi á milli hér­aða hvernig hömlum verður lyft. Sam­kvæmt áætl­unum spænskra stjórn­valda er mögu­legt að keppni í La Liga muni hefj­ast á svoköll­uðu „fjórða stigi“ til­slak­ana á sótt­varna­ráð­stöf­un­um, sem gæti orðið í júní ef allt gengur eft­ir, en þó gætu aðstæður orðið mis­mun­andi eftir hér­uðum lands­ins, sem áður seg­ir.

„Project Restart“ í Englandi

Flest augu fót­bolta­á­huga­manna hér­lendis bein­ast að enska bolt­an­um. Öll félögin í úrvals­deild­inni stað­ráðin í reyna að halda keppni áfram og klára mótið í sum­ar, fáist leyfi til þess frá yfir­völd­um, en hvernig mögu­legt verður að gera það er enn gjör­sam­lega á huldu. Vinnan er í gangi, undir heit­inu „Project Restart“. 

Níu­tíu og tveir leikir eru enn eftir af deild­inni sem félögin segj­ast vilja spila á sex vikum í sumar og mark­aðs­setja her­leg­heitin öll sem fót­bolta­veislu. Rætt hefur verið um að 40 þús­und COVID-19 sýni þyrfti í heild­ina að taka úr leik­mönn­um, öðru starfs­liði félag­anna og fjöl­miðla­mönnum til þess að þetta gæti allt gengið upp.

Margt er til skoð­un­ar, en félög­unum var tjáð af for­svars­mönnum enska knatt­spyrnu­sam­bands­ins á fjar­fundi á föstu­dag að not­ast þyrfti við hlut­lausa velli. Með því á að sporna við því að mik­ill fjöldi stuðn­ings­manna heimaliðs­ins safn­ist saman fyrir utan leik­vang­ana er leikir fara fram. Þennan ráða­hag vilja ekki öll liðin sam­þykkja, en fram­kvæmda­stjóri Brighton steig fram í gær og sagði að þetta gæti hans lið ekki sætt sig við. Liðið á fimm heima­leiki í síð­ustu níu umferð­un­um, þar af fjóra gegn nokkrum að sterk­ustu liðum deild­ar­innarAuglýsing

Síðan hafa leik­menn líka lýst yfir efa­semdum um að það sé eitt­hvað vit í því að halda áfram keppni. Sergio Agu­ero, fram­herji Manchester City, sagði frá því, í sam­tali við sjón­varps­stöð í heima­landi sínu fyrir helgi, að „meiri­hluti leik­manna væri hræddur“ við að snúa aftur til vinnu og Glenn Murray leik­maður Brighton hefur talað á svip­uðum nót­um, auk þess sem hann spyr sig að því hvort rétt­læt­an­legt sé að biðja breska heil­brigð­is­kerfið um að skaffa sjúkra­bíl á hvern ein­asta leik, á meðan að álagið á spít­ölum lands­ins er mik­ið.

Búast má við því að línur skýrist tölu­vert í Englandi á fimmtu­dag­inn, 7. maí, en þá ætlar breska rík­is­stjórnin að kynna hvaða skref verða tekin til þess að lyfta sam­fé­lags­legum tak­mörk­unum sem settar voru í sótt­varna­skyni í mars. Rík­is­stjórnin er fylgj­andi því að fót­bolt­inn kom­ist í gang sem fyrst, ekki síst til þess að lyfta lund almenn­ings á þessum erf­iðu tím­um.

Ljóst er að í Bret­landi sem og ann­ars staðar í heimi atvinnu­í­þrott­anna er mikið í húfi fjár­hags­lega, enda tekju­fallið nær algjört þegar ekk­ert er hægt að spila og ljóst að fjár­hags­staða margra liða er í upp­námi. Fót­bolta­leysið ytra hefur þannig afleidd áhrif sem teygja sig víða, meðal ann­ars hingað til lands. Í fjár­festa­kynn­ingu Sím­ans vegna árs­fjórð­ungs­upp­gjörs í lið­inni viku sagði að engar áskrift­ar­tekjur myndu fást af Sím­anum Sport, sem sýnir enska bolt­ann, í apríl og maí, en áskrift­ar­tekj­urnar nema um 30 millj­ónum króna á mán­uði.

Sím­inn hefur gefið það út að verði tíma­bilið ekki klárað verði farið fram á end­ur­greiðslu á hluta þess fjár sem fyr­ir­tækið hefur greitt fyrir sýn­ing­ar­rétt­inn. Þrátt fyrir að Ísland sé örmark­aður er þar um tölu­verða fjár­muni að ræða, en í heild­ina borg­uðu sjón­varps­stöðvar um heim allan 9,2 millj­arða punda, and­virði tæp­lega 1.700 millj­arða íslenskra króna, fyrir rétt­inn til þess að sýna enska bolt­ann á yfir­stand­andi tíma­bili og næstu tveim­ur.

Ísland

Hér á landi er áætlað að koma keppn­is­í­þróttum af stað í sum­ar. Á morgun geta liðsæf­ingar full­orð­inna haf­ist á ný í sjö manna hópum og í fót­bolt­anum verður það þannig að 28 leik­menn fá leyfi til þess að æfa á einum stórum fót­bolta­velli, í fjórum sjö manna hóp­um.

Víðir Reynisson segir að ljóst sé að smit í fótboltaliði í sumar gæti haft veruleg áhrif á mótahald.
Mynd: Lögreglan

Til þess að forð­ast smit er mik­il­vægt að það sömu sjö ein­stak­ling­arnir verði alltaf saman í hóp og tveggja reglan er enn í fullu gildi, sam­kvæmt því sem segir á vef Knatt­spyrnu­sam­bands­ins. 

Búist er við því að æfingar geti orðið með eðli­legum hætti í lok þessa mán­aðar eða byrjun þess næsta og svo er stefnt að því að hefja leik á Íslands­mót­inu 13. júní. Þá verður vikið frá tveggja metra regl­unni, sem almennt þarf að við­hafa í sam­skiptum fólks, til þess að sportið geti farið fram. Menn sem hafa ekki mátt faðma mæður sínar mán­uðum saman munu þá grípa um hvorn annan í bar­áttu í víta­teign­um.

Víðir Reyn­is­son yfir­lög­reglu­þjónn sagði á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna í gær að ef upp kæmi smit í kjöl­far fót­bolta­leiks í sumar gætu auð­veld­lega sex­tíu til sjö manns þurft að fara í sótt­kví.

„Það er eitt­hvað sem ég held að félögin geri sér grein fyr­ir. Þetta er eitt­hvað sem myndi setja skipu­lag móta­halds í upp­nám,“ sagði Víð­ir. Í öðrum löndum eru kollegar Víðis eflaust að segja það sama.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnArnar Þór Ingólfsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar