Drottningin sníkti afmælisgjöfina

Í tilefni áttræðisafmælis Margrétar Þórhildar Danadrottningar, 16. apríl síðastliðinn, fékk danska hirðin veglega gjöf. Athygli hefur vakið að drottningin bað sjálf um gjöfina sem kostaði andvirði 128 milljóna íslenskra króna.

Mynd frá afhendingu stólanna í febrúar. Lengst til hægri á myndinni er húsgagnasmiðurinn Ejnar Pedersen. Hann sá stólana aldrei notaða í veislum drottningar, þar sem kórónuveiran lagði hann að velli 31. mars.
Mynd frá afhendingu stólanna í febrúar. Lengst til hægri á myndinni er húsgagnasmiðurinn Ejnar Pedersen. Hann sá stólana aldrei notaða í veislum drottningar, þar sem kórónuveiran lagði hann að velli 31. mars.
Auglýsing

Síð­ustu tvö stóraf­mæli Mar­grétar Þór­hildar drottn­ingar hafa verið með öðru sniði en van­inn er á Amali­en­borg. Árið 2010 sá Eyja­fjalla­jök­ull til þess að fæstir þeirra gesta sem boðið hafði verið til sjö­tugs­af­mælis drottn­ingar gátu mætt i veisl­una og nú, tíu árum síð­ar, varð kór­ónu­far­ald­ur­inn til þess að afmæl­is­veisl­unni var aflýst. Í bæði áður­nefnd skipti hafði fjölda fólks verið boðið til veislu.

Til stóð að veislan vegna átt­ræð­is­af­mælis Mar­grétar Þór­hildar yrði sér­lega veg­leg. Ekki síst vegna þess, ef marka má orð drottn­ingar sjálfr­ar, að lík­lega hefði þetta orðið síð­asti stóri afmæl­is­fagn­aður henn­ar. En kór­ónu­far­ald­ur­inn kom í veg fyrir þetta allt sam­an. 12. mars, dag­inn eftir að Mette Frederik­sen for­sæt­is­ráð­herra til­kynnti að ákveðið hefði verið að loka Dan­mörku, barst til­kynn­ing frá Amali­en­borg. Þar sagði ein­fald­lega að þeim fjöl­mörgu við­burðum sem fyr­ir­hug­aðir hefðu verið vegna afmæl­is­ins, og spannað allt sum­arið og fram á haust, væri hér með aflýst. Þeir fjöl­mörgu Danir sem höfðu hlakkað til að geta glaðst með þjóð­höfð­ingj­anum höfðu skiln­ing á þess­ari ákvörð­un, þótt hún ylli von­brigð­um. Víða um land hafði und­ir­bún­ingur vegna fyr­ir­hug­aðrar heim­sóknar drottn­ingar staðið um margra mán­aða skeið en far­ald­ur­inn gerði þann und­ir­bún­ing að engu.

17. mars flutti drottn­ingin útvarps- og sjón­varps­ávarp til þjóð­ar­inn­ar. Að þjóð­höfð­ing­inn ávarpi þjóð­ina, fyrir utan hið hefð­bundna ára­móta­ávarp, er mjög sjald­gæft. Svo sjald­gæft að það gerð­ist síð­ast 5. maí 1945 (befri­el­ses­da­gen) þegar Þjóð­verjar, sem höfðu her­setið Dan­mörku, lýstu yfir upp­gjöf sinni. Í ávarp­inu, sem var stutt, sagði drottn­ingin að allir yrðu að sýna ábyrgð og fara að fyr­ir­mælum stjórn­valda, annað væri ábyrgð­ar­leysi.

Auglýsing

Vegg­teppin

Á tíma­mótum í lífi danska þjóð­höfð­ingj­ans hafa jafnan borist góðar gjaf­ir. Bæði svo­kall­aðar „prí­vat“ gjafir og gjafir til hirð­ar­inn­ar. Í valda­tíð Mar­grétar Þór­hildar ber lík­lega hæst gjöf­ina á fimm­tugs­af­mæli hennar árið 1990. Þar höfðu fjöl­mörg fyr­ir­tæki og stofn­anir tekið höndum saman og fengið einn þekktasta lista­mann Dana, Bjørn Nørgaard til að gera upp­drætti að 17 stórum gobelin vegg­teppum sem prýða skyldu veggi Ridd­ara­sal­ar­ins Í Krist­jáns­borg­ar­höll­inni í Kaup­manna­höfn. Það tók lista­mann­inn tólf ár að gera upp­drætt­ina en teppin voru ofin á tveimur þekkt­ustu vef­stofum Frakk­lands, Manu­fact­ures des Gobelins og Manu­fact­ure de Beauvais. Þótt gef­endur verks­ins hefðu talið sig hafa tím­ann fyrir sér varð­andi gjöf­ina höfðu þeir ekki áttað sig á hve tíma­frekt verkið reynd­ist. Eins og áður sagði tók það lista­mann­inn tólf ár að gera upp­drætt­ina, vefn­að­ar­vinnan tók ell­efu ár en sam­tals unnu 60 vef­arar við gerð tepp­anna. Verk­inu lauk ekki fyrr en árið 2000 og 12. apríl það ár (þegar drottn­ingin var rétt að verða sex­tug) voru teppin afhjúpuð og drottn­ingin ánafn­aði þau dönsku þjóð­inn­i.  Vegg­tepp­in, sem eru sam­tals um það bil 300 fer­metrar þykja miklar ger­semar, en á þeim er sögð saga Dan­merkur síð­ast­liðin eitt þús­und ár.

Ástæður þess að vegg­teppin urðu fyrir val­inu var sú að árið 1926, þegar verið var að leggja síð­ustu hönd á gerð Ridd­ara­sal­ar­ins, var tóma­hljóð í danska rík­is­kass­anum og engir pen­ingar til veggskreyt­inga. Þá var brugðið á það ráð að taka vegg­teppi úr Rósen­borg­ar­höll­inni í Kaup­manna­höfn og hengja þau upp tíma­bund­ið, eins og það var orð­að, í nýju höll­inni Krist­jáns­borg. Þessu „tíma­bundna“ ástandi lauk árið 2010.

Gull­stól­arnir

Vorið 2007 mætti þing­mað­ur­inn Svend Auken gömlum manni sem var að rog­ast með gylltan borð­stofustól niður tröpp­urnar á Krist­jáns­borg­ar­höll­inni. „Hvert ert þú að fara með þennan stól?“ spurði þing­mað­ur­inn. Gamli mað­ur­inn svar­aði „á bál­ið“. Þessi gamli maður var hinn 84 ára gamli Ejnar Peder­sen, einn þekkt­asti hús­gagna­smiður og fram­leið­andi Dan­merk­ur. Stóll­inn sem hann hélt á var einn hinna svo­nefndu gull­stóla hirð­ar­inn­ar. Gull­stól­arnir eru veislu­stólar hirð­ar­inn­ar, veik­byggðir gull­brons­aðir pinna­stól­ar.

Gullstólarnir þóttu óþægilegir og hafa verið sagðir „óttaleg hænsnaprik“. Mynd: Kongehuset

Upp­haf gull­stól­anna hjá hirð­inni má rekja til loka nítj­ándu ald­ar. Þá voru keyptir sex stól­ar, mál­aðir með gull­bronsi. Árið 1929 voru keyptir 1.012 gull­brons­aðir stól­ar, 212 var komið fyrir á Amali­en­borg og 800 í Krist­jáns­borg­ar­höll. Flestir gætu kannski ímyndað sér  að 1.012 stólar myndu duga, jafn­vel í fjöl­menn­ustu boð­um. En það var aldeilis ekki svo, árið 1994 voru keyptir 710 nýir stólar til við­bótar þeim sem fyrir voru. Veislu­stól­arnir orðnir 1722 tals­ins. Fyrir utan Amali­en­borg og Krist­jáns­borg eru stól­arnir enn­fremur í höll­inni á Fredens­borg.

Eins og áður sagði eru gull­stól­arnir svo­nefndu veik­byggðir pinna­stól­ar, fremur litl­ir. Það sem verra er, þeir þykja óþægi­legir „ótta­leg hænsna­prik“ sagði danskur þing­maður ein­hverju sinni í við­tali. 

Hug­mynd hús­gagna­smiðs­ins

Árið 2007 voru 13 ár í átt­ræð­is­af­mæli Mar­grétar Þór­hild­ar. Ejnar Peder­sen, gamli mublu­smið­ur­inn sem Svend Auken þing­maður mætti á tröppum Krist­jáns­borgar þá um vorið hafði lengi látið „hænsna­prik­in“ fara í taug­arnar á sér. Þegar hann var að rog­ast með stól­inn áður­nefnda niður hall­ar­tröpp­urnar hafði hann fengið hug­mynd. Hún var sú að hanna og smíða nýja veislu­stóla fyrir Mar­gréti Þór­hildi. Ejnar Ped­er­sen var, ásamt bróður sínum Lars Peder Peder­sen, stofn­andi og eig­andi eins þekktasta hús­gagna­verk­stæðis Dan­merk­ur, PP Møbler. Fyr­ir­tækið var stofnað árið 1953, það hefur frá upp­hafi verið fjöl­skyldu­fyr­ir­tæki og á verk­stæð­inu í All­erød hafa mörg af þekkt­ustu hús­gögnum þekktra danskra hönn­uða verið fram­leidd í ára­tugi. Til að hanna nýjan stól fyrir drottn­ing­una fékk Ejnar Ped­er­sen til liðs við sig þekktan hús­gagna­hönn­uð, Søren Ulrik Pet­er­sen og í sam­vinnu þeirra varð til nýr stóll. Þeir kynntu sér hvaða hug­myndir Mar­grét Þór­hildur hefði í þessum efn­um. Drottn­ingin gerði þrjár kröfur varð­andi stól­inn ef til þess kæmi að hann yrði einn góðan veð­ur­dag veislu­stóll í höll­inni: hann yrði úr dönskum viði, smíð­aður í Dan­mörku af dönskum smiðum og hönn­unin dönsk.

Eins og áður var nefnt eru gull­stólar hirð­ar­innar veik­byggðir og þegar verið er að und­ir­búa veislu hefur þótt nauð­syn­legt að yfir­fara þá stóla sem nota skal til að þeir detti ekki í sundur þegar tignir gestir setj­ast. 

Langur und­ir­bún­ings­tími

Að smíða og full­klára 400 vand­aða stóla er ekki hrist fram úr erminni. Það vissi Ejnar Ped­er­sen vel. Vand­aðir stólar kosta líka sitt og Ejnar Ped­er­sen ræddi þau mál við Frið­rik krón­prins og hof­mar­skálk­inn á Amali­en­borg. Þeir voru sam­mála um leita leiða til að fjár­magna kaup­in, án þess að pyngja drottn­ingar kæmi þar við sögu. Yrði gjöf í til­efni tíma­mót­anna. Nið­ur­staða þre­menn­ing­ana var að leita til nokk­urra danskra stór­fyr­ir­tækja. Ejnar Ped­er­sen sagði krón­prins­inum og hof­mar­skálknum að hann sjálfur gæti ekki, af aug­ljósum ástæð­um, tekið að sér að tala við hugs­an­lega gef­end­ur. Þre­menn­ing­arnir urðu sam­mála um að krón­prins­inn skyldi ræða við drottn­ing­una og leita álits hennar varð­andi kaup­in. Nið­ur­staðan varð að starfs­fólk hall­ar­innar leit­aði til sex fyr­ir­tækja og kann­aði hvort þau myndu vilja heiðra drottn­ing­una með því að punga út fyrir stól­un­um. Nokkrir danskir fjöl­miðlar full­yrða að drottn­ingin hafi sjálf haft sam­band við tvö þess­ara fyr­ir­tækja. Fyr­ir­tæk­in, þar á meðal LEGO, Hempel, og Carls­berg, tóku beiðn­inni vel og ákveðið var að hvert fyr­ir­tæki legði fram eina milljón króna í þessu skyni. Þessi ákvörðun lá fyrir snemma árs 2018. PP Møbler gaf alla hönn­un­ar- og und­ir­bún­ings­vinn­una, en þar hafði sonur stofn­and­ans tekið við stjórn­inni af öldruðum föður sín­um.

Afhentir í febr­úar

Frá upp­hafi var miðað við að nýju stól­arnir yrðu til­búnir þegar Mar­grét Þór­hildur byði til veislu á átt­ræð­is­af­mæl­inu. Um miðjan febr­úar voru stól­arnir form­lega afhentir Mar­gréti Þór­hildi. Full­trúar gef­end­anna voru við­staddir og þar var líka Ejnar Ped­er­sen ásamt nokkrum starfs­mönnum PP Møbler. Allir voru sam­mála um að stól­arnir væru ein­stak­lega vel heppn­að­ir: fal­leg­ir, traustir og þægi­leg­ir. 

Nýju stólarnir þykja vel heppnuð smíði. Mynd: Kongehuset



Efnið er kirsju­berja­tré, lit­ur­inn grá­hvítur og setan fléttuð úr dimmrauðum borða. Ejnar Ped­er­sen sagði blaða­mönnum sem við­staddir voru afhend­ingu stól­anna að hann hlakk­aði ákaf­lega til að fylgj­ast með útsend­ingu sjón­varps­ins frá veisl­unni og sjá hvernig stól­arnir tækju sig út. Það átti hins­vegar ekki fyrir honum að liggja. 

Veisl­unni aflýst og meist­ar­inn dó

Eins og áður var getið aflýsti drottn­ingin öllum veislu­höldum vegna átt­ræð­is­af­mæl­is­ins. Ejnar Ped­er­sen sá því fram á að bið yrði á hann fengi að sjá stól­ana í sjón­varp­inu. Það kæmi önnur veisla, þótt síðar yrði. Það er örugg­lega rétt en þá situr Ejnar Ped­er­sen ekki við sjón­varpið því hann lést 31. mars. Kór­ónu­veiran lagði hann að velli.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar