Af vef ferðamálaráðs Nýja-Sjálands

„Hart og fljótt“ reyndist árangursrík aðferð

„Þetta eru skilaboð til allra á Nýja-Sjálandi. Við reiðum okkur á þig. Þar sem þú ert núna verður þú að vera héðan í frá. [...] Það er líklegt að viðbúnaður á fjórða stigi verði í gildi í margar vikur.“ Þannig hljóðuðu skilaboð stjórnvalda landsins í mars, landsins sem nú hefur náð einstökum árangri í baráttunni gegn COVID-19.

Landa­mæri Nýja-­Sjá­lands verða lokuð „í langan tíma“ þó að aðgerðir þar í landi gegn kór­ónu­veirunni hafi skilað þeim árangri að ekk­ert smit hefur greinst tvo daga í röð og neyð­ar­stigi hefur verið aflétt. Landa­mærin verða þó lík­leg­ast ekki lokuð allri heims­byggð­inni til lengdar því Jacinda Ardern, for­sæt­is­ráð­herra lands­ins, átti í dag fjar­fund með áströlsku rík­is­stjórn­inni þar sem ræddur var mögu­leiki á frjálsri för fólks án sótt­kvíar á milli ríkj­anna. Ardern segir að enn eigi eftir að skoða margt áður en að til fram­kvæmdar kem­ur. Banda­lag sem þetta mun að hennar sögn hafa mik­inn ávinn­ing í för með sér en „við munum ekki opna landa­mærin fyrir öðrum ríkjum í langan tíma“.

Lokun landamæra Ástr­alíu og Nýja-­Sjá­lands fyrir nán­ast öllum útlend­ingum var meðal aðgerða sem gripið var snemma til vegna COVID-19 far­ald­urs­ins. Nú er farið að létta til og reynt að finna lausnir til að vinna á móti fyr­ir­sjá­an­legum efna­hags­þreng­ing­um.

Auglýsing

Ferða­þjón­usta er ein helsta atvinnu­grein Nýja-­Sjá­lands og við hana starfa um tíu pró­sent alls vinnu­mark­að­ar­ins í land­inu. Hlutur grein­ar­innar í lands­fram­leiðslu er um sex pró­sent. Árið 2018 var hlutur ferða­þjón­ust­unnar á Íslandi um ell­efu pró­sent af lands­fram­leiðslu.

Síð­ustu ár hafa flestir sem heim­sækja Nýja-­Sjá­land verið frá Ástr­al­íu, Kína, Banda­ríkj­unum og Bret­landi. Ferða­lög milli Nýja-­Sjá­lands og Ástr­alíu á ný eru mögu­leg vegna „fram­úr­skar­andi aðgerða“ land­anna tveggja á heims­vísu, segir Ardern.

Innan við 1.500 smit hafa greinst á Nýja-­Sjá­landi þar sem um 4,5 millj­ónir manna búa. Lang­flestum er batnað af sjúk­dómn­um. Tutt­ugu hafa lát­ist. Í síð­ustu viku var ákveðið að aflétta ákveðnum tak­mörk­unum sem settar höfðu verið á við upp­haf far­ald­urs­ins.

Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands.
EPA

Íbúar Ástr­alíu eru 25 millj­ón­ir. Þar af tæp­lega 7.000 til­felli greinst og um hund­rað manns lát­ist vegna COVID-19. Mjög hefur hægt á útbreiðsl­unni og nokkur fylki hafa þegar slakað á aðgerðum sín­um.

Aðgerðir stjórn­valda á Nýja-­Sjá­landi byggðu á því að bregð­ast „hart og fljótt“ við far­aldr­in­um. Sú aðferða­fræði virð­ist hafa skipt sköpum í því að ná far­aldr­inum niður og aflétta tak­mörk­unum fyrr en gert hefur verið í mörgum öðrum lönd­um. Ardern vill þó vara landa sína við því að sofna á verð­in­um. Áfram verði að gæta var­kárni. „Haldið stefn­u,“ sagði hún á blaða­manna­fundi í gær. „Við höfum ekki efni á að eyði­leggja allt okkar góða starf þegar við sjáum fyrir end­ann á ástand­in­u.“

Nítj­ánda mars var landa­mærum Nýja-­Sjá­lands lok­að. Öllum var bannað að ferð­ast til og frá land­inu nema Nýsjá­lend­ingum sem þurftu að kom­ast heim og heil­brigð­is­starfs­fólki.

Brimbrettafólk á leið á Bondi-ströndina í Sydney eftir að hún var opnuð á ný.
EPA

Þann 23. mars var við­bún­aður færður upp á þriðja sig og öllum fyr­ir­tækjum sem ekki buðu nauð­syn­lega þjón­ustu lok­að. Sam­komu­bann var sett á og fjöl­mörgum við­burðum aflýst eða frestað. Einnig var inn­an­lands­flug fellt nið­ur. Tveimur sól­ar­hringum síðar voru aðgerðir hertar enn frekar og við­bún­aður færður á fjórða stig, neyð­ar­stig. Íbúum var gert að hitta aðeins þá sem þeir bjuggu með. Þær aðgerðir voru í gildi nokkrar vik­ur.

Í lok apríl var við­bún­aður aftur færður niður á þriðja stig og fólki leyft að hitta nána ætt­ingja utan heim­il­is. Inn­an­lands­ferða­lög eru heimil með tak­mörk­unum og mennta­stofn­anir og ákveðin fyr­ir­tæki hafa hafið starf­semi að nýju.

Tekin verður ákvörðun um næstu skref þann 11. maí. Enn hefur ekki verið gert opin­bert í hverju þau munu fel­ast. Ardern segir að hefði ekki verið gripið til aðgerð­anna hefðu ný til­felli getað orðið um 1.000 á dag.  „Við munum aldrei vita hvað hefði gerst ef við hefðum ekki gripið til 4. stigs tak­markanna en við getum horft til ann­arra landa og séð þá hræði­legu stöðu sem þar hefur orð­ið,“ segir hún. „Með sam­an­lögðum aðgerðum okkar hefur okkur tek­ist að forð­ast það versta.“

Ferðaþjónusta er mjög mikilvæg atvinnugrein bæði í Ástralíu og á Nýja-Sjálandi.
EPA

Nýsjá­lend­ingar hafa frá upp­hafi far­ald­urs­ins tekið mörg sýni og bættu í er far­aldr­inum vatt fram. Þeir geta nú tekið um 8.000 sýni á dag sem er með því mesta miðað við höfða­tölu í heim­in­um.

Stjórn­völd miðl­uðu upp­lýs­ingum reglu­lega og af hrein­skilni til þjóð­ar­inn­ar. Henni var m.a. sagt að það myndi taka harðar aðgerðir að minnsta kosti tvær vikur að skila árangri í fækkun smita. Þetta gerði það að verkum að auð­veld­ara var fyrir fólk að sætta sig við tak­mark­an­irn­ar.

Leið­bein­ingar til almenn­ings voru skýrar og byggðar á vís­ind­um. „Flest allir Nýsjá­lend­ingar geta sagt nákvæm­lega hver við­brögð stjórn­valda við COVID-19 hafa verið en sömu sögu er ekki hægt að segja um íbúa margra ann­arra landa þar sem skila­boð stjórn­valda hafa verið rugl­ings­leg og óákveð­in,“ segir nýsjá­lenskur heil­brigð­is­starfs­maður í sam­tali við CNBC.

Auglýsing

Efna­hagur Nýja-­Sjá­lands líkt og ann­arra ríkja mun verða fyrir þungu höggi vegna far­ald­urs­ins. Búist er við því að sam­dráttur þjóð­ar­bús­ins nemi að minnsta kosti sex pró­sentum á þessu ári.

Nýverið var sam­þykkt frum­varp á þingi sem á að auð­velda fyr­ir­tækjum rekstur næstu mán­uð­ina, m.a. í formi skatta­lækk­ana. Ardern og allir ráð­herrar í rík­is­stjórn hennar hafa tekið á sig tíma­bundna 20 pró­senta launa­lækk­un.

Ein­hverja efna­hags­bót verður að finna í opnun landamær­anna milli Nýja-­Sjá­lands og Ástr­al­íu. Hafa for­sæt­is­ráð­herrar beggja landa lofað því að vinna eins hratt og mögu­legt er svo þetta megi verða að veru­leika sem fyrst. Það er þó ekki aðeins verið að hugsa um pen­inga inn í flutn­inga- og ferða­þjón­ust­una i þessu sam­bandi. Íþrótta­við­burðir og keppnir milli land­anna gætu verið á næsta leiti sem myndi létta lund margra. Þá á fólk í lönd­unum ætt­ingja og vini handan landamær­anna sem nú eru lokuð og gæti heim­sótt þá á nýjan leik.

Heims­byggðin fylgist með hvernig til tekst. Ef ferða­banda­lagið verður að veru­leika gæti það orðið fyr­ir­myndin að öðrum slíkum ann­ars staðar í ver­öld­inni.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar