Brynjúlfur Brynjólfsson

Flaug frá Hornafirði til Höfðaborgar

Hefur þú séð rósastara? Þennan með fagurbleika gogginn og bleika svuntu? En grátrönu? Suðausturland er eins og trekt inn í landið frá Evrópu og þar er hentugt að fylgjast með fuglum sem hingað flækjast sem og þeim sem koma árlega og auðga lífríkið okkar.

Tyrkja­dúfa, rósast­ari, hring­dúfa, víxl­nef­ur, glit­brúsi og grátrana eru meðal þeirra fugla sem flækst hafa hingað til lands í sum­ar. Á vef Fugla­at­hug­un­ar­stöðvar Suð­aust­ur­lands fugl­ar.is má nær dag­lega sjá stuttar fréttir um flæk­ing­ana, hvar þeir hafa sést og stundum kyn þeirra. 

Þeir eru margir fugla­á­huga­menn­irnir á Íslandi. Til marks um það má nefna fjölda þeirra sem líkar við Face­book-­síð­una Íslenskar fugla­teg­und­ir. Með­limir hóps­ins eru um 14.600. Þar er deilt myndum af fuglum og aug­ljóst að Ísland er ríkt af góðum ljós­mynd­urum sem hafa þol­in­mæð­ina sem þarf til að mynda fugla.

Brynj­úlfur Brynj­ólfs­son er einn af þeim. Binni, eins og hann er kall­að­ur, er starfs­maður Fugla­at­hug­un­ar­stöðvar Suð­aust­ur­lands og Nátt­úr­stofu Suð­aust­ur­lands, og fylgist vel með fugla­líf­inu á því svæði. Hann talar fal­lega um þessi dýr sem auðga líf­ríkið á Íslandi og gegna þar mik­il­vægu hlut­verki og þá skiptir engu hvort að fugl­inn sé stór og mik­ill rán­fugl eða lít­ill spör­fugl. 



Auglýsing

Fugla­at­hug­un­ar­stöðin var stofnuð árið 2005 á afmæl­is­degi Hálf­dáns Björns­sonar á Kvískerjum í Öræfum með það að mark­miði að halda á lofti og áfram þeim merku nátt­úru­rann­sóknum sem hann stund­aði allt frá  árinu 1940. „Hálf­dán var þrettán ára gam­all þegar hann fór að viða að sér upp­lýs­ingum um fugla,“ segir Brynj­úlfur í sam­tali við Kjarn­ann. „Við á fugla­at­hug­un­ar­stöð­inni erum ekki að gera nákvæm­lega það sama og Hálf­dán gerði en erum að byggja ofan á hans gögn með því að telja og merkja fugla.“

Hálf­dán var bóndi og alþýðu­vís­inda­mað­ur, fæddur 14. mars árið 1927. Hann rit­aði fjölda vís­inda­greina um plönt­ur, skor­dýr og fugla­líf. Hann lést 10. febr­úar 2017, tæp­lega níræður að aldri.

Hálf­dán og systk­ini hans á Kvískerjum vöktu áhuga margra sem þeim kynnt­ust á íslenskri nátt­úru. Í þeim hópi er Björn Gísli Arn­ar­son, „hinn starfs­mað­ur“ Fugla­at­hug­un­ar­stöðv­ar­inn­ar. Björn ólst upp á Reyni­völlum í Suð­ur­sveit og hlaut hann ríku­legt nátt­úr­upp­eldi hjá nágranna sín­um, Hálf­dáni á Kvískerj­um.



Kríur hafa mikið flugþol og kría sem merkt var hjá Fuglaathugunarstöð Suðausturlands fannst síðar í Höfðaborg í Suður-Afríku.
Erling Ólafsson/Náttúrufræðistofnun Íslands

En hvað er það nú eig­in­lega sem Fugla­at­hug­un­ar­stöðin á Suð­aust­ur­landi ger­ir?

Um 20. mars ár hvert setur Fugla­at­hug­un­ar­stöðin upp sér­stök fugla­net í Ein­arslundi, trjá­lundi skammt innan við Höfn í Horna­firði. Þar eru gerðar staðl­aðar merk­ingar á þeim fuglum sem koma í net­in. Netin eru tekin niður í kringum 10. maí er varp­tím­inn hefst. Netin eru uppi alla daga, að minnsta kosti frá um klukkan sex að morgni og fram yfir hádegi. Og þeirra þarf að vitja á klukku­tíma fresti. Fugl­arnir sem í þau koma eru merkt­ir, mældir og sleppt svo aftur út í frels­ið. 

Á klukku­tíma fresti, spyr blaða­maður í for­undr­an.

„Já, við skiptum þessu með okk­ur, ég og Bjössi. Þar sem við þurfum nú að vinna fyrir okkur þá getur þetta verið tölu­vert púslu­spil en ein­hvern veg­inn tekst okkur að sinna þessu,“ segir Brynj­úlf­ur. 

Netin eru svo aftur sett upp á tíma­bil­inu 1. ágúst til 10. nóv­em­ber – alla daga sem veður leyf­ir. 

Á milli þess að vakta netin og á þeim tíma­bilum sem þau eru ekki uppi eru Brynj­úlfur og Björn að merkja kríur, skúma og ýmsa mófugla þar sem þeir ná til þeirra. Að auki taka þeir að sér ýmis sér­verk­efni. Eitt þess­ara verk­efni er unnið í sam­vinnu við Nátt­úru­fræði­stofnun Íslands og snýst um að safna skóg­armítlum af fugl­um. „Skóg­armít­ill­inn stekkur á fugl­ana á þeirra vetr­ar­stöðvum og fær svo far með þeim hingað til lands á vor­in. Þetta ger­ist stuttu áður en þeir leggja af stað og þess vegna eru þessir mítlar ekki stórir þegar þeir koma til Íslands. Svo hoppar hann af fugl­inum og reynir að finna sér ein­hvern annan hýsil þegar hann þarf á því að halda.“



Binni og Bjössi hjá Fuglaathugunarstöð Suðausturlands setja upp net og merkja fugla í Einarslundi við Höfn í Hornafirði.
Brynjúlfur Brynjólfsson

En nóg um mítla. 

Spurður um hvernig fugl­arnir á Suð­aust­ur­landi hafi það þetta sum­arið segir Brynj­úlfur að varp kríunnar virð­ist ganga vel – þar sem hún yfir höfuð verpi. „Aðal varp kríunnar hér er við Hala í Suð­ur­sveit og þar gengur allt vel. En það er aftur á móti ekk­ert varp að finna lengur við Jök­ulsár­lón þar sem fyrir nokkrum árum var gríð­ar­stórt varp.“

Hann segir að fyrir nokkrum árum hafi þar orpið yfir þús­und kríupör en að nú sé hægt að telja þau á fingrum ann­arrar hand­ar. „Þegar við horfum til mó- og vað­fugla þá finnst mér það hafa minnkað síð­ustu árin hvað maður finnur af þeim. En það er auð­vitað alltaf breyt­ing á milli ára.“

Það sem geti skýrt þá miklu breyt­ingu snýst að sögn Brynj­ólfs lík­leg­ast um fram­boð á æti. „Þetta snýst jú allt um mat.“  Þá geti mann­anna verk einnig haft sitt að segja um afkomu fugla og ann­arra dýra. 

Kjóinn dafnar betur en áður

En sumir fuglar virð­ast hafa það býsna gott á Suð­aust­ur­landi þetta sum­ar­ið. „Eitt af því sem mér finnst jákvætt er að kjóa er að fjölga aftur eftir mikla lægð,“ segir Brynj­úlf­ur, „en á meðan hefur skúmnum hrakað hrika­lega síð­ustu ár og ára­tug­i.“

Af spör­fuglum er það að frétta að svo virð­ist sem mar­íu­erlunni ætli að ganga vel í sínu varpi í sumar líkt og í fyrra. Skóg­ar­þröstum og þúfu­titt­lingum hafði fækkað nokkuð en Brynj­úlfur segir það ekki koma í ljós fyrr en í haust hvernig þetta sumar hafi reynst þeim. 



Brynjúlfi finnst skemmtilegast að mynda hrossagauka.
Brynjúlfur Brynjólfsson

En snúum okkur að flæk­ing­un­um. Oft vekja þeir mikla athygli, sér­stak­lega ef þeir eru mjög fáséðir og jafn­vel lit­skrúð­ug­ir. Þessir tveir athygl­is­verðu þættir eiga við um einn vin­sælasta flæk­ing sum­ars­ins: Rós­ar­star­ann. 

„Ann­ars hefur verið til­tölu­lega rólegt í sumar í flæk­ing­un­um,“ segir Brynj­úlfur en nefnir að í sveit­inni sé nú að finna grá­trönu og þá hafi hring­dúfur sést og séu farnar að verpa hér. Þegar Brynj­úlfur og Björn kom­ast í tæri við flæk­inga merkja þeir þá líka, rétt eins og aðra fugla. 

Merk­ingar eru alþjóð­legar og þær eru stund­aðar út um allan heim. Að ýmsu er hægt að kom­ast með merk­ing­un­um, t.d. hverjar vetr­ar­stöðvar fugl­anna eru, hvar þeir verpa og hverjar far­leiðir þeirra eru. „Það er jafn­vel hægt að sjá hvað þeir eru lengi á far­flug­i,“ bendir Brynj­úlfur á. Þessar upp­lýs­ingar eru gagn­legar að mörgu leyti, til að mynda þegar kemur að far­sóttum á borð við fuglaflensur. „Það er alltaf verið að auka þekk­ing­una.“

Ef ein­hver úti í heimi finnur fugl sem merktur hefur verið af Fugla­at­hug­un­ar­stöð Suð­aust­ur­lands eru upp­lýs­ing­arnar sendar til Nátt­úru­fræði­stofn­unar Íslands. „Við höfum fengið end­ur­heimtur allt frá Höfða­borg í Suð­ur­-Afr­íku. Þar fannst kría sem við höfðum merkt. Ein kría frá okkur fannst síðar í Banda­ríkj­un­um.“



Auglýsing

Einn fugl er Brynj­úlfi sér­stak­lega hug­leik­inn og það er skúm­ur­inn. „Skúm­ur­inn er okkar fugl,“ segir hann og bendir á að Fugla­at­hug­un­ar­stöðin og Nátt­úr­stofa Suð­aust­ur­lands sinni því verk­efni að fylgj­ast með afkomu hans – sem er orðin ansi slök og nú er hann kom­inn á válista. Erfitt sé að full­yrða hvað hafi valdið hruni í stofn­inum en ein kenn­ingin er sú að skúm­ur­inn hafi gert sér sjáv­ar­fang sem áður var hent af fiski­bátum og út í sjó að góðu en að nú sé farið að nýta það miklu betur og það hafi áhrif á skúm­inn. 

Ertu á besta staðnum á land­inu til að fylgj­ast með fugl­um?

„Þú færð mig nátt­úr­lega ekki til að segja nei,“ segir Brynj­úlfur hlæj­andi og bætir við: „Þar sem við erum nú líka að elt­ast við flæk­ings­fugla þurfum við víst að fara víð­ar.“

En vissu­lega er Suð­aust­ur­landið sér­stakt þegar kemur að fugla­lífi. „Þetta svæði er eins og trekt inn á landið frá Evr­ópu en svo dreifast fugl­arnir héð­an. Að vera hér að skoða far­fugla og flæk­ings­fugla er mjög áhuga­vert en hér er minna að finna af varp­fuglum heldur en víða ann­ars staðar á land­inu. Það er ekki langt frá fjöru og til jök­uls, þannig að svæðið sem slíkt hentar vel til athug­unar á fugl­u­m.“



Bjúgnefjur á flugi. Fuglinn er í miklu uppáhaldi hjá Binna.
Brynjúlfur Brynjólfsson

En á Brynj­úlfur upp­á­halds­fugl?

Hann hugsar sig um í stutta stund áður en hann svar­ar. Finnst spurn­ingin erf­ið. „Bjúgnefja er minn fugl enda hef ég fundið níu af þeim tíu sem sést hafa á land­in­u,” svarar hann loks. „Mér finnst nú einna skemmti­leg­ast að taka myndir af hrossa­gauk­um. Svo er alltaf gaman að finna fugla sem ekki hafa sést áður hér á landi eða eru sjald­gæfir, svo ég tali nú ekki um að finna nýja teg­und fyrir Evr­ópu.” En það hafa þeir félagar Binni og Bjössi báðir gert.

Ef þú vilt fylgj­ast betur með starfi Binna og Bjössa hjá Fugla­at­hug­un­ar­stöð Suð­aust­ur­lands getur þú fylgst með starfi þeirra á Face­book og á vefnum Fugl­ar.is

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiInnlent