EPA

Litla stúlkan með sérstæðu augun

Myndir af Madelaine McCann eru enn á ný komnar á forsíður blaða, þrettán árum eftir að hún, þá tæpra fjögurra ára, hvarf sporlaust í Portúgal. Í þýskri borg situr karlmaður í fangaklefa grunaður um að hafa rænt henni og skaðað – maður sem hefur ítrekað gerst sekur um kynferðisbrot.

Hún væri orðin 17 ára. Rétt rúm­lega. Lík­lega farin að hlakka til háskóla­náms á næsta ári. Jafn­vel að skoða náms­skrárn­ar, máta við sig hin og þessi starfs­heiti. Ætti hún að verða læknir eins og for­eldr­arn­ir? Eða eitt­hvað allt ann­að?En Madel­eine McCann er ekki að fara í háskóla. Hún hvarf tæp­lega fjög­urra ára gömul og lést lík­lega skömmu síð­ar. Litla stúlkan með sér­stæðu augun fékk ekki að vaxa úr grasi og verða að ungri konu.Enn einu sinni eru farnar að birt­ast fréttir um bresku stúlk­una sem hvarf í maí árið 2007 er hún var með for­eldrum sínum og systk­inum í fríi í strandbæ í Portú­gal. Þetta var rétt fyrir fjög­urra ára afmæl­is­dag­inn henn­ar. Harm­leik­ur­inn um hvarf Madel­eine McCann hefur verið frétta­efni allar götur síð­an. Fyrstu árin á hverjum ein­asta degi. Sjaldnar árin á eftir en þó í bylgj­um. Það hefur stöðugt verið leitað að barn­inu. Margir hafa legið undir grun um að hafa rænt henni.Stundum hefur lög­reglan talið sig komna á spor­ið. Stundum hefur fólk talið sig sjá hana, jafn­vel í öðrum heims­álf­um. Þá hafa fjöl­miðl­arnir tekið við sér, rifjað upp mál­ið, rætt við rann­sak­end­ur, ætt­ingja og stundum þá sem sér­hæfa sig í sam­sær­is­kenn­ingum af öllu tagi. Var ekki eitt­hvað grun­sam­legt hvað for­eldr­arnir sýndu litlar til­finn­ing­ar? Eru þau ekki lík­legir ger­end­ur? Það voru jú breskir for­eldrar sem hentu líki ungs sonar síns í ruslagám í Portú­gal nokkrum árum fyrr. Og hvað var þetta fólk að hugsa að skilja börnin eftir ein í hót­el­her­berg­inu?For­eldr­arnir hafa fyrir löngu verið hreins­aðir af öllum grun. En þau hafa aldrei hætt að vekja athygli á hvarfi dóttur sinn­ar.Auglýsing

  Snemma í júní síð­ast­liðnum dró enn á ný til tíð­inda: Lög­reglu­yf­ir­völd greindu frá því að þýskur fangi lægi nú undir grun um aðild að hvarfi Madel­eine. Þýska lög­reglan sagð­ist rann­saka málið sem morð og ganga út frá því að stúlkan væri lát­in. „Við munum aldrei gefa upp von­ina um að Madel­eine finn­ist á líf­i,“ sögðu for­eldrar henn­ar, Kate og Gerry McCann í kjöl­far­ið. „En hver sem nið­ur­staðan verður þá þurfum við að vita hvað kom fyrir hana og finna frið.“Kate og Gerry hafa leitað dóttur sinnar í þrettán ár. Fyrir jafn­mörgum árum stóðu þau dag­lega á tröppum íbúðar í Praia da Luz í Portú­gal og báðu alla um aðstoð. Höfðu ein­hverjir séð hana? Stúlk­una með ljósa, slétta hárið og dep­il­inn í hægra aug­anu? Var mann­ræn­ing­inn að hlusta? Vildi hann vera svo vænn að skila dótt­ur­inni?Garry og Kate McCann fyrir utan íbúðina í Portúgal eftir hvarf dóttur þeirra.
EPA

Það kann vel að vera að hinn 43 ára Christ­ian Brückner, sem situr nú í fang­elsi fyrir kyn­ferð­is­brot, hafi verið að hlusta. Hann bjó í Portú­gal á árunum 1995-2007, í nágrenni við sum­ar­dvala­stað­inn þar sem Madel­eine og fjöl­skylda voru í fríi. Hann hefur einnig verið dæmdur fyrir barn­a­níð – oftar en einu sinni. Sautján brot eru á saka­skrá hans. Þýska lög­reglan segir hann þekktan fyrir inn­brot í sum­ar­hús og hótel og sölu fíkni­efna í bæði heima­land­inu og Portú­gal en þangað hafði hann flúið aðeins átján ára gam­all til að kom­ast hjá því að fara í fang­elsi.Afskipti lög­regl­unnar af honum hófust er hann var ung­ling­ur. Árið 1994 var hann dæmdur fyrir kyn­ferð­is­brot gegn barni, til­raun til kyn­ferð­is­brots gegn barni og fyrir að hafa við­haft kyn­ferð­is­lega til­burði fyrir framan barn. En þar með er ekki öll saga hans sögð.Hann hefur einnig verið dæmdur fyrir brot gegn aldr­aðri konu. Sú var 72 ára árið 2005 er Brückner réðst á hana á heim­ili hennar við strönd­ina í Lagos í Portú­gal. Árásin var mjög grimmi­leg. Brückner braust inn í hús­ið, batt gömlu kon­una, barði hana með bar­efli og nauðg­aði henni. Portú­galska lög­reglan hóf rann­sókn en hætti henni ári síð­ar. Það var ekki fyrr en í fyrra, fjórtán árum eftir nauðg­un­ina, að Brückner var sak­felldur fyrir ofbeldið og dæmdur til sjö ára fang­els­is­vist­ar. Þá var fórn­ar­lamb hans orðið 86 ára gam­alt.Við rétt­ar­höldin greindu vitni frá því að Brückner hefði stært sig af því að brjót­ast inn á gisti­staði  ferða­manna í Portú­gal til að stela verð­mæt­um. Eitt vitnið sagð­ist hafa séð hann fara inn um glugga á sum­ar­húsi.Sumardvalarstaðurinn Praia da Luz í Portúgal er enn og aftur kominn í fréttir vegna hvarfs bresku stúlkunnar.
EPA

Í meira en ald­ar­fjórð­ung flutti Brückner fram og til baka milli Þýska­lands og Portú­gal – oft til að kom­ast undan rétt­vís­inni. Á þeim tíma sem McCann-­fjöl­skyldan var í fríi í Portú­gal og dag­inn sem Madel­eine hvarf, er hann tal­inn hafa verið þar. Hann starf­aði sem þjónn en var alltaf blankur og í leit að betur laun­aðri vinnu. Þá átti hann sendi­bíl og einnig gamlan jagú­ar. Sá bíll er meðal gagna í mál­inu nú.Lund­úna­lög­reglan seg­ist fyrst hafa fengið ábend­ingu um Brückner árið 2017 er hún óskaði enn einu sinni eftir upp­lýs­ingum um málið – tíu árum eftir hvarf­ið. Nafn hans er þó talið hafa komið inn á borð lög­regl­unnar í Þýska­landi nokkrum árum fyrr eða árið 2013 í kjöl­far sjón­varps­þáttar um málið sem sýndur var þar í landi.Þýska lög­reglan telur að Madel­eine sé látin en hefur ekki gefið upp hvaða sann­anir hún hafi fyrir því. Breska lög­reglan hefur þó ekki gefið út slíka yfir­lýs­ingu og segir málið enn rann­sakað sem mann­rán.Auglýsing

Nú situr Brückner reyndar í varð­haldi í þýsku borg­inni Kiel. Og dómur hans fyrir nauðg­un­ina hrotta­legu er í end­ur­skoðun að kröfu lög­fræð­inga hans sem segja að hann hafi verið fram­seldur frá Ítalíu til Þýska­lands vegna ann­ars brots en hann var svo ákærður fyr­ir. Slíkt segja þeir ekki sam­ræm­ast  fram­sals­reglum Evr­ópu­dóm­stóls­ins.Eftir að fram kom í byrjun júní að Brückner væri grun­aður um aðild að hvarfi Madel­eine fóru þýska  og portú­galska lög­reglan enn einu sinni að leita að frek­ari vís­bend­ing­um. Í Portú­gal var til að mynda leitað í gömlum brunnum í nágrenni sum­ar­dval­ar­stað­ar­ins Praia da Luz. Ekki hefur verið gefið upp hvort sú leit skil­aði ein­hverjum árangri.Í gær var svo haf­ist handa við leit í skóg­lendi skammt utan Hanover í Þýska­landi. Ekki hefur heldur verið gefið upp hvort sú leit hafi skilað ein­hverju.  Litla stúlkan með sér­stæðu augun er enn ófund­in.Lögreglan leitar vísbendinga í skóglendi við Hanover í Þýskalandi í gær
EPA

Margir hafa velt því fyrir sér hvers vegna fjöl­miðlar um allan heim segja enn í dag fréttir af hvarfi Madel­eine McCann. Því á hverju ári hverfa tug­þús­undir barna. Lík­lega mörg hund­ruð þús­und. Við fáum hins vegar aðeins fréttir af örfáum þeirra. Aðal­lega hvítum börnum á Vest­ur­lönd­um. Fréttir um að þau hafi horf­ið, að þeirra sé leitað og að þau hafi fund­ist. Stundum heil á húfi. En stundum lát­in. Og stundum spyrst ekk­ert til þeirra fram­ar.Þær eru því ótelj­andi, harm­sög­urnar af börn­unum sem hverfa. Þær eru hins vegar fæstar sagðar opin­ber­lega.Hvert þess­ara barna á sér ást­vini sem syrgja. En þeir hafa ekki allir sömu fjár­ráð og sama aðgang að fjöl­miðlum og lækna­hjónin Kate og Gerry McCann. Og þar að auki að breskum fjöl­miðlum sem eru þekktir fyrir upp­slátt og til­finn­inga­þrungnar fyr­ir­sagn­ir. Sagt er að yfir­menn hjá Sky News, sem áttu alltaf í góðu sam­bandi við McCann-hjón­in, hafi fyr­ir­skipað að slá ætti frétt af hvarfi litlu stúlkunnar upp í öðrum hverjum frétta­tíma eða svo.Ástæð­urnar fyrir því að mál Madel­eine McCann hefur ratað oftar í fjöl­miðla en nokk­urs ann­ars horf­ins barns, eru eflaust jafn­margar og spurn­ing­arnar sem hafa vaknað vegna hvarfs henn­ar.Hvorki þær né öll fjöl­miðlaum­fjöll­unin breyta því þó að ekk­ert hefur spurst til lít­illar stelpu­hnátu sem sofn­aði sæl og eflaust rjóð í kinnum í sum­ar­fríi á sól­ar­strönd fyrir þrettán árum.

Greinin er byggð á fréttum og frétta­skýr­ingum margra fjöl­miðla, m.a. Guar­dian, New York Times, BBC og CNN.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar