Náttúrurannsóknarmiðstöðin við Mývatn

„Skrautleg súpa“ í Mývatni

Sjaldgæf sjón. Skrautleg súpa og meiriháttar málningarblanda. Þetta eru orð sem starfsmenn Náttúrurannsóknarmiðstöðvarinnar við Mývatn nota um óvenjulegt sjónarspil í vatninu.

Það skortir ekki rann­sókn­ar­efnin hjá Nátt­úru­rann­sókn­ar­mið­stöð­inni við Mývatn. Fyrir helgi upp­hófst mikið sjón­ar­spil við suð­ur­strönd vatns­ins er mýfl­ugur og mýpúpu­hýði rak í stórum stíl að bakk­anum og bland­að­ist blá­bakt­er­íumori.



„Úr varð meiri­háttar máln­ing­ar­blanda þar sem gulir og grænir litir mors­ins blönd­uð­ust gráum og blá­leitum litum kítíns,“ segir á Face­book-­síðu rann­sókn­ar­mið­stöðv­ar­inn­ar. „Sumt af mor­inu var að leys­ast upp og þá kemur fram túrk­is­blár litur sem stafar af ótelj­andi örsmáum loft­hylkjum sem mor­bakt­er­í­urnar hafa í sér en losna úr fru­mun­um. Hægur straumur við bakk­ann hrærði þessu öllu var­lega saman í rönd­ótta sveipa. Sjald­gæf sjón.“ Í annarri færslu segir að þegar „kyn­strin öll af smá­gerðu mýi“ kvikn­uðu í Mývatni  og bland­að­ist blá­bakt­er­íumor­inu hafi orðið til „hin skraut­leg­asta súpa“.



Eyjan Slútnes í Mývatni.
Náttúrurannsóknarmiðstöðin við Mývatn

Þá vakti starfs­fólk rann­sókn­ar­mið­stöðv­ar­innar einnig athygli á því að við eyj­una Slút­nes í Mývatni var vatnið litað blá­bekt­er­íumori. „Það vekur athygli að litur mors­ins er brúnn sunnan við eyna en grænn norðan við hana. Það bendir til að tvær mis­mun­andi teg­undir bakt­ería mori vatnið að þessu sinni. Það skortir ekki rann­sókn­ar­efn­in!“

Að ýmsu er að hyggja í rann­sóknum við nátt­úruperluna Mývatn og sem dæmi var í vik­unni gerð til­raun til að telja álftir á vatn­inu með dróna. Sam­kvæmt taln­ingu reynd­ust þær að minnsta kosti 423 í einum hópi á Ytri­flóa.

Nátt­úru­rann­sókna­stöðin við Mývatn (RA­MÝ) er vís­inda­stofnun á vegum umhverf­is­ráðu­neyt­is­ins, byggð á lögum um verndun Mývatns og Laxár og hefur verið starf­rækt síðan 1974. Hún fæst við rann­sóknir á nátt­úru og sögu Mývatns og Laxár og vatna­sviðs þeirra með það höf­uð­mark­mið að skilja nátt­úru­fars­breyt­ingar og sjá þær fyrir og stuðla þannig að verndun svæð­is­ins. Stöðin er í gamla prest­set­urs­hús­inu á Skútu­stöð­um.

Náttúrurannsóknarmiðstöðin við Mývatn

Mývatn og Laxá og vatna­svið þeirra er líf­ríkt og fjöl­breytt vatna­kerfi á eld­virku rek­belti á mörkum tveggja jarð­skorpufleka og á sér enga hlið­stæðu á jörð­inni. Svæðið nýtur sér­stakrar verndar með lögum og alþjóða­samn­ingi. Það laðar að sér fjölda ferða­manna og fóstrar jafn­framt mikið mann­líf sem nýtir nátt­úru­auð­lindir þess. Nátt­úra svæð­is­ins tekur umtals­verðum breyt­ing­um, m.a. vegna jarð­foks, eld­virkni, námu­vinnslu, jarð­hita­nýt­ing­ar, rækt­un­ar, breyt­inga á búfjár­beit, sam­göngu­mann­virkja og ann­arrar mann­virkja­gerð­ar.



Nátt­úru­rann­sókna­stöðin leit­ast við að standa í fremstu röð í rann­sóknum á vist­fræði vatns og líf­ríki vatna og vöktun þeirra. Hún stefnir að því að rann­sóknir á hennar vegum stand­ist alþjóð­legar kröfur og rann­sókna­nið­ur­stöður birt­ist í við­ur­kenndum vís­inda­rit­um. Vegna þess gildis sem lang­tíma­gögn um ástand vatns og líf­ríkis þess hefur fyrir rann­sóknir og ráð­gjöf safnar stöðin og heldur til haga slíkum gögn­um. Gagna­safn stöðv­ar­innar nær nú aftur til árs­ins 1975 og er með þeim lengstu í heim­inum um ástand líf­ríkis í stöðu­vatni.

Face­book-­síða RAMÝ.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiInnlent