EPA

Leita lífs og svara

Það er talað um slys. En á sama tíma liggur fyrir að spenna milli Ísraela og Hezbollah-skæruliða hefur aukist að undanförnu. Eiturgufur og ryk liggur enn yfir borginni fögru fyrir botni Miðjarðarhafs – París Miðausturlanda – og lífs er leitað í rústunum en einnig svara við því sem raunverulega gerðist.

Í borg­inni sem oft var kölluð París Mið­aust­ur­landa, hafa svo margar árásir verið gerð­ar, svo margar sprengjur verið sprengd­ar, að þegar jörð tók að skjálfa í gær, sveppa­ský að mynd­ast og hljóð­himnur og rúður á stóru svæði að springa, voru fyrstu við­brögð margra eðli­lega: Hver ber ábyrgð á þess­ari árás?



Enn liggur svarið ekki að fullu fyrir en talið er hins vegar að í þetta skiptið hafi skæru­liðar eða hryðju­verka­menn hvergi komið nærri heldur hafi neisti kom­ist að gríð­ar­legu magni sprengju­efna sem geymt var ólög­lega í vöru­skemmu við höfn­ina í Beirút. Í borg­inni sem á sér yfir 5.000 ára sögu og er því ein sú elsta í heimi. Ef þetta reyn­ist raunin átti sér í gær stað eitt mann­skæð­asta iðn­að­ar­slys í stór­borg sem um get­ur. Að minnsta kosti 100 eru látnir og þús­undir slas­að­ar. Svo margir meidd­ust að fjöl­mörgum hefur þurft að vísa frá yfir­fullum sjúkra­hús­un­um. Tvö sjúkra­hús skemmd­ust mikið og fréttir herma að þar hafi sjúk­lingar og starfs­fólk lát­ist. Engu að síður hafi læknar og hjúkr­un­ar­fræð­ingar streymt út á götur til að hlúa að slös­uð­um.



Auglýsing

 Út­lit er fyrir að tala lát­inna eigi eftir að hækka og það jafn­vel umtals­vert. Sjón­ar­vottar segj­ast hafa séð fólk liggja í hrönnum undir braki bygg­inga sem hrundu – jafn­vel í tölu­verðri fjar­lægð frá upp­tökum spreng­ing­ar­innar sem var svo öflug að högg­bylgja gekk yfir stórt svæði og eyði­lagði allt sem í vegi hennar varð.



Ófriður fyrir botni Mið­jarð­ar­hafs hefur svo oft ratað í fréttir á Íslandi líkt og ann­ars staðar í heim­inum síð­ustu ára­tugi að saga og feg­urð höf­uð­borgar Líbanon, Beirút, og það lit­skrúð­uga mann­líf sem þar hefur þrif­ist í aldir og fengið að blómstra á frið­ar­tím­um, er lík­lega ekki það sem fyrst kemur upp í huga Íslend­inga þegar fréttir ber­ast nú þaðan af kröft­ugri og eyði­leggj­andi spreng­ingu.



Þessi fyrrum franska nýlenda, þar sem austrið og vestrið mæt­ast í menn­ingu, tísku og list­um, varð til þess að Beirút hlaut gælu­nafnið París Mið­aust­ur­landa. Þar hafa hefðir og nýir straumar bland­ast í gegnum aldir og ára­tugi og þegar stríð­andi fylk­ingar hafa lagt niður vopn hefur áköf sköpun vaknað af krafti. Borg­ar­búar hafa enda ítrekað þurft að byggja upp aftur – bæði bygg­ingar og sál sam­fé­lags­ins og þannig reynt að græða sárin sem mann­skæð átök hafa vald­ið.



Í fyrstu frétt Breska rík­is­út­varps­ins í gær af spreng­ing­unni í Beirút, sem skelfi­leg mynd­bönd höfðu þegar birst af á sam­fé­lags­miðl­um, var í annarri máls­grein minnt á að á föstu­dag verður kveð­inn upp dómur yfir fjórum með­limum Hez­bollah sem ákærðir eru fyrir að bera ábyrgð á bíl­sprengju sem varð for­sæt­is­ráð­herra Líbanon, Rafik al-Hariri, að bana árið 2005. Spennustigið í borg­inni var því mik­ið. Og þegar gríð­ar­leg spreng­ingin varð tengdu hana margir – meðal ann­ars fjöl­miðlar – við rétt­ar­höldin yfir fjór­menn­ing­un­um.



Enn loga eldar í Beirút. Enn er verið að grafa fólk – lif­andi og liðið – út úr rústum húsa.



En hvað gerð­ist eig­in­lega?



Gríðarlegur kraftur myndaðist í sprengingunni.
EPA

Það sem fram hefur komið í fréttum er í stórum dráttum þetta:



Í vöru­skemmum við höfn­ina í Beirút var geymt gríð­ar­mikið magn af eld­fimu efni, ammón­íumnítrati, sem aðal­lega er notað í áburð en hefur einnig verið notað til sprengju­gerð­ar. Talið er að um 2.700 tonn efn­is­ins hafi verið geymd þar allt frá árinu 2014, þrátt fyrir að hafn­ar­yf­ir­völd hafi ítrekað varað vð hætt­unni sem af því staf­aði.



Í gær­kvöldi varð fyrst minni spreng­ing og eldur kvikn­aði út frá henni. Sú síð­ari var mun kraft­meiri og sveppa­ský, líkt og fólk hefur séð á myndum af kjarn­orku­spreng­ingu, mynd­að­ist og steig hátt upp í lofti. Svo mynd­að­ist gríð­ar­lega kraft­mikil högg­bylgja sem fór yfir alla borg­ina. Þegar kviknar í sprengi­efni eins og ammón­íumnítrat losna gös sem þenj­ast hratt út. Högg­bylgjan sem þau skapa er því veggur af þéttu lofti. Bylgjan fer á marg­földum hljóð­hraða en þar sem borg­ar­lands­lag­ið, með alls konar bygg­ingum af öllum stærðum og gerð­um, verður á vegi henn­ar, getur hún breytt um stefnu og ýmist hægist á henni eða hrað­inn eykst. Hún fer því ekki jafnt yfir allt eins og hægur vind­ur. Þetta verður til þess að sumar bygg­ingar eyði­leggj­ast en aðrar ekki.



Spreng­ingin var svo öflug að hún fannst á eyj­unni Kýpur sem er í um 250 kíló­metra fjar­lægð. Bílar þeytt­ust upp í loft­ið, járna­brak úr húsum var snúið eins og leir og við­skipta­hverfi borg­ar­innar skemmd­ist og ein­angr­að­ist vegna braks. Hið róm­aða hverfi veit­inga­húsa, bara og skemmti­staða við sjó­inn er einnig stór­skemmt. 



Hafnarsvæðið eins og það lítur út eftir spreninguna.
EPA

Þó að yfir­völd í Líbanon telji á þess­ari stundu að um slys hafi verið að ræða segja þau að ein­hverjir verði dregnir til ábyrgð­ar.



„Ég lofa ykkur því að þessar ham­farir munu ekki líða hjá án þess að ein­hver verði dreg­inn til ábyrgð­ar. Þeir sem bera ábyrgð munu þurfa að gjalda þess,“ sagði Hassan Diab, for­sæt­is­ráð­herra Líbanons í gær. „Stað­reyndir um hina hættu­legu vöru­skemmu, sem hefur verið þarna síðan 2014, verða dregnar fram í dags­ljós­ið.“



Þau hug­renn­inga­tengsl sem sköp­uð­ust við spreng­ing­una í gær, á milli skæru­liða­árása og spreng­inga, eiga sér einnig skýr­ingu í því að spenna milli Ísra­els og Hez­bollah hefur verið að aukast á ný síð­ustu miss­eri. Hez­bolla­h-liðar eru sagðir hafa yfir bygg­ingum við höfn­ina að ráða og banda­rísk yfir­völd hafa lengi sakað þá um að nota þá aðstöðu til að smygla vopnum til lands­ins. Spreng­ingar urðu einnig í vopna­búrum sjíta-­skæru­liða í Írak á síð­asta ári. Írösk stjórn­völd hafa sakað Ísra­ela um að bera ábyrgð á þeim. Einnig hafa orðið spreng­ingar á hern­að­ar­lega mik­il­vægum svæðum í Íran og í Was­hington Post kemur fram að írönsk stjórn­völd saki Ísra­ela einnig um að standa að baki þeim.



Bæði stjórn­völd í Ísr­ael og Hez­bollah hafa vottað samúð sína vegna spreng­ing­anna í Beirút. Hvorki Ísr­ael né Hez­bollah hafa skellt skuld­inni á ein­hvern. En Don­ald Trump, for­seti Banda­ríkj­anna, lá ekki á skoð­unum sínum og sagði að spreng­ingin væri „hræði­leg árás“ og að yfir­menn hers­ins virt­ust telja að þarna hefði „ein­hvers konar sprengja sprung­ið“. Yfir­menn hers­ins hafa hins vegar gefið út opin­ber­lega að þeir hafi ekki gert mat á því hvað gerð­ist.



Auglýsing

Litla Líbanon, landið fyrir botni Mið­jarð­ar­hafs sem tók á móti fleiri sýr­lenskum flótta­mönnum en nokkuð annað ríki heims fyrir utan Tyrk­land, glímdi við efna­hags­þreng­ingar áður en eyði­legg­ingin og mann­fallið mikla varð í gær. Þar hefur til­fellum af COVID-19 farið fjölg­andi síð­ustu vik­ur. Sjúkra­húsin voru því undir miklu álagi fyr­ir. Í gær bætt­ist svo ofan á allt saman raf­magns­leysi í borg­inni og fjar­skipta­sam­band hefur verið slæmt síð­ustu klukku­stund­irn­ar.



Fjöldi fólks hefur misst heim­ili sín. Eit­ur­gufur eru enn í and­rúms­loft­in­u.  „Við þurfum að koma þeim slös­uðu á sjúkra­hús,“ sagði heil­brigð­is­ráð­herr­ann við frétta­menn í morg­un. „En það er alvar­legur skortur á öllu.“



Starfs­menn Rauða kross­ins, sem er fyr­ir­ferða­mik­ill í hjálp­ar­starfi í land­inu, hafa reynt að gera allt hvað þeir geta til að aðstoða þá sem á þurfa að halda. „Við höfum orðið vitni að gríð­ar­legum ham­föru­m,“ sagði George Kett­ani, yfir­maður Rauða kross­ins í Líbanon, í morg­un. „Fórn­ar­lömbin eru um allt.“



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar