Mynd: Úr safni. kaupthing lux
Mynd: Úr safni.

Rannsókn á Lindsor-málinu í Lúxemborg lokið og því vísað til saksóknara

Tæpum tólf árum eftir að aflandsfélagið Lindsor Holding fékk lán frá Kaupþingi til að kaupa verðlítil skuldabréf, meðal annars af starfsmönnum bankans í Lúxemborg, er rannsókn á málinu lokið þar í landi. Ákvörðun um hvort fjórir einstaklingar verði ákærðir er yfirvofandi.

Rann­sókn­ar­dóm­ari í Lúx­em­borg hefur lokið rann­sókn sinni á Lindsor-­mál­inu svo­kall­aða og sent nið­ur­stöður hennar til sak­sókn­ara, tæpum tólf árum eftir að hinn íslenski banki Kaup­þing, sem er mið­punktur máls­ins, féll og atburð­irnir sem málið snýst um áttu sér stað. Það gerði hann með form­legri ákvörðun sem dag­sett 24. júlí. Sá mun nú leggja mat á nið­ur­stöð­una og, telji hann til­efni til, senda ákæru til dóm­stóla í Lúx­em­borg. Frá þessu er greint í frétta­til­kynn­ingu frá sak­sókn­ara­emb­ætti Lúx­em­borgar frá því í gær sem Kjarn­inn hefur fengið senda. Til­kynn­ingin hefur verið tölu­vert til umfjöll­unar í fjöl­miðlum í Lúx­em­borg líkt og sjá má hér, hér og hér

Lindsor-­­málið snýst um 171 millj­­ónir evra lán sem Kaup­­þing veitti félagi sem heit­ir Lindsor Hold­ing Cor­poration og er skráð til heim­ilis á Tortóla-eyju. Lánið var veitt 6. októ­ber 2008, sama dag og ­neyð­ar­lög voru sett á Íslandi og Geir H. Haar­de, þáver­andi for­­­sæt­is­ráð­herra, bað guð að blessa Ísland. Þann dag lán­aði Seðla­­­banki Íslands líka Kaup­­­þingi 500 millj­­­ónir evra í neyð­­­ar­lán.

Auglýsing

Lánið til Lindsor var aldrei borið undir lána­­nefnd Kaup­­þings. Það var notað til að kaupa skulda­bréf af Kaup­­þingi í Lúx­em­borg, ein­­stökum starfs­­mönnum þess banka og félagi í eigu vild­­ar­við­­skipta­vinar Kaup­­þings.

Þegar Kaup­­þing féll þremur dögum eftir kaupin á bréf­unum var ljóst að Lindsor gat ekki greitt lánið til baka, enda eina eign félags­­ins verð­litlu skulda­bréfin sem félagið hafði keypt á yfir­­verði þremur dögum áður. Engar trygg­ingar voru veittar fyrir lán­inu og tap kröf­u­hafa Kaup­­þings vegna þess því umtals­vert. Þeir sem seldu bréfin los­uðu sig hins vegar undan ábyrgðum og, ef grun­­semdir rann­sak­enda eru rétt­­ar, tryggðu sér um leið mik­inn ágóða. 

Fjórir sem yrðu sóttir til saka

Kjarn­inn greindi frá því 9. júlí síð­ast­lið­inn, og hafði eftir Diane Klein, tals­konu dóms­mála­ráðu­neytis Lúx­em­borg­ar, að aðstoð­ar­sak­sókn­ari sem vinnur að mál­inu teldi afar lík­legt að ákæra verði lögð fram gagn­vart ein­hverjum þeirra grun­uðu í mál­inu. Í frétta­til­kynn­ing­unni frá sak­sókn­ara­emb­ætt­inu sem send var út í gær kemur fram að á meðan að rann­sóknin stóð yfir hafi fimm ein­stak­ling­ar  haft stöðu grun­aðra. Fjórir af þeim verða ákærð­ir, sam­kvæmt nið­ur­stöðu rann­sókn­ar­inn­ar, ef ákæra verður gefin út. Ekki er greint frá því um hvaða fjóra ein­stak­linga er að ræða. 

Dóms­kerfið í Lúx­em­borg er ólíkt því sem Íslend­ingar eiga að venj­ast. Ákveði sak­sókn­ari að gefa út ákæru þá er hún send til svo­kall­aðs „council cham­ber“ hér­aðs­dóms­stigs Lúx­em­borgar sem mun taka ákvörðun um hvort að málið fái efn­is­með­ferð eða verði vísað frá. Sak­born­ingar í mál­inu munu á þeim tíma­punkti fá tæki­færi til að setja fram varnir í mál­in­u. 

Þeir sem eru grun­aðir um lög­­brot í mál­inu, fyrr­ver­andi helstu stjórn­­endur Kaup­­þings og vild­­ar­við­­skipta­vinur þeirra, hafa ávallt harð­­neitað að nokkuð sak­­næmt hafi átt sér stað í mál­inu.

Málið sagt „afar flók­ið“

Í frétta­til­kynn­ingu sak­sókn­ara­emb­ætt­is­ins í Lúx­em­borg er farið yfir feril máls­ins. Þar segir að í lok apríl 2010 hafi fjár­mála­eft­ir­litið í Lúx­em­borg gert sak­sókn­ara­emb­ætt­inu þar í landi við­vart um mál­ið. Það hefur lík­ast til gerst í kjöl­far þess að um Lindsor og tengd við­skipta var fjallað í skýrslu rann­sókn­ar­nefndar Alþingis um banka­hrunið sem kom út um það leyt­i. 

Form­leg rann­sókn hófst svo 8. apríl 2011 á margs­konar mögu­legum efna­hags­brot­um, meðal ann­ars fjársvikum og pen­inga­þvætt­i. 

Í til­kynn­ing­unni segir að málið hafi reynst afar flók­ið, sér­stak­lega vegna þess að það hafi haft bæði íslenskan og alþjóð­legan anga. 

Auglýsing

Tví­vegis voru rétt­ar­beiðnir sendar til íslenskra yfir­valda, í sept­em­ber 2013 og í des­em­ber 2016. Í síð­ara skiptið komu raunar þrír rann­sak­endur í mál­inu til Íslands og ósk­uðu form­lega atbeina hér­aðs­sak­sókn­ara við rann­sókn máls­ins. Í kjöl­farið yfir­heyrðu þeir Íslend­inga sem tengj­ast mál­inu. Einn þeirra sem kom hingað til lands er rann­sókn­ar­dóm­ar­inn sem þá stýrði rann­sókn­inni, Ernest Nil­les. Nýr rann­sókn­ar­dóm­ari hefur síðan tekið við mál­inu, og lokið rann­sókn­inn­i. 

Í frétta­til­kynn­ing­unni sem send var út í gær þá er íslenskum kol­legum sak­sókn­ara­emb­ætt­is­ins þakkað sér­stak­lega fyrir frá­bæra sam­vinn­u. 

Kjarn­inn fjall­aði með afar ítar­legum hætti um Lindsor-­málið í frétta­skýr­ingu sem birt­ist 9. júlí 2020. 

Lestu meira:

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar