EPA

Krítískur tími í Evrópu – kúrfan sveigist upp á ný

Hvert sem litið er í Evrópu er staðan nánast sú sama: Tilfellum af COVID-19 hefur fjölgað síðustu vikur. Ríkin hafa sum hver gripið til staðbundnari takmarkana en í vetur í von um að þurfa ekki að skella í lás að nýju. „Við getum gleymt veirunni en veiran mun ekki gleyma okkur,“ segir helsti sérfræðingur Belgíu í smitsjúkdómum.

Við gerðum þetta í vetur og við getum gert þetta aft­ur, hefur Víðir Reyn­is­son yfir­lög­reglu­þjónn sagt síð­ustu daga eftir að til­fellum af COVID-19 fór að fjölga. En hvað þarf að ger­ast svo að við getum gert þetta aft­ur? Stóra áskor­unin er sú að fá fólk, sem ferð­að­ist inn­an­húss um pásk­ana en með ferða­gjöf í vas­anum inn­an­lands í sum­ar, til að setja í bakk­gír og fara á stað sem var þegar orð­inn því fjar­læg­ur. 

Við erum ekki ein. Mörg lönd í Evr­ópu eru að glíma við fjölgun til­fella af COVID-19 eftir að hafa náð góðum tökum á útbreiðsl­unni fyrr á árinu. Alma Möller land­læknir sagði á upp­lýs­inga­fundi um helg­ina að allar þjóðir Evr­ópu utan þriggja hefðu slakað á sínum aðgerð­um. „Og almenn­ingur hefur líka slakað á sínum smit­vörn­um. Og þessi veira, hún bara kemur upp þegar það ger­ist.“ 

Alþjóða heil­brigð­is­mála­stofn­unin (WHO) flokkar ríki heims niður eftir því hvort hún metur að um hóp­sýk­ingar (e. Clu­sters of cases) sé þar að ræða eða sam­fé­lags­smit (e. Comm­unity trans­mission). Á Íslandi er að áliti stofn­un­ar­innar nú sam­fé­lags­smit í gangi sem þýðir að upp­tök sýk­inga eru ekki að fullu kunn.



Auglýsing



Á síð­ustu tveimur vikum hafa yfir 35 þús­und ný til­felli af COVID-19 greinst á Spáni. Yfir helm­ingur hefur greinst á þremur svæð­um; í Kata­lón­íu, Argón og Madrid. Hins vegar eru 580 hópsmit í gangi í land­inu. „Ég vil ekki einu sinni hugsa um það,“ segir Sara Gayoso, læknir á El Escori­al-­sjúkra­hús­inu í nágrenni Madrid­ar, við dag­blaðið Guar­dian, spurð hvernig hún myndi taka tíð­indum um annan skæðan far­ald­ur. „Við myndum aug­ljós­lega gera allt sem við gætum en við erum enn svo þreytt að ég er ekki viss um að við hefðum úthaldið til að fara í gegnum þetta allt aft­ur. Ef það verður önnur bylgja eins og sú fyrsta þá yrði það hörmu­leg­t.“

Nægar birgðir af hlífð­ar­fatn­aði

Þó að til­fellum hafi fjölgað síð­ustu vik­urnar er ástandið á sjúkra­húsum gjör­ó­líkt því sem það var í vet­ur. Að auki er víða allt til staðar sem skortur var á í mars og apr­íl. Nægar birgðir eru til af hlífð­ar­fatn­aði og önd­un­ar­vélum á El Escori­al-­sjúkra­hús­inu, svo dæmi séu tek­in. 

Juan Camilo Meza, svæf­inga­læknir á sjúkra­húsi í nágrenni Barcelona, tekur í sama streng. Hann segir allar aðstæður og búnað nú betri en í vet­ur. 

Líkt og á Íslandi er það ungt fólk sem oftar en það eldra er að grein­ast með COVID á Spáni þessar vik­urn­ar. Að sama skapi eru margir ein­kenna­lausir að grein­ast með sjúk­dóm­inn. Meza segir það hafa verið fyr­ir­séð að sýk­ingum myndi fjölga á ný. Það sem hann voni og trúi sé að önnur bylgja verði við­ráð­an­legri en sú fyrsta. 



Spænska konungsfjölskyldan vill setja gott fordæmi í sóttvörnum.
EPA

Í Frakk­landi hefur til­fellum einnig fjölgað upp á síðkast­ið. Á laug­ar­dag greindust 2.200 manns með veiruna sem er met­fjöldi síðan að tak­mörk­unum á sam­komum og ferða­lögum var aflétt í júní. Hafði smitum þá fjölgað dag­lega um skeið. Þar hafa yfir 30.300 manns dáið vegna sjúk­dóms­ins. 

Fyrir helgi, þegar til­fellum í land­inu hafði fjölgað um 33 pró­sent á einni viku, sendu hjálp­ar­sam­tökin Læknar án landamæra frá sér til­kynn­ingu þar sem minnt var á að Frakk­land væri „ekki ónæmt fyrir stjórn­lausri upp­sveiflu far­ald­urs­ins“.

Vegna þró­un­ar­innar hefur Emmanuel Macron for­eti boðað neyð­ar­stjórn saman í vik­unni. „Við viljum ekki þurfa að end­ur­upp­lifa það sem við gengum í gegnum áður,“ segir hann. Hann minnti á að margir heil­brigð­is­starfs­menn hefðu sýkst af COVID í upp­hafi far­ald­urs­ins og að skortur hafi verið á hlífð­ar­bún­aði og sýna­tökupinn­um. Nú væru allir reynsl­unni rík­ari og fólk vissi almennt hvernig það ætti að forð­ast smit eins og frekast er unnt. „Við þurfum öll að sýna auð­mýkt, passa okkur og vera eft­ir­tekt­ar­söm.“



Auglýsing

Yfir­völd margra Evr­ópu­ríkja eru var­færin þegar kemur að því að setja nafn á aukn­ingu til­fella. Talað er um hópsmit – sjaldn­ast far­aldur eða aðra bylgju. Stærstu sam­tök lækna í Þýska­landi, Mar­burger Bund, segja hins vegar engum blöðum um það að fletta að þar í landi sé skoll­inn á ný bylgja. „Við erum þegar í annarri bylgju sem rís lóð­rétt upp,“ segir for­maður sam­tak­anna, Sus­anne Johna.

Þýski efna­hags­ráð­herr­ann segir þró­un­ina ógn­vekj­andi en í síð­ustu viku greindust yfir 1.000 ný til­felli á dag – þrjá daga í röð. „Við verðum að fletja kúr­f­una á ný og snúa þess­ari þróun við,“ sagði hann í gær. „Þetta snýst um heilsu fólks, um að börn geti farið aftur í skól­ann og einnig um efna­hags­horfur okk­ar. Við verðum að kom­ast hjá annarri lokun sam­fé­lags­ins.“

Kári Stef­áns­son, for­stjóri Íslenskrar erfða­grein­ing­ar, tal­aði á sam­bæri­legum nótum í við­tali í útvarps­þætt­inum Sprengisandi í gær. Hann sagði að lífs­gæði fælust ekki síst í því að geta haldið skólum opnum og að menn­ing­ar- og lista­líf gæti blómstr­að. 



Mótmælt fyrir utan höfuðstöðvar matvælaframleiðandans Tönnies í Þýskalandi. Hópsmit hafa komið upp í sláturhúsum og verksmiðjum fyrirtækisins.
EPA

Þegar stjórn­völd Evr­ópu­ríkja fóru að aflétta tak­mörk­unum í maí og júní var lögð áhersla á að slíkar aflétt­ingar myndu aðeins halda áfram svo lengi sem ný til­felli væru fá dag frá degi. Þetta átti einnig við um yfir­völd á Íslandi sem afléttu tak­mörk­unum í var­færnum skref­um. Skref var svo stigið til baka síð­asta dag júlí­mán­aðar er til­fellum hafði fjölgað hratt.

 Sér­fræð­ingar í lýð­heilsu telja að mörg ríki standi nú við brún ann­arrar bylgju og að þau muni fara fram af hengiflug­inu ef ekki verði skerpt á tak­mörk­un­um. Það hafa þegar stjórn­völd margra ríkja gert. Reyna að þreifa sig áfram í þessum nýja veru­leika. Danir hafa frestað fyr­ir­hug­aðri aflétt­ingu. Á Írlandi hafa reglur verið hertar á þeim svæðum þar sem hópsmit hafa komið upp og víða eru ferða­menn flokk­aðir á græna og rauða lista eftir því hvaðan þeir eru að koma og þá hvort þeir þurfi að fara í skimun við landa­mærin eða í sótt­kví. 

Mun takast að koma í veg fyrir stór­kost­lega útbreiðslu?

Eitt af því sem sér­fræð­ingar hafa áhyggjur af og nefnt hefur verið á upp­lýs­inga­fundum almanna­varna og land­læknis er það sem á ensku er farið að kalla social distancing fatigue, nokk­urs konar upp­gjöf í garð sótt­varna­reglna á borð við 2 metra fjar­lægð­ar­mörk. Víða er talað um að erf­ið­ara sé nú en í vetur að fá fólk til að hlíta slíkum regl­um. Það geti aftur orðið til þess að smit breið­ist hraðar út. „Í hvert skipti sem slakað er á tak­mörk­unum og fólk fer að umgang­ast annað fólk meira þá mun til­fellum fjölga á ný,“ segir Nathalie MacDermott, sér­fræð­ingur í smit­sjúk­dómum við King’s Col­lege í London í ítar­legri sam­an­tekt Time um stöðu far­ald­urs­ins. „Spurn­ingin er hins vegar hvort það tekst að fylgj­ast með þessum nýju smitum og koma í veg fyrir öldu af þeim.“

Annað sem sér­fræð­ingar lærðu í far­aldr­inum í vetur er að ef COVID-19 nær sér á strik þá getur hann breiðst út á gríð­ar­legum hraða. Fljót­lega mun koma í ljós hvort ríkjum Evr­ópu tak­ist að koma í veg fyrir að það ger­ist. 



Líf fólks hefur breyst stöðugt síðustu mánuði. Eftir innilokun samkomu- og ferðatakmarkana streymdi það út á götur. Nú gæti það þurft að draga sig í hlé að nýju.
EPA

Ýmsar ástæður eru fyrir því að til­fellum er að fjölga á ný. Ein gæti verið sú að tak­mörk­unum á ferða­lögum hafi verið aflétt of snemma. Í áhættu­mati Evr­ópu­sam­bands­ins, sem birt var snemma í júlí og vitnað er til í frétta­skýr­ingu Time, segir að sam­fé­lags­smit hafi enn verið í gangi í flestum löndum álf­unnar þegar til­slak­anir hófust. Það þýðir að smit var enn það útbreitt að yfir­völd gátu ekki rakið ný til­felli til upp­runans. Hins vegar hafði veru­lega hægt á nýjum smitum dag frá deg­i. 

Á Íslandi var staðan góð. Í maí og júní liðu oft margir dag­ar, jafn­vel vika, án þess að ný smit greindust. Á þeim tíma þurftu allir ferða­menn sem hingað komu, jafnt íslenskir sem erlend­ir, að fara í tveggja vikna sótt­kví. Þann 15. júní gátu þeir svo valið um að fara í sýna­töku við landa­mærin í stað sótt­kví­ar­inn­ar. Nokkru síðar var ákveðið að fjölga löndum á lista yfir „ör­ugg lönd“ og taldi sá listi þá m.a. Þýska­land, Dan­mörku, Græn­land og Fær­eyj­ar. 

Stöðug end­ur­skoðun

Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir hefur alltaf sagt að allar aðgerðir hér séu í stöðugri end­ur­skoð­un, m.a. hvaða lönd telj­ast áhættu­svæði og ekki. Spurður hvort að það komi til álita að krefj­ast tveggja vikna sótt­kvíar allra ferða­manna á ný svarar hann: „Við höfum alltaf sagt að að skimanir á landa­mærum séu í sífelldri end­ur­skoðun sam­kvæmt þeim nið­ur­stöðum sem þaðan koma. Ég hef líka sagt að ég telji að núver­andi fyr­ir­komu­lag hafi sannað gildi sitt í því að lág­marka áhætt­una á því að veiran komi aftur hingað inn.“



Auglýsing

Dán­ar­tíðni í Evr­ópu meðal sýktra er lægri nú en í vetur sem skýrist lík­lega af ald­urs­sam­setn­ingu smit­aðra. Því þarf ekki að fylgja neinn sér­stakur léttir til lengdar að ungt fólk sé í meiri­hluta sýktra því það getur vissu­lega smitað það eldra. Ver­andi oft með engin eða lítil ein­kenni þrátt fyrir sýk­ingu getur það ofan á allt saman óaf­vit­andi smitað marga. „Það er erfitt að halda veirunni aðeins meðal yngsta hluta þjóð­ar­inn­ar,“ segir veiru­fræð­ing­ur­inn Steven van Gucht, sem er helsti ráð­gjafi belgískra stjórn­valda í far­aldr­in­um. 

Ekki mis­tök að ræða um mögu­lega veik­ingu veirunnar

Þetta er einnig staðan á Íslandi: Flestir þeir sem sýkst hafa síð­ustu daga og vikur eru fólk undir þrí­tugu. Og alvar­leg veik­indi létu fyrst í stað lítið á sér kræla. Þórólfur velti því upp hvort að skýr­ingin væri sú að veiran væri veik­ari nú en áður. Er ungur mað­ur, rétt rúm­lega þrí­tug­ur, varð alvar­lega veikur af COVID-19 og lagður inn á gjör­gæslu­deild, taldi Þórólfur ljóst að þetta hefði verið ósk­hyggja. Ekk­ert benti til þess að veiran væri ekki eins skæð núna og áður. „Það að ræða og velta fyrir sér hvort veiran sé eitt­hvað veik­ari núna en áður eru ekki mis­tök að mínu mat­i,“ segir Þórólfur við Kjarn­ann. „Við þurfum stöðugt að spyrja spurn­inga og leita svara. Það eru ekki mis­tök að mínu mat­i.“

Veiran gleymir engu

Í Belgíu hefur sú leið verið farin að und­an­förnu, líkt og í Hollandi, að herða tak­mark­anir en þó aðeins á vissum stöðum eða svæð­um. Árang­ur­inn af þeim aðgerðum á eftir að koma í ljós að fullu en vís­bend­ingar eru um að þær séu að hafa jákvæð áhrif. „Stóra hættan er sú að fólk sé búið að fá upp í kok á kór­ónu­veirunn­i,“ segir smit­sjúk­dóma­sér­fræð­ing­ur­inn Gucht. „Það er skilj­an­legt og mér líður líka þannig. En vand­inn er sá að við getum gleymt veirunni en veiran mun ekki gleyma okk­ur.“



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar