Root

Áróðursmyndbönd flokkanna: Hvað vilja þeir sýna kjósendum?

Íslensku stjórnmálaflokkarnir dæla nú flestir út stuttum myndböndum með skilaboðum til þeirra sem ætla sér á kjörstað 25. september. Kjarninn kafaði í auglýsingabanka Facebook og rýndi í það hverju flokkarnir eru að koma á framfæri og með hvaða hætti, í áróðursmyndböndum sínum.

Það má með sanni segja að kosn­inga­bar­áttan hafi farið af stað fyrir alvöru í vik­unni sem er að líða. Flokk­arnir hafa verið að dæla út kosn­inga­stefnu­skrám, opna kosn­inga­skrif­stofur og aðsendar greinar eftir fram­bjóð­endur um hin ýmsu efni troð­fylla skoð­ana­síður fjöl­miðl­anna. Síðan hafa kapp­ræður á milli fram­bjóð­enda flokka um hin ýmsu mál­efni farið fram í sjón­varpi, útvarpi og í vef­þáttum stærstu net­miðla lands­ins.

Það er ærið verk að reyna að fylgj­ast með öllu því sem fram fer í kosn­inga­bar­átt­unni og margt fer fram­hjá jafn­vel þeim kjós­endum sem reyna sitt ýtrasta til þess að hafa augun á stjórn­mála­bar­átt­unni. Á öld sam­fé­lags­miðl­anna hafa stjórn­mála­flokk­arnir þó fengið í hendur tól til þess að koma boð­skap sínum og ef til vill sterkum frammi­stöðum full­trúa sinna í kapp­ræð­unum milli­liða­laust til kjós­enda í stuttum mynd­bönd­um.

Kjarn­inn skoð­aði þær aug­lýs­ingar sem stjórn­mála­flokk­arnir og fram­bjóð­endur þeirra hafa verið að dæla inn á Face­book síð­ustu vik­una og reyndi að rýna í hvað það er sem flokk­arnir virð­ast helst vilja vera að leggja áherslu á.

Auglýsing

Eru það sterk augna­blik leið­tog­anna úr sjón­varp­s­kapp­ræð­um, þar sem þeir stinga upp í and­stæð­inga sína með hnyttnum hætti? Eru það ein­hver ný stefnu­mál sem flokk­arnir telja að geti aflað sér fylgis í kom­andi kosn­ing­um? Og hvaða stjórn­mála­mönnum eru flokk­arnir að trana fram fyrir augu kjós­enda?

Efna­hags­legur stöð­ug­leiki Bjarna og orku­skipti Þór­dísar Kol­brúnar

Bjarni Bene­dikts­son for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins mætti í fyrstu leið­togaum­ræð­urnar á RÚV á þriðju­dags­kvöld og ræddi þar um efna­hags­legan stöð­ug­leika, var­aði við kosn­inga­lof­orðum ann­arra flokka og mælti fyrir trú á fólk, en ekki rík­is­lausn­ir. Textað mynd­band af þessum orðum for­manns­ins er nú í keyptri dreif­ingu á Face­book.

Bjarni Bene­dikts­son í leið­togaum­ræðum á RÚV

Trúum á fólk en reynum ekki að rík­i­s­væða allar hug­mynd­ir.

Posted by Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn on Wed­nes­day, Sept­em­ber 1, 2021

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er einnig að rúlla út mín­útu­löngu broti úr ræðu Bjarna frá stefnu­mót­andi fundi flokks­ins um liðna helgi inn í Face­book, þar sem hann meðal ann­ars sagði að svart­sýnir sjái vanda­mál í öllum tæki­færum, en bjart­sýnir (eins og hann) sjái tæki­færi í öllum vanda­mál­um.

Þessi orð hans voru sett fram í sam­bandi við lofts­lags­breyt­ingar og nýlega skýrslu IPCC um vand­ann sem mann­kynið á við að etja og þarf að finna lausnir á næstu ár og ára­tugi. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn keyrir nú einnig út aug­lýs­ingu þar sem vara­for­maður flokks­ins, Þór­dís Kol­brún R. Gylfa­dóttir segir Sjálf­stæð­is­flokk­inn ætla í „al­vöru aðgerðir í lofts­lags­mál­um“ í „landi tæki­færanna“, en orku­skipti í sam­göngum eru í for­grunni þess sem flokk­ur­inn vill koma áleiðis til kjós­enda í þeim mála­flokki.

Kristrún er með svörin fyrir Sam­fylk­ing­una

Logi Ein­ars­son for­maður Sam­fylk­ing­ar­innar mætti fyrir hönd flokks­ins í leið­toga­kapp­ræð­urnar á RÚV í vik­unni, en flokk­ur­inn hefur þó klippt saman ein­hverja bita af því sem hann kom á fram­færi þar og dælt því inn í vit­und lands­manna með kost­uðum aug­lýs­ing­um.

Fyrr þann sama dag mætti Kristrún Frosta­dóttir fram­bjóð­andi flokks­ins hins vegar í þátt­inn Pall­borðið á Vísi og tókst á við þá Bjarna Bene­dikts­son og Gunnar Smára Egils­son í umræðum um efna­hags­mál og fleira.

Kristrún í Pall­borð­inu

Kristrún var með svörin klár í Pall­borð­inu í dag. Fjöl­skyldur í for­gang og skýr áætlun um tekju­öfl­un. Sam­fylk­ingin býður sig fram í stjórn, ekki stjórn­ar­and­stöð­u. Kynntu þér kosn­inga­stefnu Sam­fylk­ing­ar­inn­ar: https://xs.is/­stefnan

Posted by Sam­fylk­ingin on Tues­day, Aug­ust 31, 2021

Sam­fylk­ingin deilir á Face­book rúm­lega mín­útu löngu mynd­skeiði úr þætt­in­um, þar sem Kristrún færði rök fyrir því af hverju kosn­inga­lof­orð flokks­ins um stór­eigna­skatt og barna­bætur fyrir fleiri fjöl­skyldur væru góð hug­mynd og fram­kvæm­an­leg. „Ég sem hag­fræð­ingur og efna­hags­mála­sér­fræð­ingur hefði aldrei farið fram með pakka sem ég vissi að stæði ekki undir sér,“ segir Kristrún meðal ann­ars.

Málsvarar gleymda fólks­ins minna á sig

Flokkur fólks­ins hefur verið virkur í því að koma boð­skap sínum áleiðis á Face­book um lengri tíma. Þessa dag­ana er í aug­lýs­inga­safni flokks­ins hægt að finna margar inn­blásnar ræður for­manns­ins Ingu Sæland og líka við­töl við ein­staka fram­bjóð­endur um stefnu­málin – eins og þetta hér að neðan við Tómas Tóm­as­son veit­inga­mann og odd­vita flokks­ins.

Skertar launa­tekjur eldri borg­ara

Eldri borg­arar sem hafa áhuga og getu til að vinna eiga að fá tæki­færi til þess. Fólkið fyrst, svo allt hitt.

Posted by Flokkur fólks­ins on Monday, March 15, 2021

Flokk­ur­inn hefur einnig gripið nýlegt mynd­brot úr þætti Páls Magn­ús­sonar á Hring­braut og deilt inn á Face­book, þar sem Inga Sæland ræðir um helstu áherslu­mál flokks­ins.

Sig­urður Ingi fer yfir stefn­una og Ásmundur Einar að kjósa

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn keyrir þessa dag­ana út þrettán mín­útna langa ræðu for­manns­ins Sig­urðar Inga Jóhanns­sonar um mál­efna­á­herslur flokks­ins fyrir kosn­ing­ar, í heild sinni, í kost­uðum aug­lýs­ingum á Face­book.

Ein­staka stjórn­mála­menn flokks­ins láta líka til sín taka í mynd­banda­fram­leiðslu og kostun þeirra á Face­book og hefur Ásmundur Einar Daða­son félag- og barna­mála­ráð­herra varið meira fé til aug­lýs­inga í gegnum sína eigin Face­book-­síðu en sumir flokkar sem bjóða fram und­an­farna viku, eða vel yfir hund­rað þús­und krón­um. Hér má sjá hann fara í Kringl­una að setja X við B.

✅ XB - Búinn að kjósa! 🗣 Nú er hægt að kjósa í Kringl­unni og Smára­lind alla daga frá kl 10-22 🤩 Ótrú­lega ein­falt og fljót­legt. Hvet sem flesta til að fara og klára að kjósa!

Posted by Ásmundur Einar Daða­son on Wed­nes­day, Sept­em­ber 1, 2021

Sós­í­alistar leggja áherslu á að losna við Sjálf­stæð­is­flokk­inn

Sós­í­alista­flokk­ur­inn hefur gripið upp klippu úr leið­togaum­ræðum RÚV af Gunn­ari Smára Egils­syni tala um hve „gríð­ar­lega áríð­andi“ það sé fyrir almenn­ing að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn muni ekki lengur að koma að stjórn lands­mál­anna.

Brýn­asta verk­efnið á næsta kjör­tíma­bili

"Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hefur setið í rík­is­stjórn í 26 ár af síð­ustu 30 og hér lofa bæði VG og Fram­sókn því að atkvæði greitt þeim flokkum verði til þess að fram­lengja í fjögur ár í við­bót rík­is­stjórn með Sjálf­stæð­is­flokknum"

Posted by Sós­í­alista­flokkur Íslands on Wed­nes­day, Sept­em­ber 1, 2021

Þessi textaða aug­lýs­ing með orðum for­manns fram­kvæmda­stjórnar flokks­ins er í keypti dreif­ingu á Face­book þessa dag­ana.

Inn­lit/Út­lit-­stemn­ing hjá Við­reisn

Við­reisn hefur á síð­ustu vikum verið að dæla út fag­mann­lega fram­leiddum mynd­böndum á Face­book, þar sem fram­bjóð­endur flokks­ins ræða um hverjir þeir eru og af hverju þeir séu í stjórn­mál­um. Mikið virð­ist lagt í þessi mynd­bönd og fram­bjóð­end­urnir sýndir við ýmsar aðstæð­ur, á heim­ilum sínum ásamt fjöl­skyld­um.

Eitt slíkt af for­mann­inum Þor­gerði Katrínu Gunn­ars­dóttur er til dæmis í keypti dreif­ingu á Face­book þessa dag­ana.

Við­tal við Þor­gerði Katrínu, for­mann Við­reisnar

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, for­maður Við­reisnar skipar 1. sæti á lista flokks­ins í Suð­vest­ur­kjör­dæmi. Hér kynn­umst við hennar sýn á stjórn­málin betur og fáum að heyra um hvað kosn­ing­arnar munu snú­ast að hennar mati. En fáir stjórn­mála­menn hafa jafn mikla reynslu á því sviði og hún. #XC #Við­reisn

Posted by Við­reisn on Monday, Aug­ust 30, 2021

Við­reisn er einnig að keyra út styttri og snarp­ari kosn­inga­aug­lýs­ingar á miðl­in­um, eins og þessa hér, þar sem fram­bjóð­and­inn Sig­mar Guð­munds­son biður fólk um að „gefa fram­tíð­inni tæki­færi“ með því að kjósa Við­reisn.

Katrín og lofts­lags­breyt­ingar í for­grunni hjá VG

Vinstri græn hafa ekki látið mikið til sín taka í mynd­banda­gerð enn sem komið er. Flokk­ur­inn hefur til dæmis ekki enn hag­nýtt sér neitt af frammi­stöðu Katrínar Jak­obs­dóttur í leið­togaum­ræð­unum á RÚV til þess að setja fram í aug­lýs­ingum sínum á Face­book.

Á síðu flokks­ins má þó finna eitt nýlegt mynd­band, með mynd af for­mann­in­um, hressi­legri tón­list og helstu áherslu­málum flokks­ins. Það er þó ekki í kost­aðri dreif­ingu.

X-V 25. sept­em­ber

Posted by Vinstri­hreyf­ingin - grænt fram­boð on Wed­nes­day, Sept­em­ber 1, 2021

Flokk­ur­inn fram­leiddi einnig ein­falda aug­lýs­ingu sem var í birt­ingu á Face­book í seinni helm­ingi ágúst­mán­að­ar, þar sem áhersla var lögð á að flokk­ur­inn hefði löngum talað um lofts­lags­breyt­ing­ar. Um er að ræða klippu af þing­mönnum flokks­ins segja orðið „lofts­lags­breyt­ing­ar“ í ræðu­stóli Alþing­is.

„Ding, ding, ding, Erna á þing“

Mið­flokk­ur­inn hefur ekki látið farið mikið fyrir sér fara í áróð­urs­mynd­banda­gerð að und­an­förnu, en flokk­ur­inn birti þó í gær nýtt og fag­mann­lega unnið mynd­skeið þar sem Erna Bjarna­dótt­ir, sem situr í öðru sæti á lista flokks­ins í Suð­ur­kjör­dæmi, segir frá sér í stuttu máli og lætur fylgja með slag­orðið „Ding, ding, ding, Erna á þing.“

Það mynd­band var þó ekki enn komið í kost­aða dreif­ingu er Kjarn­inn skoð­aði aug­lýs­inga­kaup flokks­ins á Face­book.

Erna Bjarna­dóttir - 2. sæti Suð­ur­kjör­dæmi

Hún Erna Bjarna­dóttir skipar 2.sæti á lista Mið­flokks­ins í Suð­ur­kjör­dæmi. Áhugi Ernu á heil­brigð­is- og land­bún­að­ar­málum er kveikjan að fram­boði henn­ar. Erna hefur áður vakið athygli fyrir bar­átt­una á öruggum og skil­virkum leg­háls­skimunum kvenna. Aukum nýsköpun í land­bún­aði. Heil­brigð­is­skimanir fyrir alla! D­ing, ding, ding - Ernu á þing! www.mid­flokk­ur­inn.is

Posted by Mið­flokk­ur­inn on Fri­day, Sept­em­ber 3, 2021

Flokk­ur­inn hefur ekki enn fram­leitt neitt mynd­band upp úr kapp­ræð­unum á RÚV, þar sem for­mað­ur­inn Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son kom fram.

Hins vegar hefur flokk­ur­inn verið að koma kosn­inga­á­herslum sín­um, um 10 ný rétt­indi fyrir íslensku þjóð­ina, á fram­færi með stuttu mynd­skeiði af hesti.

Mál­efna­mynd­bönd Pírata

Píratar hafa á und­an­förnum dögum birt nokkur stutt mynd­skeið á Face­book þar sem fram­bjóð­endur flokks­ins fara yfir afstöðu flokks­ins til ýmissa mála. Ekk­ert þeirra var þó í kost­aðri dreif­ingu þegar Kjarn­inn fór yfir aug­lýs­inga­banka Face­book í gær.

Flokk­ur­inn, sem skor­aði hæst í hvað lofts­lags- og umhverf­is­mál varðar í hlut­lægu mati Ungra umhverf­is­sinna sem kynnt var í gær, setur til dæmis fram mynd­band um lofts­lags­stefnu sína þar sem fram­bjóð­endur flokks­ins gagn­rýna stefnu núver­andi rík­is­stjórnar í lofts­lags­málum og segja að fólk sem „skilur vand­ann“ þurfi að kom­ast að stjórn­ar­taumun­um.

Strax í gær var flokk­ur­inn svo kom­inn með mynd­band í kost­aða dreif­ingu þar sem Andrés Ingi Jóns­son þing­maður greindi frá þessum nið­ur­stöðum og stefnu Pírata í mála­flokkn­um.

🌎 Lofts­lags­stefna Pírata er sú besta að mati Ungra umhverf­is­sinna! Við þökkum UNG fyrir frá­bært fram­tak í þágu umhverf­is­ins og okkar allra. Andrés Ingi á þingi tók við ein­kunna­gjöf­inni fyrir hönd flokks­ins.

Posted by Píratar on Fri­day, Sept­em­ber 3, 2021

Auglýsing

Píratar hafa hins vegar ekki gert neitt með frammi­stöður ein­staka fram­bjóð­enda í kapp­ræðum í sjón­varpi eða á öðrum stöðum til þessa, en Þór­hildur Sunna Ævars­dóttir var full­trúi flokks­ins í leið­togaum­ræð­unum á RÚV í vik­unni.

Frjáls­lyndi lýð­ræð­is­flokk­ur­inn sífellt í beinni

Frjáls­lyndi lýð­ræð­is­flokk­ur­inn fer nokkuð óhefð­bundnar leiðir í sínum kosn­inga­á­róðri á sam­fé­lags­miðl­um. Á Face­book-­síðu flokks­ins er reglu­lega vísað beint yfir á Face­book-­færslur frá for­mönnum flokks­ins og mynd­bönd af öðrum þeirra, Guð­mundi Frank­lín Jóns­syni, ræða milli­liða­laust við kjós­end­ur.

Í gær mætti hann í beina á Face­book og mærði frammi­stöðu með­for­manns síns, Glúms Bald­vins­sonar í sjón­varp­s­kapp­ræð­unum á RÚV fyrr í vik­unni, kvart­aði yfir því að flokk­ur­inn hefði ekki þegar fengið boð í umræðu­þætti Stöðvar 2 fyrir kosn­ing­arnar og hvatti alla til að segja upp afskrift­inni af Morg­un­blað­inu, auk ann­ars, í 15 mín­útna löngu mynd­bandi.

„Þið sem eru að koma inn núna, endi­lega ýtið á líka við og deila, þá sjá þetta fleiri,“ sagði Guð­mundur Frank­lín, en flokk­ur­inn hefur minna verið í því að kaupa aug­lýs­ingar á félags­miðl­um.

Posted by Guð­mundur Frank­lín on Fri­day, Sept­em­ber 3, 2021

Þó hefur flokk­ur­inn komið boð­skap sínum áleiðis með nokkrum stuttum slag­orða­aug­lýs­ing­um, eins og til dæmis þess­ari, sam­kvæmt því sem sjá má í aug­lýs­inga­banka Face­book.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnArnar Þór Ingólfsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar