Tanbreez Killavaat Alannguat Mynd: Af vef Tanbreez
Tanbreez

Ásælast fjársjóðskistu Grænlands í nafni grænnar orku

Grænland var eitt sinn sunnan miðbaugs. Svo rak það norður. Síðan eru auðvitað liðin óteljandi ár en á þessu ferðalagi sínu hnoðaðist bergið og ummyndaðist svo til urðu gull og gersemar í meira magni en víðast annars staðar. Þess vegna fékk Donald Trump glampa í augun er athygli hans var vakin á þessari fjársjóðskistu, barmafullri af efnum sem þarf til að framleiða græna orku og vopn, efni sem Kínverjar ráða nú nær einir yfir. Trump gerði eins og Trump er vanur að gera, sagðist einfaldlega ætla að að kaupa það. Þótt það hafi verið „fáránleg“ hugmynd er hann langt í frá sá eini sem ásælist auðlindir stærstu eyju jarðar.

Þegar Don­ald Trump, þáver­andi for­seti Banda­ríkj­anna, sagði það til skoð­unar (þó ekki for­gangs­mál) að kaupa Græn­land, var gert stólpa grín að honum um allan heim. Græn­land er ekki til sölu sögðu bæði for­sæt­is­ráð­herra Græn­lands og for­sæt­is­ráð­herra Dan­merkur en Trump hafði einmitt svarað því til, spurður um áhug­ann á kaup­un­um, að Dan­mörk „ætti það raun­veru­lega“. Kaupin yrðu „í raun stór fast­eigna­samn­ing­ur“ og „margt væri hægt að gera“ á Græn­landi. Svo gaf hann í skyn að Danir yrðu eflaust fegnir að losna við þessa stóru eyju í norðri, hún væri þeim svo íþyngj­andi fjár­hags­lega.

„Græn­land er ekki til sölu. Græn­land er ekki danskt. Græn­land til­heyrir Græn­land­i,“ sagði Mette Frederiksen, for­sæt­is­ráð­herra Dan­merk­ur. Hún sagði hug­mynd­ina að kaup­unum „fá­rán­lega“ og móðg­aði Trump um leið mik­ið.

Þetta var í ágúst árið 2019. Fyrir rúm­lega einu og hálfu ári síð­an.

Þótt margir hafi hlegið að þess­ari hug­mynd Trumps þá voru aðrir sem töldu hann vera að reyna að feta í fót­spor Andrew John­son sem var for­seti árið 1869 er Banda­ríkja­menn keyptu Alaska af Rússum á 7,2 millj­ónir dala. Fleiri for­setar fyrri tíma hafa keypt land­svæði fyrir hönd banda­ríska rík­is­ins. Það gerði Thomas Jeffer­son árið 1803 er hann keypti stórt land­svæði í Lou­isi­ana af Frökk­um. Slík við­skipti hafa einnig farið fram milli Dan­merkur og Banda­ríkj­anna og ekki er lengra síðan en rúm öld frá því að Woodrow Wil­son keypti hinar svo­nefndu Dönsku Vest­ur­-Ind­íur fyrir 25 millj­ónir dala. Eyj­urnar sem keyptar voru fengu í kjöl­farið nafnið Banda­rísku Jóm­frúa­eyj­ar.

Auglýsing

En hvað sem fyrir Trump vakti, hvort sem hann var að reyna að auka sinn per­sónu­lega hróður eður ei, þykir mörgum ljóst hvaðan hug­myndin kom: Frá öldruð­um, áströlskum jarð­fræð­ingi sem helgað hefur líf sitt leit­inni að fágætum jarð­efn­um.

Greg Barnes er alls eng­inn nýgræð­ingur þegar kemur að því að leita að, grafa eftir og selja sjald­gæf­ustu efnin sem finn­ast í jarð­skorp­unni. Þessa iðju hefur hann stundað í hálfa öld. Og hann er enn að. Augu hans höfðu því fyrir löngu beinst að Græn­landi og þess fornu fjöll­um. Það var einmitt Barnes sem hafði komið á fund sér­fræð­inga í Hvíta hús­inu í júlí árið 2019, aðeins nokkrum dögum áður en fyrstu fréttir tóku að ber­ast af hug­myndum Trumps um að kaupa Græn­land.

Ástr­alska við­skipta­blaðið AFR (Australian Fin­ancial Revi­ew), hefur eftir heim­ild­ar­mönnum að Barnes hafi hitt tutt­ugu sér­fræð­inga sem allir tengd­ust rík­is­stjórn Trumps. Sumir voru starfs­menn ráðu­neyta en aðrir stofn­ana, s.s. Banda­rísku jarð­fræði­stofn­un­ar­inn­ar. Á fund­inum upp­lýsti hann áheyr­endur um hið risa­stóra námu­verk­efni sem hann stefnir að á Græn­landi. Verk­efni sem kall­ast Tan­breez, nafn sem búið er til úr upp­hafs­stöfum þeirra jarð­efna sem fjöllin á suð­ur­hluta Græn­lands geyma og Barnes hefur áhuga á að vinna.

Grænland er eitt elsta land heims.
EPA

Banda­ríska jarð­fræði­stofn­unin heldur því fram að á Græn­landi sé að finna mesta vinn­an­lega magn heims af hinum sjald­gæfu jarð­efnum sem eft­ir­sótt eru í hvers­konar iðn­aði og fram­leiðslu. Efn­in, sem heyra til þess­ara jarð­efna, eru sautján tals­ins. Græn­land geymir svo mun fleiri efni. Þar er að finna gull og aðrar ger­semar í jörðu sem fyrr og nú hafa þótt eft­ir­sókn­ar­verð­ar.

En hvers vegna finn­ast öll þessi jarð­efni á Græn­landi? „Græn­land er meðal elstu landa jarð­ar, allt að 4 millj­arða ára gam­alt,” skrif­aði Har­aldur Sig­urðs­son eld­fjalla­fræð­ingur um málið á blogg­síðu sína. „Gam­alt berg hefur gengið í margt í gegnum jarða­ld­irn­ar, eins og gefur að skilja,“ heldur hann áfram. „Græn­land hefur til dæmis verið stað­sett fyrir sunnan mið­baug, en rak svo norð­ur. Græn­land hefur líka verið grafið djúpt í jörðu, tugi kíló­metra, sem hefur hitað og soðið jarð­skorpuna og skilið að ýmsar efna­sam­stæður og frum­efni á vissum svæð­um. Þá ummynd­ast bergið og hnoðast, eins og þegar við bökum marm­ara­köku. Heitir vökvar, sem eru eins konar milli­stig milli hraun­kviku og heita vatns­ins okk­ar, bera með sér þessi efni úr dýp­inu, en svo falla þau út og krist­all­ast þegar vök­vinn kemur upp í kald­ara berg. Þá mynd­ast málm­æð­ar, sem eru grund­völlur fyrir námu­rekstri.“

Allt þetta veit Barnes sem hefur enda verið í verk­efnum á Græn­landi áður. Fyr­ir­tæki hans, Rimbal Pty Ltd., keypti námu­verk­efnið Tan­breez árið 2001, fyrir tveimur ára­tug­um. Á heima­síðu Tan­breez segir að það sé enn í fullri eigu Rimbal.

Auglýsing

Don­ald Trump not­aði hvert tæki­færi sem hann gat á sinni valda­tíð til að reyna að hafa áhrif á völd Kín­verja í hag­kerfi heims­ins. Hann setti á inn- og útflutn­ings­bönn sem og tolla á vörur frá Kína. En þegar kom að hinum sjald­gæfu og verð­mætu jarð­efnum var það flók­ið. Kín­verjar ráða yfir um 90 pró­sent af vinnslu þeirra á heims­vísu. Þeir eru því sem næst í ein­ok­un­ar­stöðu á þeim mark­aði.

Kín­verskir fjár­festar eru fyrir löngu síðan farnir að horfa til Græn­lands og mögu­legrar námu­vinnslu þar. Kín­verskt fyr­ir­tæki, sem nýtur opin­bers fjár­stuðn­ings, á í dag stærstan hlut í ástr­alska fyr­ir­tæk­inu Green­land Miner­als. Fyr­ir­tækið hefur í meira en ára­tug stefnt að vinnslu sjald­gæfra jarð­efna úr fjalli á suð­ur­hluta Græn­lands, ofan við bæinn Nar­saq. En sá galli fylgir gjöf Narðar að í fjall­inu Kuann­ersuit er mikil geisla­virkni. Það hefur verið vitað í ára­tugi. Og það vissi Barnes sem ætl­aði sér eitt sinn að gera þar námu. Það verk­efni seldi hann hins vegar fyrir nokkrum árum.

Skammt frá Kuann­ersuit, sem á íslensku heitir Hvann­ar­fjall, er nokk­urs konar torg kennt við Niels Bohr, þann þekkta danska eðl­is­fræð­ing sem fékk Nóbels­verð­laun árið 1922 fyrir rann­sóknir á geislun frum­einda en sneri sér svo að kjarneðl­is­fræði. Það var þó ekki fyrr en eftir dauða hans að Danir höfðu uppi stór áform um að vinna úran á Græn­landi til að nota í kjarn­orku­ver­um. Þetta var árið 1980. Meira en 4.200 tonn af málm­grýti voru grafin úr Hvann­ar­fjalli og flutt til Dan­merk­ur. Þá voru engin kjar­orku­ver í Dan­mörku og enn er þar ekk­ert slíkt að finna.

Úran yrði því auka­af­urð námu­vinnslu Green­land Miner­als yrði hún að veru­leika. Græn­lend­ingar eru hins vegar flestir síður en svo hrifnir af því og ótt­ast að það geti spillt hinu við­kvæma líf­ríki við heim­skauts­baug enda sér­lega óstöðugt efni og erfitt í með­för­um.

Donald Trump var áhugasamur um að kaupa Grænland.
EPA

Fengi Green­land Miner­als að opna námu í Kuann­ersuit, í um 600 metra hæð yfir sjáv­ar­máli, myndi það mala um þrjár millj­ónir tonna af málm­grýti úr því á ári en aðeins flytja út brot af því magni. Afgang­in­um, sem þá yrði orð­inn úrgang­ur, yrði komið fyrirí stóru vatni á tindi fjalls­ins. Þetta er ekki ósvipað áformum Tan­breez. Unnið yrði málm­grýti úr tveimur opnum námum og úrgangi, um 200 þús­und tonnum á ári, dælt um sjö kíló­metra leið í gegnum pípu og út í vatnið Fostersø á toppi fjalls­ins Killa­vaat Alannguat við Kan­gerlu­ar­suk-­fjörð. Vatnið þyrfti að stífla og myndi fyll­ast af úrgangi á um þremur ára­tugum að því er fram kemur í mats­skýrslu Tan­Breez sem gerð var árið 2013.

Þessi fyr­ir­hug­aða námu­vinnsla varð að stærsta kosn­inga­máli í nýaf­stöðnum þing­kosn­ing­unum á Græn­landi og varð til þess að vinstri flokk­ur­inn Inuit Ataqatigiit bar sigur úr být­um, flokkur sem segir enga vinnslu úrans koma til greina. For­maður flokks­ins, Múte Egede, hefur enn­fremur sagt að nýt­ing nátt­úru­auð­linda Græn­landi eigi að vera á for­ræði Græn­lend­inga sjálfra. Hann var áður ráð­herra auð­linda­mála og hitti þá jarð­fræð­ing­inn Barnes og sló ekki hug­myndir hans út af borð­inu. Enda yrði úran ekki fylgi­fiskur vinnslu Barnes nema í “ör­litlum mæli” og hann hefur þegar fengið rann­sókn­ar­leyf­i.Það er önnur umhverf­is­á­hrif sem myndu fylgja, m.a. hætta á mengun áa.

Fram­haldið er hins vegar óljóst nú þegar ný stjórn munu taka við valda­taumunum á Græn­landi. Barnes hefur hins vegar sagt að hvað sem verði sé hann til­bú­inn að bíða miklu leng­ur. Náman hans á Græn­landi yrði „sú stóra“.

Tanbreez Mining Greenland fékk í ágúst rannsóknarleyfi grænlenskra stjórnvalda vegna fyrirhugaðrar námu sinnar.
Af Facebook-síðu Tanbreez

Brölt Kín­verja á Græn­landi hefur hins vegar ekki verið stjórn­völdum í Banda­ríkj­unum að skapi. Og þegar Barnes hafði lokið erindi sínu á fundi sér­fræð­ing­anna í Hvíta hús­inu hefur Trump verið upp­lýstur um mál­ið. Risa­stórt fjall. Fullt af sjald­gæfum jarð­efn­um. Fleiri slík á eyj­unni stóru, fjöll sem eru smám sam­an, vegna lofts­lags­ham­far­anna, að verða aðgengi­legri til vinnslu. Nóg af efnum sem notuð eru í vind­myll­ur, sól­ar­raf­hlöð­ur, síma­skjái og raf­hlöður raf­magns­bíla. Öll þessi nútíma­þæg­indi sem Vest­ur­landa­búar eru farnir að venj­ast og þurfa ef áætl­anir um upp­bygg­ingu „grænnar orku“ sem er á stefnu­skrá flestra vest­rænna ríkja, eiga að verða að veru­leika. Svo eru þau einnig notuð til vopna­fram­leiðslu. Mikið magn seg­ul­magn­aðra sjald­gæfra jarð­efna þarf í slíka hátækni­fram­leiðslu. Mjög mik­ið.

Með því að kom­ast að þeim „kjöt­kötl­um“ þyrftu Banda­ríkja­menn ekki lengur að stóla á Kín­verj­ana í þeim efn­um. Núver­andi for­seti Banda­ríkj­anna, Joe Biden, hefur ekki sagst ætla að kaupa Græn­land en stjórn hans hefur upp­lýst að farið verði yfir öll lykil aðföng Banda­ríkj­anna, m.a. sjald­gæf jarð­efni, og reynt að tryggja að aðrar þjóðir geti ekki notað ákveðnar fram­leiðslu­vörur sem vopn í við­skiptum við Banda­rík­in.

Pass-fjall í Kaliforníu. Þar er að finna einu námu sjaldgæfra jarðefna í Bandaríkjunum. Fyrirtækið sem hana rekur er í meirihlutaeigu Kínverja.
Bandaríska jarðfræðistofnunin

En þessi fyr­ir­hug­aða námu­vinnsla er drullum­all. Jarð­efnin fágætu er að finna víða um heim en oft­ast í svo litlu magni að það hefur þurft gríð­ar­legan kostnað og mikla vinnu að grafa eftir þeim í vinn­an­legu magni. Þetta er talin ein helsta ástæða þess að Banda­ríkja­menn, sem voru leið­andi í vinnsl­unni á árum áður, gáfust upp á henni og Kín­verjar stukku á tæki­færið, glu­f­una sem mynd­að­ist, með fyrr­greindum yfir­burða afleið­ing­um. Ein slík náma er starf­rækt í Banda­ríkj­un­um. Hún er að hluta í eigu kín­versks fyr­ir­tækis sem nýtur stuðn­ings stjórn­valda í sínu heima­landi. Það sem unnið er úr námunni í Pass-fjalli í Kali­forníu er flutt til Kína til frek­ari vinnslu.

Barnes fór ekki á fund sér­fræð­ing­anna í Hvíta hús­inu í þeim eina til­gangi að segja þeim sögu af græn­lensku fjalli sem hann vill grafa í. Hann er í leit að fjár­magni. Hann þarf 500 millj­ónir Banda­ríkja­dala til að hefja vinnsl­una – að því gefnu að hann fái yfir höfuð leyfi til graftr­ar­ins. „Þetta er bara brjál­æð­i,“ sagði Barnes nýverið um áhug­ann hjá fjár­fest­un­um. Hann seg­ist þegar hafa fengið um tutt­ugu til­boð.

Þetta kapp­hlaup um auð­lindir í jörðu á Græn­landi, þessar tvær áform­uðu námur sem aðeins yrðu nokkrir kíló­metrar á milli, hefur afhjúpað margt en kannski fyrst og fremst tvennt: Í fyrsta lagi að það er raun­veru­leg valda­bar­átta milli Kín­verja og Banda­ríkja­manna um nýt­ingu á norð­ur­slóðum og stundum er látið eins og aðrar þjóðir (Græn­lend­ingar í þessu til­felli) séu bara peð sem ein­fald­lega megi ryðja úr vegi. Hitt sem er loks farið að vekja athygli er að græn orka sem er efst á lof­orða­listum margra stjórn­mála­manna er ekki alltaf svo væn.

Hinum megin á jarð­kringl­unni

En hvað eru tvö áströlsk fyri­tæki að vilja upp á dekk hinum megin á hnett­in­um? Námu­vinnsla er umfangs­mikil í Ástr­al­íu. Þar var gullæði á þar síð­ustu öld og síðan þá hafa fjöl­margar námur verið opn­aðar vítt og breitt um landið til að grafa eftir marg­vís­legum mál­um, gim­steinum og ekki síst kolum og gasi. Í þessu umhverfi hafa mörg stór alþjóð­leg námu­fyr­ir­tæki orðið til sem eru með starf­semi í mörgum lönd­um, jafn­vel mjög fjar­læg­um.

Tan­breez, fyr­ir­tæki Barnes, og Green­land Miner­als, eru einmitt sprottin úr þessu námu­væna lands­lagi efna­hags­lífs­ins í Ástr­al­íu. Og nú vilja þau grafa á Græn­landi. Það vilja fleiri áströlsk námu­fyr­ir­tæki reyndar gera. Þau eru í það minnsta sex tals­ins.

Banda­rísk stjórn­völd hafa ekk­ert gefið út um það hvort að þau ætli sér að kaupa í fyr­ir­tæki Barnes. En það er ekki úti­lokað því þau vilja verða sjálf­bær í öflun sjald­gæfu jarð­efn­anna.

Græn­land er stærsta eyja heims, hulin ís að mestu þó að íshellan hafi þynnst og hörfað á síð­ustu árum. Þar hafa land­mót­un­aröfl nátt­úr­unnar ekki aðeins sett svip sinn á fjöll­in, dal­ina og firð­ina. Úr þessu stór­brotna umhverfi, víð­átt­unni til lands og sjáv­ar, er hin fámenna en sann­ar­lega harð­gerða græn­lenska þjóð sprott­in. Þjóð sem hefur verið undir yfir­ráðum Dana í aldir en hefur síð­ustu ár tekið sífellt meiri völd á eigin mál­um. Meðal ann­ars nátt­úru­auð­lind­um.

Ferðamennska hefur aukist á Grænlandi síðustu ár og því hefur verið spáð að landið verði enn vinsælli áfangastaður í nánustu framtíð.

Nú er verið að reyna að stilla Græn­landi upp í miðj­unni á valda­brölti stór­velda á norð­ur­hjara ver­ald­ar. Sú upp­still­ing hefur átt ákveð­inn aðdrag­anda og ýmsir sér­fræð­ingar hafa á síð­ustu árum bent á að slíkt væri í upp­sigl­ingu. „Hug­mynd Trumps um að kaupa Græn­land varð til þess að heims­byggðin fór að átta sig á hvað fólk eins og við höfum verið að tala um allan tím­ann,“ sagði Dwa­yne Menezes, stofn­andi og for­stöðu­maður bresku hug­veit­unnar Polar Res­e­arch & Policy Ini­ti­ati­ve, í sam­tali við AFT. Græn­land eigi eftir að verða miðja geópóli­tíkur 21. ald­ar­inn­ar. Nátt­úru­auð­lind­irnar og sigl­inga­leið­irn­ar. Áhrif lofts­lags­ham­far­anna sem eru hvað mest á þessum slóð­um. Ofan á allt saman leggst svo þykkt lag af óþoli nokk­urra vest­ur­velda í garð Kín­verja og Rússa.

Efna­hags­líf Græn­lend­inga byggir helst á þremur stoð­um: Fisk­veið­um, land­bún­aði og ferða­mennsku. Sú síð­ast­nefnda hefur farið vax­andi og áður en heims­far­aldur COVID-19 skall á höfðu þekkt ferða­rit veðjað á að stóra eyjan í norðri yrði næsti „heiti“ áfanga­staður ferða­langa. Enn á eftir að koma í ljós hvort að sú spá ræt­ist og verði til þess að fólk eigi eftir að flykkj­ast til lands­ins og þá til að skoða hina óspilltu nátt­úru.

Auglýsing

„Það er ótrú­leg fjöl­breytni í málmum og verð­mætum frum­efnum í jarð­skorpu Græn­lands,“ skrif­aði Har­aldur eld­fjalla­fræð­ingur í fyrr­nefndri blogg­færslu sinni. „Fram­tíðin mun skera úr um, hvernig Græn­lend­ingar munu fara með þessi miklu auð­æfi í jörðu, en námu­vinnsla þar mun hafa gíf­ur­leg og nei­kvæð áhrif á umhverf­ið, allt til Íslands.“

Egede, for­maður IA, sem er nú að þreifa fyrir sér um myndun nýrrar rík­is­stjórnar á Græn­landi, sendi skýr skila­boð strax og úrslit þing­kosn­ing­anna voru ljós. „Við segjum nei við úran­vinnslu.“ Í fjallið sem hann ólst upp undir í bænum Nar­saq verður að minnsta kosti ekki graf­ið. Flokkur hans er hins vegar ekki alfarið á móti námu­vinnslu. Barnes getur því áfram haldið í von­ina. Og það gerir hann svo sann­ar­lega. Í síð­ustu viku var haft eftir honum að hann hefði engar áhyggjur af nýrri rík­is­stjórn. Hún myndi ekki sjá fyr­ir­tæki hans í öðru ljósi en sú síð­asta.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar