Mynd: Hafliði Sævarsson

Bleika alda Inkanna

Önnur vinstri sveifla stendur yfir í Rómönsku Ameríku. Hún hófst með kjöri Andrés Manuel López Obrador í Mexíkó árið 2018, hélt áfram með kjöri Gustavo Petro í Kólumbíu fyrr á þessu ári og afar líklegt er talið að hún muni skola Inácio Lula da Silva aftur í forsetastólinn í Brasilíu.

Quito í Ekvador er næst hæsta höf­uð­borg heims. Á götum þessar fal­legu borgar sem Ink­arnir byggðu er ber­sýni­legt hvaða áhrif heims­far­ald­ur­inn og versn­andi efna­hags­horfur hafa haft á land sem er sér nægt um flest og þar sem fram­tíð­ar­vonir voru að mestu bjartar á árunum 2007-2017. 

Þá var þar við völd Raf­ael Cor­r­ea, fram­fara­sæk­inn for­seti sem sór sig í ætt við nýja kyn­slóð vinstri­s­inn­aðra leið­toga í Rómönsku Amer­íku sem jafnan voru kenndir við Bleiku öld­una. Aðrir í þeim hópi voru Inácio Lula da Silva í Bras­il­íu, Nestor Kirchner í Argent­ínu, Evo Mora­les í Bólivíu og Hugo Chavez í Venes­ú­ela. 

Þó svo að arf­leifð og orð­spor þess­ara manna sé mjög ólík þá er ljóst að önnur og enn stærri vinstri alda skellur núna á þessum heims­hluta. Aftur á móti er enn óljóst hvernig risa­stóri nágrann­inn í norðri, Banda­rík­in, mun bregð­ast við. 

Nágrann­inn og bak­garð­ur­inn

Á 19. öld lýsti James Mon­roe Banda­ríkja­for­seti Rómönsku Amer­íku sem bak­garði Banda­ríkj­anna, stefna sem jafnan hefur verið kölluð Mon­roe dotrine og gengur út að halda evr­ópskum nýlendu­herrum frá álf­unni og aðstoða ríkin þar með beinum afskiptum Banda­ríkj­anna. Þessi afskipti hafa oftar en ekki verið hern­að­ar­leg og ósjaldan hafa stjórn­ar­skipti í löndum Rómönsku Amer­íku átt sér stað með her­valdi og íhlutun CIA. Gam­all brand­ari Lat­ínóa hljómar eitt­hvað á þessa leið: Veistu af hverju það hefur aldrei verið valda­rán í Was­hington? Nú, af því að þar er ekk­ert sendi­ráð Banda­ríkj­anna þar.

Núver­andi vinstri sveifla í for­seta­emb­ættum Rómönsku Amer­íku hófst með kjöri Andrés Manuel López Obrador í Mexíkó árið 2018. Hann hefur vakið athygli fyrir rót­tækar ákvarð­anir og að tala tæpitungu­laust. Síðan urðu ákveðin þátta­skil í júlí á þessu ári þegar Kól­umbíu­búar kusu Gustavo Petro sem for­seta lands­ins, fyrsta vinstri mann­inn í 200 ár. 

Miklar líkur eru á að í Bras­ilíu verði Inácio Lula da Silva kjör­inn aftur til for­seta í haust eftir að hafa gegnt emb­ætt­inu frá 2003-2011 og setið í fang­elsi í milli­tíð­inni síðan þá. Ef það gengur eftir munu 80% þeirra tæp­lega 700 milljón íbúa sem búa í Rómönsku Amer­íku eiga sér vinstri-­sinn­aða leið­toga, þ.á.m. í öllum sjö fjöl­menn­ustu ríkj­unum (Bras­il­íu, Mexíkó, Kól­umbíu, Argent­ínu, Perú, Venes­ú­ela og Síle). 

Aðdá­andi Heilags Frans af Asísí til valda

Andrés Manuel López Obrador var kjör­inn for­seti í Mexíkó árið 2018 eftir að hafa tapað for­seta­kosn­ingum tvisvar á löngum stjórn­mála­ferli þar sem m.a.  vís­bend­ingar um svindl höfðu áður leitt til mót­mæla. López Obrador hafði áður vakið athygli fyrir fram­sækna nálgun í bar­átt­unni við glæpi og fátækt sem borg­ar­stjóri Mexík­ó­borg­ar.

Andrés Manuel López Obrador var kjörinn forseti Mexíkó árið 2018.
Mynd: EPA

López Obrador beitti engum vett­linga­tökum við að sýna fram á að sér væri alvara í að taka á mis­rétti í land­inu eftir að hann varð for­seti. Hann lækk­aði eigin laun um meira en helm­ing en áður hafði launa­munur for­seta og meðal verka­manns hvergi verið meiri en í Mexíkó. Hann setti einnig rán­dýra for­seta­flug­vél for­vera síns á sölu.

Vana­lega hafa mexíkóskir for­setar sem viljað hafa taka á fátækt gert það með hærri sköttum en López Obrador ætlar sér að minnka kerf­is­læga spill­ingu og rík­is­báknið með því að reka eða færa til rík­is­starfs­menn utan verka­lýðs­fé­laga í æðstu- og milli­stjórn­enda­stöð­um. Einnig eiga rík­is­starfs­menn að fá föst laun, enga bónusa og vinna sléttar átta klukku­stundir sex daga vik­unn­ar. Hann hefur lagt til að öryrkjar og 68 ára og eldri sem eru utan bóta­kerfis fái nauman líf­eyri upp á 134 dali á mán­uði.

López Obrador hefur sagst vilja sækja í átt­ina að „fransískri fátækt“ með því færa fátækum styrki og ná fram efna­hags­legri þró­un, fjölgun starfa og vel­ferð. Heil­agur Frans af Asísí var kaþ­ólskur dýr­lingur sem fyr­ir­leit efn­is­legan auð svo hann gæti þjónað Kristi sem fátækur mað­ur. 

Mexík­ó­for­seti gekk einnig svo langt að leggja til að Banda­ríkin ættu að taka niður Frels­is­stytt­una ef Julian Assange yrði fram­seldur og fang­els­aður í Banda­ríkj­un­um. Hann hefur lagt blessun sína yfir að Assange fái hæli í Mexíkó en áður hafði Cor­r­ea, fyrrum for­seti Ekvador, veitt stofn­anda Wiki­leaks hæli í sendi­ráði lands­ins í London. 

For­seti Kól­umbíu var pynt­að­ur 

Líkt og kollegi sinn í Mexíkó, var nýkjör­inn Gustavo Petro áður borg­ar­stjóri í höf­uð­borg­inni (Bogota) og  náði kjöri í þriðju til­raun eftir að hafa kom­ist á kjör­seð­il­inn tvisvar áður. Í fyrri skiptin var einnig mót­mælt vegna ásak­ana um svind­l. 

Gustavo Petro er hag­fræð­ingur að mennt og var félagi í skæru­liða­sam­tök­unum M-19. Árið 1985 var hann hand­tek­inn og pynt­að­ur. Til þess að ná kjöri þann 19. Júní s.l. hætti hann að tala um skæru­liða og sós­í­al­isma en lýsti sér sem fram­sæknum fram­bjóð­anda í þágu breyt­inga.

Vara-­for­seti hans er Francia Marquez, lög­fræð­ingur og umhverf­is­vernd­ar-aktí­visti. Hún er enn fremur svört á hör­und sem þykir álíka ef ekki meiri fram­för í kól­umbísku lýð­ræði heldur en að vinstri maður hafi verið kjör­inn í fyrsta skipti í 200 ár. 

Kól­umbía hefur jafnan haldið sterk­ustu tengsl­unum við Banda­ríkin af öllum löndum álf­unnar en eftir að Petro var kos­inn er horft til þess hvort Joe Biden og ráð­gjafar hans blandi sér í málin í Kól­umbíu og víð­ar. 

Úr fang­elsi og lík­lega í for­seta­stól­inn í Bras­ilíu

Eftir miðja 20. öld­ina var stórum hluta Rómönsku Amer­íku stjórnað af hægri sinn­uðum her­for­ingjum og ein­ræð­is­herrum sem oftar en ekki nutu stuðn­ings Banda­ríkj­anna. Þekktasta dæmið er lík­lega Síle þar sem Augu­sto Pin­ochet leyfði Milton Fried­man og Chicago hag­fræð­i­strák­unum að prófa rót­tækar frjáls­lyndar efna­hags­stefnur á meðan stjórn­ar­and­staðan í land­inu var pyntuð og myrt á skipu­lagðan hátt. Salvador Allende for­seti var felldur í valdaráni og her­for­ing­inn Pin­ochet stjórn­aði með harðri hendi. Svipuð var upp á ten­ingnum með Videla í Argent­ínu, Bor­da­berry í Úrúg­væ, Nori­ega í Panama og Var­gas í Bras­il­íu.

Eðli afskipta banda­rískra stjórn­valda í bak­garði sínum í Rómönsku Amer­íku hefur nú breyst. Í stað­inn fyrir að styðja ein­ræð­is­herra með „réttar skoð­an­ir“ með vopnum hefur bar­áttan færst fyrir dóm­stóla þar sem öllum brögðum er beitt til að fella vin­sæla stjórn­mála­menn með „rangar skoð­an­ir.“ 

Eft­ir­tekt­ar­verð­asta dæmið er í Bras­ilíu þar sem tveir almennt mjög vin­sælir og vel liðnir for­setar voru hraktir frá völdum eða settir í fang­elsi vegna ásak­ana um spill­ingu. Því hefur verið haldið fram að Inácio Lula Da Silva og Dilma Rousai­eff voru ein­fald­lega að reyna koma hlutum í fram­kvæmd í kerfi sem var spillt fyrir og þau ekki nógu spillt til að spila með.

Inácio Lula Da Silva þykir líklegur til að endurheimta forsetastólinn í Brasilíu.
Mynd: EPA

En nú er sá fyrr­nefndi, oft­ast kall­aður Lúla, laus eftir að hæsti­rétt­ur  Bras­ilíu sýkn­aði hann. Í milli­tíð­inni varð Jair Bols­anaro for­seti (Lúla var í fang­elsi og gat ekki boðið sig fram þrátt fyrir að vera vin­sælli kandídat) og gerði sak­sóknar­ann í máli Lúla að dóms­mála­ráð­herra við litla hrifn­ingu gagn­rýnenda.

Bol­son­aro var oft kall­aður litli Trump og þykir um margt álíka skraut­legur og duttl­unga­fullur og stóri Trump. Hann hefur verið gagn­rýndur fyrir að leyfa stór­aukið skóg­ar­högg í Amazon regn­skóg­inum og afleit við­brögð við Covid far­aldr­inum en hvergi annar staðar lét­ust fleiri af sökum veirunnar en í Bras­ilíu (600 þús) nema í Banda­ríkj­unum (yfir ein millj­ón). Bol­son­aro er enn við völd í Bras­ilíu en yfir­gnæf­andi líkur eru á að honum verði sparkað út úr for­seta­höll­inni af Lúla sjálf­um. Þá verður Bleika aldan í Suður Amer­íku að risa­öldu þar sem Brasilía fjöl­menn­asta land álf­unn­ar.

Af hverju skellur Bleika aldan skellur aft­ur?

Vin­sældir fram­sæk­inna vinstri-­sinn­aðra leið­toga í Rómönsku Amer­íku má eflaust að hluta til rekja til þeirra minn­inga sem kjós­endur hafa af víð­tæk­ari vel­ferð­ar­kerfum á tímum fyrri Bleiku öld­unn­ar. Sú alda fjar­aði út þegar hægri sinn­aðir leið­togar eins og Ivan Duque í Kól­umbíu og Jair Bol­son­aro í Bras­ilíu komust til valda. Póli­tískir vindar í Rómönsku Amer­íku nútím­ans eru oft keðju­verk­andi þar sem skipti frá hægri eða vinstri væng í einu landi leiðir til svip­aðrar nið­ur­stöðu í öðrum lönd­um. 

Jair Bolsonaro er oft kallaður litli Trump.
Mynd: EPA

Eitt stærsta vanda­málið í heims­hlut­anum er fátækt og þær hindr­anir sem liggja í vegi vinn­andi fólks í við­leitni sinni við að færa fjöl­skyldur sína upp úr lægri þrepum stétt­anna í sam­fé­lags­stig­an­um. Það sem gerir vanda­málið enn sorg­legra að oft eru það frum­byggja­sam­fé­lögin sem fram­leiða fæði og klæði fyrir meiri­hluta lands­manna en þurfa samt búa við verstu örbirgð­ina. 

Aug­ljóst er að vin­sældir vinstri­s­inn­aðra fram­bjóð­enda sem boða atvinnu­sköpun og auk­inn jöfnuð á aukast við þessar aðstæð­ur. López Obrador í Mexíkó hefur til dæmis sett skóg­rækt í for­gang ekki ein­ungis til að græða landið heldur einnig til að skapa störf við rækt­ina og afleidd tæki­færi.

Einnig er ljóst að eftir grimmd­ina sem færst hefur í stjórn­málin eftir harka­lega nálgun leið­toga eins og Trump og Bol­son­aro eru kjós­endur að leita að frið­sam­ari val­kostum og stöð­ug­leika. Margar vís­bend­ingar eru í orð­ræðu leið­toga Bleiku öld­unnar að þeir forð­ist öfgar, leiti til miðj­unnar frá vinstri og selja sig sem boð­bera sann­gjarnra breyt­inga. Nýju bleiku leið­tog­arnir eru raun­særri og ekk­ert endi­lega and-­banda­rískir líkt og þeir sem til­heyrðu fyrstu kyn­slóð­inn­i. 

Í borg Inkanna í Ekvador

Á götum Quito í 2850 metra hæð eru ber­sýni­leg­ustu merkin um fátækt og örvænt­ingu bein afleið­ing af gjörðum eins rót­tæk­asta og sýni­leg­asta bleika leið­tog­ans af fyrstu kyn­slóð­inni, Hugo Chavez, sem var við völd í Venes­ú­ela frá 1999 til 2013. Þar sem áður skott­uð­ust jakka­fata­klæddir fjár­festar og emb­ætt­is­menn á milli gler­há­hýsa byggðum úr kín­verskum bygg­ing­ar­efnum fyrir kín­verskt lánsfé (á tímum áður­nefnds Cor­r­ea) hýr­ast nú venes­ú­elskar fjöl­skyld­ur. Þær eru á flótta frá heima­landi sínu, búa á göt­unni með unga­börn og selja smá­legt drasl eins og tyggjó og orku­drykki á fjöl­förnum gatna­mót­um.

Flóttamaður, líklega frá Venesúela, hefur ofan af fyrir börnum sínum þar sem hann stundar smásölu á gatnamótu í Ekvador.
Mynd: Hafliði Sævarsson

Arf­taki Chavez Venes­ú­ela, Nicolas Maduro, hefur leitt glóru­lausa efna­hags­stefnu sem sökkt hefur hag­kerf­inu í djúpa efna­hag­skreppu og ekki hefur við­skipta­bann Banda­ríkj­anna hjálpað til. Talið er að 6 millj­ónir Venes­ú­ela­búar séu á flótta, flestir í nágranna­lönd­unum en lít­ill hópur hefur einnig náð til Íslands.

Við­skipta­bönn Banda­ríkj­anna á hin ýmsu lönd í bak­garði sínum hefur lítil sem engin áhrif haft á það hverjir stjórna, sér­stak­lega á Kúbu og í Venes­ú­ela. Þau hafa ein­fald­lega styrkt leið­tog­anna í sessi sem fá góða afsökun fyrir slöku efna­hags­gengi á meðan þjóðir þeirra svelta.

Nicolas Maduro hefur innleitt efnahagsstefnu sem fáir telja að mikið vit sé í. Fyrir vikið er talið að um sex milljónir íbúa Venesúela séu á flótta.
Mynd: EPA

Það verður því mikil áskorun fyrir Banda­ríkin að takast á við nýju Bleiku öld­ina og við­halda góðum sam­skiptum og sam­starfi. Í Ekvador er nú Guill­ermo Lasso for­seti, auð­kýf­ingur og hægri maður sem nýlega þurfti að semja við skipu­lögð sam­tök frum­byggja. Þau höfðu stöðvað sam­göngur og hag­kerfið í land­inu með mót­mælum vegna hækk­andi verð­lags. Þar mun­aði mjóu að einn af síð­ustu hægri leið­tog­unum í álf­unni þyrfti að taka poka sinn.

Við þetta bæt­ist að Kína er orð­inn virkur þátt­tak­andi í efna­hags­upp­bygg­ingu í álf­unni en í stað þess að blanda sér í stjórn­mál og grípa til við­skipta­banns þá er nálgun Kín­verja efna­hags­leg og jafnan upp­byggi­leg. En spill­ingin er sjaldan langt und­an. 

Sem dæmi má nefna að á meðan Cor­rea var for­seti í Ekvador voru byggðir nýtísku­legir og vel búnir flug­vellir í stærri borg­um, nýr háskóli og glæsi­lega höf­uð­stöðvar UNA­SUR (Sam­band Suður Amer­íku­þjóða). 

Ekvadorar í Quito bíða í röð til að sækja um störf hjá borgaryfirvöldum.
Mynd: Hafliði Sævarsson

Flestir íbúar Ekvador kjósa að keyra á milli borga þegar þeir leggja í ferða­lög og margir af þessum nýju flug­völlum standa tóm­ir. Eng­inn hefur útskrif­ast frá nýja glæsi­lega háskól­anum og UNA­SUR sam­tökin eru svo gott sem dauð og höf­uð­stöðvum þeirra hefur verið skil­að. Allar þessar risa-fram­kvæmdir eru nú gagns­lausar og kalla íbúar Ekvador þetta hvíta fíla.  

Stór fjár­fest­inga­verk­efni bjóða upp á tæki­færi fyrir spillta emb­ætt­is­menn til að taka hluta af fjár­fest­ing­ar­fénu undir borð­ið. Það er út af slíkum málum sem Raf­ael Cor­rea er nú á flótta undan rétt­vís­inni og býr í Belg­íu, heima­landi eig­in­konu sinn­ar.

Á ferð í leigu­bíl til Quito nýlega frá Tena sem er ein af þess­ari borgum með auðan flug­völl var haft á orði við bíl­stjór­ann hversu góð hrað­brautin væri. Hann sagði svo vera og að hún hefði verið lögð á tímum Raf­ael Cor­r­ea. Hann sagði að allt hefði verið betra þegar Cor­rea var for­set­i. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar