Drottning heimsveldis kvaddi án uppgjörs

Í sjötíu ár, sjö mánuði og tvo daga var hún drottning Bretlands og á þeim tíma einnig þjóðhöfðingi margra annarra ríkja vítt og breitt um jarðarkringluna. Þetta víðfeðma ríki hennar, sem fór reyndar minnkandi er á valdatíð hennar leið, var byggt á arðráni, þrældómi og ofbeldi – fortíð sem hvorki hún né ríkisstjórnir hennar gerðu nokkru sinni upp að fullu.

Elskuð, dýrkuð og dáð. Illa þokkuð og fyr­ir­lit­in. Tákn sam­stöðu og stöð­ug­leika. Tákn rang­lætis og vald­níðslu.

Öll þessi orð eiga við um til­finn­ingar fólks í garð Elísa­betar II drottn­ingar sem féll frá í vik­unni, 96 ára að aldri. En hið nei­kvæða til­finn­ing­a­rót sem and­lát hennar hefur valdið bein­ist þó minnst að mann­eskj­unni Elísa­betu. Hana þekktu aðeins fáir í raun. Heldur að stofn­un­inni sem hún stóð fyr­ir: Bresku krún­unni, breska heims­veld­inu sem síðar varð breska sam­veld­ið. Veldi sem byggði auð sinn og vel­megun á þján­ingum ann­arra.

Elísa­bet fædd­ist inn í þessar aðstæður árið 1926. Var hund­elskt lítið stelpu­skott sem dáði litlu systur sína og kall­aði afa sinn „afa England“. Þegar afi dó, Georg 5. kon­ung­ur, tók föð­ur­bróðir hennar við krún­unni en kærði sig að end­ingu ekki meira um það hlut­verk en svo að hann lagði hana á hill­una – tók ást­ina fram yfir kon­ungs­rík­ið.

Og allt líf Elísa­betar breytt­ist. Albert pabbi henn­ar, sem hún eyddi jafnan löngum stundum með, varð Georg sjötti og hún krón­prinsessa.

Elísabet ásamt yngri systur sinni, Margréti.

Elísa­bet fædd­ist á tíma þegar breska heims­veldið stóð í sem mestum blóma, myndu ein­hverjir segja, en aðrir orða það öðru­vísi: Á tíma þar sem fólk í svoköll­uðum nýlendum var kúgað sem aldrei fyrr.

Asía, Afr­íka, Kar­ab­íska­haf­ið. Sext­ánda öldin var tími mik­illa land­vinn­inga Evr­ópu­ríkja. Heims­valda­stefnan var hafin í öllu sínu veldi. Eng­lend­ing­ar, síðar Bret­ar, sölsuðu undir sig hvert land­svæðið á fætur öðru í þessu kapp­hlaupi um yfir­ráð og völd. Til að standa undir auk­inni vel­megun heima fyrir var verslað með fólk, nátt­úru­auð­lindir og afurðir sem frjó­samur jarð­vegur hinna „nýfundnu“ landa gaf af sér með blóði, svita og tárum fólks í ánauð. Hagn­aður af kaffi, sykri, tóbaki og málmum flæddi bók­staf­lega frá nýlend­unum í vasa nýlendu­herr­anna.

Breska heimsveldið var stærra en nokkru sinni áður um það leyti sem Elísabet fæddist.

Á þriðja ára­tug síð­ustu ald­ar, er Elísa­bet fædd­ist, var breska heims­veldið stærra en nokkru sinni, náði yfir um fjórð­ung af öllu land­svæði jarðar og drottn­aði því yfir tæp­lega 460 millj­ónum manna. Land­vinn­ingar Evr­ópu­ríkja í Afr­íku voru settir á odd­inn um alda­mótin 1900 og Bretar hrifsuðu völd yfir Egypta­landi, Ken­ía, Nígeríu og stórum land­svæðum í sunn­an­verðri álf­unni. Þar högn­uð­ust þeir á gulli, salti og fíla­beini – eftir að hafa neyðst til að banna það sem getur ekki talist annað en mesti skammar­blettur mann­kyns­sög­unn­ar: Þræla­hald.

Ómögu­legt er að færa í orð – hvað þá meta í fjölda fólks eða til fjár – allar þær þján­ingar sem heims­valda­stefnan olli. Fólkið í nýlend­unum var ekki aðeins rænt auð­lindum sínum og frelsi heldur menn­ingu, siðum og sögu. Og sárin eru ekki enn gró­in.

Elísabet í heimsókn á karabísku eyjunni Granada árið 1966. Eyjan tilheyrði þá samveldi hennar.

Eftir síð­ari heims­styrj­öld­ina fór að molna veru­lega undan breska heims­veld­inu. Árið 1947 náði Ind­land t.d. loks að öðl­ast sjálf­stæði. Þegar Elísa­bet varð drottn­ing, sem gerð­ist einmitt þegar hún var á ferða­lagi um nýlend­una Ken­ía, var því sjálf­stæð­is­bar­átta margra ríkja hafin fyrir alvöru. Á sjö­unda og átt­unda ára­tug síð­ustu aldar los­uðu meira en tutt­ugu ríki í Afr­íku og Kar­ab­íska­haf­inu sig úr fjötrum Breta.

Ríki Elísa­betar drottn­ingar var því allt annað en það sem hún fædd­ist í. Hætt var að tala um breska heims­veld­ið. Nú var það nefnt sam­veld­ið. Elísa­bet var þó áfram þjóð­höfð­ingi hinna nýfrjálsu ríkja, af ýmsum ástæð­um.

EPA

Millj­ónir manna syrgja Elísa­betu drottn­ingu en því er þó alls ekki eins farið með alla. Margir tengja hana við blóð­uga for­tíð breska heims­veld­is­ins sem hefur enn í dag áhrif á líf og kjör fólks fyrrum nýlend­anna. „Hin ólíku við­brögð benda til þess flókna sam­bands og þeirra blendnu til­finn­inga sem fólk hefur til bresku krún­unn­ar,“ segir Matt­hew Smith, breskur pró­fessor í sagn­fræði, sem hefur rann­sakað þræla­hald Breta ítar­lega.

For­feður og -mæður Elísa­betar II höfðu bein­línis beitt sér fyrir þræla­haldi, arðráni og í land­vinn­ingum og nýtt til þess sín kon­ung­legu tengsl. Eitt dæmi um það er stofnun Royal African Company árið 1660. Stofn­and­inn var Karl II kóngur og sá sem fór fyrir félag­inu var bróðir hans, her­tog­inn af York, síðar Jakob kon­ungur II. Þetta félag gróf eftir gulli og ger­semum í Afr­íku, keypti fíla­bein í stórum stíl og flutti svo að því er talið er að minnsta kosti 3.000 Afr­íku­búa til eyj­unnar Bar­bados í þræl­dóm. Fólkið var margt hvert brenni­merkt með stöf­unum DY, fanga­marki her­tog­ans af York (Duke of York). Bæði Jakob og Karl II fjár­festu per­sónu­lega í þessu alræmda félagi.

Filippus og Elísabet í opinberri heimsókn á Barbados árið 1966.

Í söfn­um, inni á heim­ilum og í höllum í Bret­landi er enn að finna áþreif­an­leg ummerki heims­valda­stefn­unn­ar. Lista­verk og forn­gripi frá fjar­lægum löndum – hluti sem eiga heima ann­ars staðar en hefur ekki verið skil­að, jafn­vel þótt um það hafi verið beð­ið.

Gripum sem sagðir eru í eigu kon­ungs­dæm­is­ins, svo sem Koh-i-Noor dem­ant­ur­inn í sjálfum krúnu­djásn­un­um, sem stolið var á tímum nýlendu­stefn­unn­ar. Bæði yfir­völd í Pakistan og á Ind­landi hafa ítrekað beðið um að dem­ant­inum verði skil­að. Dóms­mál hafa verið höfðuð vegna máls­ins. Það mál var óút­kljáð er Elísa­bet lést en ind­versk stjórn­völd hafa frá and­láti hennar ítrekað þær kröfur sínar að fá dem­ant­inn aft­ur. Dem­ant­ur­inn varð að krúnu­djásni í tíð Vikt­oríu drottn­ingar en hún bar einnig tit­il­inn keis­ara­ynja yfir þá nýlend­unni Ind­landi.

Breskur sagn­fræð­ing­ur, Lucy Wors­ley, rann­sak­aði sögu þræla­halds í tengslum við hallir kon­ungs­fjöl­skyld­unnar árið 2020. Hún segir að allar eignir fjöl­skyld­unnar frá því á sautj­ándu öld megi með einum eða öðrum hætti rekja til auðs sem til­kom­inn var vegna versl­unar með fólk. Það eigi t.d. við um hall­irnar í Kens­ington og Hampton Court.

Þarna er hann, í miðju kórónunnar, einn stærsti slípaði demantur veraldar sem Indverjar vilja fá aftur.
EPA

Árið 1947 ávarp­aði Elísa­bet, þá krón­prinsessa, sam­veldið í útvarpi. Í því hét hún því að helga líf sitt þjón­ustu við „okkar stór­kost­legu heims­veld­is­fjöl­skyldu sem við öll til­heyr­um.“ Með heims­veld­is­fjöl­skyldu (imper­ial family) vís­aði hún til ríkj­anna og allra nýlend­anna sem þá voru enn undir oki Breta.

Elísa­bet helg­aði svo sann­ar­lega líf sitt þegnum kon­ungs­rík­is­ins. Jafn­vel er hægt að halda því fram að hún hafi tekið hlut­verk sitt sem slíkt fram yfir sína eigin fjöl­skyldu. Að hún hafi verið drottn­ing fyrst en eig­in­kona og móðir svo. Skyldu­ræknin var henni í blóð borin en hún dró líka að sér það and­rúms­loft sem hún fædd­ist inní og ólst upp í, að hvítir Evr­ópu­búar væru yfir aðra hafnir og ættu að „siða“ fólk af öðrum kyn­þáttum – inn­tak þræla­halds­ins og nýlendu­stefn­unnar í hnot­skurn.

Hægt er að halda því fram að hún hafi verið barn síns tíma að þessu leyti en hins vegar baðst hún aldrei afsök­unar á syndum feðra sinna eða sam­ferða­manna, jafn­vel ekki á því ofbeldi sem aug­ljós­lega átti sér stað er hún hélt á valda­sprot­an­um. Hún gaf ein­fald­lega ekk­ert út á það opin­ber­lega.

Völd hennar voru tak­mörk­uð, meira en for­vera hennar flestra á valda­stóli. Hún hafði ekki póli­tískt vald í eig­in­legum skiln­ingi. Hún var sam­ein­ing­ar­tákn­ið, þjóð­höfð­ing­inn sem ferð­að­ist um heim­inn, m.a. milli nýlend­anna, lík­lega víð­förl­asti jarð­ar­búi hingað til. Er nýlend­urnar urðu sjálf­stæð­ar, sumar eftir ára­langa bar­áttu, reyndi hún að halda góðum tengslum við þau ríki. Hún heim­sótti Kína, fyrst breskra þjóð­höfð­ingja, eftir að Bretar slepptu loks tak­inu af Hong Kong, svo dæmi sé tek­ið.

Hún er sögð hafa tekið afstöðu gegn aðskiln­að­ar­stefn­unni í Suð­ur­-Afr­íku, farið á fund leið­toga sam­veld­is­ríkj­anna í Sam­bíu árið 1979 – gegn ráðum Marg­ar­etar Thatcher for­sæt­is­ráð­herra. Á sjö­unda ára­tugnum var hún tals­maður þess að allar athafnir á Sam­veld­is­deg­in­um, hátíð­ar­degi ríkja sem veldi hennar til­heyrðu, yrðu fjöl­menn­ing­ar­legar og öllum trú­ar­brögðum fagn­að.

Feðraveldi eða samveldi? Elísabet, nýkrýnd drottning, ásamt leiðtogum ríkja breska samveldisins um miðjan sjötta áratug síðustu aldar.

Hún var ekki kona margra orða eða stórra yfir­lýs­inga en hún sýndi með fyrr­greindum hætti ákveð­inn vilja í verki; að halda öllum góð­um, byggja brýr, lægja öld­ur. Reyna sitt til að halda fjöl­skyld­unni sam­an.

„Við vorum barin og brotin niður til að trúa því að okkar til­gangur sem þjóðar væri að þjón­usta ykk­ur,“ sagði í yfir­lýs­ingu PNP, stjórn­mála­hreyf­ingar á kar­ab­ísku eyj­unni Jamaíka, er Vil­hjálmur (nú krón­prins) og Katrín eig­in­kona hans komu þangað í mars á þessu ári. Götur voru mal­bik­aðar og spít­al­arnir þrifnir hátt og lágt fyrir hina kon­ung­legu heim­sókn slíkt hið sama var ekki gert fyrir blá­fá­tæka íbúa Jamaíka sem þurfa á þessum innviðum að halda á hverjum degi.

Katrín og Vilhjálmur heimsóttu Jamaíka, sem er undir breska samveldinu, í mars. Þá voru þau hertogahjón. Nú eru þau prins og prinsessa.
EPA

Heim­sókn Vil­hjálms og Katrínar var alls ekki tekið af fullum sam­hug eyja­skeggja. Bretar gerðu Jamaíka að nýlendu sinni árið 1866 (hún var áður undir yfir­ráðum Spán­verja) og sjálf­stæði fékkst ekki fyrr en tæpri öld síð­ar. Elísa­bet var þó allar götur síðan þjóð­höfð­ingi.

Vil­hjálmur ávarp­aði Jamaíka­búa og lýsti yfir „djúp­stæðri sorg“ vegna þræla­halds­ins sem yrði „að eilífu blettur á sögu okk­ar“. Hann minnt­ist hins vegar ekki einu orði á hlut­verk fjöl­skyldu sinnar í þeirri hryggð­ar­sögu. Ekki frekar en amma hans gerði, að minnsta kosti opin­ber­lega, í heim­sóknum á þessar slóðir og aðrar sem eru drifnar blóði heims­valda­stefn­unn­ar.

Við frá­fall drottn­ing­ar­innar skap­að­ist því umræða á sam­fé­lags­miðlum um hina óupp­gerðu for­tíð. „Hún varð drottn­ing er hún var á ferða­lagi um Ken­ía. Afr­íku­búar bjuggu þá við aðskiln­að­ar­stefnu, voru frels­is­svipt­ir, pynt­aðir og drepn­ir,“ skrif­aði Twitt­er-not­andi sem gagn­rýndi harð­lega það orða­lag Breska rík­is­út­varps­ins að drottn­ingin hefði átt í „lang­vinnu sam­bandi“ við Kenía og aðrar Afr­íku­þjóð­ir.

Elísabet í heimsókn á eyjunni Nevis í Karabískahafinu á sjöunda áratugnum.

Karen Atti­ah, blaða­maður á Was­hington Post, segir að það ætti engum að koma á óvart að ekki allir lýstu yfir sorg vegna dauða drottn­ing­ar­inn­ar. „Svart og brúnt fólk um allan heim var beitt ólýs­an­legri grimmd og arðráni á nýlendu­tím­anum og þetta fólk hefur rétt til þess að hafa ákveðnar til­finn­ingar í garð Elísa­betar drottn­ing­ar,“ skrifar hún. „Þegar öllu er á botn­inn hvolft voru þeir þegnar hennar lík­a.“

Þótt Elísa­bet hafi ekki haft póli­tísk völd hafi voða­verk verið framin af rík­is­stjórnum hennar hátignar – í hennar valda­tíð. Bent hefur t.d. verið á að breskir her­menn hafi drepið og pyntað þús­undir Ken­ía­manna á árunum 1952-1960.

Einnig hefur verið minnt á borg­ara­stríðið í Nígeríu sem upp­hófst er Bretar við­ur­kenndu loks sjálf­stæði lands­ins árið 1960. Þá útveg­uðu Bretar hinni nýju níger­ísku stjórn mikið magn vopna, opin­ber­lega til að tryggja „frið“ en að margra mati til þess að geta áfram keypt olíu.

Árið 1961 fór Elísabet drottning í heimsókn til Gana. Sú ferð var táknræn fyrir vilja hennar að halda góðum tengslum við fyrrverandi nýlendur. Gana hafði orðið sjálfstætt ríki nokkrum árum fyrr.

Þá hefur verið rifjað upp að breski nýlendu­stjór­inn á Kýpur lýsti yfir neyð­ar­á­standi árið 1955 og það sama gerðu þeir sem fóru með yfir­ráð nýlend­unnar Jemen árið 1963. Fólkið var að rísa upp, vildi undan Bret­um, og við því var brugð­ist með hörku. Valdi.

Óöld hefur oft og tíðum ein­kennt ástand í fleiri fyrr­ver­andi nýlendum og yfir­ráða­svæðum breska heims­veld­is­ins. Þótt ekki sé hægt að full­yrða að vald­níðslu nýlendu­herr­anna sé einni um að kenna er óhætt að segja að sá yfir­gangur hafi orðið olía á öll þau ófrið­ar­bál. Þjóðir fengu ekki að þróast, þroskast og dafna á eigin for­send­um. Þeim var haldið niðri og þær rændar sinni menn­ingu og sínum auð­lind­um. Og sjálf­stæð­is- og valda­bar­áttan sem við tók, innan rúðu­strik­aðra landamæra sem Evr­ópu­ríki teikn­uðu upp, hefur kostað millj­ónir manns­lífa.

„Sam­veldið er ekk­ert í lík­ingu við heims­veldi for­tíð­ar­inn­ar,“ sagði Elísa­bet í jóla­ávarpi sínu, ári eftir að hún varð drottn­ing. Sam­veldið hafði verið stofnað form­lega árið 1949, á tíma þar sem nýlendur Breta í Asíu voru hver af annarri að brjót­ast til sjálf­stæð­is. En það byggði á grunni heims­veld­is­ins, sama hvað orðum ungrar Elísa­betar drottn­ingar líð­ur. Sam­veldið hafði þá yfir­lýstu stefnu að mennta og leiða nýlend­urnar í átt að sjálf­stjórn þótt það ætti einnig, leynt eða ljóst, að tryggja ítök og völd Breta um heims­byggð­ina. En það sem byggt var á yfir­gangi og ofbeldi gat ef til vill ekki endað öðru­vísi en í blóð­baði.

Á síð­ustu árum hefur vax­andi þrýst­ingur verið á bresk stjórn­völd að við­ur­kenna og bæta fyrir voða­verk þau sem unnin voru á tímum heims­veld­is­ins. Hænu­skref hafa verið stigin í þá átt en með aðstoð dóms­stóla.

Breska ríkið féllst árið 2013 á að greiða fórn­ar­lömbum pynt­inga í valda­tíð sinni í Kenía bæt­ur. Þær námu sam­an­lagt 20 millj­ónum sterl­ingspunda. Árið 2019 voru sam­bæri­legar bætur greiddar eft­ir­lif­endum ofbeld­is­verk­anna á Kýp­ur.

Breskir hermenn frömdu mikil voðaverk í hinni svokölluðu maumau uppreisn í Kenía eftir að Elísabet tók við völdum.
EPA

Elísa­bet II drottn­ing var horn­steinn í lífi margra á oft ólgu­tímum í sam­fé­lagi manna. Hún var fast­inn í glund­roða hraðra breyt­inga. Ein­hvern veg­inn að því er virt­ist óhagg­an­leg.

Nýleg skoð­ana­könnun sýndi að hún naut hylli um 75 pró­senta Breta. „Stærsta vanda­mál okkar er drottn­ing­in! Allir elska hana,“ sagði for­maður ástr­alska Verka­manna­flokks­ins eitt sinn er gagn­rýni á sam­veldið sem land hans til­heyrir enn fór vax­andi. Hún var límið sem hélt þessu öllu sam­an.

Elísa­bet var lokuð bók allt sitt líf, skrif­aði Tina Brown, sem starf­aði eitt sinn sem ráð­gjafi við hirð drottn­ing­ar, í bók sinni The Palace Papers. Og af því að hún sýndi sjaldan til­finn­ingar sín­ar, tjáði sig ekki um eld­fim póli­tísk mál­efni, þá bjó fólk til sína eigin hug­mynd um hvaða mann­eskju hún hafði að geyma. Þannig varð hún allra. Sam­ein­aði fólk, skipti því ekki í póli­tískar fylk­ing­ar, tók ekki – að minnsta kosti opin­ber­lega – eina hlið fram yfir aðra. „Og það hlýtur að hafa verið lýj­andi fyrir hana,“ skrifar Brown.

Hún var drottn­ing í kjöl­far heims­styrj­ald­ar. Drottn­ing þegar heims­far­aldur COVID-19 gekk yfir. Hún var drottn­ing á tímum þar sem heims­veldi Bret­lands leyst­ist upp eða tók á sig aðra mynd eftir því hvernig á það er lit­ið. „Heim­ur­inn eins og hann var við krýn­ingu hennar er ein­fald­lega ekki til leng­ur,“ segir Helen Lewis, blaða­maður The Atl­ant­ic.

Þeir urðu rúmlega sjö áratugirnir sem Elísabet sat á valdastóli.
EPA

Í fyrra ákvað Bar­bados að stofna lýð­veldi og gera for­seta þess að þjóð­höfð­ingja í stað Elísa­betar drottn­ing­ar. Það til­heyrir þó enn sam­veld­inu sem henni var svo annt um. Eyjan var nýlenda Breta í 300 ár. Þar hófst þræla­hald þeirra fyrir alvöru. Fólki var rænt í Afr­íku, það brenni­merkt með fanga­marki her­tog­ans af York og því svo þrælað út, kyn­slóð fram af kyn­slóð, á syk­ur­plantekr­un­um.

Margar þess­ara plantekra eru enn í eigu Breta.

Mun fólkið sem enn til­heyrir breska sam­veld­inu, íbúar eyj­anna í Kar­ab­íska­haf­inu til dæm­is, vilja Karl III sem kon­ung sinn? Eða mun það fylgja for­dæmi Bar­badosa?

Tím­inn einn mun leiða það í ljós. Síð­asti kóngur sem bar nafnið Karl átti stóran þátt í harm­sögu margra þess­ara þjóða. Og hann hélt þræla við hirð sína.

Eina mann­eskju keypti hann per­sónu­lega fyrir 50 pund.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar