Bára Huld Beck

„Ég held að þetta verði negla“

Voru jarðarberin íslensk og hljómaði Tarzan Boy virkilega er spennan var að ná hámarki? Blaðamaður Kjarnans fylgdist með gáskafullri kosningavöku Framsóknarflokksins, eða „partístofu Ásmundar Einars“ eins og einhverjir kölluðu hana.

Það er vinda­samt úti á Granda. Fólk á leið á kosn­inga­vöku Fram­sókn­ar­flokks­ins í sal tölvu­leikja­fram­leið­and­ans CCP heldur úlpum og frökkum þétt að sér er það gengur að hús­inu. Sumir hlaupa jafn­vel við fót í björtu tungls­ljósi að kvöldi kosn­inga­dags.

Þótt úti sé kalt og tunglið bjarta minnk­andi er hlýtt og vax­andi stemn­ing inn­an­dyra. Í raun mætir gestum nota­leg birta sem minnir einna helst á sumar á suð­læg­ari slóðum því græni lit­ur­inn er (skilj­an­lega) alls ráð­andi. Á vegg í and­dyr­inu á fjórðu hæð­inni þar sem vakan er haldin er varpað einu helsta slag­orði Fram­sóknar í kosn­inga­bar­átt­unni: „Fram­tíðin ræðst á miðj­unn­i“.

„Fram­tíðin ER á miðj­unn­i,“ segja ungir, glað­hlakka­legir karl­menn sem eru meðal þeirra fyrstu sem mæta á vök­una. Þeir stilla sér upp fyrir mynda­töku. Standa þétt sam­an, keik­ir, sjálfsör­uggir og spennt­ir. Eru greini­lega von­góðir enda bendir allt til þess að flokk­ur­inn sem þeir eru komnir til að styðja eigi eftir að bæta við sig fylgi.

Auglýsing

Um hálf­tími er enn í það að kjör­stöðum verði lokað og full­trúar beggja sjón­varps­stöðv­anna eru mætt­ir. Berg­hildur Erla Bern­harðs­dóttir frétta­kona Stöðvar tvö og Sunna Val­gerð­ar­dóttir frétta­kona á RÚV. Töku­menn­irnir eru að stilla upp vél­un­um. Allt skal vera til reiðu þegar fram­bjóð­endur koma í hús.

„Mig langar að taka mynd af okkur sam­an,“ segir ung kona við eldri karl­mann. Á höfð­inu hefur hann der­húfu með merki Fram­sókn­ar­flokks­ins. Þarna eru tvær kyn­slóðir fram­sókn­ar­manna saman komn­ar. Ann­ars eru ungir karl­menn enn áber­andi flestir í saln­um. Þeir tala hátt og hlæja mik­ið. Á borði fremst í situr ungt par í inni­legum faðm­lög­um. Skammt frá stendur ólétt kona við hlið maka síns og strýkur vernd­andi hendi yfir kúl­una. Fram­tíðin er þar sann­ar­lega miðja alls.

Bára Huld Beck

„Er hann á kosn­inga­vöku Sós­í­alista?“ hrópar einn ungu mann­anna skyndi­lega upp yfir sig. „ER ein­hver þar?“ spyr hann svo félaga sinn með áherslu. Þeir hlæja báð­ir. Bera bjór­glös upp að vör­um. Ekki í fyrsta skipti þetta kvöld og sann­ar­lega ekki í það síð­asta.

Skvaldrið magn­ast. Tón­listin er hækk­uð. Er þetta Tarzan Boy, einn mesti smellur níunda ára­tug­ar­ins sem hljóm­ar? Það væri vissu­lega ekki úr takti við hita­belt­is­stemn­ing­una sem græni lit­ur­inn skap­ar.

Það er smellt af sjálfum í gríð og erg. Með­al­aldur gesta er alveg örugg­lega enn undir þrí­tugu. Það þarf að gera grein fyrir stöð­unni á öllum helstum sam­fé­lags­miðl­um. Fanga stemn­ing­una. Sjáðu mig! Hér er ég! Í hópi sig­ur­veg­ara.

Bára Huld Beck

Það er farið að hitna í salnum í bók­staf­legri merk­ingu. Ein­hver opnar út á sval­irnar og kalt haust­loftið streymir inn. Í dyr­unum stendur Jón Gunnar Geir­dal, einn þekkt­asti almanna­teng­ill lands­ins og kosn­inga­stjóri Fram­sóknar í Krag­an­um. Hann er að tala í sím­ann. „Líst þér ekki vel á þetta?“ segir hann stuttu seinna hress í bragði að vanda við blaða­mann sem spyr á móti hvort hann hafi komið að gerð slag­orðs­ins fræga: Er ekki bara best að kjósa Fram­sókn?

„Nei,“ svarar hann, „fra­sa­kóng­ur­inn á það því miður ekki.“ Slag­orðið er hug­mynd Sigryggs Magna­son­ar, félaga Jóns og aðstoð­ar­manns Sig­urðar Inga Jóhanns­son­ar, for­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins. Í þessum töl­uðu orðum gengur Sig­tryggur fram­hjá og spyr einn gest­inn sömu spurn­ingar og Jón Gunnar hafði spurt blaða­mann: „Líst þér ekki vel á þetta?“

Sá svarar að bragði: „Ég held að þetta verði negla.“

Beðið eftir fyrstu tölum. Sigurður Ingi og Sunna Valgerðardóttir fréttakona.
Bára Huld Beck

Klukkan er tvær mín­útur í tíu. Senn líður á lokun kjör­staða. Margir líta á sím­ann sinn eða úrið í sífellu. Ljós­mynd­arar frá fjöl­miðlum standa í röðum með­fram veggj­um. Loks er kveikt á köst­urum sjón­varps­stöðv­anna. Það verður farið í beina útsend­ingu innan skamms.

„Það er búið að loka!“ kallar ein­hver. „Ár­angur áfram!“ kallar ann­ar. Það er skálað í sífellu. Nú er end­an­lega ekk­ert meira hægt að gera til að sann­færa fólk um að kjósa Fram­sókn­ar­flokk­inn. Tím­inn er útrunn­inn.

„Ás­mundur Einar var að detta í hús,“ segir Jón Gunn­ar. „Það er svo von á Lilju, Sig­urði og Willum von bráð­ar.“

Í þeim töl­uðu orðum ganga odd­vitar flokks­ins í Reykja­vík­ur­kjör­dæm­unum inn í sal­inn undir miklu lófa­klappi. Sunna frétta­kona RÚV er fljót að grípa þau bæði í beina útsend­ingu. Fólk klappar og blístr­ar. Eftir við­talið gefur Lilja sig á tal við einn af mörgum hópum ungra karl­manna. Þeir horfa á hana með aðdá­un. Verða slakir, ein­beittir og ofur­k­urt­eisir um stund.

Bára Huld Beck

Sig­urður Ingi, for­mað­ur­inn sjálf­ur, fær við­tökur sem hæfa stór­stjörnu er hann kemur í sal­inn. „Ætlum við ekki að hafa gaman í kvöld?“ segir hann hátt og skýrt yfir mann­fjöld­ann sem tekur undir með dúndr­andi lófa­klappi. Það hefur snögg­lega fjölgað veru­lega í hópi gesta. Hann líkir því sem átt hefur sér stað á und­an­förnum vikum við flóð­bylgju. „Ég hef á til­finn­ing­unni að það muni ganga vel.“ Sig­urður er eins og venju­lega, föð­ur­legur í fasi og minnir við­stadda á að ekki skuli þó gleðj­ast um of fyr­ir­fram. „En höfum gam­an!“

„Eru fyrstu töl­ur?“ er spurt. Og það er sussað úr ýmsum áttum þegar yfir­maður kjör­stjórnar í Norð­vest­ur­kjör­dæmi birt­ist á stórum sjón­varps­skjá við enda sal­ar­ins.

Að venju eru atkvæði „B-lista Fram­sókn­ar­flokks“ lesin fyrst. Og áður en flestir átta sig á tíð­ind­unum brestur á með gleð­iópum sem fara svo eins og bylgja um sal­inn og magn­ast að end­ingu upp í kringum for­mann­inn. Hann brosir breitt. Hættir ekki að brosa. Gefur fimmu. En þetta er ekki búið. Þegar þing­manna­list­inn birt­ist á breið­tjald­inu, sá fyrsti í þessum kosn­ing­um, verður allt vit­laust.

„Ertu með fiðr­ildi í mag­an­um?“ spyr Sunna frétta­kona Sig­urð Inga í enn einni beinni útsend­ing­unni. „Já, þau hafa verið þar, já.“

Bára Huld Beck

„Þetta er partístofa Ásmundar Ein­ar­s!“ er sagt í hátala­kerfið en í þann mund sem lag er sett „á fón­inn“ er komið að fyrstu tölum í Suð­ur­kjör­dæmi. Sagan end­ur­tekur sig. Og á eftir að end­ur­taka sig fram yfir mið­nætti. Það ætlar allt um koll að keyra.

„Ég hef verið í kirkju­söfn­uðum og það er svo áhuga­vert hvað þetta er svip­að,“ segir ung kona við blaða­mann er hún lítur yfir sal­inn og drekkur í sig stemn­ing­una. „Að allir séu sam­mála um eitt­hvað, vilji bæta sam­fé­lagið sam­an. Eitt­hvað sem sam­einar alla.“ Hún má ekki vera að því að spjalla lengi. Það þarf að kyssa mann og ann­an. Fagna. Og fagna svo enn meira.

Stemn­ingin sem hún var að dást að er eins og á árs­há­tíð fyr­ir­tækis eftir gott upp­gjör. Nema lík­lega í tíunda veldi. Kannski má heldur líkja henni við upp­skeru­há­tíð, enda haust, og væri það eftir til vill meira í anda Fram­sókn­ar­flokks­ins sem á rætur í bænda­sam­fé­lagi lands­ins. Í vor og sumar var sáð. Og nú er verið að koma ríku­legri upp­sker­unni í hús.

Bára Huld Beck

„Kæru vin­ir,“ segir Sig­urður er hann hefur loks náð að fikra sig að svið­inu því allir vilja óska honum til ham­ingju. „Fyrstu tölur eru komnar og þær gefa góðar vís­bend­ingar um von­andi það sem á eftir að koma úr öllum kjör­dæm­um. Við höfum fundið fyrir sama með­byrnum alls staðar á Íslandi enda erum við flokk­ur­inn sem hugsar um Ísland allt, ekki satt?“

Þessu svara stuðn­ings­menn hans með sker­andi fagn­að­ar­óp­um. Hann segir að nú taki við biðin eftir tölum úr hinum kjör­dæm­unum og allt að því hvíslar svo í míkra­fón­inn: „Af því að þetta var svo gaman að sjá þess­ar. Líður ykkur ekki bet­ur?“

Sig­urður er eins og hljóm­sveit­ar­stjóri að stjórna mjög fjör­legum kór. „Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn er aft­ur, enn á ný, orð­inn leið­andi afl í íslenskum stjórn­mál­u­m.“ Hann lýkur svo ræð­unni á orð­un­um: „Áfram Fram­sókn!“ sem end­ur­tekin eru af fjöld­an­um.

Auglýsing

Upp­hafs­stef lags­ins Life is Life með Opus hefst. Fólk klappar og syngur með af heitri inn­lif­un. „When everyone gives everyt­hing, and every song, everybody sings: Life is Life.

Ungu menn­irnir eru orðnir rjóðir í kinn­um. Aftur er opnað út og ferskt sjáv­ar­loftið flæðir inn.

„Ég er af Fram­sókna­rætt­u­m,“ segir karl­maður sem kom­inn er til fagn­að­ar­ins með eig­in­kon­unni sem tekur virkan þátt í flokks­starf­inu. Hann teygir sig í smá­rétti sem eru í boði, kran­sa­köku­topp og bita af hvítu Tobler­o­ne. Á boðstólum eru reyndar líka íslenskir Hraun­bit­ar. Við hlið hans stendur ungur maður sem tekur upp súkkulaði­húðað jarð­ar­ber. „Er það nokkuð inn­flutt?“ spyr hann hlæj­andi áður en hann stingur því upp í sig og skolar því svo niður með vænum sopa af bjór.

Opus hefur þagnað og við hefur tekið dúndr­andi danstakt­ur. Þetta er eng­inn Geir­mundur Val­týs ef ein­hver er að velta því fyrir sér. Þetta er tón­list unga fólks­ins, unga fólks­ins sem er alveg örugg­lega enn í meiri­hluta við­staddra þótt liðið sé nokkuð á kvöld­ið. Fólk stendur þétt. Faðm­ast. Kyss­ist. Tón­listin er hátt stillt og klið­ur­inn eykst stöðugt. Eina mann­eskjan með grímu í salnum er kona sem kemur annað slagið að tína tóm glös og flöskur af borð­um. „Það er bara einn sig­ur­veg­ari í þessum kosn­ing­um,“ öskur­hvíslar einn ungu mann­anna að félaga sín­um. „Já, ég veit það!“ hrópar hann upp í eyra vinar síns á móti. „Áfram Fram­sókn!“ segja þeir og skála.

Bára Huld Beck

Það er komið að fyrstu tölum í Norð­aust­ur­kjör­dæmi og nú er orðið erf­ið­ara að sussa á fólk á meðan þær eru lesn­ar. Eins klisju­lega og það hljómar þá ætlar þakið bók­staf­lega að rifna af hús­inu. „Fram­sókn! Fram­sókn!“

Þetta er keppni. Og þótt henni sé ekki lokið eru merkin um nið­ur­stöð­una orðin mörg. Það er þó ekki alveg laust við að von­brigða gæti er fyrstu tölur í Suð­vest­ur­kjör­dæmi birt­ast. Ein­hverjir púa. Aðrir klappa hvetj­andi. „We are going up, going up, we are going up!“ kyrja ungu menn­irnir við lagið Give it Up með KC and the Suns­hine Band. Kapp­leik­ur­inn stendur sem hæst. Og þeir eru stút­fullir af bjart­sýni.

Það er löng bið í næstu töl­ur. En það er nóg að bíta og brenna og engum virð­ist leið­ast. „Þekkir þú ein­hvern hérna?“ spyr karl­maður konu sem hann reynir að troða sér með í gegnum mann­þröng­ina. „Neibb,“ svarar hún.

Bára Huld Beck

Rétt fyrir mið­nætti eru nokkrir orðnir valtir á fót­un­um. En það er haldið áfram að syngja. Klappa og stappa. Val­gerður Sverr­is­dótt­ir, fyrr­ver­andi ráð­herra flokks­ins, stendur og ræðir við fólk. Ungu menn­irn­ir, sem hafa brugðið á það ráð að fara í hala­rófu um þétt­set­inn sal­inn – með hönd á öxl hvers ann­ars – staldra ekki sér­stak­lega við þegar þeir fara fram hjá henni. Kannski eru þeir of ungir til að muna eftir henni en kannski eru þeir bara of ölv­aðir af gleði. Og slatta af áfengi.

Ásmundur Einar er hins vegar umvaf­inn ungum aðdá­end­um. Ef Sig­urður Ingi er föð­ur­legi hljóm­sveit­ar­stjór­inn er hann rokk­stjarn­an.

Eina mín­útu í mið­nætti er gerð heið­ar­leg til­raun til að sussa á mann­skap­inn er fyrstu tölur úr kjör­dæmi Ásmund­ar, Reykja­vík norð­ur, eru lesnar í sjón­varp­inu. Ásmundur tók stóran sjens er hann flutti sig um kjör­dæmi úr einu helsta vígi fram­sókn­ar­manna og til höf­uð­borg­ar­inn­ar. En hann er inni. Og stuðn­ings­menn hans blístra, klappa og hrópa. Þetta var þá eftir allt saman áhætt­unnar virði.

Bára Huld Beck

Sig­urður Ingi gefur sig á tal við fólk hér og hvar í saln­um. Sumir eiga erfitt með að sleppa hon­um, það er um svo margt skemmti­legt að tala, en hann smeygir sér fim­lega á milli fólks til að ná að ræða við sem flesta.

„Ole ole ole ole!“

„Ertu fram­sókn­ar­mað­ur?“ spyr kona einn ungu mann­anna, nýbúin að velta því upp að kannski væru þeir ekki allir stuðn­ings­menn Fram­sóknar heldur mættir til að hafa gaman í góðu partíi. „Nei, ég er sós­í­alist­i,“ segir hann grafal­var­legur en vinir hans sem standa við hlið hans koma upp um hann og springa úr hlátri. „Ég ætla að taka 40 pró­sent af þessum drykk þínum og setja til rík­is­ins. Rest­inni verður þú að deila með okkur hin­um.“ Vinum unga manns­ins finnst hann svo orð­hepp­inn að þeir velt­ast um af hlátri.

Það er gott að vera um borð í skútu sem er á hraðri sigl­ingu.

Bára Huld Beck

Þegar komið er að fyrstu tölum í Reykja­vík suður er orðið ómögu­legt að fá sæmi­legt hljóð í sal­inn. Því er hins vegar ákaft fagnað er ljóst er að sam­kvæmt þeim er Lilja inni. „We are going up, going up, weeee are going up!“

Ef boðið hefði verið upp á brauðtertu í þessu teiti hefði majo­nesan lík­lega verið orðin gul þegar hér er komið sögu. „Aldrei að koma fyrstur og aldrei að fara síð­ast­ur,“ segir karl­maður sem verður sam­ferða blaða­manni niður í lyft­unni. Þegar komið er niður á jörð­ina er ljóst að fyrir utan er löng bið­röð. Það er von á Herra Hnetu­smjöri og færri kom­ast að en vilja. Það eru jú í gildi sam­komu­tak­mark­an­ir.

„Ef þú ferð út núna get­urðu ekki komið inn aft­ur,“ segir kona sem stendur vakt­ina í dyr­un­um.

Það stendur ekki til að snúa aftur og því hreppir ein­hver annar pláss blaða­manns í saln­um. Kemst inn úr nöprum vindi hausts­ins í hita­belt­is­lofts­lagið á fjórðu hæð­inni.

Auglýsing

„Fram­sókn og Flokkur fólks­ins eru að bæta mikið við sig.“ Það er rödd Felix Bergs­sonar sem ómar úr útvarp­inu í bílnum á leið­inni heim. Hann er að fara yfir fyrstu tölur úr öllu kjör­dæmum á næt­ur­vakt­inni á Rás 2. „Þetta er alveg ótrú­leg­t!“

Sig­urður Ingi er mættur í sjón­varps­sal á öðrum tím­anum um nótt­ina. Hann vill ekki spá of mikið í spilin enda „nóttin ung“ eins og stjórn­mála­mönnum er allt að því eðl­is­lægt að segja á þessum tíma­punkti. „Ég held að lokum hafi allir kom­ist að því að það væri senni­lega bara best að kjósa Fram­sókn.“

Sam­kvæmt úrslitum kosn­ing­anna töldu vissu­lega margir það best eða 34.501. Það skil­aði Fram­sókn­ar­flokknum 6,6 pró­sent fylg­is­aukn­ingu á milli kosn­inga og þrettán þing­mönn­um, fimm fleiri en árið 2017.

Það er við­eig­andi að segja að fram­sókn­ar­menn séu með pálmann í hönd­unum í kom­andi stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræð­um. Það er svona í ágætum takti við hit­ann, svit­ann og suð­rænu birt­una sem ein­kenndi partístof­una þeirra á kosn­inga­nótt.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar