Harpo

Harmur hertogahjónanna

Fráskilin, bandarísk kona fangar hjarta prins sem velur hana fram yfir konungsríkið. Hún er útmáluð sem skúrkurinn í ævintýrinu. Hljómar þetta kunnuglega? Hvað þá með þetta: Ung ólétt kona eigrar örvingluð um höllina. Hún vill ekki lifa lengur. En fær enga hjálp. Í reynslu Meghan Markle enduróma kunnugleg stef úr sögu bresku konungsfjölskyldunnar. Bergmálið úr lífi Díönu prinsessu, blandað rasisma í ofanálag, varð að endingu svo hávært að aðeins ein leið var fær: Út.

Brúð­kaupið var óvenju­legt á ýmsa lund. Banda­rískur predik­ari og gospel-kór léku til að mynda stórt hlut­verk. Þó að vand­ræða­legum svip hafi brugðið fyrir í and­litum fjöl­skyldu brúð­gumans, fólki sem er alið upp í form­festu og alda­gömlum sið­um, sveif bjart­sýni og jákvæðni yfir vötn­um. Ein­stakt tæki­færi hafði komið upp í hendur fjöl­skyld­unn­ar: Að sýna öllum heim­inum að nútím­inn hefði bankað upp á hall­ar­dyrn­ar. Og að honum hefði verið boðið inn í gull­brydd­aða sal­ina á sama tíma og ungri fal­legri konu með ást­ar­blik í auga.

Frá­skil­inni, banda­rískri, svartri konu.

Í eitt augna­blik virt­ist sem breska kon­ungs­fjöl­skyldan ætl­aði að grípa hið ein­staka tæki­færi. Segja skilið við hina myrku for­tíð marg­vís­legrar mis­mun­unar í eitt skipti fyrir öll. Bjóða Meg­han Markle, eig­in­konu Harrys prins, vel­komna. Hlusta á hana. Styðja hana. Og verja.

En annað kom fljótt á dag­inn. Meg­han átti eftir að upp­lifa ein­angr­un, afskipta­leysi og for­dóma innan veggja hall­ar­inn­ar. Og þegar verst lét vildi hún ekki lifa leng­ur. Þá var hún ólétt. Bað um aðstoð. En fékk hana ekki.

Auglýsing

Utan veggja hall­ar­innar var hún hökkuð í spað og pakkað svo snyrti­lega inn í slúð­ur­blöð­in. Hún var sögð fín með sig. Upp­tekin af sjálfri sér. Að hún kynni ekki gott að meta. Væri fjand­sam­leg í garð ann­arra í fjöl­skyld­unni og legði starfs­fólk hall­ar­innar í ein­elti. Hvað hélt hún eig­in­lega að hún væri? Hún var að minnsta kosti engin Ösku­buska – sú hóg­væra og blíða sem heill­aði prins­inn – svo mikið væri víst. Hafði hún ekki frekar hneppt hann í ein­hvers konar álög? Ég meina, ekki tæki hann upp á því sjálfur að fara burt? Nei, hún var aug­ljós­lega flagð undir fögru skinni, „vonda stjúpan“ holdi klædd. Skúrk­ur­inn í ævin­týr­inu.

Fjöl­skyldan vildi ekki nýta sam­böndin við fjöl­miðla til að „þagga niður í varð­hund­un­um“ sem glefsuðu stöðugt í hana. Svona er þetta bara, var sagt. Það er engin ástæða til að leið­rétta allt bullið og vit­leys­una sem sót­svartur almúg­inn kyngir vand­ræða­laust.

En fyrst við erum að ræða sam­an: Hversu dökkt gæti barnið ykkar orð­ið?

EPA

Hjóna­band Meg­han Markle og Harrys prins árið 2018 mark­aði tíma­mót í bresku sam­fé­lagi. Loks­ins hafði svört kona gifst inn í kon­ungs­fjöl­skyld­una. Loks kæmu til sög­unnar prinsar og prinsessur með afrískt blóð í æðum.

Breska heims­veldið var í aldir byggt upp á vinnu svartra, blóði þeirra og svita. Þrælkun þeirra. Loks­ins, loks­ins var einn úr þeirra hópi kom­inn alla leið að dyngju drottn­ing­ar. Heyra mátti brot­hljóð óma um allt sam­veldið er gler­þök og gler­veggir voru möl­brotnir eins og hendi væri veif­að. Svört kona í höll­inni! Nán­ast ekk­ert var ómögu­legt héðan í frá. Bók­staf­lega allt gat gerst.

Fengi hún að vera hún sjálf? Tala máli svartra? Svartra kvenna jafn­vel?

Svarið við þessum spurn­ingum er ein­fald­lega nei.

Tæki­færið til að milda ásýnd kon­ungs­fjöl­skyld­unn­ar, til að draga hana inn í 21. öld­ina, sýna heims­byggð­inni að innan hennar væri fram­sýnt og rétt­sýnt fólk, var ýtt út af borð­inu. Ekki nýtt.

Það er þó hvorki ein mann­eskja né heil fjöl­skylda sem það ákvað heldur var það fremur með­vituð eða ómeð­vituð nið­ur­staða þeirrar íhalds­sömu stofn­unar sem kon­ungs­fjöl­skyldan og allt sem henni fylgir er. Því þegar fjöl­skylda verður stofnun eða fyr­ir­tæki, líkt og Fil­ippus prins hefur kallað fjöl­skyldu sína, lýtur mennskan í lægra haldi fyrir hefðum og sið­um.

Forsíður bresku blaðanna voru undirlagðar af fréttum um viðtalið.
EPA

Þetta kom ber­lega í ljós í orðum her­toga­hjón­anna, Meg­han og Harry, í hinu sögu­lega við­tali við Opruh Win­frey sem sýnt var vest­an­hafs á sunnu­dags­kvöld­ið. Stofn­un­in, fyr­ir­tæk­ið, fjöl­skyldan – eða hvaða nafni sem breska kon­ungs­fjöl­skyldan kann að nefn­ast – ákvað ekki aðeins að skilja Meg­han og Harry eftir ein á ber­angri til að verja sig heldur í ein­hverjum til­vikum að fóðra varð­hundana. Efa­semda­menn­ina. Þegar fréttir voru nýverið sagðar af því að Meg­han hefði lagt starfs­menn hall­ar­innar í ein­elti brást höllin við og til­kynnti þegar í stað að ásak­an­irnar yrðu rann­sak­að­ar.

Þegar Meg­han sagði frá ras­isma sem hún og ófætt barn hennar hefðu orðið fyrir frá fólki í fjöl­skyld­unni var því hins vegar mætt með þrúg­andi þögn klukku­stundum sam­an. Og ekki stakt orð barst frá höll­inni í tvo sól­ar­hringa um þá höfnun og það afskipta­leysi sem Meg­han upp­lifði, örvingluð og ótta­sleg­in, er hún bað um aðstoð vegna yfir­þyrm­andi van­líð­un­ar. Ekki heyrð­ist heldur múkk hvað varðar stöðu Archie litla, sonar her­toga­hjón­anna, innan fjöl­skyld­unn­ar. Hann átti ekki að verða prins líkt og frændur hans, synir Vil­hjálms, og þar með ekki að fá örygg­is­gæslu. Vernd gegn varð­hund­un­um.

Slík gæsla var líka tekin af Harry um leið og hann flutti til Kanada með litlu fjöl­skyld­una sína. Hann sem hafði fæðst inn í það fang­elsi sem kon­ungs­fjöl­skylda getur ver­ið. Hið gríð­ar­lega áreiti sem því getur fylgt. Og svo var líka klippt á fram­færsl­una. Starfs­krafta hans og eig­in­kon­unnar er ekki lengur ósk­að.

Í gær og dag voru að sögn haldnir krísufundir í höll­inni. Fjöl­skyldan ætl­aði ekki að láta „ýta sér út í“ að tjá sig um efni við­tals­ins. Það gerði hún svo nú undir kvöld í yfir­lýs­ingu sem send er frá höll­inni fyrir hönd drottn­ing­ar­inn­ar. Þar segir að þau atriði sem her­toga­hjónin vöktu athygli á í við­tal­inu „veki áhyggj­ur“ – sér­stak­lega þau sem snúi að kyn­þætti. Þá segir einnig að þó að „minni allra af atburð­um“ sé ekki alltaf það sama verði þessi mál tekin alvar­lega og um þau fjallað innan fjöl­skyld­unn­ar. „Harry, Meg­han og Archie verða alltaf elskuð.“

Konungsfjölskyldan er sögð liggja undir feldi og íhuga viðbrögð við viðtalinu.
EPA

Síð­asta árs verður ekki aðeins minnst í sögu­bók­unum fyrir að hafa markað upp­haf heims­far­ald­urs heldur einnig árs­ins þegar fólk ákvað, að gefnu til­efni, að sitja ekki lengur þegj­andi undir kerf­is­bund­inni kúgun svartra í Banda­ríkj­un­um. Mót­mæla­aldan náði víða um heim, m.a. til Bret­lands. Það var komið að upp­gjöri við for­tíð­ina. Hin alltum­lykj­andi kon­ungs­fjöl­skylda hefur ekki verið sak­laus áhorf­andi að því mis­rétti í gegnum tíð­ina. Hún var höfuð ríkis sem var stór­tækt í þræla­verslun í meira en tvær ald­ir. Ríkis sem söls­aði undir sig tugi þjóða og þjóð­ar­brota í Afr­íku og víðar sem enn í dag til­heyra jafn­vel hinu svo­kall­aða breska sam­veldi. Sam­bandi ríkja þar sem mik­ill meiri­hluti er dökkur á hör­und.

Í við­tal­inu við Opruh var afhjúpað hversu grunnt er á rasískum við­horfum innan kon­ungs­fjöl­skyld­unn­ar. Harry hafði verið spurð­ur, oftar en einu sinni, hversu dökkt á hör­und barn hans og Meg­han gæti orð­ið. Barni sem síðar var neitað um titil sem hefði fært því öryggi.

Morðinu á George Floyd var mótmælt um allan heim á síðasta ári.
EPA

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem með­limir kon­ungs­fjöl­skyld­unn­ar, jafn­vel hátt­sett­ir, hafa orðið upp­vísir að rasískum ummæl­um. „Ef þið dveljið hérna mikið lengur verðið þið ská­eygð­ir,“ sagði Fil­ippus prins, afi Harrys og eig­in­maður Elísa­betar drottn­ing­ar, við breska náms­menn í Kína árið 1986. Það er þó ekki hann sem spurði Harry hversu dökkt barn hans og Meg­han gæti orð­ið. Það stað­festi Harry sjálfur við Opruh. Og ekki var það heldur Elísa­bet amma hans, drottn­ingin sjálf. Aðrir í fjöl­skyld­unni liggja því allir sem einn undir grun.

Karl prins, sá sem næstur mun erfa bresku krún­una, sagði við blaða­kon­una Anitu Sethi fyrir nokkrum árum að hún „liti ekki út fyrir að vera frá Manchester“. Sethi spurði hann á móti hvort að honum þætti hennar brúna húð vera „óbresk“?

Michael, prinsessan af Kent, sem er gift frænda Elísa­betar drottn­ing­ar, lét svarta gesti á veit­inga­stað í New York heyra það árið 2004 og sagði þeim að fara „aftur heim í nýlend­urn­ar“.

Kali Nicole Gross, sem er pró­fessor í sögu svartra við Emor­y-há­skóla í Banda­ríkj­un­um, segir að við­talið hafi minnt okkur á hversu rót­gró­inn ras­ismi er í vest­rænu sam­fé­lagi. Og að hann hverfi ekki á einni nóttu. Ekki einu sinni þegar svört kona gift­ist prinsi. „Þegar ég horfði á við­talið rann það upp fyrir mér hversu barna­legt það var af mér að halda að eitt­hvað annað en nákvæm­lega þetta myndi ger­ast,“ segir hún.

Auglýsing

Allar konur sem hafa gift sig inn í bresku kon­ungs­fjöl­skyld­una hafa fengið að finna fyrir því í fjöl­miðl­um. En í til­felli Meg­han var umfjöll­unin lituð af kyn­þátta­for­dóm­um. Banda­ríska tenn­is­stjarnan Ser­ena Willi­ams er meðal þeirra sem hafa komið Meg­han til varnar eftir við­talið. Hún seg­ist þekkja það af eigin raun hvernig það er að vera svört kona í sviðs­ljós­inu. Hvernig fjöl­miðlar gera lítið úr þeim og reyna allt hvað þeir geti til að brjóta þær nið­ur. „Dóttir Meg­han, dóttir mín og dætur ykkar eiga það skilið að búa í sam­fé­lagi þar sem þær njóta virð­ing­ar.“

Slúð­ur­pressan hefur sagt Meg­han „næst­um“ tengj­ast glæpa­gengj­um, að hún hafi birt djarfar myndir af sér á klám­síðu (frétt sem var síðar dregin til baka) og að hún snerti kvið­inn á sér óeðli­lega mikið á meðan hún var ólétt. Að hún sé frekja. Ráð­rík. Og að barnið hennar lík­ist simpansa. Þetta er auð­vitað aðeins brot af því sem hún hefur þurft að þola.

Ald­ar­fjórð­ungur er síðan að Díana prinsessa, móðir Harrys, rauf þögn­ina og sagði frá lífi sínu innan kon­ungs­fjöl­skyld­unn­ar. Reynsla hennar og Meg­han er ekki ósvipuð. Sumir myndu segja lík­indin slá­andi. Bæði hvað varðar upp­lifun þeirra af slúð­ur­press­unni sem og af líf­inu innan hall­ar­múr­anna. Þegar Díana týndi lífi í bílslysi sem rakið er til eft­ir­farar ljós­mynd­ara voru allir sam­mála um að breyt­inga væri þörf. Að virða þyrfti einka­líf fólks, líka þeirra sem væru opin­berar per­són­ur. En það virð­ist hafa verið aðeins of freist­andi að fjalla frá öllum mögu­legum og ómögu­legum hliðum um þessa fram­andi konu sem nælt hafði í hjarta Harrys.

EPA

Þau höfðu ekki verið gift lengi þegar Harry sá sig knú­inn til að biðla til fjöl­miðla að halda sig fjarri. Að slaka á. Sagð­ist ótt­ast um líf konu sinn­ar. Að hann teldi sög­una hæg­lega getað end­ur­tekið sig. Hin hræði­legu enda­lok móður hans væru honum ofar­lega í huga. Hún hafði einnig liðið vít­isk­val­ir, verið ein­angruð og afskipt. Ekki viljað lifa leng­ur. Sam­lík­ing­unni líkur ekki þar því báðar ósk­uðu eftir hjálp. En fengu ekki.

Í við­tal­inu sagði Harry að árás­irnar á eig­in­kon­una hefðu verið enn hættu­legri þar sem þær væru sumar hverjar af rasískum toga. Á tíma þar sem sam­fé­lags­miðlar ráða ríkj­um. Þar sem allt er hægt að birta sam­stund­is.

Ýmis líkindi eru með reynslu Meghan Markle og Díönu prinessu.

Það sem helst skilur sögu þeirra að er að hjóna­band Díönu sprakk í loft upp. Var frá byrjun slæmt. Hún taldi sig engan stuðn­ing hafa í eig­in­manni sín­um. Því er þver­öf­ugt farið í til­felli Meg­h­an. Harry stendur eins og klettur við hlið henn­ar. Díana var tví­tug þegar hún gift­ist Karli. Meg­han var 36 ára þegar hún og Harry gengu í hjóna­band. Hún var þroskaðri og sjálf­stæð­ari. Díana var alin upp í bresku yfir­stétt­inni og öllu sem því fylgdi. Meg­han hefur unnið fyrir sér frá því að hún var ung­ling­ur. Hún er banda­rísk. Hikar ekki við að segja hvernig sér líði. Biðja um hjálp. Og fara sínar eigin leið­ir.

Þær eiga það svo sam­eig­in­legt að á hvor­uga þeirra var hlustað þegar mest lá við. Þá skipti hvorki stétt þeirra né reynsla máli. Rödd þeirra heyrð­ist ekki.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar