EPA

Heimsfaraldur í eitt ár

Ár er liðið frá því að Alþjóða heilbrigðismálastofnunin lýsti því yfir að heimsfaraldur væri brostinn á. Þessu ári hefur verið lýst með ýmsum orðum; það er fordæmalaust, ár hörmunga, ár sorgar, ár fórna. Ár vísindanna. Árið sem við komumst að því að við erum öll í þessu saman. Allt mannkynið.

11. mars 2020: 118 þús­und stað­fest smit í 114 lönd­um. 4.291 hefur lát­ist.

„Við getum ekki sagt þetta nógu hátt, nógu skýrt, nógu oft: Öll lönd geta enn breytt gangi þessa heims­far­ald­ur­s.“

11. mars 2021: 118 milljón stað­fest smit. Yfir 2,6 millj­ónir hafa lát­ist.

„Ef það er eitt­hvað eitt sem heims­far­aldur COVID-19 hefur kennt okkur á und­an­förnu ári þá er það að við erum öll eitt, mann­kyn­ið, og eina leiðin til að takast á við sam­eig­in­lega ógn er að vinna saman að því að finna sam­eig­in­legar lausn­ir.“

Auglýsing

Í dag er liðið ár síðan að Alþjóða heil­brigð­is­mála­stofn­unin lýsti því yfir að COVID-19 væri heims­far­ald­ur. Það kom í hlut fram­kvæmda­stjóra stofn­un­ar­inn­ar, Tedros Adhanom Ghebr­eyesus, að greina heims­byggð­inni frá því. Í ávarpi sínu lagði hann áherslu á sam­ræm­ingu aðgerða – að enn væri hægt að stöðva útbreiðsl­una. Hann er enn á þeirri línu og minnir okkur á að við erum mann­kyn­ið. Við öll.

„Ár­ang­urs­rík­asta leiðin til að hefta útbreiðslu og bjarga manns­lífum er að bólu­setja við­kvæm­ustu hópa fólks í öllum lönd­um, frekar en allt fólk í sumum lönd­um,“ sagði hann í dag í til­efni af tíma­mót­un­um. Árinu sem liðið er frá til­kynn­ing­unni sem allir vissu að væri orðin tíma­bær: Þetta er heims­far­ald­ur.

EPA

Þetta hefur verið ár mik­illa þján­inga fyrir svo marga. Þriðji hver Breti þekkir ein­hvern sem hefur dáið úr COVID-19. Eng­inn efast um að smit í heim­inum séu mun fleiri en 118 millj­ón­ir. Aldrei í sögu Banda­ríkj­anna hafa fleiri dáið á einu ári eins og í fyrra.

Að minnsta kosti þriðj­ungur dauðs­fall­anna er rak­inn til COVID-19. Hvergi í heim­inum en einmitt þar hafa dauðs­föll af völdum sjúk­dóms­ins verið fleiri. Í fimm öðrum löndum til við­bótar hafa að minnsta kosti 100 þús­und lát­ist vegna far­sótt­ar­inn­ar. Þessi lönd eru Brasil­ía, Mexíkó, Ind­land, Bret­land og Ítal­ía.

EPA

Í hverri ein­ustu heims­álfu er víst að smit- og dán­ar­tölur af hans völdum eru van­metn­ar. Og þó að síð­asta bylgja far­ald­urs­ins sé í rénun á flestum vest­ur­lönd­um, vegna bólu­setn­inga­her­ferða sem þar eru hafn­ar, er veiran að láta finna fyrir sér sem aldrei fyrr í öðrum lönd­um. Í Bras­ilíu hafa nú yfir 2.200 manns dáið dag­lega vegna COVID-19 nokkra daga í röð. Dag­leg dauðs­föll hafa aldrei verið fleiri í land­inu.

Þetta hefur líka verið ár mik­illa fórna. Barna­hjálp Sam­ein­uðu þjóð­anna, UNICEF, segir að menntun um 1,6 millj­arðs barna hafi farið úr skorðum vegna far­ald­urs­ins. Skólar 168 millj­óna barna hafa alfarið verið lok­aðir í heilt ár. Afleið­ingar þessa eiga enn eftir að koma í ljós.

Sömu sögu er að segja um afleið­ingar þess á fólk að þurfa að búa við úti­vist­ar­bann og ferða- og sam­komu­tak­mark­anir í lengri tíma með þeirri ein­angrun sem því hefur fylgt fyrir marga. Að missa vinn­una. Að búa við óvissu og ótta mán­uðum sam­an.

EPA

En þetta hefur einnig verið ár stór­kost­legra vís­inda­legra sigra. Innan við ári eftir að heims­far­aldri var lýst yfir voru komin á markað bólu­efni gegn sjúk­dómn­um. Við þróun og fram­leiðslu sumra þeirra er beitt aðferðum sem aldrei áður hafa verið reynd­ar.

Það er farið að rofa til. Að minnsta kosti sums stað­ar. En eins og Tedros Adhanom Ghebr­eyesus, Víðir Reyn­is­son yfir­lög­reglu­þjónn og fleiri hafa sagt: Heims­far­aldri lýkur hvergi fyrr en honum lýkur alls stað­ar.

EPA

Einn á ferð

Maður með grímu fyrir vitum gengur í almenn­ings­garði með­fram bökkum Yang­tze-ár­innar í Wuhan í Kína í apríl á síð­asta ári. Þetta er í borg­inni þar sem veiran er talin hafa átt upp­tök sín.

EPA

Undir álagi

Gjör­gæslu­hjúkr­un­ar­fræð­ingur tekur sér pásu á milli tarna á sjúkra­húsi í Brus­sel. Á veggnum stend­ur: Ég er ham­ingju­samur hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur.

Gríð­ar­legt álag var á heil­brigð­is­starfs­fólki víða um heim og sér­stak­lega í Kína í upp­hafi far­ald­urs­ins. Ný veira – nýr sjúk­dóm­ur.

EPA

Unnið af kappi

Loft­mynd af fram­kvæmda­svæði nýs sjúkra­hús í Wuhan í Kína sem ákveðið var að reisa þegar ljóst var orðið að pestin sem geis­aði væri allt annað en venju­leg. Á rúm­lega tveimur vikum var reist sjúkra­hús með 1.000 rúm­um. Þegar myndin er tek­in, 24. jan­úar í fyrra, höfðu 25 lát­ist úr hinni þá ný upp­götv­uðu kór­ónu­veiru.

EPA

Verið heima

Sam­tímis því að sam­komu­tak­mark­anir voru settar á víða um heim fóru að sjást vegg­lista­verk með boð­skap aðgerð­anna á húsum í hverri borg. Verið heima. Verið örugg. Gætið að ykk­ur.

Hér ganga konur fram­hjá einu slíku verki í Los Ang­eles í byrjun apríl í fyrra.

EPA

Við bryggju

Síkin í Fen­eyjum voru mann­laus í fyrstu bylgju far­ald­urs­ins. Gondólar voru bundnir í röðum við bryggju. Það voru engir ferða­menn. Far­ald­ur­inn lék Ítali sér­lega grátt í upp­hafi. Til harðra aðgerða var gripið enda fyllt­ust sjúkra­hús af alvar­lega veiku fólki.

EPA

Snert­ing

Maria Paula Moraes faðmar 82 ára gamlan föður sinn í gegnum sér­stakt tjald. Þau búa í borg­inni Sao Paulo í Bras­il­íu. Slík faðm­tjöld nutu vin­sælda sums staðar þar sem fólk gat ekki notið nándar við ást­vini sína vegna smit­hættu.

Þegar myndin var tek­in, 2. júlí, hafði Maria ekki faðmað föður sinn í meira en 100 daga.

EPA

Fjölda­grafir

Loft­mynd af gröfum í Vila For­mosa­-­kirkju­garð­inum í Sao Paulo í Bras­ilíu í byrjun apríl í fyrra. Kirkju­garð­ur­inn er í aust­ur­hluta borg­ar­innar og er sá stærsti í allri Suð­ur­-Am­er­íku.

EPA

Heima

Tvær stúlkur fylgj­ast með komu flutn­inga­skips út um glugg­ann heima hjá sér í spænsku borg­inni Sant­ander í lok mars. Vikum saman voru mjög harðar sam­komu­tak­mark­anir á Spáni og mátti fólk ekki fara út af heim­ilum sínum að nauð­synja­lausu. Algjört útgöngu­bann var sett á.

EPA

Vernd­ar­hjúpur

Taí­lenskur hjúkr­un­ar­fræð­ingur setur and­lits­skjöld á höfuð nýfæddra barna til að verja þau fyrir smiti af kór­ónu­veirunni á sjúkra­húsi í Samut Prakan-hér­aði á Taílandi í byrjun apr­íl.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiErlent