Mynd: Ocean Cleanup

Iðnvædd sjávarútvegsríki bera ábyrgð á ruslaeyjunni í Kyrrahafi

Meirihluta af tugþúsundum tonna af plasti sem mynda „ruslaeyjuna“ á Kyrrahafinu má rekja til sjávarútvegs fimm iðnríkja. Rannsakendur segja tímabært að viðurkenna að plastmengun á hafi sé hnattrænt vandamál en ekki bundið við fátæk sjávarútvegsríki.

Á bil­inu 75 til 86 pró­sent plast­leifa sem mynda „rusla­eyj­una“ í norð­ur­hluta Kyrra­hafs­ins (e. the Great Pacific Gar­bage Patch) má rekja til úrgangs fisk­veiði­skipa fimm iðn­væddra sjáv­ar­út­vegs­ríkja.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri rann­sókn sem birt­ist í Sci­entific Reports, rit­rýndu vís­inda­fræði­riti. Vís­inda­menn á vegum óhagn­að­ar­drifnu sam­tak­anna The Ocean Cle­anup standa á bak við rann­sókn­ina. 120 verk­fræð­ing­ar, rann­sak­end­ur, vís­inda­menn, auk ann­arra, eiga aðild að sam­tök­unum sem vinna dag­lega að lausnum til að losna við plast úr heims­höf­un­um.

Plast leys­ist ekki upp heldur brotnar það niður í smærri og smærri agn­­­ir. Áhrifin sem plast hefur á umhverfi sjávar eru bæði marg­breyt­i­­leg og afdrifa­­rík. Rusla­eyjan í norð­ur­hluta Kyrra­hafs­ins, sem stað­sett er á milli Hawaii og Kali­forn­íu, er stærsta plast­eyjan sem flýtur um heims­höfin og hefur orðið að tákni um áhrif plast­meng­unar á hafi. Áætlað er að um 80 þús­und tonn af plast­leifum myndi plast­eyj­una. Það jafn­ast á við 500 breið­þotur að þyngd.

Í raun er ekki um að ræða eyjur í orðs­ins fyllstu merk­ingu, eins og segir í umfjöllun Vís­inda­vefs­ins um plast­eyj­ur, þar sem þær eru engan veg­inn svo fastar fyrir að hægt sé að ganga þar um. Það sé því rétt­ara að tala um plast­fláka.

Plast­flák­arnir eru fimm tals­ins, auk stærsta flák­ans á norð­an­verðu Kyrra­hafi er annar í sunn­an­verðu Kyrra­hafi, sá þriðji er í norð­an­verðu Atl­ants­hafi, sá fjórði í sunn­an­verðu Atl­ants­hafi og loks sá fimmti í Ind­lands­hafi.

Áætlað er að um 80 þús­und tonn af plast­leifum myndi ruslaeyjuna í norðurhluta Kyrrahafi. 6.093 plastleifum, tæpum 600 kílóum, var safnað og þær rannsakaðar í þaula.
Mynd: The Ocean Cleanup

Tug­þús­undir tonna af plast­leifum fljóta um millj­ónir fer­kíló­metra á norð­ur­hluta Kyrra­hafs­ins. Stór hluti leif­anna sam­anstendur af fisk­veiði­netum og veið­ar­færum en þar er einnig að finna harð­plast af ýmsu tagi. Hægt er að rekja upp­runa sumra leif­anna.

Vís­inda­menn settu sig í spor rann­sókn­ar­lög­reglu­manna

Rann­sóknin sem nið­ur­stöð­urnar byggja á hófst árið 2019 þegar 6.093 plast­leifum í norð­an­verðu Kyrra­hafi, stærri en fimm sentí­metr­ar, var safn­að. Leif­arnar voru síðar vigtaðar og flokk­aðar í 120 mis­mun­andi flokka og hver flokkur var svo rann­sak­aður í þeim til­gangi að kom­ast að upp­runa leif­anna. Alls voru 573 kíló af harð­plasti rann­sök­uð. Elstu leif­arnar sem tókst að skil­greina var bauja frá 1966.

Fyrri rann­sóknir sýna að tæp­lega helm­ingur plast­leifa sem mynda stærsta flák­ann, um 46 pró­sent, má rekja til fisk­veiði­neta. Afgang­ur­inn er harð­plast en nið­ur­stöður nýju rann­sókn­ar­innar sýna að í heild­ina má rekja um 80 pró­sent plast­leif­anna til sjáv­ar­út­vegs.

„Eins og rann­sókn­ar­lög­reglu­menn erum við að skoða hvert smá­at­riði til að leita vís­bend­inga sem geta hjálpað okkur að greina hvaðan plastið kem­ur, af hverju það end­aði í sjónum og, mögu­lega, eitt­hvað sem getur hjálpað okkur að finna lausn hvernig koma megi í veg fyrir að það end­ur­taki sig,“ segir dr. Wouter Jan Stri­et­man, einn höf­unda rann­sókn­ar­inn­ar.

Jap­an, Kína, Suð­ur­-Kór­ea, Banda­ríkin og Taí­van

Rann­sak­endum kom tölu­vert á óvart að stærstan hluta plast­leif­anna má rekja til fimm stórra sjáv­ar­út­vegs­ríkja en ekki minna þró­aðra ríkja líkt og jafnan er gert ráð fyr­ir. 34 pró­sent plast­leif­anna má rekja til Jap­ans, 32 pró­sent til Kína, 10 pró­sent til Kóreu­skag­ans, sjö pró­sent til Banda­ríkj­anna og sex pró­sent til Taí­vans.

Ekk­ert þess­ara ríkja telst bera mesta ábyrgð á plast­mengun í sjó sem kemur frá landi en eru skil­greind sem umfangs­mestu sjáv­ar­út­vegs­ríkin í norðu­hluta Kyrra­hafs­ins.

Hingað til hefur plastmengun á sjó að stórum hluta verið rakin til strandlengja vanþróaðra ríkja og áa þar sem plast safnast saman og berst til sjávar. Niðurstöður rannsóknarinnar benda hins vegar til að ábyrgðin liggi að stórum hluta hjá stórum sjávarútvegsríkjum.
Mynd: The Ocean Cleanup

Ekki hægt að tengja plast­mengun í sjó við fátækt

Eitt það mark­verð­asta við nið­ur­stöður rann­sókn­ar­innar að mati Laurent Lebr­eton, sem fer fyrir hópi rann­sak­end­anna, er að hingað til hefur verið litið á plast­mengun í sjónum sem fylgi­fisk sjáv­ar­út­vegs í van­þró­aðri ríkj­um.

„Oftar en ekki hefur plast­mengun verið tengd við fátækt. En hér er það ekki til­fellið, plastið kemur frá ríkum hag­kerfum og iðn­væddum sjáv­ar­út­vegs­ríkjum sem sýnir að sjáv­ar­út­veg­ur­inn hefur stóru hlut­verki að gegna þegar kemur að plast­mengun og það skiptir öllu máli að við við­ur­kennum og ræðum það,“ segir Lebr­eton.

Sara­h-Jeanne Royer, sjáv­ar­líf­fræð­ingur og einn af höf­undum rann­sókn­ar­inn­ar, tekur í sama streng og segir að um hnatt­rænt vanda­mál sé að ræða. „Við getum ekki gert þetta ein. Við erum að gera rann­sókn­ir, við erum að reyna að svara vís­inda­legum spurn­ing­um, en við vonum að sam­tök og stofn­anir um allan heim nýti sér þessi gögn til að hugsa lengra um hvernig leysa megi þetta gríð­ar­stóra vanda­mál.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnErla María Markúsdóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar