Norðurál rekur meðal annars álverið á Grundnartanga.
Mynd: Birgir Þór

Móðurfélagi Norðuráls spáð miklum þrengingum og jafnvel gjaldþroti

Grein­ing­ar­vef­síðan Seek­ing Alpha spáir því í nýrri grein­ingu að gjald­þrot sé mögu­lega framundan hjá Cent­ury Alu­m­inum, móð­ur­fé­lagi Norð­ur­áls, í Banda­ríkj­un­um. Hluta­bréfa­verð geti lækkað um meira en 50 pró­sent og í versta falli horfi það fram á gjald­þrot. Til að forða því sé því lík­legt að eigið fé félags­ins verði aukið á næst­unni.

Í grein­ing­unni eru færð rök fyrir því að Cent­ury hafi grætt á því frá­viki sem varð á Mid­west álag­inu ofan á álverð. Mid­west álagið (MWP) er álagið sem ákvarðar verð á allri sölu á áli í Banda­ríkj­un­um. Álagið fór í hæstu hæðir í upp­hafi árs­ins 2014 og það jók tekjur Cent­ury Alu­m­inum veru­lega árið 2014 og á fyrri helm­ingi þessa árs. Nú hefur þessi staða hins vegar gjör­breyst og álagið hríð­lækk­að. Lækk­unin hefur hins vegar ekki enn komið almenni­lega fram í tölum fyr­ir­tæk­is­ins og hluta­bréfa­verði þess, að mati grein­ar­höf­undar hjá Seek­ing Alpha. Hluta­bréfa­lækkun sem vissu­lega hefur orðið und­an­farið hafi að megn­inu til stafað af almennum áhyggjum af efna­hags­á­standi og veik­ara álverði. Hins vegar hafi Mid­west álagið veru­leg áhrif hjá Cent­ury Alu­m­inum.

Þessi gríð­ar­lega hækkun á álag­inu varð til þess að EBITDA hagn­aður Cent­ury fór úr 11 millj­ónum Banda­ríkja­dala árið 2013 í 217 millj­ónir dala árið 2014. Næstum öll hækk­unin var vegna hærra álags, þar sem álverð á álmark­aði London Metal Exchange (LME) hélst nán­ast það sama, en það fer nú lækk­andi eins og kunn­ugt er. Breyt­ing á álag­inu um 22 doll­ara á tonn jafn­gildir fimmtán millj­óna dala breyt­ingum á EBIDTA hjá fyr­ir­tæk­inu, svo að jafn­vel þótt álagið hald­ist þar sem það er nú muni EBIDTA hagn­aður Cent­ury Alu­m­inum lækka um 200 millj­ónir Banda­ríkja­dala.

Grein­ing­ar­að­ilar spá því að minni eft­ir­spurn á alþjóða­vísu, og offram­boð af áli, muni halda áfram að ýta verði á áli niður á við á næstu tveimur árum. Spár sem Seek­ing Alpha taka með í reikn­ing­inn gera ráð fyrir því að verðið lækki um tíu pró­sent á næsta ári til við­bótar við þá lækkun sem orðið hefur á þessu ári.

„Í bjart­sýnni sviðs­mynd þar sem LME verð hald­ast flöt á núver­andi verð­inu 1.550 dalir á tonn mun EBITDA félags­ins lækka um 270 millj­ónir dala. Ef mark­að­ur­inn hefur rétt fyrir sér og verðin lækka um tíu pró­sent, lækkar EBITDA um 50 millj­ónir dala til við­bót­ar,“ segir í grein­ing­unni á Seek­ing Alpha.

Mynd: Birgir Þór

Hluta­bréfin hafa lækkað mikið og af­kasta­getan minnkuð

Eflaust eru skiptar skoð­anir á þess­ari grein­ingu. Fyr­ir­tækið mun birta upp­gjör þriðja árs­hluta þann 29. októ­ber næst­kom­andi og þá verður vænt­an­lega hægt að fá aðeins gleggri mynd af stöð­unni.

En ef litið er á hluta­bréfa­verð Cent­ury Alu­m­inum und­an­farið ár sést að það hefur lækkað veru­lega eftir miklar hækk­anir nán­ast allt árið 2014. Verð á hlut fór hæst í um 31 doll­ara í lok nóv­em­ber í fyrra en við lokun mark­aða í gær var það 4,86 doll­arar á hlut.

Fyr­ir­tækið hefur rekið fjögur álver í Banda­ríkj­un­um, auk álvers­ins á Grund­ar­tanga. Í ágúst síð­ast­liðnum til­kynnti félagið að það hygð­ist stöðva fram­leiðslu í álver­inu í Hawes­ville í Kent­ucky frá og með­ lokum októ­ber, vegna lágs álverðs og mik­ils útflutn­ings frá Kína, nema að mjög miklar breyt­ingar yrðu á verð­um­hverf­in­u. Í lok sept­em­ber var hins vegar til­kynnt að ekki yrði lokað alveg heldur yrði fram­leiðslan í kringum 40 pró­sent af afkasta­getu álvers­ins. Þá sagði for­stjór­inn Mich­ael Bless að það væri ein­fald­lega ekki hægt að keppa við útflutn­ing Kín­verja á álvörum, sem væri nið­ur­greiddur á ósann­gjarnan hátt. Það væri þessu að kenna að álverð hefði lækkað og að þetta fyr­ir­mynd­ar­ál­ver í Kent­ucky væri sett í hættu. Fleiri álf­ram­leið­endur hafa talað á svip­uðum nótum og kvartað yfir aðferðum Kín­verja.

Þessi ákvörðun um álverið í Hawes­ville kom í kjöl­far þess að fyr­ir­tæk­ið til­kynnti í júní að það myndi end­an­lega loka álveri sínu í Ravenswood í Vest­ur­-Virg­in­íu, en fram­leiðsla þar var stöðvuð árið 2009. Stjórn­endur fyr­ir­tæk­is­ins sagði auk­inn útflutn­ing Kín­verja hafa mikið um það að segja, og einnig það að ekki hefði tek­ist að tryggja sam­keppn­is­hæfan orku­samn­ing fyrir álver­ið.

Norð­urál greiðir minnst fyrir ork­una en þarf að semja aftur

Höfuðstöðvar Landsvirkjunar við Háaleitisbraut.Álverið á Grund­ar­tanga er sem fyrr segir eitt álver­anna sem Cent­ury Alu­m­inum á, en eign­ar­haldið er í gegnum Norð­urál. Í álver­inu hér á landi starfa um 600 manns og í fyrra voru tæp­lega 300 þús­und tonn af áli fram­leidd. Sam­kvæmt árs­reikn­ingi Norð­ur­áls fyrir síð­asta ár var hagn­aður álvers­ins hér á landi 10,7 millj­arðar íslenskra króna, eða 82,7 millj­ónir Banda­ríkja­dala, þrefalt meira en árið 2013. Miklu munar um tekjur vegna geng­is­hagn­að­ar, sem voru 2,7 millj­arðar króna, en árið á undan var geng­is­tap upp á 2,3 millj­arða króna.

Sam­kvæmt grein­ingum á raf­orku­verði til álvera hér á landi, sem Ket­ill Sig­ur­jóns­son hefur gert, greiðir Norð­urál lægsta raforku­verðið til Lands­virkj­un­ar, en lágt verð til Norð­ur­áls og Fjarða­áls dragi niður með­al­verð á raf­orku til álvera hér á landi niður í rúm­lega 26 Banda­ríkja­dali á megawatt­stund.

Norð­urál kaupir líka orku af Orku­veitu Reykja­víkur og HS Orku, en samn­ingur á milli HS Orku og Norð­ur­áls hefur verið mikið í umræð­unni vegna þess að HS Orka vill losna út úr hon­um. Samn­ing­ur­inn kveður á um orku­sölu vegna álvers í Helgu­vík, sem ekki eru taldar neinar líkur á að rísi, en Norð­urál vill ekki rifta þeim samn­ingi. Ein kenn­ing um ástæður þess er að fyr­ir­tæk­ið vilji nota ork­una í álverið á Grund­ar­tanga.

Samn­ingar Norð­ur­áls við Lands­virkjun eru nefni­lega að renna út árið 2019, með mögu­leika á fram­leng­ingu, og fram hefur komið að þegar eru hafnar við­ræður um fram­hald­ið. Lands­virkjun hefur hins vegar gert allt öðru­vísi samn­inga und­an­farin ár en tíðk­að­ist þegar núver­andi orku­sölu­samn­ingur var gerður og því ljóst að verð­ið ­sem Norð­ur­áli býðst verður hærra en það sem nú er.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnÞórunn Elísabet Bogadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar