Ríkisendurskoðun gagnrýnir verklag við veitingu ríkisábyrgðar ÍE og lán Vaðlaheiðarganga

va--lahei--argoeng.jpg
Auglýsing

Rík­is­end­ur­skoðun gagn­rýnir verk­lag við veit­ingu rík­is­á­byrgðar á skulda­bréfi við fjár­mögn­unar á starf­semi Íslenskrar erfða­grein­ingar (ÍE) árið 2002 og þegar fjár­mála­ráð­herra fékk heim­ild til að fjár­magna gerð Vaðla­heið­ar­göng árið 2012. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­unar þar sem fjallað er um rík­is­á­byrgðir og end­ur­lán rík­is­sjóðs. Skýrslan var birt í dag.

Í skýrsl­unni varar Rík­is­end­ur­skoðun við því að ákvæðum laga um rík­is­á­byrgðir sé vikið til hliðar þegar slíkar ábyrgðir eru veittar eða þegar rík­is­sjóður veitir end­ur­lán. Ofan­greind dæmi eru sér­stak­lega nefnd og sagt að í þeim hafi aðkoma Rík­is­á­byrgð­ar­sjóðs, sem hafi skýrt hlut­verk í lög­um, verið skert með sam­þykkt sér­laga. „Rík­is­end­ur­skoðun geldur var­hug við þessu verk­lag­i,“ segir í skýrsl­unni. Þar segir einnig að ­Rík­is­á­byrgð­ar­sjóður hafi með form­legum erindum bent fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu á vand­kvæði sem tengj­ast fram­kvæmd laga um rík­is­á­byrgð­ir. Það var meðal ann­ars tví­vegis gert árið 2014. „Í júlí 2015 hafði ráðu­neytið hvorki brugð­ist við ábend­ingum Rík­is­á­byrgða­sjóðs með form­legum hætti né tekið skýra afstöðu til þeirra. Rík­is­end­ur­skoðun telur brýnt að ráðu­neytið geri það og stuðli jafn­framt mark­visst að því að Rík­is­á­byrgða­sjóður geti sinnt hlut­verki sínu í sam­ræmi við lög og regl­ur“.

Rík­is­á­byrgðir hafa sexfald­ast frá árinu 1997



Rík­is­end­ur­skoðun segir að í árs­lok 2014 hafi rík­is­á­byrgðir numið 1.213 millj­örðum króna. Til við­bótar hafi end­ur­lán rík­is­sjóðs verið um 102 millj­arðar króna. Rík­is­á­byrgðir hafa sexfald­ast frá því að lög um rík­is­á­byrgðir voru sett árið 1997 á sama tíma og vísi­tala neyslu­verðs hefur 2,4 fald­ast.

Í skýrsl­unni segir að þessa þróun megi, að mati Rík­is­á­byrgða­sjóðs, meðal ann­ars rekja til kerf­is­breyt­inga íbúða­lána árið 2004. Þá var útgáfu hús­bréfa hætt og íbúða­bréf komu í stað­inn. Sam­hliða var láns­hlut­fall lána Íbúða­lána­sjóðs hækkað úr 65 pró­sentum í 90 pró­sent.Í skýrslu rann­sókn­ar­nefndar Alþingis var fjallað sér­stak­lega um þessa kerf­is­breyt­ingu og sagt að hún hafi endað „illa og varð þjóð­inni dýr­keypt“. Upp­haf áforma um 90 pró­sent-lánin má rekja til kosn­inga­lof­orðs Fram­sókn­ar­flokks­ins fyrir alþing­is­kosn­ing­arnar 2003. Hærra veð­hlut­fall var í fram­hald­inu sett í stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórnar Sjálf­stæð­is- og Fram­sókn­ar­flokks.

Auglýsing

Í skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­unar segir að þessi breyt­ing hafi leitt til harð­ari sam­keppni Íbúða­lána­sjóðs við fjár­mála­stofn­anir um veit­ingu hús­næð­is­lána. „Þá hafði hrun fjár­mála­kerf­is­ins haustið 2008 einnig mikil áhrif vegna geng­is­lækk­unar krón­unnar og vax­andi verð­bólgu. Frá setn­ingu laga um rík­is­á­byrgðir og fram til árs­loka 2014 námu gjald­fallnar rík­is­á­byrgðir um 33 ma.kr. Stærstan hluta þeirra má rekja til hruns fjár­mála­kerf­is­ins og þá einkum ábyrgða sem tengd­ust Lána­sjóði land­bún­að­ar­ins. Ekki hefur verið mikið um afskriftir þar fyrir utan“.

Íbúða­lána­sjóður þyngsta ábyrgðin



Allt í allt voru skuldir með rík­is­á­byrgð 45 pró­sent af heild­ar­skuld­bind­ingum rík­is­sjóðs í árs­lok 2014. Stærstu aðil­arnir sem ríkið ábyrgist lán fyrir eru Íbúða­lána­sjóður með 73 pró­sent heild­ar­fjár­hæðar rík­is­á­byrgða og Lands­virkjun með 25 pró­sent. Í skýrsl­unni segir að frá árinu 2012 hafa aðeins tveir aðilar fengið end­ur­lán frá rík­is­sjóði. Þeir eru Lána­sjóður íslenskra náms­manna og fyr­ir­tækið Vaðla­heið­ar­göng hf. Langstærstur hluti af heild­ar­end­ur­lánum rík­is­sjóðs er vegna Lána­sjóðs­ins en í árs­lok 2014 námu lán hans um 91 millj­örðum króna.

Í júní var greint frá því að kostn­aður vegna Vaðla­heið­ar­ganga fari 1,5 millj­arð króna fram úr áætl­un, sam­kvæmt mati stjórnar Vaðla­heið­ar­ganga hf. Ríkið lán­aði Vaðla­heið­ar­göngum 8.700 millj­ónir króna á 3,7 pró­senta verð­tryggðum vöxt­um, og það fé átti að duga fyrir stofn­kostn­aði. Umfram­kostn­að­ur­inn er þegar orð­inn 900 millj­ónum hærri en allt eigið fé félags­ins og ef fer sem horfir mun lánið ekki duga.

Borgartún Stærsti aðil­inn sem ríkið ábyrgist lán fyrir er Íbúða­lána­sjóður með 73 pró­sent heild­ar­fjár­hæðar rík­is­á­byrgða.

 

Sam­kvæmt lögum um rík­is­á­byrgðir frá árinu 1997 er hlut­verk Rík­is­á­byrgð­ar­sjóðs mjög skýrt. Umsögn sjóðs­ins um til­tekna þætti sem til dæmis varða áhættu rík­is­sjóðs af ábyrgð­ar- og lán­veit­ingu, liggja fyrir í laga­frum­vörpum um veit­ingu þeirra.

Í skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­unar segir að það hafi því verið ætlun lög­gjafans „að álit Rík­is­á­byrgða­sjóðs lægi til grund­vallar slíkum ákvörð­un­um. Lög­bundin umsögn sjóðs­ins er þó ekki bind­andi að öðru leyti en því að ef ábyrgð­ar­þegi leggur ekki fram við­eig­andi trygg­ingar að mati sjóðs­ins þá er rík­is­sjóði óheim­ilt að ábyrgj­ast skuld­bind­ingar hans. Rík­is­á­byrgða­sjóði er jafn­framt ætlað að fylgj­ast með rekstri allra aðila sem njóta rík­is­á­byrgða á lánum sínum eða fá end­ur­lán frá rík­is­sjóði, auk þess að sjá um inn­lausn krafna sem falla á rík­is­sjóð vegna slíkra skuld­bind­inga og inn­heimtu þeirra.“

Sam­þykkt sér­laga skerti aðkomu



Þrátt fyrir að hlut­verk Rík­is­á­byrgða­sjóðs sé skýrt í lögum um rík­is­á­byrgðir eru dæmi um að aðkoma sjóðs­ins að ábyrgð­ar- eða lán­veit­ingum hafi verið skert með sam­þykkt sér­laga. Þetta var til dæmis gert árið 2002 þegar Alþingi sam­þykkti að veita þáver­andi fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, Geir H. Haar­de, heim­ild til að ábyrgj­ast skulda­bréf vegna fjár­mögn­unar nýrrar starf­semi Íslenskrar erfða­grein­ing­ar. Og það var gert aftur árið 2012 þegar sam­þykkt var heim­ild til Odd­nýjar Harð­ar­dótt­ur, þáver­andi fjár­mála­ráð­herra, til að fjár­magna gerð Vaðla­heið­ar­ganga.

Í nið­ur­stöðukafla skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­unar seg­ir: „ Í fyrra til­vik­inu var lögum um rík­is­á­byrgðir nán­ast í heild sinni vikið til hliðar með sér­lögum en í því síð­ara var vikið frá ákvæðum sem eiga að tak­marka áhættu rík­is­sjóðs af ábyrgð­ar- eða lán­veit­ingu. Að auki var hlut­verk Rík­is­á­byrgða­sjóðs við að meta trygg­ingar vegna láns­ins að engu haft með laga­setn­ing­unni. Rík­is­end­ur­skoðun geldur var­hug við þessu verk­lagi. Mik­il­vægt er að ekki sé vikið frá mark­miðum rík­is­á­byrgða­laga þegar veittar eru rík­is­á­byrgðir eða end­ur­lán. Meg­in­til­gangur lag­anna er að lág­marka áhættu rík­is­sjóðs og því telur Rík­is­end­ur­skoð-un brýnt að grunn­reglur þeirra séu ávallt hafðar í heiðri við laga­setn­ingu á þessu svið­i“.

Ráðu­neytið hefur ekki brugð­ist við



Rík­is­á­byrgð­ar­sjóður hefur með form­legum erindum bent fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu á vand­kvæði sem tengj­ast fram­kvæmd laga um rík­is­á­byrgð­ir. Það var meðal ann­ars tví­vegis gert árið 2014.

Ábend­ing­arnar eru eft­ir­far­andi:



  1. Mik­il­vægt er að halda mark­mið laga um rík­is­á­byrgðir í heiðri




Rík­is­end­ur­skoðun hvetur fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyti til að hafa til­gang og mark­mið laga um rík­is­á­byrgðir ávallt að leið­ar­ljósi þegar það leggur fram til­lögur um veit­ingu rík­is­á­byrgða eða end­ur­lán rík­is­sjóðs. Stofn­unin telur var­huga­vert að lögum um rík­is­á­byrgðir eða ein­stökum ákvæðum þeirra sé vikið til hliðar í þeim til­gangi að greiða fyrir sam­þykkt slíkra skuld­bind­inga. Það geti leitt til auk­innar áhættu fyrir rík­is­sjóð og orðið til þess að laga­setn­ing gangi gegn meg­in­mark­miðum rík­is­á­byrgða­laga.



  1. Efla þarf stjórn­tæki Rík­is­á­byrgða­sjóðs




Fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyti þarf að styðja mark­visst við starf Rík­is­á­byrgða­sjóðs svo að hann geti sinnt hlut­verki sínu með árang­urs­ríkum hætti. Í því sam­bandi þarf ráðu­neytið m.a. að veita sjóðnum nauð­syn­legar upp­lýs­ingar og beita sér fyrir því að hann hafi þau stjórn­tæki sem hann þarf til að sinna eft­ir­liti sínu. Þá þarf að gæta þess að lög­bund­inni umsagn­ar­skyldu sjóðs­ins sé ekki vikið til hliðar í aðdrag­anda laga­setn­ing­ar.



  1. Taka þarf form­lega afstöðu til til­lagna Rík­is­á­byrgða­sjóðs um úrbætur




Fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyti er hvatt til að taka sem fyrst form­lega afstöðu til ábend­inga Rík­is­á­byrgða­sjóðs um atriði sem þarf að end­ur­skoða í lögum um rík­is- ábyrgðir og beita sér fyrir úrbótum þar að lút­andi. Þau atriði sem einkum krefj­ast úrlausna snúa að öflun nauð­syn­legra upp­lýs­inga og gagna, kostn­aði við mats­gerðir og lág­marks­fresti til að vinna þær, virkni laga­á­kvæðis um afskrift­ar­reikn­ing og sam­ræm­ingu gjalda vegna rík­is­á­byrgða. Þá er mik­il­vægt að sjóð­ur­inn hafi l

 

Í skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­unar seg­ir: „Í júlí 2015 hafði ráðu­neytið hvorki brugð­ist við ábend­ingum Rík­is­á­byrgða­sjóðs með form­legum hætti né tekið skýra afstöðu til þeirra. Rík­is­end­ur­skoðun telur brýnt að ráðu­neytið geri það og stuðli jafn­framt mark­visst að því að Rík­is­á­byrgða­sjóður geti sinnt hlut­verki sínu í sam­ræmi við lög og regl­ur“.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None