Mynd: Samsett Ari hreggviður þórður.jpeg
Mynd: Samsett

Valdamenn í viðskiptalífinu falla hver af öðrum vegna ásakana um kynferðisbrot

Ung kona hefur sakað Ara Edwald, forstjóra Ísey Skyr, Hreggvið Jónsson, stjórnarformann og aðaleiganda Veritas, og Þórð Má Jóhannesson, stjórnarformann Festi, um kynferðisofbeldi. Í dag hafa allir þrír stigið til hliðar úr ábyrgðarstöðum. Auk þess er Arnar Grant, einkaþjálfari sem konan átti í sambandi við, farinn í leyfi frá störfum. Kjarninn hefur rannsakað málið í rúma tvo mánuði. Hér er niðurstaða þeirrar vinnu.

Seint í októ­ber birti kona, Vítalía Laz­areva, frá­sögn á sam­fé­lags­miðl­inum Instagram. Frá­sögnin var af kyn­ferð­is­of­beldi sem hún sagði sig hafa orðið fyrir af hendi þriggja manna. Í frá­sögn­inni lýsti konan því ofbeldi sem hún sagði menn­ina hafa beitt sig í heitum potti og í sum­ar­bú­stað, aðdrag­anda þess að hún hefði endað með þeim þennan dag og í lok hennar nefndi hún þá alla þrjá með nafni. Auk þess nefndi hún á nafn giftan mann, einka­þjálf­ar­ann Arnar Grant, sem hún átti í ást­ar­sam­bandi við og fékk hana til að koma á þann stað sem meint brot fóru fram.

Færslan var síðar tekin niður af Instagram en hluti hennar er enn aðgengi­legur á twitt­er-­síðu Vítal­íu. Þar voru nöfn mann­anna hins vegar ekki birt. Þar segir meðal ann­ars að henni hafi verið ráðið frá „því að segja frá og leita lengra vegna þess að aðilar þessir eru valda­miklir í sam­fé­lag­inu og allir fjöl­skyldu­menn“.

Mikið hvíslað en lítið sagt opin­ber­lega

Skjá­skot af frá­sögn kon­unnar fóru sem eldur í sinu um íslenskt sam­fé­lag. Í stórum hópum var fátt annað rætt í margar vikur á eftir en hvar þetta mál stæði. Ekk­ert var hins vegar fjallað um málið í fjöl­miðl­um, þrátt haft hafi verið sam­band við menn­ina fjóra, meðal ann­ars frá blaða­manni Kjarn­ans. Við­brögðin voru eng­in. Þeir svör­uðu ekki.

Heim­ildir Kjarn­ans herma að það hafi verið gert að ráði almanna­teng­ils sem hafi sagt mönn­unum að segja að þetta væri kjafta­saga. Best væri að þegja málið af sér. 

Þann 17. nóv­em­ber birt­ist hins vegar frétt í Stund­inni þar sem Egg­ert Krist­ó­fers­son, for­stjóri Festi, stað­festi að félag­inu, sem er almenn­ings­hluta­fé­lag að stórum hluta í eigu líf­eyr­is­sjóða, hefði borist óform­legt erindi vegna máls sem stjórn­ar­for­maður Festi, Þórður Már Jóhann­es­son, var sagður tengj­ast. Festi rekur N1, Krón­una, Elko og Bakk­ann vöru­hótel og er einn stærsti smá­sali á Íslandi.

Kjarn­inn sendi fyr­ir­spurn til vara­for­manns stjórnar Festi, Guð­jóns Reyn­is­son­ar, fyrst þann 25. nóv­em­ber og spurði hvort vit­neskja væri innan stjórnar varð­andi þessar ásak­anir og hvort hún hygð­ist bregð­ast við þeim. Hann svar­aði ekki þeirri fyr­ir­spurn. Fyr­ir­spurnin var ítrekuð og 17. des­em­ber barst efn­is­legt svar. Þar stað­festi Guð­jón að um mál kon­unnar væri að ræða. 

Í svari hans sagði: „Það er rétt að umfjöll­unin sem spurt er um hefur verið til skoð­un­ar, en við getum ekki tjáð okkur að svo stödd­u.“

Konan birti svo annan skammt af skiltum á Instagram í byrjun des­em­ber. Þar sagð­ist hún standa við það sem hún sagði og að við­brögð fyr­ir­tækj­anna sem tengd­ust mönn­unum hefði verið „hreint bull og eru einu rökin sem eru færð fyrir máli þeirra að fólk spyr sig hvort um kjafta­sögu sé að ræða þar sem ég hef ekki gefið frá mér við­tal. Þetta er ósætt­an­legt og und­ir­strikar spill­ing­una sem við sem þjóð­fé­lag lifum í.“

Síðan sagði hún: „Mér finnst ég skyldug til að þess að segja frá því að málið fer lengra og verður kært. Þótt þetta verði það síð­asta sem ég geri þá sé ég til þess að skila mínu af mér.“

Til skoð­unar og því treyst að stjórn skoði ítar­lega

Þegar engin svör bár­ust frá vara­for­manni stjórnar Festi við fyrstu fyr­ir­spurn Kjarn­ans leit­aði hann til stærstu eig­enda fyr­ir­tæk­is­ins en allt eru það íslenskir líf­eyr­is­sjóð­ir. Líf­eyr­is­sjóður starfs­manna rík­is­ins (LSR) á 11,24 pró­sent í Festi, Líf­eyr­is­sjóður verzl­un­ar­manna (LI­VE) á 10,32 pró­sent, Gildi líf­eyr­is­sjóður á 9,61 pró­sent og Birta líf­eyr­is­sjóður á 5,75 pró­sent.

Kjarn­inn spurði meðal ann­ars hvort stjórnir líf­eyr­is­sjóð­anna hefðu vit­neskju um ásak­anir á hendur Þórði Má Jóhann­essyni um meint kyn­ferð­is­of­beldi og vís­aði í frétt Stund­ar­inn­ar. 

Í svari LSR frá 14. des­em­ber kom fram að stjórnin hefði ekki frek­ari vit­neskju um þetta mál umfram þá frétt Stund­ar­innar sem vísað var til í fyr­ir­spurn­inni.

Einnig spurði Kjarn­inn hvort stjórnin hefði brugð­ist með ein­hverjum hætti við þessum ásök­un­um. Ef ekki, ætl­aði stjórnin að bregð­ast við með ein­hverjum hætti?

„Stjórn LSR treystir því að stjórn Festi muni skoða þetta mál ítar­lega og bregð­ast við því með við­eig­andi hætti. Stjórn LSR mun fylgj­ast með fram­vindu þessa máls og bregð­ast við ef þurfa þyk­ir,“ sagði í svari LSR.

Stjórn Gildis líf­eyr­is­sjóðs svar­aði þann 14. des­em­ber og sagð­ist ekki hafa haft vit­neskju um málið og það hefði því ekki verði tekið til umfjöll­unar innan stjórnar sjóðs­ins. Ekki kom fram í svar­inu hvort stjórnin hygð­ist taka málið fyr­ir. 

Svar stjórnar Líf­eyr­is­sjóðs verzl­un­ar­manna barst þann 17. des­em­ber en í því sagði að henni væri kunn­ugt um þá umfjöllun sem vísað er til í fyr­ir­spurn­inn­i. 

„Mál­efni Festi hf. eru á for­ræði stjórnar félags­ins sem fer með æðsta vald í mál­efnum þess innan ramma sam­þykkta. Í sam­ræmi við hlut­hafa­stefnu líf­eyr­is­sjóðs­ins á hann á hverjum tíma ýmis sam­skipti við for­svars­menn félaga sem sjóð­ur­inn á hlut í. Við­brögð líf­eyr­is­sjóðs­ins sem hlut­hafa í Festi hf. eru til skoð­unar og hafa sam­skipti átt sér stað við stjórn félags­ins í sam­ræmi við hlut­hafa­stefnu sjóðs­ins.“

Hér er hægt að styrkja frjálsa og gagnrýna blaðamennsku:

Vertu með
Styrktu sjálfstæðan íslenskan fjölmiðil með mánaðarlegu framlagi.

Stjórn Birtu líf­eyr­is­sjóðs svar­aði þann 22. des­em­ber en í svar­inu sagði að stjórnin hefði ekki haft vit­neskju um meint kyn­ferð­is­of­beldi Þórðar þegar grein Stund­ar­innar frá 17. nóv­em­ber og spurn­ingar Kjarn­ans frá 10. des­em­ber voru til umræðu á stjórn­ar­fundi Birtu þann 16. des­em­ber síð­ast­lið­inn. „Stjórn Birtu sendi stjórn Festar bréf þar sem hvatt er til þess að hún bregð­ist við mál­inu á fag­legan hátt og upp­lýsi hlut­hafa þegar það á við með sann­fær­andi hætti, því til stað­fest­ing­ar,“ segir í svari Birt­u. 

Svör­uðu ekki fyr­ir­spurnum

Kjarn­inn sendi einnig fyr­ir­spurn á Þórð Má og spurði hvort hann vissi af til­vist þess­ara ásak­ana og hvort hann hefði brugð­ist við þeim með ein­hverjum hætti. Einnig hvernig hann svar­aði þessum ásök­unum og hvort þær hefðu ein­hver áhrif á störf hans fyrir Festi. Engin svör hafa borist. 

Heim­ildir Kjarn­ans herma að ásak­anir á hendur Þórði Má hafi ítrekað verið ræddar í stjórn Festi en hann hefur ekki viljað stíga til hliðar sem stjórn­ar­for­maður þrátt fyrir þrýst­ing þar um. Auk þess hafa hlut­hafar í félag­inu verið í sam­bandi við stjórn­ar­menn og þrýst á aðgerð­ir, en án árang­urs.

Stjórn­ar­fundur í Festi átti upp­haf­lega að hefj­ast klukkan fjögur síð­degis í dag en var flýtt um klukku­tíma vegna atburða dags­ins. Á honum voru mál Þórðar Más rædd, en hann sjálfur tók þátt í fund­inum í gegnum fjar­fund­ar­búnað þar sem hann er staddur í Banda­ríkj­un­um.  

Nið­ur­staðan lá fyrir að stjórn­ar­fundi loknum rétt rúm­lega fjögur og greindi stjórnin frá því að Þórður Már hefði óskað eftir því að láta af störfum sem stjórn­ar­maður í félag­inu og um leið sem stjórn­ar­for­mað­ur. „Stjórn féllst á erind­ið. Í kjöl­farið skipti stjórn með sér verkum upp á nýtt. Guð­jón Reyn­is­son var kjör­inn nýr for­maður stjórnar og Mar­grét Guð­munds­dóttir vara­for­mað­ur,“ segir í til­kynn­ingu frá Festi.

Kjarn­inn sendi einnig sam­hljóða fyr­ir­spurnir um málið og send var á Þórð til Hregg­viðs Jóns­sonar og Ara Edwald þann 25. nóv­em­ber 2021. Auk þess voru sendar fyr­ir­spurnir á æðstu stjórn­endur í fyr­ir­tækjum innan sam­stæðu Veritas, sem Hregg­viður á stærstan hlut í og situr sem stjórn­ar­for­mað­ur, og á stjórn­ar­for­mann MS og Ísey útflutn­ings, en Ari Edwald er for­stjóri Ísey Útflutn­ings. Allar fyr­ir­spurnir voru ítrek­aðar en eina svarið sem barst úr þess­ari átt, þann 17. des­em­ber 2021 eftir ítrek­an­ir, var frá Elínu M. Stef­áns­dótt­ur, stjórn­ar­for­manni MS og Ísey útflutn­ings. Í svar­inu stóð: „Stjórn Ísey útflutn­ings ehf. hefur vit­neskju um það efni sem birt­ist á sam­fé­lags­miðli og þú vísar til. Ekk­ert mál hefur verið til­kynnt til stjórnar Ísey útflutn­ings ehf. og við höfum ekki vit­neskju um að starfs­maður okkar hafi verið kærð­ur. Það er því ekki til­efni til við­bragða af hálfu stjórnar að svo stödd­u.“

Hún sagði einnig að stjórnin hefði við­bragðs­á­ætlun til að bregð­ast við vegna svona mála ef ástæða þætti til að bregð­ast við. 

Við­tal hleypti mál­inu upp

Í lið­inni viku, nánar til­tekið á þriðju­dag, breytt­ist síðan mál­ið. Kon­an, Vítalía Laz­areva, steig fram í við­tali við Eddu Falak í hlað­varp­inu Eigin konur og rakti það sem komið hefði fyrir hana. Hún nefndi menn­ina ekki á nafn og setti auk þess fram ásökun á hendur öðrum manni vegna atviks sem átti sér stað síð­ar­. Hægt er að lesa það helsta sem kom fram í við­tal­inu hér að neð­an.

„Þetta fór yfir öll mörk sem hægt er að fara yfir“

Vítalía Lazareva steig fram í viðtali við Eddu Falak í hlaðvarpinu Eigin konur í fyrradag en í máli hennar kemur fram að hún hafi reynt að láta þá aðila sem um ræðir vita hvernig henni liði – hún hafi viljað fara yfir málin og ræða við þá – og segist hún ekki hafa fengið önnur viðbrögð en þau að reynt var að „halda henni á teppinu“.

„Þannig að þetta var ekki í fyrsta sinn sem mig langaði að segja frá,“ segir hún í viðtalinu og vísar þar í samfélagsmiðlapóstana sem hún sendi frá sér fyrr í vetur.

„Það var aldrei reynt að hafa samband og ég var búin að reyna tvisvar áður en þetta birtist þannig að þetta var eiginlega taka þrjú sem ég bara hugsa að ég ætla bara að gera þetta og ekki reyna að sættast við einhvern eða bíða eftir að einhver gæfi mér grænt ljós. Ég hugsaði bara: „Ég ætla að segja frá.“,“ segir hún um ástæður þess að hafa birt fyrrnefnda pósta.

Hún lýsir í viðtalinu atvikinu þar sem hún segir að þessir þrír menn hafi brotið á henni. Það átti sér stað í sumarbústað utan við Reykjavík en hún segist hafa mætt mjög seint um kvöld eftir vinnu til að hitta Arnar Grant, manninn sem hún var að hitta á þessum tíma, og vini hans. Henni hafi verið boðið í heitan pott og eftir einhvern tíma hafi hún farið með þeim fjórum í pottinn og taldi hún að það væri öruggt enda farið með vinum áður í pott. Hún segir að þetta hafi aftur á móti orðið að „nektarpotti“ áður en hún vissi af.

Hún segir að mennirnir hafi gefið sér leyfi til að snerta hana nakta í pottinum. „Það var ekkert verið að spyrja.“

Í póstinum á samfélagsmiðlum greindi hún frá því að þeir hefðu troðið puttanum „upp í rassgatið“ á henni. Hún segist í viðtalinu við Eddu hafa frosið og reynt að ganga í augun á kærastanum. „Þetta fór yfir öll mörk sem hægt er að fara yfir sko.“

Arnari á að hafa ofboðið, að hennar sögn, þessar aðfarir og farið upp úr pottinum. Hann sagði ekkert við vini sína. Hún fór í framhaldinu upp úr pottinum og spurði hann af hverju hann hefði farið og hann sagðist vera þreyttur og bað hann hana um að láta sig í friði. Fóru þau samferða í bæinn daginn eftir.

Vítalía segist hafa verið í samskiptum við mennina þrjá síðan atvikið átti sér stað – en þó takmörkuðum. „Ég hef rætt við þá alla í síma til dæmis. Þeir hafa allir séð instagramstory-ið mitt og ég náttúrulega sendi þeim öllum Facebook-skilaboð að ég ætlaði að leita míns réttar í málinu. Ég sagði að daglegt líf hefði bara reynst mér erfitt.“

Hún segir að einn þeirra hafi sagt við hana í síma að hann væri ekki með hana á Facebook og því ekki getað talað við hana. Hún hefur aftur á móti birt skjáskot á Instagram-síðu sinni þar sjá má orðsendingu til hans á Facebook frá henni þar sem hún sagði honum hvernig henni liði eftir bústaðaferðina og að hún ætlaði að leita réttar síns.

Þrýst­ingur á aðgerðir vegna stöðu mann­anna jókst og fyrr í dag greindi Stundin frá því að Ari Edwald​​ hefði sjálfur óskað eftir því að fara í leyfi í gær en nafn hans var meðal þeirra sem Vítalía birti á Instagram-­­síðu sinni seint á síð­­asta ári þar sem hún tjáði sig um kyn­­ferð­is­of­beld­ið. Ari Edwald sat einnig í stjórn Icelandic Provisions, banda­rísks fyr­ir­tæk­is­ins sem fram­leiðir skyr eftir aðferðum sem MS hefur þró­að, og er að hluta í eigu MS. Hann sagði sig úr stjórn Icelandic Provisions 6. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn, nokkrum dögum eftir að frá­sögn Vitaliu birt­ist fyrst á sam­fé­lags­miðl­um. Sæti hans í stjórn­inni tók Sig­ur­jón Rúnar Rafns­son, aðstoð­ar­kaup­fé­lags­stjóri Kaup­fé­lags Skag­firð­inga, en Kaup­fé­lagið á fimmt­ungs­hlut í MS og félagi utan um erlenda starf­semi þess. 

Nú gerð­ust hlut­irnir hratt. Einum og hálfum tíma eftir að frétt Stund­ar­innar birt­ist barst fjöl­miðlum yfir­lýs­ing frá lög­manni, sem sendi hana fyrir hönd Hregg­viðar Jóns­son­ar. Þar sagði: „Ég harma að hafa ekki stigið út úr aðstæðum sem ung kona hefur skýrt frá og fjallað hefur verið um í sumum fjöl­mið­l­­um. Það er afar þung­­bært að heyra um hennar reynslu.“

Hregg­viður sagð­ist í yfir­­lýs­ing­unni líta þetta mál alvar­­legum augum og þrátt fyrir að hann hefði „ekki gerst brot­­legur við lög“ þá myndi hann stíga til hliðar úr stjórn Ver­itas og stjórnum tengdra fyr­ir­tækja „til að raska ekki þeirra mik­il­vægu starf­­sem­i“.

Hálf­tíma síðar birti Vísir frétt um að Arnar Grant væri kom­inn í tíma­bundið leyfi frá störfum sínum sem einka­þjálf­ari hjá World Class.

Frétta­skýr­ing­unni var breytt eftir að stjórn­ar­fundi Festi lauk og til­kynn­ing um afsögn Þórðar Más var send út.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar