Upprifjun endurtalningarinnar í Norðvestur

Sveinn Flóki Guðmundsson rifjar upp kosningamálið í Norðvesturkjördæmi sem hann segist hafa orðið heltekinn af. Hann kærði kosningarnar til kjörbréfanefndar.

Auglýsing

Norð­vest­ur­-­málið vakti athygli mína sér­stak­lega þar sem það kom upp í kjör­dæm­inu mínu. Þó inn­sýn mín í þetta mál sé að megn­inu til ein­ungis í formi lestr­ar, hlust­unar og áhorfs á fréttir og annað efni sem birt var um þetta mál þá skal tekið fram að mikil vinna fór fram af minni hálfu að fylgj­ast með þróun máls­ins. Ég átti ekki þátt að þessu máli annan en þann að kæra kosn­ing­arnar til kjör­bréfa­nefnd­ar. Ég eyddi megn­inu af mínum frí­tíma frá lokum sept­em­ber til loka nóv­em­ber í að fylgj­ast með því sem gerð­ist. Ég horfði á og fletti upp nán­ast hverri ein­ustu frétt, skimaði yfir flest öll þau gögn sem und­ir­bún­ings­kjör­bréfa­nefnd birti um þetta mál og oft þegar ég varð uppi­skroppa með nýtt efni til að kynna mér fór ég að leita uppi umræður um málið á sam­fé­lags­miðlum og stundum eldri fréttir sem gætu tengst eða varpað ein­hverri auk­inni inn­sýn í mál­ið. Stundum rakst ég á vís­bend­ing­ar, til­gátur og get­gátur um hvað nákvæm­lega átti sér stað og af hverju. Ég varð hel­tek­inn af þessu máli, það átti hug minn allan yfir þennan tíma.

Lög­reglan rann­sak­aði málið og fann engar sann­anir um kosn­inga­svindl

Skellum okkur í þetta.

Kosn­ingum til Alþingis okkar Íslend­inga árið 2021 lauk form­lega kosn­inga­vöku­lega séð morg­un­inn 2021-09-26 þegar kjör­stjórnir allra kjör­dæma höfðu til­kynnt loka­tölur til kosn­inga­vakta helstu frétta­stöðva.

RÚV.is: Þessi taka sæti á Alþingi- konur í meiri­hluta þing­manna“ (2021-09-26T10:49)

Málið verður til þegar yfir­kjör­stjórn Norð­vest­ur­kjör­dæmis ákveður skyndi­lega rétt eftir hádegi 2021-09-26 að fram­kvæma end­ur­taln­ingu. Þessi ákvörðun rataði í frétt­irnar um klukkan 15:00 þann dag, þó að end­ur­taln­ingin sjálf hafi að vísu haf­ist nokkuð fyrr sam­kvæmt grein­ar­gerð sem við förum nánar í síð­ar.

Vís­ir.is: „Telja öll atkvæði aftur í Norð­vest­ur­kjör­dæmi“ (2021-09-26T14:57)

RÚV.­is. „Öll atkvæði í Norð­vest­ur­kjör­dæmi talin aft­ur“ (2021-09-26T15:12)

Ástæðan sem gefin var fyrir end­ur­taln­ing­unni til frétta­stöðva var að mjög fá atkvæði skildu á milli hvaða fram­bjóð­endur næðu svoköll­uðum jöfn­un­ar­þing­sæt­um. Því var haldið fram að ákvörð­unin að fram­kvæma end­ur­taln­ingu hefði verið tekin af yfir­kjör­stjórn Norð­vest­ur­kjör­dæmis einni.

Málið fer á flug þegar fram­bjóð­andi fyrsta sætis Pírata í norð­vest­ur, Magnús Davíð Norð­da­hl, mætir á Hótel Borg­ar­nes þar sem atkvæðin í norð­vestur höfðu verið talin og end­ur­taln­ing var nú í fullum gangi. Þegar kjör­bréfa­nefndir fram­kvæma taln­ingu atkvæða hvílir á þeim laga­leg skylda að kalla til full­trúa allra flokka í fram­boði til að sinna eft­ir­lits­hlut­verki. Mis­farist að ná í ein­hvern full­trúa eða hafi full­trúi ekki tök á að mæta ber kjör­bréfa­nefnd laga­leg skylda að útnefna aðila til að sinna eft­ir­lits­hlut­verki fyrir við­kom­andi. Þegar kom að full­trúa fyrir flokk Pírata hafði yfir­kjör­stjórn norð­vestur ekki náð í aðila sem yfir­kjör­stjórn taldi vera full­trúa Pírata fyrir Norð­vest­ur­kjör­dæmi.

Fyrir vikið frétti Magnús fyrst af end­ur­taln­ing­unni í fjöl­miðlum eftir klukkan 15:00. Hann hringdi í yfir­kjör­stjórn­ina og fór fram á að end­ur­taln­ing skyldi ekki hefj­ast fyrr en hann væri mættur á stað­inn til að sinna eft­ir­lits­hlut­verki fyrir hönd flokks Pírata. Beiðni hans var hafn­að. Þegar Magnús mætti var end­ur­taln­ingin komin vel á leið og óskaði Magnús eftir að fá að vita hverjir hefðu verið við­staddir þegar inn­sigli kjör­gagna hefðu verið rofin við upp­haf end­ur­taln­ing­ar. Þá og þar er honum til­kynnt af for­manni yfir­kjör­stjórnar Norð­vest­ur­kjör­dæm­is, Inga Tryggva­syni, að kjör­gögnin höfðu ekki verið inn­sigluð milli loka­talna um morg­un­inn og upp­hafs end­ur­taln­ingar eftir hádegi, en engar áhyggj­ur, atkvæðin höfðu verið geymd örugg í læstu rými hót­els­ins.

Hafði inn­gang­ur­inn að rým­inu í það minnsta verið inn­sigl­að­ur? Neibb.

End­ur­taln­ing­unni lauk um klukkan 18:00 og jem­inn eini, það urðu sko breyt­ing­ar.

Málið er að jöfn­un­ar­þing­sæta­kerfið okkar virkar ein­hvern veg­inn svona: Við höfum ákveð­inn fjölda jöfn­un­ar­þing­sæta, þessum sætum er skipt niður á þing­flokka út frá heild­ar­at­kvæða­fjölda þeirra, þ.e.a.s. sam­an­lagður fjöldi atkvæða yfir öll kjör­dæmi. Ein­ungis flokkar sem ná yfir 5% greiddra atkvæða á lands­vísu fá úthlutað jöfn­un­ar­þing­sæti. Þessum sætum er síðan ráð­stafað til fram­bjóð­enda flokk­anna sem fengu úthlutuð sæti út frá hlut­falli milli greiddra atkvæða í kjör­dæmi og fjölda atkvæða sem vant­aði upp á að til­tek­inn flokkur næði inn öðrum þing­manni í kjör­dæm­inu. Nán­ari útskýr­ingu á ferl­inu er hægt að kynna sér hér: Vís­inda­vef­ur­inn.is: „Hvernig virkar kosn­inga­kerfið á Ísland­i?“ (2017-10-12).

Til að útskýra nán­ar, ef breyt­ing verður á því hvaða flokkur nær inn jöfn­un­ar­þing­manni í einu kjör­dæmi, þá getur það valdið keðju­verk­un­ar­á­hrifum fyrir öll jöfn­un­ar­þing­sæti sem ráð­stafað er eftir fyrstu riðl­un­ina, flokk­arnir fá ef til vill aftur sama fjölda jöfn­un­ar­þing­sæta, en þeim er ráð­stafað til ann­arra fram­bjóð­enda.

Í þessu máli hélst fjöldi jöfn­un­ar­þing­sæta milli flokk­anna óbreytt­ur, hið ofan­greinda raun­gerð­ist. Guð­mundur Gunn­ars­son, fram­bjóð­andi Við­reisn­ar, hafði fyrir end­ur­taln­ingu fengið ráð­stafað jöfn­un­ar­þing­sæti Við­reisnar í Norð­vest­ur­kjör­dæmi, en eftir end­ur­taln­ingu færð­ist ráð­stöfun jöfn­un­ar­þing­sætis fyrir Mið­flokk­inn í norð­vest­ur­kjör­dæmi. Í stað­inn var jöfn­un­ar­þing­sæti Við­reisnar ráð­stafað til Guð­brands Ein­ars­sonar í Reykja­vík­-­Suður og þannig koll af kolli riðl­uð­ust jöfn­un­ar­þing­sætin milli kjör­dæma eins og dómínó kubb­ar, þar til fjöldi breyttra rassa í þing­sætum var orð­inn 5. Það er að segja, 5 fram­bjóð­endur út, 5 fram­bjóð­endur inn. End­ur­taln­ingin hafði þannig áhrif á stöðu 10 fram­bjóð­enda!

alt­hing­i.is: „Skipt­ing þing­sæta milli kjör­dæma"

(Langi þig kæri les­andi að prófa að vinna þig í gegnum þessi keðju­verk­un­ar­á­hrif sem urðu við end­ur­taln­ingu í Norð­vestur í Alþing­is­kosn­ing­unum 2021 þá gæti þessi vefslóð hjálp­að: Stjórn­ar­ráð­ið: „Norð­vest­ur­kjör­dæmi“ (2021), þarna má nálg­ast fram­boðs­lista Alþing­is­kosn­ing­anna 2021 fyrir öll kjör­dæmi.)

Þetta er svo­lítið skond­ið, eða grát­legt ef satt skal segja. Skoðum snöggvast breyt­ing­arnar sem urðu milli loka­talna um morg­un­inn og end­ur­taln­ingar eftir hádeg­ið:

(Þessa ofan­greindu töflu er hægt að finna hér og þar á íslenskum frétta­veit­um, vef­miðlum og sam­fé­lags­miðl­um. Dæmi um frétt sem inni­heldur töl­urnar má sjá hér: Kjarn­inn: „Fund­ar­gerð yfir­kjör­stjórn­ar: Mann­leg mis­tök hörmuð og skekkjan í bunk­unum útskýrð“ (2021-09-29T19:27))

En bíddu vá ha? Í alvöru? Hver ein­asti dálkur breytt­ist? HVER OG EINN EINASTI? MEIRA AÐ SEGJA FJÖLDI GREIDDRA ATKVÆÐA?!?? Vá, klikk­að! (Og sorg­legt, ef ég á að vera alveg hrein­skil­inn.) Breyt­ing­arnar sem skipta máli eru -9 atkvæðin fyrir Við­reisn (og -5 fyrir Mið­flokk­inn). Þessar breyt­ingar urðu til þess að Mið­flokk­ur­inn fékk hærri hlut­falls­tölu en Við­reisn í Norð­vest­ur­kjör­dæmi, og þannig féll jöfn­un­ar­þing­sæti Mið­flokks­ins í hendur fram­bjóð­anda Mið­flokks­ins í Norð­vest­ur­kjör­dæmi og Við­reisn fékk ráð­stafað jöfn­un­ar­þing­sæti sínu ann­ars stað­ar. Ekk­ert af hinum breyt­ing­unum hafði nein áhrif á úrslit­in.

En þessi yfir­þyrm­andi fjöldi villna gerði vit­an­lega allt vit­laust svo vægt sé til orða tek­ið.

Dag­inn eftir kærði Karl Gauti Hjalta­son, sem misst hafði jöfn­un­ar­þing­sæti Mið­flokks­ins undir rass Berg­þórs Óla­son­ar, end­ur­taln­ing­una í norð­vestur til lög­reglu, nánar til­tekið til lög­regl­unnar á Vest­ur­landi, sem hefur starfs­stöð í Borg­ar­nesi.

RÚV.is: „Karl Gauti kærir end­ur­taln­ingu atkvæða til lög­reglu“ (2021-09-27T10:57)

Þennan sama dag til­kynnti Magnús Davíð Norð­da­hl, fram­bjóð­andi í fyrsta sæti fyrir Pírata í norð­vest­ur, að hann væri að vinna í kosn­inga­kæru til Kjör­bréfa­nefndar sem sam­kvæmt íslenskum lögum á að taka til með­ferðar slíkar kærur og aðrar form­legar kvart­anir er varða fram­kvæmd kosn­inga. (Þetta kjör­bréfa­nefnd­ar­dæmi er satt að segja óhemju áhuga­vert, vegna þess að í Kjör­bréfa­nefnd sitja nýkjörnir þing­menn, og meg­in­til­gangur Kjör­bréfa­nefndar er að leggja fram til­lögu um hvort þingið eigi að dæma kosn­ing­arnar lög­legar eða ekki, sem hinir nýkjörnu þing­menn hafa sem­sagt loka­orð um sam­kvæmt almennt sam­þykktri túlkun á íslenskum lög­um. Já, ákveðið túlk­un­ar­skref á sér stað í þessu.)

RÚV.is: „Kærir kosn­ingar í NV-­kjör­dæmi og vill kjósa aft­ur“ (2021-09-27T11:23)

Lands­kjör­stjórn vill „fá að vita hvað gerð­ist“ og sendir form­lega beiðni til yfir­kjör­stjórnar norð­vestur þar sem óskað er ítar­legar skýrslu um hvað átti sér stað fyr­ir, á með­an, og eftir að end­ur­taln­ing átti sér stað. Síðar koma upp á yfir­borðið upp­lýs­ingar um að for­maður Lands­kjör­stjórnar og for­maður yfir­kjör­stjórnar Norð­vest­ur­kjör­dæmis spjöll­uðu saman í síma í kringum hádegið rétt áður en ákveðið var að fara í end­ur­taln­ingu.

RÚV.is: „Við viljum fá að vita hvað gerð­ist“ (2027-09-27T16:38)

Ingi Tryggva­son, for­maður yfir­kjör­stjórnar Norð­vest­ur, svarar form­legu beiðn­inni frá Lands­kjör­stjórn sem og ein­hverjum af spurn­ing­unum sem flæða til hans frá fjöl­miðl­um. Hann full­vissar alla um að kjör­gögnin hafi verið alveg örugg, geymd í læstu her­bergi, engin þörf á að hafa áhyggj­ur. Hann segir mann­legum mis­tökum (og excel reikni­villu er varðar fjölda greiddra atkvæða) um að kenna fyrir breyt­ing­unum sem komu fram í end­ur­taln­ingu.

Auglýsing

Ekki löngu eftir þessar yfir­lýs­ingar fara instagram myndir að grípa athygli fjöl­miðla, myndir teknar í mann­lausu taln­inga­rým­inu á Hótel Borg­ar­nesi og birtar milli loka taln­ingar um morg­un­inn og hádeg­is­ins þar sem ákveðið var að fara í end­ur­taln­ingu, birtar af tengda­dóttur eig­anda hót­els­ins. Mynd­unum er í kjöl­farið snögg­lega eytt af instagram en það breytir engu, þær eru nú hring­só­l­andi á ver­ald­ar­vefn­um.

Ingi áréttar fyrri full­yrð­ingar sínar og gerir lítið úr hinum meintu instagram myndum og segir að ef þær séu í raun til þá hafi þær eflaust verið teknar rétt áður en yfir­kjör­stjórnin fór úr rým­inu og læsti því um morg­un­inn.

Kjarn­inn.is: „Taln­ing­ar­skekkjan í Borg­ar­nesi kom í ljós um leið og einn bunki var skoð­að­ur“ (2021-09-27T18:37)

Vís­ir.is: „Tengda­dóttir hót­el­stjóra eyddi myndum af óinn­sigl­uðum atkvæð­um“ (2021-09-28T13:25)

mbl.is: „Inn­slátt­ar­villa hafi ráðið úrslitum í norð­vest­ur“ (2021-09-28T15:38)

RÚV.is: „Telur sig hafa verið á staðnum þegar myndir voru tekn­ar“ (2021-09-28T16:10)

RÚV.is: „Grund­vall­ar­at­riði að unnt sé að treysta kosn­ing­um“ (2021-09-28T19:10)

Sam­hliða þessu öllu eru for­menn stjórn­ar­flokk­anna farnir að ræða saman um áfram­hald­andi sam­starf og eyða engum orðum í neinar yfir­lýs­ingar um stöð­una sem upp er komin í norð­vest­ur. Og skyndi­lega er eins og íslenska þjóðin ranki við sér og end­ur­upp­götvi, bíddu já, þingið ákveður sjálft hvort þing­kosn­ing­arnar hafi verið lög­lega fram­kvæmdar eða ekki. Eða, eins og við höfum túlkað stjórn­ar­skrá okkar í ára­tugi, nýkjörið þing ákveður sjálft hvort kosn­ing­arnar sínar voru lög­legar eður ei. (Þetta var einn af mörgum ágöllum sem voru teknir til skoð­unar við gerð nýrrar stjórn­ar­skrár, en stjórn­laga­þings­kosn­ing­arnar 2011 voru dæmdar ólög­legar af íslenskum dóm­stól­um. Þing­kosn­ingar er aftur á móti ekki hægt að fara með fyrir dóm­stóla, þingið hefur loka­orðið sam­kvæmt gild­andi lög­um.)

Kristín Edwald, for­maður Lands­kjör­stjórn­ar, les upp bókun Lands­kjör­stjórnar um að ekki hafi borist ásætt­an­leg stað­fest­ing frá yfir­kjör­stjórn Norð­vest­ur­kjör­dæmis um að með­ferð kjör­gagna hafi verið full­nægj­andi. Hún hefur ekk­ert meira um málið að segja og neitar að svara neinum spurn­ingum fjöl­miðla, Lands­kjör­stjórn gefur út kjör­bréf sam­kvæmt end­ur­taln­ing­unni og segir málið ekki lengur í sínum höndum heldur í höndum Alþing­is.

RÚV.is: „Ekki stað­fest að með­ferð kjör­gagna var full­nægj­andi“ (2021-09-28T18:51)

Á þessum tíma­punkti hafa fjöl­miðlar farið að fjalla tölu­vert um Inga Tryggva­son og hans yfir­lýs­ingar sem virð­ast hvað eftir annað stang­ast á við stað­reyndir sem fljóta upp á yfir­borðið í þessu máli. Ein slík stað­reynd er að atkvæðin í norð­vestur voru hand­leikin áður en allir í yfir­kjör­stjórn voru mættir aftur í Hótel Borg­ar­nes um hádegið 2021-09-26, og löngu áður en nokkur eft­ir­lits­að­ili var mættur á svæð­ið. Önnur stað­reynd er að ekki var skipt um lás á hurð­inni að rým­inu og því var í raun engin leið að vita hversu margir höfðu aðgang að lyklum að henni. (Og ég er ekki að grínast, síðar koma þær upp­lýs­ingar á yfir­borðið að annar inn­gangur er að rým­inu, úr starfs­manna­rými, sem er með renni­hurð og ekki einu sinni er hægt að læsa!)

Ingi Tryggva­son hefur sinnt störfum á stjórn­sýslu­svið­inu í Borg­ar­nes­i/­Borg­ar­byggð í ára­tugi, og sum­arið 2020 fékk hann stöðu hér­aðs­dóm­ara. Gamlar fréttir taka að fljóta upp á nýjan leik er varða for­tíð­ar­stjórn­sýslu­störf hans. Gamlar fréttir um hags­muna­á­rekstra í tengslum við nauð­ung­ar­sölu íbúðar þar sem Ingi fór fram á upp­boðið og keypti síðan íbúð­ina sem full­trúi bank­ans á sama upp­boði. Ingi hefur nefni­lega líka starfað slatta í fast­eigna­brans­an­um. En hann sann­ar­lega toppar sig í skelfi­legum almanna­tengslum þegar hann svarar spurn­ingum frétta­manns um hvers vegna atkvæðin voru bara ekki inn­sigluð frá morgni til hádegis þann 2021-09-26 að þetta hafi bara verið venjan í kjör­dæm­inu í mörg ár og gegnum margar kosn­ing­ar.

Jem­inn! Í alvöru? Hvernig dettur mann­inum í hug að þetta fegri málið eitt­hvað? Hann gerir líka lítið úr kostum þess að nota inn­sigli, og gefur í skyn að inn­siglin séu til­gangs­laus og algjör­lega óþörf. Hann svarar líka spurn­ing­unni um hvort hann eða yfir­kjör­stjórnin hafi með þessu gerst sek um lög­brot með spurn­ing­unni: „Er ólög­legt að gera mis­tök?“

Bara til að und­ir­strika, þessi maður hefur starfað sem lög­maður í ára­tugi og hefur starfað sem hér­aðs­dóm­ari síðan sum­arið 2020.

Jóhann Hjalti Þor­steins­son á Face­book, birtir mynd­band um notkun kosn­ingainn­sigl­anna (2021-09-28T09:17)

Kjarn­inn: „Orðin hans Inga frá A til Ö – „Af því að ég veit það““ (2021-09-29T13:00)

DV.is: „Kjör­gögn með­höndluð áður en kjör­stjórn var öll mætt - Búið að upp­lýsa lög­reglu“ (2021-09-30T17:46)

DV.is: „Hver er þessi Ingi Tryggva­son? „Okkur þykja þetta vera kaldar kveðjur frá dóms­mála­ráð­herra til flokks­bræðra sinna““ (2021-10-01T19:00)

Það kemur í ljós að nokkrir aðilar voru nokkrum sinnum einir í rým­inu með óinn­sigl­uðum atkvæð­un­um, þar á meðal Ingi sjálf­ur, en hann mætti hálf­tíma á undan öllum öðrum með­limum yfir­kjör­stjórnar norð­vest­ur. Þetta fæst stað­fest þegar lög­regla skoðar myndefni örygg­is­mynda­véla hót­els­ins, sem því miður sýndu ein­ungis ytra svæðið við inn­gang rým­is­ins en ekk­ert sem fór fram innan þess.

Fólk fer að skilja hversu svaka­lega alvar­legt þetta mál er, lög­mæti kosn­ing­anna er í húfi, umræður hefj­ast um hvaða leiðir séu í boði til að leysa mál­ið. Fólk innan stjórn­ar­flokk­anna virð­ist einnig loks vera að ranka við sér eftir sig­ur­vímu kosn­ing­anna og fatta hversu alvar­legt málið allt saman er. Fjöld­inn allur af stjórn­mála­fræð­ingum fara að birta skoð­anir sínar á mál­inu, þeir eru flestallir sam­mála um að það sem gerð­ist sé "mjög vont", en eru þó ekki sam­mála um nákvæm­lega hversu alvar­legt málið sé. Sumir halda því fram að málið ógildi kosn­ing­arnar á meðan aðrir stað­hæfa að það sem gerð­ist sé „ekki nógu alvar­legt" til að ógilda kosn­ing­arn­ar.

[ad­spot]

Vís­ir.is: „Ger­­sam­­lega ó­leysan­­legur stjórn­­­skipu­­legur vandi“ (2021-09-29T10:33)

RÚV.is: „Kemur til greina að kalla Alþingi fyrr sam­an“ (2021-09-29T19:31)

Frétta­blað­ið.is: „Síð­ari taln­ingin hljóti að standast“ (2021-09-30T18:55)

Frétta­blað­ið.is: „Um ó­gild­ingu kosn­inga“ (2021-10-01T06:00)

Frétta­blað­ið.is: „Er ekki bara best að vera þokka­­lega sátt­ur?“ (2021-10-01T06:00)

Frétta­blað­ið.is: „Brotin leiði ekki til ógild­ingar kosn­inga“ (2021-10-01T07:56)

Kjarn­inn.is: „Kjör­bréfa­nefndar þings­ins bíður lang­þyngsta úrlausn­ar­efni ald­ar­inn­ar“ (2021-10-01T08:00)

Kjarn­inn.is: „Tran­sparency lýsir yfir áhyggjum af við­brögðum for­manns yfir­kjör­stjórn­ar“ (2021-10-01T10:50)

Stjórn­ar­skrár­fé­lagið Face­book póst­ur, skjá­skot af grein í Morg­un­blað­inu eftir Björn Leví Gunn­ars­son með tit­il­inn „End­urtaln­ing, upp­kosn­ing eða hvað?" (2021-10-01T11:58)

Kjarn­inn.is: „Er ekki bara best að vita hvort þing­menn séu rétt­kjörn­ir?“ (2021-10-02T08:00)

En er nokkuð vanda­mál til staðar þar sem jöfn­un­ar­þing­sætin héld­ust óbreytt milli taln­inga?

Þetta var mjög vin­sæl rök­semd­ar­færsla þeirra sem töldu málið ekki nógu alvar­legt. Gef­andi í skyn að þetta þýddi að í raun hefðu ekki orðið neinar breyt­ingar á nið­ur­stöðum kosn­ing­anna. En að gefa það í skyn er rangt, og það fyndna er, við fengum einmitt ferskt sýni­dæmi um nákvæm­lega hvers vegna það er rangt, vegna þess að nokkrum dögum síðar gerð­ist eft­ir­far­andi.

Birgir Þór­ar­ins­son, nýkjör­inn þing­maður Mið­flokks­ins, ákvað að segja skilið við flokk sinn og ganga til liðs við Sjálf­stæð­is­flokk­inn, ein­ungis örfáum dögum eftir nýliðnar kosn­ingar og löngu áður en þing hafði færi á að koma sam­an. Og honum er frjálst að gera það, íslenskir þing­menn eru ein­ungis bundnir eigin sann­fær­ingu sam­kvæmt gild­andi stjórn­ar­skrá (sem er gott, finnst mér, en er önnur umræða). Svo það skiptir greini­lega máli hvaða fram­bjóð­endur nákvæm­lega ná þing­sæti. Að gefa í skyn að engar breyt­ingar áttu sér stað á nið­ur­stöðum kosn­inga bara vegna þess að fjöldi kjör­inna þing­manna milli flokka hélst óbreyttur er ein­fald­lega rangt. QED. Þetta er ekki til rök­ræðu.

Það að svona ger­ist, að þing­maður gangi úr flokki sínum og til liðs við annan er ekki óal­gengt í íslenskri stjórn­mála­sögu, en að slíkt skuli ger­ast svo skömmu eftir kosn­ingar og áður en þing hefur komið saman hefur aldrei áður gerst í sögu íslenska lýð­veld­is­ins, og olli þetta nokk­urri reiði meðal almenn­ings. Birgir Þór­ar­ins­son stað­hæfði að ástæður hans fyrir að segja skilið við Mið­flokk­inn væri 3 ára gam­alt mál þekkt undir nafn­inu Klaustur mál­ið, sam­hliða hlutum sem voru honum ekki að skapi er varð­aði kosn­inga­bar­áttu flokks­ins í nýliðnum þing­kosn­ing­um. En í alvöru tal­að, ef það var málið hvers vegna í ósköp­unum dró hann sig þá ekki úr fram­boði þá og þeg­ar? Þetta er ótrú­lega lág­kúru­legur verkn­að­ur, og ég segi það sem mann­eskja sem hefur ekki mikið dálæti á Mið­flokkn­um, einmitt vegna áður­nefnds Klaustur máls ásamt öðrum hlut­um.

RÚV.is: „Klaust­urs­málið ýtti Birgi úr Mið­flokkn­um“ (2021-10-09T04:38)

Hvað gerð­ist sem var svona alvar­legt?

Leyni­legar kosn­ingar eru stað­all­inn í lýð­ræð­is­ríkjum sam­tím­ans. Þetta kerfi er mikið lofað fyrir að veita þegnum póli­tíska leynd og í skjóli atkvæða­leyndar er komið í veg fyrir að hægt sé að hafa áhrif á atkvæði ein­stak­linga með hót­un­um, fjár­kúg­unum eða mút­um. En það er einn hængur á. Eftir að kjós­andi hefur látið atkvæði sitt af hendi ofan í kjör­kassa þá er ómögu­legt fyrir kjós­and­ann að stað­festa hvort atkvæðið skil­aði sér (og skil­aði sér óbreytt) í nið­ur­stöður kosn­ing­anna. Kjós­endur þurfa að leggja traust sitt á að atkvæði þeirra séu með­höndluð af strangri virð­ingu, að eft­ir­lits­að­ilar ólíkra hags­muna­að­ila séu ávallt við­staddir við með­höndlun atkvæða til að tryggja að atkvæðum sé hvorki breytt né með­höndluð á nokkurn annan órétt­látan hátt. Kjós­endur verða einnig að treysta því að á milli þess sem atkvæðin eru hand­leikin séu þau undir núm­er­uðu og ófals­an­legu inn­sigli sem ekki er hægt að rjúfa án þess að á sjái, og geri ómögu­legt að eiga við atkvæðin á meðan inn­siglið er órof­ið. Keðja trausts, ef svo má að orði kom­ast. Og þessi keðja trausts, hvaða eft­ir­lits­menn voru við­staddir þegar stað­fest var að inn­sigli væri órofið og í sam­ræmi við fyrri inn­sigl­un, og þegar atkvæði voru hand­leik­in, þetta þarf allt að vera uppi á yfir­borð­inu og aðgengi­legt fyrir kjós­endur að rýna í. En svo­leiðis er það í raun­inni ekki. Við Íslend­ingar erum væru­kærir og tökum því sem gefnu að leyni­legu kosn­ing­arnar okkar séu fram­kvæmdar rétt og heið­ar­lega. En það er ekki sjálf­gef­ið.

Við Íslend­ingar erum ekki einir um væru­kæru, þegnar lýð­ræð­is­ríkja sam­tím­ans virð­ast taka þessu almennt sem gefnu, og lítil vit­ræn umræða þrífst um nákvæm­lega hvers vegna, tækni­lega, game-t­he­or­y-­lega, við eigum að treysta úrslitum leyni­legra kosn­inga.

Og í þessu norð­vestur máli, þá var þessi keðja trausts rof­in. Nokkrum sinn­um. Kjör­gögnin voru geymd í meintu öruggu (en algjör­lega ekki öruggu) rými hót­els­ins, kjör­gögnin voru óinn­sigluð og aðgengi­leg ein­stak­lingum án nokk­urrar yfir­sjón­ar. Og bein afleið­ing er sú að við kjós­endur höfum enga órofna keðju trausts til að stóla á, sem þýðir að kjós­endur hafa ekk­ert til að ábyrgj­ast að ekki hafi verið átt við atkvæði eða þau með­höndluð á annan óásætt­an­legan hátt.

Hvað nákvæm­lega er „nógu alvar­legt“ til að ógilda kosn­ing­ar?

Í heil­brigðum heimi? Það að brjóta þessa keðju trausts væri nógu alvar­legt. Sem leiðir okkur að þeirri stað­reynd hversu ótrú­lega brot­hættar leyni­legar kosn­ingar í raun og veru eru. Það eina sem þarf til að valda kosn­inga­legri ringul­reið er að ráð­ast á kjör­gögn­in, brjóta þessa keðju trausts á einn eða annan hátt. Á tíma­punkti varð þetta ein rök­semda­færsla fyrir því hvers vegna málið væri ekki nógu alvar­legt til að ógilda kosn­ing­arn­ar, að fyrri taln­ing ætti ein­fald­lega að gilda þar sem hún hefði órofna keðju trausts, sem ég í fullri sann­girni verð að við­ur­kenna að þykir rök­rétt fyrir mér, en ég var og er smá á báðum áttum með skoðun mína á þessu. En stend ég við þá skoðun mína að fyrri taln­ing var langt í frá besta lausn þessa máls.

Hannes Þórður Þor­valds­son á Face­book, skjá­skot af grein í Morg­un­blað­inu eftir hann með fyr­ir­sögn­ina „Alltaf hægt að fella kosn­ingu eftir á?“ (2021-10-11T17:36)

En í raun­heim­um? Fer eftir gild­andi lögum í gefnu ríki, og hversu góð og ónæm þessi lög eru fyrir útúr­snún­ingi túlk­un­ar, og jafn­vel þó þau séu nokkuð ónæm fyrir slíku þá virð­ist fólki hvað eftir annað takast að kom­ast upp með alls­konar útúr­snún­inga sem ættu aldrei með nokkru móti að líð­ast.

Tökum íslensku lögin þágild­andi í þessu máli sem dæmi, þau voru eft­ir­far­andi:

104. gr.

Að taln­ingu lok­inni skal loka umslögum með ágrein­ings­seðlum með inn­sigli yfir­kjör­stjórnar og eiga umboðs­menn lista rétt á að setja einnig fyrir þau inn­sigli sín. Yfir­kjör­stjórn sendir [ráðu­neyt­inu] 1) eft­ir­rit af gerða­bók sinni við­víkj­andi kosn­ing­unni ásamt ágrein­ings­seðl­unum sem [ráðu­neyt­ið] 1) leggur fyrir Alþingi í þing­byrjun með sömu ummerkjum sem það tók við þeim.

Þá skal yfir­kjör­stjórn setja alla not­aða kjör­seðla undir inn­sigli og skal gildum og ógildum kjör­seðlum haldið sér. Kjör­seðl­ana skal geyma þar til Alþingi hefur úrskurðað um gildi kosn­ing­anna, sbr. 120. gr., enda sé þeirra eigi þörf vegna kæru sem beint hefur verið til lög­reglu­stjóra. Að því búnu skal eyða kjör­seðl­unum og skrá yfir­lýs­ingu um það í gerða­bók yfir­kjör­stjórn­ar.

Yfir­kjör­stjórn skal búa um allar kjör­skrár í inn­sigl­uðum umbúðum og senda [ráðu­neyt­inu] 1) sem geymir þær í eitt ár, en að því búnu skal eyða þeim.

Alþing­i.is: „Lög um kosn­ingar til Alþingis (2000/24)“ (út­gáfa 151c)

(ath: ný kosn­inga­lög voru samin og færð í lög á Alþingi fyrir síð­ustu þing­kosn­ing­ar, en lögin látin taka gildi um ára­mótin 2022-01-01, sjá Alþing­i.is – „Kosn­inga­lög (2021/112)“ (version 151c))

En bíddu við, blasir ekki við sam­kvæmt lögum þessum að yfir­kjör­stjórn norð­vestur braut lög þar sem kjör­gögnin voru ekki inn­sigluð eftir taln­ing­una morg­un­inn 2021-09-26?

Ingi Tryggva­son útskýrði þetta svona, yfir­kjör­stjórnin var „ekki alveg búin með alla taln­inga­vinn­una", þau höfðu ekki form­lega lýst yfir lokum „taln­inga­fund­ar­ins", þau ákváðu að „fresta“ lokum taln­inga­fund­ar­ins, þangað til eftir hádegi svo allir gætu farið heim og sofið í nokkrar klukku­stundir áður en komið væri aftur á Hótel Borg­ar­nes og taln­inga­fundi þá form­lega slit­ið.

Er slík „frest­un“ eða eitt­hvað álíka nefnt í lögum í tengslum við kosn­inga­ferlið?

Nei. Engan­veg­inn. Þetta er bara útúr­snún­ingur og ætti engan­veg­inn að fá að líð­ast. Þrátt fyrir það hefur ekk­ert ennþá gerst sem gefur til kynna að tekið verði á þessu máli og yfir­kjör­stjórn norð­vest­ur­kjör­dæmis verði refsað fyrir lög­brot sín. Þó er rétt að nefna að lög­reglu­kæra Karls Gauta Hjalta­sonar er enn að velkj­ast um í dóms­kerf­inu, þrátt fyrir að Lög­reglu­stjór­inn á Vest­ur­landi hafi fyrst reynt að fría yfir­kjör­stjórn norð­vestur ábyrgð með boðun greiðslu hlæi­lega lágrar sekt­ar­greiðslu sem allir með­limir yfir­kjör­stjórnar norð­vestur ákváðu að greiða ekki, og svo reyndi lög­reglu­stjór­inn aftur með því að taka sér það vald að vísa mál­inu frá, galin vald­níðslu­að­gerð sem Karl Gauti Hjalta­son síðar kærði. Fleiri lög­reglu­kærur hafa verið lagðar fram, ein af Jóni Þór Ólafs­syni, fyrrum þing­manni Pírata, kæran hans varðar Inga Tryggva­son og störf hans sér­stak­lega. Einnig lagði Ind­riði Ingi Stef­áns­son fram lög­reglu­kæru. Og ein­hverjir fleiri mögu­lega.

Skessu­horn.is: „Gunnar Örn Jóns­son er nýr lög­reglu­stjóri á Vest­ur­landi“ (2021-03-23T16:28)

Vís­ir.is: „Odd­viti yfir­kjör­stjórnar norð­vestur kærður til lög­reglu fyrir mögu­legt kosn­inga­svindl“ (2021-11-24T13:01)

Frétta­blað­ið.is: „Stytt­ist í á­kærur á hendur yfir­kjör­stjórn“ (2022-01-27T05:00)

Vís­ir.is: „Sagan enda­lausa í Norð­vest­ur“ (2022-02-24T07:30)

RÚV.is: „Mál yfir­kjör­stjórnar Norð­vest­ur­kjör­dæmis fellt nið­ur“ (2022-03-14T12:20)

Frétta­blað­ið.is: „Komust undan refsi­á­byrgð með því að borga ekki sekt­irn­ar“ (2022-03-14T14:40)

mbl.is: „Túlka vafann Inga í hag“ (2022-03-14T23:50)

RÚV.is: „Karl Gauti kærir lög­regl­una á Vest­ur­landi“ (2022-04-08T06:05)

Gömlu „Lög um kosn­ingar til Alþingis (2000/24)“ lögin inni­halda líka eft­ir­far­andi:

117. gr.

Það [eru] kosn­inga­spjöll [..] að rang­færa atkvæða­greiðslu, hvort heldur er með því að eyði­leggja eða breyta atkvæði sem greitt hefur ver­ið, eða á annan hátt.

Í heil­brigðum heimi væri það að rjúfa keðju trausts á greiddum atkvæðum jafn­gilt því að eyði­leggja atkvæð­in. En því er miður að ekki er sér­stak­lega skil­greint í íslenskum lögum að slíkt sé raun­in.

Kjarn­inn.is: „Það er búið að eyði­leggja atkvæðin í þessu kjör­dæmi“ (2021-10-17T12:16)

Förum snöggvast yfir þá val­mögu­leika sem í boði voru.

(Of­an­greinda töflu kynnti ég fyrir und­ir­bún­ings­kjör­bréfa­nefnd á lok­uðum Zoom fundi, og hún var einnig birt í gögnum kjör­bréfa­nefndar á vef alþing­is, sjá: https://www.alt­hing­i.is/al­text/er­ind­i/152/152-111.pdf, eitt af fjöl­mörgum skjölum í „op­in­beru" rann­sókn­inni sem und­ir­bún­ings­kjör­bréfa­nefnd fram­kvæmdi og vísað var í í upp­hafi grein­ar­inn­ar.)

Fók­usum aðeins á inn­gangs­spurn­ing­una. Lög­reglan rann­sak­aði málið og fann engar sann­anir um kosn­inga­svindl

Málið er, það að færa fram óyggj­andi sann­anir um að kosn­inga­svindl hafi verið fram­kvæmt í leyni­legum kosn­ingum er svo gott sem ómögu­legt. Það er ekki hægt (eða á alla­vega ekki að vera hægt) að rekja atkvæði aftur til kjós­anda, og jafn­vel þó það væri hægt væri ómögu­legt fyrir kjós­and­ann að færa sönnur fyrir því hvað hann eða hún hafi yfir höfuð kos­ið. Í raun er bara mögu­legt að færa fram óyggj­andi sann­anir um kosn­inga­svindl í leyni­legum kosn­ingum ef við­kom­andi var bein­línis stað­inn að verki.

En jem­inn eini hvað vís­bend­ing­arnar eru víða í þessu máli sem stinga stoðum undir þá til­gátu að kosn­inga­svindl hafi í raun og veru verið framið.

Vís­bend­ing 1: Venja búin til sem gefur ákveðnu fólki færi á að vera í ein­rúmi með óinn­sigl­uðum atkvæðum sýn­ist því svo. Og eins og sjálfur for­maður yfir­kjör­stjórnar sagði, þessi venja hefur verið við lýði í mörg ár, í gegnum margar kosn­ing­ar.

Vís­bend­ing 2: Keðja trausts fyrir greidd atkvæði var rof­in, það er stað­reynd að hópur fólks fékk tíma í ein­rúmi án yfir­sjónar með óinn­sigl­uðum atkvæð­um. Ingi Tryggva­son til­heyrir þessum hópi fólks, hann var að hand­leika atkvæðin þegar næsti með­limur yfir­kjör­stjórnar mætti á svæðið í hádeg­inu 2021-09-26 sam­kvæmt grein­ar­gerð und­ir­bún­ings­nefndar fyrir rann­sókn kjör­bréfa.

Vís­bend­ing 3: Nið­ur­stöður kosn­ing­anna breytt­ust milli loka­talna um morg­un­inn og eftir end­ur­taln­ingu. Breytti stöðu 10 fram­bjóð­enda, 5 misstu sæti sitt, 5 öðl­uð­ust sæti í þeirra stað.

Vís­bend­ing 4: Þessi vís­bend­ing er einkar safa­rík. Munið þið eftir atkvæð­unum 9 sem við­reisn missti í end­ur­taln­ing­unni? Sem ollu því að jöfn­un­ar­sætin riðl­uð­ust? Öll þessi 9 atkvæði voru í sama 50 atkvæða bunk­an­um, þeim fyrsta sem Ingi Tryggva­son er sagður hafa tekið upp og skoðað í end­ur­taln­ingu sam­kvæmt grein­ar­gerð und­ir­bún­ings­nefndar fyrir rann­sókn kjör­bréfa. Þetta er stað­reynd. Lestu grein­ar­gerð­ina ef þú trúir mér ekki. Text­inn þar sem þetta kemur fram er eft­ir­far­andi:

„Í grein­ar­gerð yfir­kjör­stjórnar til lands­kjör­stjórn­ar, dags. 28. sept­em­ber 2021, kemur fram að atkvæði hafi verið talin í 50 atkvæða bunka.

Auglýsing

Á fundum nefnd­ar­innar með yfir­kjör­stjórn var spurt nánar út í athugun á C-lista atkvæð­um. Þrír full­trúar í yfir­kjör­stjórn sögðu að yfir­kjör­stjórn hafi öll verið saman komin þegar ákveðið var að skoða atkvæði C-lista. Einn full­trúi taldi að fjórir full­trúar yfir­kjör­stjórnar hafi verið komnir í taln­ing­ar­sal þegar atkvæðin voru skoð­uð. Annar full­trúi sagði að hann hafi ekki verið kom­inn þegar atkvæðin voru skoð­uð.

Odd­viti sagði að rangt flokkuð atkvæði hefðu fund­ist í fyrsta bunk­anum sem hann tók. Einn full­trúi yfir­kjör­stjórnar stað­festi þetta í sam­tali við nefnd­ina. Annar full­trúi í yfir­kjör­stjórn sagði í sam­tali við nefnd­ina að þegar gerð var athugun á C-lista atkvæð­unum hafi komið strax í ljós að það væri flokk­un­ar­villa í C-lista kass­an­um. Við­kom­andi sagði að bunk­inn með rangt flokk­uðum atkvæðum hafi legið ofar­lega í kass­anum og að yfir­kjör­stjórn hafi farið saman í gegnum atkvæð­in, þ.e. þau hafi hvert og eitt tekið bunka. Þriðji full­trú­inn í yfir­kjör­stjórn, sem var við­staddur þegar bunkar úr C-lista kass­anum voru teknir upp, segir að villan hafi fund­ist í efstu bunk­un­um. Fjórði full­trúi yfir­kjör­stjórnar sagði að kassi með C-at­kvæðum hafi verið upp á borði þegar hann kom og hann hafi ekki verið við­staddur þegar rangt flokk­uðu atkvæðin í C-lista bunka fundust, en hann minnti að þessi níu atkvæði sem C-listi fór niður um, hafi verið í fyrsta bunk­an­um.“

Þessi vís­bend­ing blasir bara við, hún er þarna beint fyrir framan okk­ur, á glám­bekk, svartur texti á hvítum papp­ír. Flest okkar sem kærðum kosn­ing­arnar til kjör­bréfa­nefndar bentum sér­stak­lega á þetta atriði, hversu galið það væri, hversu ótrú­legt, hversu ólík­legt það væri að þetta yfir höfuð gæti gerst lík­inda­lega séð. Að fyrsti 50 atkvæða bunk­inn sem Ingi Tryggva­son á að hafa tekið upp hafi inni­haldið öll þau atkvæði sem komu þessu öllu af stað. En þetta var þæft, engar und­ir­tekt­ir, ekki nefnt, ekki orð um það. Og samt sem áður liggja þessar upp­lýs­ingar bara þarna, í dags­ljós­inu, svartur texti á hvítum papp­ír.

Vís­bend­ing 5: Þegar grein­ar­gerð und­ir­bún­ings­kjör­bréfa­nefndar fyrir rann­sókn kjör­bréfa er lesin verður nokkuð ljóst að ákvörð­unin um end­ur­taln­ingu var ekki tekin af allri yfir­kjör­stjórn norð­vest­ur, henni var komið af stað af Inga Tryggva­syni ein­um.

Vís­bend­ing 6: Í til­kynn­ingu yfir­kjör­stjórnar norð­vestur til fjöl­miðla um end­ur­taln­ing­una um klukkan 15:00 þann 2021-09-26 var gefið sér­stak­lega í skyn að breyt­inga mætti vænta.

Vís­bend­ing 7: Berg­þór Óla­son var eini þing­maður af 5 sem komust inn eftir end­ur­taln­ingu sem kaus með stað­fest­ingu eigin kjör­bréfs.

Kjarn­inn.is: „Berg­þór sá eini sem hlaut sæti eftir end­ur­taln­ingu sem sam­þykkti eigið kjör­bréf“ (2021-11-26T07:26)

Vís­bend­ing 8: Meintir hags­muna­á­rekstrar í eldri stjórn­sýslu­störfum Inga Tryggva­son­ar.

Vís­bend­ing 9: Djúpar rætur Inga Tryggva­sonar og Berg­þórs Óla­sonar í Borg­ar­nesi sem og í stjórn­sýslu­störfum svæð­is­ins. Faðir Berg­þórs var um tíma bæj­ar­stjóri í Borg­ar­nesi og þeir feðgar hafa tengsl við bygg­ing­ar­fyr­ir­tækið sem byggði við­bygg­ingu við Hótel Borg­ar­nes og áttu það um tíma. Þessar vís­bend­ingar er vissu­lega ef til vill auð­velt að stimpla sem fabúler­ingar en vís­bend­ingar eru þetta samt.

Ókei fók­usum aft­ur, í síð­asta skipti ég lofa. Lög­reglan rann­sak­aði málið og fann engar sann­anir um kosn­inga­svindl

Lög­reglan fann engar "beinar" sann­anir fyrir því að kosn­inga­svindl hafi verið framið, en eins og ég hef áður gert til­raun til að útskýra, þá er sönn­un­ar­byrðin í leyni­legum kosn­ingum svo gott sem ómögu­leg, sem er ástæða þess að keðja trausts kjör­gagna er svona mik­il­væg. En djísöss kræst lítið á vís­bend­ing­arn­ar. Og takið eftir hvað sumar þeirra eru ógn­vekj­andi. Og takið eftir hvernig Lög­reglu­stjór­inn á Vest­ur­landi hefur dregið lapp­irnar í þessu máli.

Eitt enn sem var nokkuð und­ar­legt, ákveðin Gallup könn­un. Ítar­efni könn­un­ar­innar var birt seint, spurn­ing­arnar voru óvenju leið­andi, langt var seilst til að ná fram ákveðnu narra­tívi.

RÚV.is: „Ólíkar skoð­anir á lausn í Norð­vest­ur­kjör­dæmi“ (2021-10-14T22:13)

Gallup.is: „Skiptar skoð­anir um lausn í Norð­vest­ur­kjör­dæmi“ (2021-08-25)

Aftur að þróun máls­ins

Inga Sæland, for­maður Flokks Fólks­ins, var fyrsti með­limur und­ir­bún­ings­kjör­bréfa­nefndar til að tjá skoðun sína á mál­inu opin­ber­lega eftir langa rann­sókn. Og hver var skoð­un­in? Að ekk­ert hefði komið fram sem gæfi til kynna að end­ur­taln­ingin ætti ekki standa, að ekki væri þörf á end­ur­kosn­ingu.

Vís­ir.is: „Engin gögn komið fram sem sýna fram á að önnur taln­ing eigi ekki að standa“ (2021-11-16T17:35)

Vís­ir.­is. „Telur ekk­ert hafa komið fram sem sýni að önnur taln­ing í NV-­kjör­­dæmi eigi ekki að gilda“ (2021-11-16T20:02)

RÚV.is: „Hall­ast að því að seinni taln­ingin í Norð­vestur gildi“ (2021-11-16T21:38)

mbl.is: „Segir enga ástæðu til þess að kjósa aft­ur“ (2021-11-17T13:45)

Í kjöl­farið steig nefnd­ar­með­limur fyrir hönd Pírata, Björn Leví Gunn­ars­son, fram og sagði að þetta væri skoðun meiri­hluta þeirra sem sætu í nefnd­inni.

Kjarn­inn.is: „Ríkj­andi við­horf í nefnd­inni að seinni taln­ingin í Borg­ar­nesi skuli gilda“ (2021-11-17T20:00)

Þetta kom mörgum nokkuð á óvart. En fyrir okkur sem fylgst höfðum ítar­lega með umræð­unni? Við höfðum séð í hvað stefndi vik­unum sam­an. Aug­ljós­asta vís­bend­ingin var hvernig áfram­hald­andi við­ræður for­manna stjórn­ar­flokk­anna þró­uð­ust. Það var aug­ljóst í hvað stefndi.

mbl.is: „Við sjáum alveg til lands í þessu sam­tali“ (2021-10-29T19:27)

Vís­ir.is: „Kynn­ing rík­is­stjórnar gæti dreg­ist um eina til þrjár vik­ur“ (2021-11-10T11:55)

Nokkrum dögum síðar varð svo fylli­lega ljóst að val­mögu­leik­inn að láta end­ur­taln­ing­una gilda þrátt fyrir að keðja trausts hafði verið rofin yrði fyrir val­inu. Kjör­bréfa­nefndin birti yfir­lýs­ingu sem allir með­limir hennar studdu fyrir utan einn, þar kom fram að einu tveir val­kost­irnir sem þættu yfir höfuð koma til greina væri að láta síð­ari taln­ingu gilda, eða kjósa aftur ein­ungis í norð­vest­ur­kjör­dæmi. Hinir tveir val­kost­irnir höfðu verið slegnir út af borð­inu. Van­kantar þess að kjósa aftur ein­ungis í norð­vest­ur­kjör­dæmi höfðu að auki verið mjög vel kynntir fyrir almenn­ingi. Þrátt fyrir alla þá van­kanta kysi ég per­sónu­lega þá lausn fram yfir end­ur­taln­ing­una. En það var bara ég, og það var óvin­sæl skoð­un. Og ég skil það vel.

Kjarn­inn.is: „Allir nefnd­ar­menn sam­mála um að „fyrri taln­ing“ geti ekki gilt“ (2021-11-23T18:59)

Auglýsing

Og loks eftir kvala­fulla for­sögu, þann 2021-11-25 gerð­ist það. Hið nýkjörna Alþingi kom sam­an. Heitar umræður stóðu yfir allan dag­inn, fram á kvöld. Ég gerði mér ferð niður á Aust­ur­völl um klukkan 18:30, það var eng­inn þar, ég fór á einn bar­inn í nágrenn­inu og fékk mér öl og hlust­aði áfram á útsend­ingu Alþingis í eyr­unum í gegnum snjall­sím­ann, ég rölti aftur út á Aust­ur­völl fyrir framan Alþing­is­húsið kringum 20:30, það var eng­inn þar, ég hlust­aði þar áfram á útsend­ing­una innan úr Alþing­is­hús­inu, hlust­unin var átak­an­leg á köflum en ég hlust­aði á hana til enda, meira að segja ömur­lega yfir­lýs­ingu Berg­þórs Óla­son­ar, ég hlust­aði þegar umræðum lauk klukkan 21:27 og kvíð­væn­leg kosn­ingin hófst. Eftir umræður dags­ins hafði feng­ist í gegn að kosið yrði um alla fjóra val­mögu­leik­ana. En Alþingi kaus samt versta mögu­lega val­kost­inn, og þannig fór það. Smán­ar­blettur á sögu lýð­ræðis okkar Íslendinga. Alþingi hafði lagt blessun sína yfir ólög­mætar kosn­ing­ar. Þær væru lög­mæt­ar. Hvítt væri svart. Ónýt kjör­gögn væru örugg og áreið­an­leg. Allt væri í hinu stakasta lagi.

Megi hver og einn ein­asti þing­maður sem átti þátt í þvi að svo varð raunin eiga ævar­andi skömm fyr­ir. Megi sagan dæma ykk­ur.

Kjarn­inn: „Öll kjör­bréfin 63 stað­fest af Alþingi“ (2021-11-25T21:34)

Þetta mál verður eflaust að end­ingu sent til Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu. Sé nið­ur­staða Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins að íslensku þing­kosn­ing­arnar 2021 hafi verið ólög­legar þá kannski loks­ins verða ein­hverjar afleið­ingar í þessu máli. Þá kannski loks­ins munu allir þeir þing­menn sem lögðu blessun sína yfir end­ur­taln­ing­una ólög­mætu og höfn­uðu öllum öðrum mögu­leikum hypja sig af þingi. Þið eigið ekk­ert erindi á Alþingi Íslend­inga.

En þær vonir mínar eru ekki háar. Jafn­vel þó Mann­rétt­inda­dóm­stóll­inn dæmdi þing­kosn­ing­arnar ólög­legar á einn eða annan hátt. Það eina sem getur knúið fram afleið­ingar er að almenn­ingur átti sig á rugl­inu sem fengið hefur að við­gang­ast og fari að beita sér gegn því! Og það hefur hann ekki gert hingað til.

Vís­ir.is: „Skora á Katrínu að segja af sér og boða mál fyrir Mann­rétt­inda­dóm­stóln­um“ (2021-11-29T10:37)

Höf­undur er óbreyttur borg­ari – í hópi þeirra sem kærðu þing­kosn­ing­arnar 2021 til kjör­bréfa­nefndar og reyndi að beita sér fyrir lýð­ræð­is­legri lend­ingu þessa máls.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar