„Ég veit alveg hvað bíður mín“

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir ætlar í framboð fyrir Viðreisn. Hún segir gagnrýnina á sig skiljanlega en vonast til að fá annað tækifæri. Viðreisn mun ekki geta unnið með Sjálfstæðisflokknum að óbreyttu og hún fullyrðir að Viðreisn verði ekki þriðja hjól undir næstu ríkisstjórn.

Þórður Snær Júlíusson skrifar

„Ég veit alveg hvað bíður mín“

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir ætlar í framboð fyrir Viðreisn. Hún segir gagnrýnina á sig skiljanlega en vonast til að fá annað tækifæri. Viðreisn mun ekki geta unnið með Sjálfstæðisflokknum að óbreyttu og fullyrðir að Viðreisn verði ekki þriðja hjól undir næstu ríkisstjórn.

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dóttir sat á þingi fyrir Sjálf­stæð­is­flokk­inn í 14 ár. Hún var ráð­herra í hrun­stjórn­inni og vara­for­maður flokks­ins. Hún kall­aði eftir því að gagn­rýn­is­raddir á íslenska efna­hagsund­rið sæktu sér end­ur­mennt­un, var kölluð kúlu­lána­drottn­ing vegna lána sem eig­in­maður hennar fékk hjá bank­anum sem hann starf­aði hjá og ákvað um síðir að stíga út úr stjórn­málum fyrir kosn­ing­arnar 2013, eftir að hafa hætt sem vara­for­maður og farið í tíma­bundið leyfi eftir útkomu Rann­sókn­ar­skýrslu Alþing­is. 

Nú er Þor­gerður snúin aftur á hið póli­tíska svið og ætlar í fram­boð fyrir nýjan flokk, Við­reisn. Hún seg­ist skilja gagn­rýn­ina sem hún fékk á sínum tíma, að hún hafi lært heil­mikið á því að stíga til hliðar úr stjórn­mál­unum og vonar að fólk gefi henni annað tæki­færi.

Fleira fólk vill breyt­ingar

Það er ekki á hverjum degi sem fyrr­ver­andi for­maður og vara­for­maður stærsta stjórn­mála­flokks lands­ins ákveða að segja skilið við hann og færa stuðn­ing sinn yfir til ann­ars flokks. Það gerð­ist þó í gær þegar Þor­gerður greindi frá því að bæði hún og Þor­steinn Páls­son hefðu gengið til liðs við Við­reisn, frjáls­lynt stjórn­mála­afl sem var stofn­sett í sumar eftir um tveggja ára und­ir­bún­ing. Það var reyndar verst geymda leynd­ar­mál íslenskra stjórn­mála að Þor­gerður væri lík­lega að fara að leiða lista Við­reisnar í sínu gamla Suð­vest­ur­kjör­dæmi – og DV var meira að segja búið að slá því upp á for­síðu að svo yrði. Sjálf seg­ist hún þó ekki hafa end­an­lega ákveðið sig fyrr en í gær. Og í kjöl­farið gengu þau Þor­steinn á fund Bjarna Bene­dikts­son­ar, for­manns Sjálf­stæð­is­flokks­ins og náins sam­starfs­manns Þor­gerðar til margra ára, og til­kynntu honum um ákvörðun þeirra. Næstu vik­urnar munu þessir fyrrverandi banda­menn berj­ast gegn hvoru öðru um hylli kjós­enda í Krag­an­um, í stað þess að standa hlið við hlið.

Þor­gerður segir að hún hafi valið að fara fram fyrir Við­reisn vegna þess að hún telji að þar sé tæki­færi til að breyta ákveðnum lyk­il­þáttum í sam­fé­lagi okk­ar. „Í Við­reisn er þetta frjáls­lyndi sem ég tel mik­il­vægt að fái far­veg, mark­vissar en áður. Þar eru tæki­færi til að breyta. Innan Sjálf­stæð­is­flokks­ins er ekki verið að vinna að þessum breyt­ingum sem ég vill leggja áherslu á. Áherslur eins og á alþjóða­stjórn­mál vest­ræna sam­vinnu, þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla um fram­hald við­ræðna við Evr­ópu­sam­bandið og meiri fókus á heil­brigð­is- og vel­ferð­ar­mál. Ég vil aukið frelsi og breyt­ingar í land­bún­aði og sjáv­ar­út­vegi. Þetta eru mál sem menn hafa ekki verið sam­mála um innan Sjálf­stæð­is­flokks­ins að breyta og engar vís­bend­ingar að menn ætli í slíkar breyt­ingar á næsta kjör­tíma­bil­i.“ 

Það þarf ekki að ræða lengi við Þor­gerði til að átta sig á að hana þyrstir í að kom­ast aftur inn á svið stjórn­mála. Hún segir vett­vang­inn heill­andi og gefi tæki­færi til að hafa áhrif á sam­fé­lag­ið. Og hún seg­ist skynja að fleira og fleira fólk vilji þessar breyt­ing­ar. „Mér finnst þessi vett­vangur sér­stak­lega spenn­andi núna. Það eru nýir straumar og stjórn­mála­öfl á borð við Pírata eru að hreyfa við og breyta þanka­gangi fólks. Þótt ég sé ekki endi­lega sam­mála þeim í stefnu þá er þetta mjög mik­il­vægt. Fólk er í rík­ara mæli að gera ákveðnar sam­fé­lags­legar kröfur um hvernig kerfin eru upp­byggð. Hvernig við sjáum vaxt­ar­mögu­leika innan atvinnu­greina en líka hvernig það verði að vera ákveðið rétt­læti í skipt­ingu á arð­semi og í aðgeng­i.“

Hefur lært margt

Síð­ustu þrjú árin hefur Þor­gerður starfað innan Sam­taka atvinnu­lífs­ins (SA), en fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri þeirra sam­taka, Þor­steinn Víglunds­son, verður einnig í fram­boði fyrir Við­reisn í næsta mán­uði. Hún seg­ist hafa lært margt af því að vinna hjá hags­muna­sam­tökum fyr­ir­tækj­anna í land­inu, og sér­stak­lega af sam­skiptum þeirra við laun­þega­hreyf­ing­arn­ar.

„Ég hef lært að það skipti miklu máli að fyr­ir­tækin í land­inu hafi öfl­ugan málsvara sem komi sjón­ar­miðum þeirra á fram­færi og leið­rétti á tíðum brengluð við­horf sem eru uppi gagn­vart þeim og atvinnu­líf­inu. Mér þótti líka heill­andi að eftir langa og erf­iða báráttu við verka­lýðs­hreyf­ing­una í ýmsum deilum þá klár­uðu menn mál­in. Í stjórn­mál­unum hefur þetta alltaf verið þannig að stjórn­ar­and­staðan þarf alltaf að vera á móti og meiri­hlut­inn þarf alltaf að nota meiri­hlutaræð­ið. Fólk í ólíkum röðum þarf hins vegar ekki að vera and­stæð­ingar heldur getur það verið sam­herjar á ákveðnum svið­um. Það er hægt að ná saman um til­tekin mál þótt að heild­ar­stefnan sé ólík.“

Þorgerður Katrín og Bjarni Benediktsson á landsfundi Sjálfstæðisflokksins árið 2009 þegar Bjarni var kjörinn formaður flokksins.

Gerði mis­tök

Þor­gerður var mennta­mála­ráð­herra þegar hrunið skall á haustið 2008 og Krist­ján Ara­son, eig­in­maður henn­ar, starf­aði sem fram­kvæmda­stjóri í stærsta banka lands­ins. Þau komu bæði fyrir í Rann­sókn­ar­skýrslu Alþingis og mikil fjöl­miðlaum­fjöllun var um mál þeirra næstu árin. Þegar fyrir lá að Krist­ján þyrfti ekki að greiða skuld sem hann stofn­aði til vegna kaupa á hluta­bréfum í Kaup­þingi fyrir hrun birti DV til að mynda for­síðu með mynd af þeim hjónum og fyr­ir­sögn­inni „Slopp­in“.

Hún segir að gagn­rýnin á sig hafi verið hörð og á tímum óvæg­in, en að mörgu leyti skilj­an­leg. „Ég fór af þingi þegar rann­sókn­ar­skýrslan kom út og sagði af mér vara­for­mennsku í Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Þegar ég hlust­aði á fólkið í sam­fé­lag­inu fyrir kosn­ing­arnar 2013 þá taldi ég rétt að stíga til hlið­ar. Ég er ekki að segja að mig hafi langað það, því ég elska póli­tík og er í henni út af hug­sjón­um. En ég taldi það rétt. 

Maður hefur lært mikið á þessum tíma og rétt­ar­vörslu­kerfið hefur á meðan farið í gegnum mál manns­ins míns. Þannig eru leik­reglur lýð­ræð­is­ins. Þær geta verið erf­iðar en maður verður að virða þær. Maður gerði mis­tök en í því felst ákveð­inn lær­dómur sem von­andi þroska mann einnig. Og núna vona ég að ég fái annað tæki­færi.“

Þor­gerður telur að það geti að vissu leyti hjálpað henni nú að hafa stigið sjálf út úr stjórn­mál­unum fyrir tæpum fjórum árum. „Það verða alltaf ein­hverjir sem munu ekki skilja að ég sé að snúa aftur á þetta svið og eru ekki búnir að taka mann aftur í sátt. Ég verð bara að lifa með því.“

Við­reisn verður ekki þriðja hjól

Þótt Við­reisn sé nýtt stjórn­mála­afl sem var ein­ungis form­lega stofnað fyrir nokkrum vikum er ljóst að til­vera þess ógnar ýms­um. Mikil ágjöf er frá vinstri á hinum póli­tíska skala þar sem flokknum er stillt upp sem hækju fyrir Sjálf­stæð­is­flokk­inn til að halda völd­um, svipað og talað var um Bjarta fram­tíð og Sam­fylk­ing­una í síð­ustu kosn­ing­um. Frá hægri er reynt að afskrifa Við­reisn sem flótta­fólk úr Sjálf­stæð­is­flokknum sem geti ekki sætt sig við að Ísland sé ekki að ganga í Evr­ópu­sam­band­ið. 

Það er kannski ekki skrýtið að það fari um marga hefð­bundnu flokk­anna. Í nýj­ustu kosn­inga­spá Kjarn­ans mælist Við­reisn með 9,7 pró­sent fylgi, meira en bæði Sam­fylk­ingin og Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn, og er sam­kvæmt því þriðji stærsti flokkur lands­ins. 

Þegar hún er spurð í hvora átt­ina hún vilji að Við­reisn starfi að loknum kosn­ingum – með núver­andi stjórn­ar­flokkum eða þeim sem mynda stjórn­ar­and­stöð­una – kom­ist Við­reisn í slíka stöðu vill hún ekki svara afger­andi. „Við­reisn er ekki og verður ekki þriðja hjól, hvorki fyrir hægri né vinstri stjórn,“ segir hún. Það sem skipti máli sé stefn­an. Og sú stefna er um breyt­ingar á kerf­un­um.

Viðreisn er ekki og verður ekki þriðja hjól, hvorki fyrir hægri né vinstri stjórn.

En Bjarni Bene­dikts­son sagði í við­tali á Bylgj­unni 8. maí síð­ast­lið­inn að helstu kosn­inga­mál Sjálf­stæð­is­flokks­ins í kom­andi kosn­ingum verði að standa gegn kerf­is­breyt­ingum og nýrri stjórn­ar­skrá. Og Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hefur sýnt það í verki að hann ver sum lyk­il­kerf­in, til dæmis land­bún­að­ar- og sjáv­ar­út­vegs­kerf­in, af mik­illi hörku. Þá er það yfir­lýst stefna beggja rík­is­stjórn­ar­flokk­anna að ganga ekki í Evr­ópu­sam­bandið og þeir stóðu saman að því að draga umsókn Íslands að því til baka án þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu.

Aðspurð hvort að sitj­andi rík­is­stjórn­ar­flokkar geti þá verið sam­starfs­mögu­leiki, í ljósi þeirra lyk­il­mála Við­reisnar sem hún nefndi fyrr í við­tal­inu segir Þor­gerð­ur: „ekki að óbreyttri stefn­u.“

Mark­vissar aðgerðir snemma á kjör­tíma­bil­inu

En hvað þarf þá að ná saman við Við­reisn um ef mynda ætti rík­is­stjórn með flokknum að loknum kosn­ing­unum síðla í októ­ber? Þor­gerður segir nokkur stór atriði í stefnu­skrá Við­reisnar leika þar aðal­hlut­verk. „Það þarf að klára þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um áfram­hald við­ræðna um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu. Það þarf að fara í mark­vissar breyt­ingar á land­bún­að­ar­kerf­inu, sem taka bæði mið af hags­munum bænda og neyt­enda. Við eigum áfram að reka verð­mæta­skap­andi sjáv­ar­út­veg en þetta kerfi sem við höfum utan um hann mun springa framan í okkur ef það kemur ekki eitt­hvað rétt­læti þar inn. Stöð­ug­leiki í sjáv­ar­út­vegi er mik­il­vægur fyrir grein­ina en til þess þarf aukna sátt um kerf­ið. Það felst í því að menn verða að borga sann­gjarnt gjald fyrir aðgang að auð­lind­inni, hvort sem það er í gegnum mark­aðs­leið eða auð­linda­gjald. Það þarf líka að liggja fyrir mark­viss stefna varð­andi aðgerðir í heil­brigðis­mál­um. Allt þetta þarf að ger­ast snemma á kjör­tíma­bil­inu, ekki seint á því. Ef menn eru til í að tala við okkur um þessi atriði, þá erum við með.“

Ljóst má vera að sum önnur stjórn­mála­öfl munu setja breyt­ingar á stjórn­ar­skránni ofar­lega á kröf­u­list­ann sinn kom­ist þau í aðstöðu til að semja um aðild að rík­is­stjórn. Þor­gerður er hlynnt ákveðnum breyt­ingum á stjórn­ar­skránni en telur hana ekki vera stærsta gall­ann á stjórn­kerf­inu. „Ég er frekar treg í rót­tækar breyt­ingar á henni. En það er ýmsu sem þarf að breyta. Það þarf að jafna atkvæða­vægi og það þarf að end­ur­nýja kafl­ann um for­seta Íslands. Það þarf líka að setja inn auð­linda­á­kvæði og ákvæði um þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­ur. Svo er ég sjálf skotin í per­sónu­kjöri.“

Fór í gegnum svipu­göng og getur það aftur

Líkt og áður sagði þá til­kynnti Þor­gerður Bjarna Bene­dikts­syni um ákvörðun sína í gær. Hún segir að við­brögð sjálf­stæð­is­manna við fram­boði hennar fyrir Við­reisn hafa verið mis­jöfn. „Sumir hafa tekið þessu mjög illa. Vin­sam­lega illa og óskyn­sam­lega illa. Svo eru aðrir sem eru mjög ánægðir með þennan val­kost sem Við­reisn veitir og hvetja mann áfram. Ég veit alveg hvað bíður mín. Það er hluti af þess­ari ákvörðun og það verður bara svo að vera. Ég fór í gegnum svipu­göng á sínum tíma og ég get gert það aft­ur. Eftir stendur að ég ætla að tala fyrir ákveðnum breyt­ingum á íslensku sam­fé­lagi og þess vegna er ég komin aftur í stjórn­mál.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira úr sama flokkiViðtal