Vaxandi markaður fyrir hágæðasúkkulaði

karolina fund
Auglýsing

SÖLVA Chocolates samanstendur af fimm einstaklingum, Láru Borg Lárusdóttur, Unni Svölu Vilhjálmsdóttur, Jórunni Maríu Þorsteinsdóttur, Sveini Ólafi Lúðvíkssyni og Áshildi Friðriksdóttur, og eru þau öll nýútskrifuð úr Verzlunarskóla Íslands. Kjarninn hitti Láru Borg og tók hana tali.

Hvaðan kemur hugmyndin að því að framleiða súkkulaði?

Hugmyndin um að gera súkkulaði kom upp í frumkvöðlaáfanga í Verzlunarskólanum í janúar á þessu ári. Það sem okkur fannst vanta á íslenska markaðinn var hágæða súkkulaði unnið beint frá kakóbauninni. Ekki er mikið um þetta hérlendis en er þetta vaxandi markaður erlendis. Við ákváðum að við vildum gera súkkulaði sem myndi vekja athygli vegna gæða og einnig vegna útlits vörunnar. Við leggjum mikla áherslu á hönnun vörunnar, bæði á pakkningum og á súkkulaðinu sjálfu. 

Auglýsing

Hvað kom til að þið ákváðuð að fara í Startup Reykjavík og hvernig mótaði það starfið ykkar?

Við sóttum um í Startup Reykjavík í vor vegna þess að við höfðum heyrt mikið um starfsemina og  hvað hún hefði góð áhrif á sprotafyrirtæki. Við fengum viðtal í kjölfarið á sigri okkar í keppni ungra frumkvöðla, fyrirtæki ársins 2016. Þegar við komumst svo inn vorum við himinlifandi. En á þeim tímapunkti gerðum við okkur ekki grein fyrir því hversu mikið Startup Reykjavík myndi gera fyrir okkur. Við fengum að fara á alls kyns fyrirlestra, hitta mentora og fá hjálp við hin ýmsu verkefni og erfiðleika. Við höfum lært ótrúlega mikið og komum frá þessu með ómetanlega reynslu og þekkingu sem við hefðum annars ekki geta fengið annarsstaðar. 

 .

Hvaða nýjung er súkkulaðið ykkar að koma með á markaðinn?

Það sem okkar súkkulaði hefur fram á að færa er að það er 100% lífrænt. Öll hráefni sem við notum eru vandlega valin og eru laus við öll aukaefni. Þar að auki stundum við einungis siðferðisleg viðskipti og til dæmis verslum við okkar kakóbaunir frá fyrirtæki í Tanzaníu sem hjálpar til við samfélagslega uppbyggingu í sínu landi. Þeir borga sínum bændum 24% hærri laun en telst venjulegt til að þeir geti átt gott líf. Þeir vinna einnig með alls kyns samtökum sem byggja upp skóla, spítala og munaðarleysingjahæli í Tanzaníu. Við viljum leggja mikla áherslu á mikilvægi þess að stunda einungis siðferðisleg viðskipti. 

Það sem er svo á döfinni hjá okkur núna er að fá vélarnar í nýja húsnæðið okkar í Askalind og hefja framleiðslu í lok september. Við verðum með fjórar bragðtegundir til að byrja með og eru þær mjólkursúkkulaði með saltkaramellu, mjólkursúkkulaði með lakkríssalti, dökkt súkkulaði með hindberjum og hvítt súkkulaði með vanillu og núggati.

Verkefnið er að finna hér

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flókið að fást við fólk sem lætur sannleikann ekki þvælast fyrir sér
Kerfið brást Helgu Björgu harðlega eftir að hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa Miðflokksins í um tvö ár án þess að geta borið hönd fyrir höfuð sér. Málið hefur haft margvíslegar alvarlegar afleiðingar á andlega og líkamlega heilsu hennar.
Kjarninn 18. júní 2021
Horft frá Nauthólsvík yfir á Kársnes og að Hamraborg, þar sem Kópavogsbær stefnir á uppbyggingu þéttrar byggðar meðfram væntum borgarlínuleiðum.
Telur kjörnum fulltrúum skylt að rýna í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu
Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi vill rýna betur í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu, sem lagðar hafa verið fram að undanförnu, svo vilji sveitarstjórna sé skýr í málinu. Einnig viðrar hún sérstakar áhyggjur af rekstrarkostnaði.
Kjarninn 18. júní 2021
N1 er vinsælasti viðkomustaður þeirra sem hafa notað nýju ferðagjöf stjórnvalda.
Bensínstöðvar, baðlón og skyndibitastaðir vinsælust hjá notendum nýrrar ferðagjafar
Yfir 10 þúsund manns hafa nýtt nýja ferðagjöf stjórnvalda og um 50 milljónir króna verið greiddar út. Kunnugleg nöfn raða sér í efstu sæti þeirra fyrirtækja sem tekið hafa við mestu en baðlónið Sky Lagoon kemur nýtt inn á lista og tyllir sér í annað sæti.
Kjarninn 17. júní 2021
Guðjón Sigurðsson
Alþjóðlegur MND dagur 20. júní 2021
Kjarninn 17. júní 2021
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri.
Fyrrverandi seðlabankastjóri fékk fálkaorðuna
Forseti Íslands sæmdi fjórtán manns fálkaorðunni á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2021
Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Vilja endurvekja sjálfstæðisbaráttuna
„Eins og fyrri kynslóðum tókst að umbreyta íslensku samfélagi með sjálfstæðisbaráttu almennings þá mun okkur takast það einnig. Þeim tókst það og okkur mun líka takast það.“ Sósíalistaflokkurinn sendi frá sér tilkynningu í tilefni af 17. júní.
Kjarninn 17. júní 2021
Ólafur Ólafsson
Mannréttindadómstóll Evrópu vísar kæru Ólafs Ólafssonar frá
MDE hafnaði í morgun með afgerandi hætti að Rannsóknarnefnd Alþingis hefði brotið gegn rétti Ólafs Ólafssonar til réttlátar málsmeðferðar.
Kjarninn 17. júní 2021
Dánartíðni var hærri í öllum öðrum EES-löndum, ef miðað er við sögulegt meðaltal.
Umframdánartíðnin minnst á Íslandi
Minnsti munur var á mánaðarlegri dánartíðni og sögulegu meðaltali hennar hér á landi af löndum EES.
Kjarninn 17. júní 2021
Meira úr sama flokkiFólk
None