Tryllt stuð á Iceland Airwaves 2016
Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves fer fram í Reykjavík um helgina. Fjöldi fólks tók þátt í partýinu.
Iceland Airwaves-tónlistarhátíðin stendur yfir í Reykjavík um helgina. Fjöldi fólks frá öllum heimshornum lögðu leið sína hingað til lands til þess að vera viðstödd hátíðina í ár. 9.000 miðar seldust á hátíðina í ár, þar af 5.000 miðar til erlendra gesta.
Margar erlendar og innlendar stórstjörnur tróðu upp á hátíðinni ár, sem fram fór á mörgum tónleikastöðum vítt og breitt um höfuðborgina. Meðal þeirra stjarna sem léku í ár má nefna Björk, PJ Harvey, Kate Tempest, FM Belfast, Warpaint og fleiri.
Birgir Þór Harðarson, ljósmyndari Kjarnans, fylgdist með herlegheitunum í gegnum linsuna.
Dagskrá Iceland Airwaves-hátíðarinnar í ár lýkur í kvöld með tónleikum bresku tónlistarkonunnar PJ Harvey í Valshöllinni.