Birgir Þór Harðarson

Íslenskir hápunktar ársins í myndum

Árið 2016 var viðburðaríkt í íslensku þjóðlífi. Kjarninn fylgdist með helstu atburðum í návígi í gegnum ljósmyndavélina og sagði frá á vefnum. Hér eru nokkrir hápunktar ársins 2016.

Árið 2016 verður eflaust skráð í sögubækur framtíðarinnar sem nokkuð merkilegt ár í íslenskum stjórnmálum. Fjórir innlendir atburðir standa uppúr í umfjöllun Kjarnans á árinu. Það er Wintris-málið svokallaða sem kom upp í byrjun apríl sem mótað hefur íslensk stjórnmál síðan, forsetakosningarnar í maí, Alþingiskosningarnar í haust og síðast en ekki síst gríðarlega gott gengi íslenska landsliðsins í knattspyrnu á Evrópumeistaramótinu í Frakklandi.

Birgir Þór Harðarson, ljósmyndari Kjarnans, var sendur út af örkinni til þess að fanga þessi augnablik í sögu Íslands. Hann hefur tekið saman nokkrar myndir sem teknar voru á merkilegum stundum og þykja fanga stemmninguna vel.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira úr sama flokkiGallerí