Birgir Þór Harðarson

Íslenskir hápunktar ársins í myndum

Árið 2016 var viðburðaríkt í íslensku þjóðlífi. Kjarninn fylgdist með helstu atburðum í návígi í gegnum ljósmyndavélina og sagði frá á vefnum. Hér eru nokkrir hápunktar ársins 2016.

Árið 2016 verður eflaust skráð í sögubækur framtíðarinnar sem nokkuð merkilegt ár í íslenskum stjórnmálum. Fjórir innlendir atburðir standa uppúr í umfjöllun Kjarnans á árinu. Það er Wintris-málið svokallaða sem kom upp í byrjun apríl sem mótað hefur íslensk stjórnmál síðan, forsetakosningarnar í maí, Alþingiskosningarnar í haust og síðast en ekki síst gríðarlega gott gengi íslenska landsliðsins í knattspyrnu á Evrópumeistaramótinu í Frakklandi.

Birgir Þór Harðarson, ljósmyndari Kjarnans, var sendur út af örkinni til þess að fanga þessi augnablik í sögu Íslands. Hann hefur tekið saman nokkrar myndir sem teknar voru á merkilegum stundum og þykja fanga stemmninguna vel.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira úr sama flokkiGallerí