Birgir Þór Harðarson

Íslenskir hápunktar ársins í myndum

Árið 2016 var viðburðaríkt í íslensku þjóðlífi. Kjarninn fylgdist með helstu atburðum í návígi í gegnum ljósmyndavélina og sagði frá á vefnum. Hér eru nokkrir hápunktar ársins 2016.

Árið 2016 verður eflaust skráð í sögu­bækur fram­tíð­ar­innar sem nokkuð merki­legt ár í íslenskum stjórn­mál­um. Fjórir inn­lendir atburðir standa uppúr í umfjöllun Kjarn­ans á árinu. Það er Wintris-­málið svo­kall­aða sem kom upp í byrjun apríl sem mótað hefur íslensk stjórn­mál síð­an, for­seta­kosn­ing­arnar í maí, Alþing­is­kosn­ing­arnar í haust og síð­ast en ekki síst gríð­ar­lega gott gengi íslenska lands­liðs­ins í knatt­spyrnu á Evr­ópu­meist­ara­mót­inu í Frakk­landi.

Birgir Þór Harð­ar­son, ljós­mynd­ari Kjarn­ans, var sendur út af örk­inni til þess að fanga þessi augna­blik í sögu Íslands. Hann hefur tekið saman nokkrar myndir sem teknar voru á merki­legum stundum og þykja fanga stemmn­ing­una vel.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira úr sama flokkiGallerí