Birgir Þór Harðarson

Íslenskir hápunktar ársins í myndum

Árið 2016 var viðburðaríkt í íslensku þjóðlífi. Kjarninn fylgdist með helstu atburðum í návígi í gegnum ljósmyndavélina og sagði frá á vefnum. Hér eru nokkrir hápunktar ársins 2016.

Árið 2016 verður eflaust skráð í sögubækur framtíðarinnar sem nokkuð merkilegt ár í íslenskum stjórnmálum. Fjórir innlendir atburðir standa uppúr í umfjöllun Kjarnans á árinu. Það er Wintris-málið svokallaða sem kom upp í byrjun apríl sem mótað hefur íslensk stjórnmál síðan, forsetakosningarnar í maí, Alþingiskosningarnar í haust og síðast en ekki síst gríðarlega gott gengi íslenska landsliðsins í knattspyrnu á Evrópumeistaramótinu í Frakklandi.

Birgir Þór Harðarson, ljósmyndari Kjarnans, var sendur út af örkinni til þess að fanga þessi augnablik í sögu Íslands. Hann hefur tekið saman nokkrar myndir sem teknar voru á merkilegum stundum og þykja fanga stemmninguna vel.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira úr sama flokkiGallerí