Stjórnun á meinvörpum í krabbameini tengist fituríkri fæðu

Matur
Auglýsing

Það verður því að teljast byltingakenndar niðurstöður sem rannsóknarhópur í Barcelona birti í Nature í síðustu viku. Í rannsókninni eru meinvarpandi frumur ýmissa krabbameina skoðuð og í ljós kemur að ákveðið prótín virðist sem gegnir lykilhlutverki við myndun meinvarpa er sameiginlegt þeim öllum.

Prótínið heitir CD36 og er viðtaki fyrir fitusýrur. Prótínið var til staðar á yfirborði meinvarpandi frumna allra krabbameina sem voru skoðuð í rannsókninni. Þegar virkni prótínsins var hindruð með sérstökum CD36 hindra misstu frumurnar meinvarpandi eiginleika sína. Þetta gefur möguleikann á þróun lyfs sem beinist gegn þessu sérstaka prótíni. Með lyfinu væri mögulega hægt að hægja á eða koma í veg fyrir meinvörp krabbameina. 

Þegar krabbamein er komið á meinvarpandi stig er það orðið ansi hættulegt, sérstaklega fyrir þær sakir að þá eru krabbameinin orðin mjög erfið til meðhöndlunar. Gangi fyrirætlanir rannsóknarhópsins eftir um þróun lyfs sem felur í sér hindrun á CD36 heyra þeir erfiðleikar sögunni til. Rétt er þó að taka fram að þó hér hafi margar gerðir krabbameina verið skoðuð er ekki hægt að fullyrða að CD36 stjórni meinvörpum í öllum týpum.

Auglýsing

Prótínið er eins og áður segir viðtaki fyrir fitusýrur, en þegar prótínið binst við ákveðnar fitusýrur virkjast ferli í frumunni sem hjálpar til við meinvörp. Því miður eru þessar fitusýrur sem bindast við viðtakan ansi algengar í mataræði í vestrænum heimi, eru m.a. stór hluti pálmaolíu sem er mikið notuð í tilbúin matvæli. Þetta þýðir að hugsanlega getur neysla pálmaolíu haft áhrif á framgang krabbameins, sé það til staðar hjá neytanda.

Næstu skref rannsóknarhópsins eru að þróa lyf sem hægt er að nota til að hindra CD36 og þar með framgang krabbameina. Fyrstu prófanir hópsins, sem fóru fram í frumurækt, benda til að hindrun á prótíninu hafi ekki teljandi aukaáhrif.

Fréttin birtist fyrst á Hvatanum.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Eðlilegt að draga þá ályktun að verðið hafi hækkað vegna áhuga á útboðinu“
Forsætisráðherra segir að það bíði næstu ríkisstjórnar að ákveða hvort selja eigi fleiri hluti í Íslandsbanka. Salan hafi verið vel heppnuð aðgerð.
Kjarninn 23. júní 2021
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Ísland - Finnland: 16 - 30
Kjarninn 23. júní 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Engin smit út frá bólusettum með virkt smit – „Hver er þá áhættan? Mikil eða lítil?“
Ellefu bólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á landamærunum. Engin smit hafa hins vegar greinst út frá þeim. Sóttvarnalæknir segir enn óvíst hvort smithætta fylgi bólusettum með smit en að hún sé „alveg örugglega“ minni en frá óbólusettum.
Kjarninn 23. júní 2021
Benedikt Jóhannesson hefur veifað bless við framkvæmdastjórn flokksins sem hann var aðalhvatamaðurinn að því að stofna.
Hefur sagt sig úr framkvæmdastjórn og segir framgöngu formanns mestu vonbrigðin
Fyrrverandi formaður Viðreisnar telur að atburðarás hafi verið hönnuð til að koma ákveðnum einstaklingum í efstu sætin á lista flokksins á höfuðborgarsvæðinu og halda öðrum, meðal annars honum, frá þeim sætum.
Kjarninn 23. júní 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
ASÍ hvetur forsætisráðherra til að beita sér fyrir alþjóðlegum fyrirtækjaskatti
Verkalýðshreyfingin kallar eftir því að lagður verði á 25 prósent skattur á hagnað alþjóðlegra stórfyrirtækja þar sem hann verður til.
Kjarninn 23. júní 2021
Viðskipti hófust með bréf Íslandsbanka í gær.
20 fjárfestar keyptu rúmlega helminginn af því sem selt var í Íslandsbanka
Búið er að birta lista yfir stærstu eigendur Íslandsbanka. Auk ríkisins eiga lífeyrissjóðir og erlendir fjárfestingarsjóðir stærstu eignarhlutina. Margir einstaklingar leystu út hagnað af viðskiptunum í gær.
Kjarninn 23. júní 2021
Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hvort og þá hvenær farið verður að bólusetja börn við COVID-19 á Íslandi.
Ráðleggja óbólusettum – einnig börnum – frá ónauðsynlegum ferðalögum
Sóttvarnarlæknir segir þær ráðleggingar embættisins að óbólusettir ferðist ekki til útlanda gildi einnig fyrir börn. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um almenna bólusetningu barna.
Kjarninn 23. júní 2021
Miklar sveiiflur hafa verið á virði rafmyntarinnar Bitcoin síðasta sólarhringinn.
Kínverjar snúa baki við Bitcoin og verðið fellur
Verð rafmyntarinnar Bitcoin hefur lækkað umtalsvert á undanförnum dögum en náði sér aðeins á strik síðdegis í dag. Kínverjar hafa reynt að stemma stigu við viðskiptum með myntina þar í landi og nýlega var fjölda gagnavera sem grafa eftir myntinni lokað.
Kjarninn 22. júní 2021
Meira úr sama flokkiFólk
None