Vonin handan hafs – Ný vefsíða um vesturfara

karolina fund
Auglýsing

Und­an­farin miss­eri hefur Jónas Þór ásamt áhuga­fólki um íslenska vest­ur­fara unnið að mótun og und­ir­bún­ingi gríð­ar­lega umfangs­mik­ils verk­efn­is, sem ætlað er að varð­veita merkan menn­ing­ar­arf vest­ur­ferð­anna og stór­efla áhuga Íslend­inga og afkom­enda vest­ur­fara í Kanada og Banda­ríkj­unum á þess­ari sam­eig­in­legu sögu og arf­leifð.

 Verk­efnið byggir á mótun einnar umfangs­mestu vef­síðu um vest­ur­fara og Íslands­tengsl afkom­enda þeirra sem ráð­ist hefur verið í. Vef­síðan verður mið­stöð fróð­leiks, hvers kyns upp­lýs­inga og fræðslu. Hún sinnir öllum þáttum er varða tengslin við Ísland og sam­eig­in­lega, sögu­lega arf­leifð beggja vegna Atl­antsála. Síðan verður á íslensku og ensku. 

Jónas hefur um ára­tuga skeið safnað alls kyns fróð­leik og gagn­legum upp­lýs­ingum um vest­ur­fara, líf þeirra og störf í Vest­ur­heimi. Hann hefur skipu­lagt hóp­ferðir á Íslend­inga­slóðir árum sam­an, „lík­lega hafa tals­vert á fimmta þús­und Íslend­ingar komið með mér í slíkar ferð­ir,“ segir Jónas. Kjarn­inn hitti Jónas Þór og tók hann tali.

Auglýsing

Fyrir hvern verður heima­síð­an?

„Ferð­irnar snú­ast fyrst og fremst um land­nám Íslend­inga í Vest­ur­heimi, ég greini frá í ferð­un­um, útskýri hvers vegna til­tekið svæði var valið og hvernig til tókst. Í þessum ferðum hefur komið fram mik­ill áhugi á sög­unni, fólk spyr iðu­lega hvar hægt sé að lesa meira. Þörfin á vef­síðu er aug­ljós. Ég hef líka skipu­lagt ferðir um Íslands fyrir Vestur Íslend­inga. Þeirra heim­sóknir til Íslands eru af allt öðrum toga en venju­legs ferða­manns. Þeir vilja kom­ast í sveit­ina, finna stað­inn þar sem að for­feður þeirra bjuggu. Hug­myndin er að enski hluti síð­unnar fjalli fyrst og frems um Ísland, hverja sýslu, hreppi og sveitir lands­ins. Vef­síðan er því bæði fyrir Íslend­inga og frændur í Vest­ur­heim­i“.Hvaða upp­lýs­ingar verða á síð­unni?

„Síðan varð­veitir nöfn vest­ur­fara, hvaðan þeir voru og hvert þeir fóru. Algeng­asta spurn­ingin sem ég fæ er hvað tók svo við þegar vestur var kom­ið. Síðan segir sögu sér­hvers land­náms í Kanada og Banda­ríkj­un­um, hverjir sett­ust að hvar og hún greinir frá fjöl­skyld­um. Í gagna­grunni mínum er um 20 þús­und nöfn vest­ur­fara og afkom­enda þeirra. Ungir ein­hleypir menn og konur fóru vest­ur, fundu ást­ina þar, stofn­uðu heim­ili og börnin fædd­ust. Hver var afstaða ann­arrar kyn­slóðar Íslend­inga vestan hafs? Hvernig átti hún að rækta tengsl við Ísland og íslenska þjóð sem var for­eldr­unum svo kær?“

Hvaðan koma upp­lýs­ing­arn­ar?

„Í áhuga­hópnum eru Vestur Íslend­ingar sem ég hef þekkt um ára­bil. Þeir hafa unnið ótrú­lega mikið og gott starf við gagna­öfl­un, fólk finnur alls kyns gögn og upp­lýs­ingar sem eru ómet­an­leg­ar. Sendi­bréf hafa verið skönn­uð, ljós­myndir kóper­aðar en í mörgum vest­ur­ís­lenskum fjöl­skyldum er gam­alt, íslenskt efni dýr­mæt­asti fjár­sjóð­ur. Margt hefur aldrei komið fyrir almenn­ings­sjónir fyrr.“

Þessa dag­ana stendur yfir fjár­söfnun á Karol­ina Fund til að vinna geti haf­ist við vef­síðu­gerð­ina. Verk­efnið er að finna hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Málsmeðferð kærunefndar fær falleinkunn hjá Héraðsdómi Reykjavíkur
Kærunefnd útboðsmála er sögð hafa farið á svig við lög og stuðst við vafasama útreikninga er hún komst að þeirri niðurstöðu að rétt væri að óvirkja samning Orku náttúrunnar við Reykjavíkurborg um hraðhleðslustöðvar.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur undirritað reglugerð sem markar fyrstu viðbrögð íslenskra stjórnvalda við hinu svokallað Ómíkrón-afbrigði veirunnar.
Síðasta kórónuveiruverk Svandísar að bregðast við „Ómíkrón“
Á sunnudag tekur gildi reglugerð sem felur í sér að þeir sem koma til landsins frá skilgreindum hááhættusvæðum þurfa að fara í tvö PCR-próf með sóttkví á milli. Ómíkrón-afbrigðið veldur áhyggjum víða um heim og líka hjá sóttvarnalækni.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Vinstri græn fá sjávarútvegsmálin og Framsókn sest í heilbrigðisráðuneytið
Miklar breytingar verða gerðar á stjórnarráði Íslands, ný ráðuneyti verða til og málaflokkar færðir. Ráðherrarnir verða tólf og sá sem bætist við fellur Framsóknarflokknum í skaut. Vinstri græn stýra sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Hjalti Hrafn Hafþórsson
Það sem ekki var talað um á COP26
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Útlán til heimila hafa aukist en útlán til fyrirtækja dregist saman það sem af er ári
Bankarnir nýttu svigrúm sem var gefið til að takast á við efnahagslegar afleiðingar kórónuveirunnar til að stórauka útlán til íbúðarkaupa. Útlán til fyrirtækja hafa hins vegar dregist saman.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Lerbjergskógurinn er nú kominn í eigu og umsjá Danska náttúrusjóðsins.
Danir gripnir kaupæði – „Við stöndum frammi fyrir krísu“
Lerbjergskógurinn mun héðan í frá fá að dafna án mannlegra athafna. Hann er hluti þess lands sem Danir hafa keypt saman til að auka líffræðilegan fjölbreytileika og draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Undirbúa sókn fjárfesta í flesta innviði samfélagsins „til að létta undir með hinu opinbera“
Í nýlegri kynningu vegna fyrirhugaðrar stofnunar á 20 milljarða innviðasjóði er lagt upp með að fjölmörg tækifæri séu í fjárfestingu á innviðum á Íslandi. Það eru ekki einungis hagrænir innviðir heldur líka félagslegir.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiFólk
None