Vonin handan hafs – Ný vefsíða um vesturfara

karolina fund
Auglýsing

Und­an­farin miss­eri hefur Jónas Þór ásamt áhuga­fólki um íslenska vest­ur­fara unnið að mótun og und­ir­bún­ingi gríð­ar­lega umfangs­mik­ils verk­efn­is, sem ætlað er að varð­veita merkan menn­ing­ar­arf vest­ur­ferð­anna og stór­efla áhuga Íslend­inga og afkom­enda vest­ur­fara í Kanada og Banda­ríkj­unum á þess­ari sam­eig­in­legu sögu og arf­leifð.

 Verk­efnið byggir á mótun einnar umfangs­mestu vef­síðu um vest­ur­fara og Íslands­tengsl afkom­enda þeirra sem ráð­ist hefur verið í. Vef­síðan verður mið­stöð fróð­leiks, hvers kyns upp­lýs­inga og fræðslu. Hún sinnir öllum þáttum er varða tengslin við Ísland og sam­eig­in­lega, sögu­lega arf­leifð beggja vegna Atl­antsála. Síðan verður á íslensku og ensku. 

Jónas hefur um ára­tuga skeið safnað alls kyns fróð­leik og gagn­legum upp­lýs­ingum um vest­ur­fara, líf þeirra og störf í Vest­ur­heimi. Hann hefur skipu­lagt hóp­ferðir á Íslend­inga­slóðir árum sam­an, „lík­lega hafa tals­vert á fimmta þús­und Íslend­ingar komið með mér í slíkar ferð­ir,“ segir Jónas. Kjarn­inn hitti Jónas Þór og tók hann tali.

Auglýsing

Fyrir hvern verður heima­síð­an?

„Ferð­irnar snú­ast fyrst og fremst um land­nám Íslend­inga í Vest­ur­heimi, ég greini frá í ferð­un­um, útskýri hvers vegna til­tekið svæði var valið og hvernig til tókst. Í þessum ferðum hefur komið fram mik­ill áhugi á sög­unni, fólk spyr iðu­lega hvar hægt sé að lesa meira. Þörfin á vef­síðu er aug­ljós. Ég hef líka skipu­lagt ferðir um Íslands fyrir Vestur Íslend­inga. Þeirra heim­sóknir til Íslands eru af allt öðrum toga en venju­legs ferða­manns. Þeir vilja kom­ast í sveit­ina, finna stað­inn þar sem að for­feður þeirra bjuggu. Hug­myndin er að enski hluti síð­unnar fjalli fyrst og frems um Ísland, hverja sýslu, hreppi og sveitir lands­ins. Vef­síðan er því bæði fyrir Íslend­inga og frændur í Vest­ur­heim­i“.Hvaða upp­lýs­ingar verða á síð­unni?

„Síðan varð­veitir nöfn vest­ur­fara, hvaðan þeir voru og hvert þeir fóru. Algeng­asta spurn­ingin sem ég fæ er hvað tók svo við þegar vestur var kom­ið. Síðan segir sögu sér­hvers land­náms í Kanada og Banda­ríkj­un­um, hverjir sett­ust að hvar og hún greinir frá fjöl­skyld­um. Í gagna­grunni mínum er um 20 þús­und nöfn vest­ur­fara og afkom­enda þeirra. Ungir ein­hleypir menn og konur fóru vest­ur, fundu ást­ina þar, stofn­uðu heim­ili og börnin fædd­ust. Hver var afstaða ann­arrar kyn­slóðar Íslend­inga vestan hafs? Hvernig átti hún að rækta tengsl við Ísland og íslenska þjóð sem var for­eldr­unum svo kær?“

Hvaðan koma upp­lýs­ing­arn­ar?

„Í áhuga­hópnum eru Vestur Íslend­ingar sem ég hef þekkt um ára­bil. Þeir hafa unnið ótrú­lega mikið og gott starf við gagna­öfl­un, fólk finnur alls kyns gögn og upp­lýs­ingar sem eru ómet­an­leg­ar. Sendi­bréf hafa verið skönn­uð, ljós­myndir kóper­aðar en í mörgum vest­ur­ís­lenskum fjöl­skyldum er gam­alt, íslenskt efni dýr­mæt­asti fjár­sjóð­ur. Margt hefur aldrei komið fyrir almenn­ings­sjónir fyrr.“

Þessa dag­ana stendur yfir fjár­söfnun á Karol­ina Fund til að vinna geti haf­ist við vef­síðu­gerð­ina. Verk­efnið er að finna hér.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni segir rangt að hann „vilji Sósíalistaflokkinn feigan“
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Gunnar Smári Egilsson snúi út úr orðum sínum um styrki til stjórnmálaflokka. Honum þyki 120 milljóna styrkur á kjörtímabilinu til flokks sem fékk enga þingmenn kjörna einfaldlega of há fjárhæð.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Finnur Birgisson
Saga tekjutengingar ellilífeyris almannatrygginga frá 1946
Kjarninn 16. ágúst 2022
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Segir Bjarna vilja ýkja völd Sjálfstæðisflokks umfram fylgi og draga úr áhrifum annarra
Bjarni Benediktsson hefur sagt að hann vilji draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka. Gunnar Smári Egilsson segir ástæðuna þá að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ekki jafn mikið á greiðslu frá ríkinu að halda og áður.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Hér má sjá Drífu Snædal, fyrrverandi forseta ASÍ, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar þegar betur áraði i samskiptum þeirra á milli.
Segir ASÍ hafa beinlínis unnið gegn nýjum öflum innan verkalýðshreyfingarinnar
Formaður Eflingar segir fram­kvæmda­stjóra SA ekki missa svefn yfir útbreiddum svikum atvinnu­rek­enda á þeim kjara­samn­ingum sem hann gerir fyrir þeirra hönd. Í greinaflokki, sem byrjaði að birtast í morgun, ætlar hún að rekja sögu ágreinings innan ASÍ.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Horft niður í Hvalfjörð frá Brekkukambi í Hvalfjarðarsveit. Á fjallinu stendur til að byggja vindorkuver.
Íslenskir sérhagsmunaaðilar með „erlenda orkurisa í farteskinu“
Þótt ekkert vindorkuver sé risið hafa áform um fjölmörg slík þegar valdið sundrungu og deilum innan samfélaga út um landið, segir Andrés Skúlason, verkefnisstjóri hjá Landvernd. Hann segir vindorkufyrirtæki beita miklum þrýstingi og jafnvel blekkingum.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Auglýsing frá upphafi áttunda áratugar síðustu aldar.
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Hvað gerir danskur kaupmaður sem finnst hann ekki hafa nóg fyrir stafni? Hjá Arne Bybjerg kaupmanni í danska bænum Kalundborg var svarið einfalt: að framleiða hárrúllur. Hann gaf þeim nafnið Carmen.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Kjarninn 16. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Villimenn við borgarhliðið: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar I
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiFólk
None