Vonin handan hafs – Ný vefsíða um vesturfara

karolina fund
Auglýsing

Undanfarin misseri hefur Jónas Þór ásamt áhugafólki um íslenska vesturfara unnið að mótun og undirbúningi gríðarlega umfangsmikils verkefnis, sem ætlað er að varðveita merkan menningararf vesturferðanna og stórefla áhuga Íslendinga og afkomenda vesturfara í Kanada og Bandaríkjunum á þessari sameiginlegu sögu og arfleifð.

 Verkefnið byggir á mótun einnar umfangsmestu vefsíðu um vesturfara og Íslandstengsl afkomenda þeirra sem ráðist hefur verið í. Vefsíðan verður miðstöð fróðleiks, hvers kyns upplýsinga og fræðslu. Hún sinnir öllum þáttum er varða tengslin við Ísland og sameiginlega, sögulega arfleifð beggja vegna Atlantsála. Síðan verður á íslensku og ensku. 

Jónas hefur um áratuga skeið safnað alls kyns fróðleik og gagnlegum upplýsingum um vesturfara, líf þeirra og störf í Vesturheimi. Hann hefur skipulagt hópferðir á Íslendingaslóðir árum saman, „líklega hafa talsvert á fimmta þúsund Íslendingar komið með mér í slíkar ferðir,“ segir Jónas. Kjarninn hitti Jónas Þór og tók hann tali.

Auglýsing

Fyrir hvern verður heimasíðan?

„Ferðirnar snúast fyrst og fremst um landnám Íslendinga í Vesturheimi, ég greini frá í ferðunum, útskýri hvers vegna tiltekið svæði var valið og hvernig til tókst. Í þessum ferðum hefur komið fram mikill áhugi á sögunni, fólk spyr iðulega hvar hægt sé að lesa meira. Þörfin á vefsíðu er augljós. Ég hef líka skipulagt ferðir um Íslands fyrir Vestur Íslendinga. Þeirra heimsóknir til Íslands eru af allt öðrum toga en venjulegs ferðamanns. Þeir vilja komast í sveitina, finna staðinn þar sem að forfeður þeirra bjuggu. Hugmyndin er að enski hluti síðunnar fjalli fyrst og frems um Ísland, hverja sýslu, hreppi og sveitir landsins. Vefsíðan er því bæði fyrir Íslendinga og frændur í Vesturheimi“.


Hvaða upplýsingar verða á síðunni?

„Síðan varðveitir nöfn vesturfara, hvaðan þeir voru og hvert þeir fóru. Algengasta spurningin sem ég fæ er hvað tók svo við þegar vestur var komið. Síðan segir sögu sérhvers landnáms í Kanada og Bandaríkjunum, hverjir settust að hvar og hún greinir frá fjölskyldum. Í gagnagrunni mínum er um 20 þúsund nöfn vesturfara og afkomenda þeirra. Ungir einhleypir menn og konur fóru vestur, fundu ástina þar, stofnuðu heimili og börnin fæddust. Hver var afstaða annarrar kynslóðar Íslendinga vestan hafs? Hvernig átti hún að rækta tengsl við Ísland og íslenska þjóð sem var foreldrunum svo kær?“

Hvaðan koma upplýsingarnar?

„Í áhugahópnum eru Vestur Íslendingar sem ég hef þekkt um árabil. Þeir hafa unnið ótrúlega mikið og gott starf við gagnaöflun, fólk finnur alls kyns gögn og upplýsingar sem eru ómetanlegar. Sendibréf hafa verið skönnuð, ljósmyndir kóperaðar en í mörgum vesturíslenskum fjölskyldum er gamalt, íslenskt efni dýrmætasti fjársjóður. Margt hefur aldrei komið fyrir almenningssjónir fyrr.“

Þessa dagana stendur yfir fjársöfnun á Karolina Fund til að vinna geti hafist við vefsíðugerðina. Verkefnið er að finna hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ljóð til styrktar Konukoti og Frú Ragnheiði
Safnar er fyrir ljóðabókinni „Skugga mæra – skjáskot af jaðrinum“ á Karolina Fund.
Kjarninn 13. júní 2021
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Alvotech tapaði ellefu milljörðum króna í fyrra
Lyfjafyrirtækið Alvotech dró verulega úr tapi sínu í fyrra með að nýta yfirfæranlegt skattalegt tap. Eiginfjárstaða félagsins batnaði mikið, aðallega vegna breytinga á skuldum við tengda aðila.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Ormur Halldórsson
Stóra skákin – Átökin í kringum Kína
Kjarninn 13. júní 2021
Vladímír Pútín, forseti Rússlands, tekur í höndina á Joe Biden, þáverandi varaforseta Bandaríkjanna, í Moskvu fyrir tíu árum síðan.
Af hverju vilja Rússar alltaf vera í vörn?
Bandaríkjamenn og Rússar reyna nú að koma samskiptum ríkjanna í samt lag. Rússnesk stjórnvöld hafa þó lítinn áhuga á því að Rússland verði lýðræðissamfélag eftir höfði Vesturlanda – styrkur þess liggi í að vera óútreiknanlegt herveldi.
Kjarninn 13. júní 2021
Pigekoret, stúlknakór danska ríkisútvarpsins, með núverandi kórstjóra.
Skuggar fortíðar í stúlknakórnum
Michael Bojesen, einn þekktasti hljómsveitarstjóri Danmerkur og núverandi forstjóri Malmö óperunnar er kominn í ótímabundið leyfi. Ástæðan er frásagnir stúlkna sem voru í Stúlknakór danska útvarpsins undir hans stjórn frá 2001 – 2010.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir.
Jón og Bryndís í öðru og þriðja sæti
Jón Gunnarsson endaði í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og Bryndís Haraldsdóttir í því þriðja. 80 prósent kjósenda settu Bjarna Benediktsson í fyrsta sætið.
Kjarninn 13. júní 2021
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk 82 prósent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu, samkvæmt fyrstu tölum.
Bjarni, Jón og Bryndís efst samkvæmt fyrstu tölum
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin nú þegar tæpur þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.
Kjarninn 12. júní 2021
Kári Árnason
Einkareknar forvarnir
Kjarninn 12. júní 2021
Meira úr sama flokkiFólk
None