EPA

Svipmyndir af erlendum vettvangi 2016

Árið 2016 hefur markast af frekari átökum á alþjóðavettvangi og uppgangi þjóðernispopúlisma. Brexit, Trump, Sýrland, ISIS og margt fleira er reifað hér að neðan í myndum ársins af erlendum vettvangi.

Við­burða­ríku ári lýkur á laug­ar­dags­kvöld. Árið 2016 verður hugs­an­lega skráð í sögu­bæk­urnar sem vendi­punktur í stjórn­málum vest­rænna ríkja. Alda flótta­manna hefur farið um Evr­ópu und­an­farin ár og það hef­ur, meðal ann­ars, stuðlað að breyttum stjórn­mála­á­hersl­um. Popúl­ískar hreyf­ingar hafa víða kom­ist til valda eða hlotið aukna hlut­deild á þjóð­þing­um.

Þessar hreyf­ingar eiga það sam­eig­in­legt að vilja hægja á eða vinda ofan af Evr­ópu­sam­run­an­um. Á árinu kusu Bretar að ganga úr Evr­ópu­sam­band­inu, í Banda­ríkj­unum hlaut Don­ald Trump kjör sem for­seti og í Frakk­landi og á Norð­ur­löndum hafa sam­bæri­leg stjórn­mála­öfl vaxið ásmeg­inn.

Hér að neðan má líta nokkrar erlendar frétta­myndir frá erlendum atburðum sem Kjarn­inn fylgd­ist grannt með á árinu.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira úr sama flokkiGallerí