EPA

Svipmyndir af erlendum vettvangi 2016

Árið 2016 hefur markast af frekari átökum á alþjóðavettvangi og uppgangi þjóðernispopúlisma. Brexit, Trump, Sýrland, ISIS og margt fleira er reifað hér að neðan í myndum ársins af erlendum vettvangi.

Viðburðaríku ári lýkur á laugardagskvöld. Árið 2016 verður hugsanlega skráð í sögubækurnar sem vendipunktur í stjórnmálum vestrænna ríkja. Alda flóttamanna hefur farið um Evrópu undanfarin ár og það hefur, meðal annars, stuðlað að breyttum stjórnmálaáherslum. Popúlískar hreyfingar hafa víða komist til valda eða hlotið aukna hlutdeild á þjóðþingum.

Þessar hreyfingar eiga það sameiginlegt að vilja hægja á eða vinda ofan af Evrópusamrunanum. Á árinu kusu Bretar að ganga úr Evrópusambandinu, í Bandaríkjunum hlaut Donald Trump kjör sem forseti og í Frakklandi og á Norðurlöndum hafa sambærileg stjórnmálaöfl vaxið ásmeginn.

Hér að neðan má líta nokkrar erlendar fréttamyndir frá erlendum atburðum sem Kjarninn fylgdist grannt með á árinu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira úr sama flokkiGallerí