Fatboy Slim á Sónar Reykjavík 2017

Breski plötusnúðurinn og tónlistarmaðurinn Norman Cook, sem flestir þekkja sem Fatboy Slim, kom fram á Sónar Reykjavík í gærkvöldi.

Íslenska söngkonan Glowie var fyrsta atriði hátíðarinnar á fimmtudag. Glowie hefur notið nokkurrar hylli, komist nokkrum sinnum í efsta sæti vinsældarlista og verið tilnefnd til verðlauna fyrir tónlist sína.
Mynd: Birgir Þór
Mynd: Birgir Þór
Íslenska tölvupönkbandið Hatari kom skemmtilega á óvart með samrýmdri framkomu sem rímaði furðu vel við hráa tónlist og ljóðaslamm. „Rammstein mætir HAM“ heyrðist á göngum Hörpu að tónleikunum loknum.
Mynd: Birgir Þór
Auglýsing
Bandaríska hip-hop hljómsveitin De La Soul hitaði upp fyrir Fatboy Slim í stærsta sal hátíðarinnar á laugardag. Bandið er þekkt fyrir stemningu á tónleikum sínum þar sem áhorfendur eru látnir taka virkan þátt í stuðinu. Enginn var svikinn um það.
Mynd: Birgir Þór
David Jude Jolicoeur, einn þeirra þriggja sem skipa De La Soul, stjórnaði austari helmingi salsins á meðan Kelvin Mercer stjórnaði hinum helmingnum. Einhverjir stærstu kórar sem sungið hafa í Hörpu kepptust svo um að yfirgnæfa hvorn annan.
Mynd: Birgir Þór
Norman Cook er löngu orðinn heimsþekktur undir listamannsnafninu Fatboy Slim. Hann var síðasta atriðið í stærsta sal hátíðarinnar í gærkvöldi.
Mynd: Birgir Þór
Þeir áhorfendur sem lögðu á sig að troða sér fremst skemmtu sér konunglega á tónleikum Fatboy Slim
Mynd: Birgir Þór
Fatboy Slim var í góðu stuði á tónleikunum, hoppaði og hljóp um sviðið með heyrnatólin um hálsinn og ók sér á DJ-borðinu í takt við tónlistina.
Mynd: Birgir Þór
Auglýsing
Það var sannkölluð rave-stemning í bílastæðahúsi Hörpu en þar var eitt svið hátíðarinnar. Búið var að girða af hluta bílakjallarans og stilla þar upp ljósum í kringum dansgólf.
Mynd: Birgir Þór
Kanadíski plötusnúðurinn B.Traits lék þunga – en taktfasta – tekknótóna í bílakjallaranum á laugardagskvöldinu.
Mynd: Birgir Þór
Mynd: Birgir Þór

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira úr sama flokkiGallerí