Ætlar að semja lög fyrir þau sem styrkja hann

urges karolina fund
Auglýsing

Ragnar Ólafsson er margra fjala smiður þegar kemur að tónlist. Á ferlinum hefur hann fengist við allt frá klassík, óperu og djass, yfir í popp, Eurovision og þungarokk. Ragnar ólst upp og bjó erlendis fyrstu 22 ár ævi sinnar, aðallega í Svíþjóð en einnig í Bandaríkjunum og á Svalbarða. Hann lét fyrst til sín taka í tónlist á menntaskólaárunum í Gautaborg, en þar spilaði hann með fjölda tónlistarmanna á borð við Jens Lekman og Olof Dreijer úr hljómsveitinni The Knife.

Eftir að hann fluttist aftur heim til Íslands hefur Ragnar gefið út á annan tug hljómplatna með mismunandi hljómsveitum og tónlistarmönnum, og ferðast um heiminn á tónleikaferðalögum með hljómsveitinni sinni Árstíðir.

Hann vinnur nú að sinni fyrstu sólóplötu “Urges” og hefur stofnað til hópfjármögnun á Karolina Fund henni til styrktar. Kjarninn hitti Ragnar og tók hann tali.

Auglýsing

Hver er baksaga þín í tónlist?

„Foreldrar mínir er eru báðir vísindamenn en njóta þess að spila á hljóðfæri. Á heimili okkar voru alltaf hljóðfæri til staðar og það varð til þess að ég fór snemma að fikta við píanóið hennar mömmu og gítarinn hans pabba.

Á táningsárum fór ég að semja tónlist með félögunum mínum í Gautaborg. Þá kviknaði þessi ástríða fyrir því að skapa tónlist og ég fór að stofna allskonar hljómsveitir í kjölfarið. Ég byrjaði sem trommari í pönkbandi og fór þaðan yfir að vera gítarleikari í fönkbandi og hljómborðsleikari í rokkbandi. Og svona hefur þetta haldið áfram allar götur síðan.

Það virðist alltaf legið fyrir mér að fikta við allskonar stefnur, helst allt á sama tíma en í mismunandi verkefnum. Ég hef einfaldlega svo gaman af allskonar tónlist að ég tími ekki að einskorða mig við eina stefnu.“


Hvers vegna fórstu út í að gera sólóplötu?

„Síðasta vetur lenti ég í hálfgerðu þunglyndi í kjölfar sambandsslita. Ég fór að einangra mig og tók að semja lög af allt öðrum toga en ég hef gert áður. Þessi lög voru ekki að passa inn í þær tónlistarstefnur sem hljómsveitirnar mínar eru að fást við, þannig að það lá beinast við gera þetta undir eigin nafni.“

Hvaða lag helduru mest uppá á plötunni?

„“Urges” er titillag plötunnar, og er svolítið eins og uppgjör við ástina og forn mistök. Í raun er platan í heild sinni svona “break-up” plata og lögin svona litróf þeirra flóknu tilfinning sem maður þarf að glíma við eftir að hafa endað fimm ára samband.“

Ragnar Ólafsson er með hópfjáröflun á Karolina Fund til að geta klárað plötuna. Þeir sem leggja Ragnari lið geta á meðal annars vænst þess að hann frumsemji lag handa viðkomandi.

Verkefnið er að finna hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ljóð til styrktar Konukoti og Frú Ragnheiði
Safnar er fyrir ljóðabókinni „Skugga mæra – skjáskot af jaðrinum“ á Karolina Fund.
Kjarninn 13. júní 2021
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Alvotech tapaði ellefu milljörðum króna í fyrra
Lyfjafyrirtækið Alvotech dró verulega úr tapi sínu í fyrra með að nýta yfirfæranlegt skattalegt tap. Eiginfjárstaða félagsins batnaði mikið, aðallega vegna breytinga á skuldum við tengda aðila.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Ormur Halldórsson
Stóra skákin – Átökin í kringum Kína
Kjarninn 13. júní 2021
Vladímír Pútín, forseti Rússlands, tekur í höndina á Joe Biden, þáverandi varaforseta Bandaríkjanna, í Moskvu fyrir tíu árum síðan.
Af hverju vilja Rússar alltaf vera í vörn?
Bandaríkjamenn og Rússar reyna nú að koma samskiptum ríkjanna í samt lag. Rússnesk stjórnvöld hafa þó lítinn áhuga á því að Rússland verði lýðræðissamfélag eftir höfði Vesturlanda – styrkur þess liggi í að vera óútreiknanlegt herveldi.
Kjarninn 13. júní 2021
Pigekoret, stúlknakór danska ríkisútvarpsins, með núverandi kórstjóra.
Skuggar fortíðar í stúlknakórnum
Michael Bojesen, einn þekktasti hljómsveitarstjóri Danmerkur og núverandi forstjóri Malmö óperunnar er kominn í ótímabundið leyfi. Ástæðan er frásagnir stúlkna sem voru í Stúlknakór danska útvarpsins undir hans stjórn frá 2001 – 2010.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir.
Jón og Bryndís í öðru og þriðja sæti
Jón Gunnarsson endaði í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og Bryndís Haraldsdóttir í því þriðja. 80 prósent kjósenda settu Bjarna Benediktsson í fyrsta sætið.
Kjarninn 13. júní 2021
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk 82 prósent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu, samkvæmt fyrstu tölum.
Bjarni, Jón og Bryndís efst samkvæmt fyrstu tölum
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin nú þegar tæpur þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.
Kjarninn 12. júní 2021
Kári Árnason
Einkareknar forvarnir
Kjarninn 12. júní 2021
Meira úr sama flokkiFólk
None